Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. febrúar 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. XJmsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita-og prófarkalestur: Elias Mar Augíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur P. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaöaprent h.f. I snöru eigin orða • Það hefur verið hálf bágt að horfa upp á tilburði helstu forsprakka stjórnarandstöðunnar á Alþingi síðustu daga. • Við munum allar stóru yfirlýsingarnar frá Geir Hallgríms- syni og Ólafi G. Einarssyni, Kjartani Jóhannssyni og Sig- hvati Björgvinssyni um algera andstöðu við þær efnahags- ráðstafanir, sem í bráðabirgðalögunum fólust, ogsömuleiðis afdráttarlausar og margendurteknar fullyrðingar þessara sömu manna, innan þings og utan, um að stjórnarandstaðan myndi beita stöðvunarvaldi sínu í neðri deild til að hindra framgang laganna. En svo var þetta bara ekkert að marka! • Nú fyrir fáum dögum koma Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksinsog Ólafur G. Einarsson, formaður þing- flokks sama flokks knékrjúpandi til ríkisstjórnarinnar og bjóðast til að falla frá fyrri andstöðu við bráðabirgðalögin, ef ríkisstjórnin vilji bara samþykkja með þeim á hvaða dögum skuli kosið nú í vor! • Þeir hefðu átt að taka minna upp í sig í haust og vetur, blessaðir mennirnir, fyrst þetta átti yfir þá að ganga á þorr- anum, að hlaupa frá öllum fyrri yfirlýsingum og bjóðast nú seint og um síðir til að hjálpa til við að tryggja framgang bráðabirgðalaganna! Þvílíkur hringlandaháttur. • Auðvitað var allt tal um ákvörðun kjördags ekkert annað en fyrirsláttur af þeirra hálfu og aumleg átylla í Ieit að undankomuleiðum frá þeim vanda sem eigin gífuryrði höfðu kallað yfir foringja stjórnarandstöðunnar. Þeir hafa svo sannarlega orðið þess varir að ábyrgðalaus glamuryrði um algera andstöðu við allar viðnámsaðgerðir stjórnvalda hafa ekki vakið fögnuð og því síður traust hjá fólkinu í landinu, almennum kjósendum. • Þess vegna reyna hinir áður kokhraustu oddvitar stjórnar- andstöðunnar nú að flýja sín eigin orð. • Þessir fyrirliðar stjórnarandstöðunnar vita jafn vel og allir landsmenn, að kosningar eru á næsta leyti. Bæði forsætisráð- herra og forystumenn Alþýðubandalagsins og Framsóknar- flokksins hafa lýst því yfir að gengið verði til kosninga ekki seinna en um sumarmál eða þar um bil. - Atti afstaða stjórnarandstöðunnar til bráðabirgðalaganna þá að ráðast af því einu hvort kosið yrði helgina fyrir, eða helgina eftir páska? - Það skyldi maður halda, ef einhver heil brú gæti talist í „tilboði" stjórarandstæðinga um að falla frá andstöðu við bráðabirgðalögin. • Ríkisstjórnin þarf ekki á neinum hrossakaupum að halda í þessum efnum. Það er ríkisstjórnarinnar og þingmeirihluta hennar að ákveða kjördaginn endanlega, og það mun verða gert nú alveg á næstunni. • Afstaða til bráðabirgðalaganna annars vegar og hitt hvort kosið verði fyrst eða síðast í apríl eru tvö óskyld mál, eins og hvert barn hlýtur að sjá. • Þeir stjórnarandstæðingar á Alþingi, sem nú engjast í snöru eigin gífuryrða verða einfaldlega að fara að ráðum stjórnarskrárinnar og spyrja sína pólitísku samvisku hvernig þeir skuli greiða atkvæði við lokaafgreiðslu bráðabirgðalag- anna. - Það hlýtur þó að vera skárri kostur að strika yfir stóru orðin, - heldur en hitt að brjóta gegn boðum eigin samvisku þegar á reynir. Við skulum sjá hvað setur. • Að undanförnu hafa stjórnarandstæðingar á þingi reynt allar leiðir til að tefja fyrir afgreiðslu bráðabirgðalaganna. - Þeir sem harðastir eru í andstöðunni við frumvarpið treysta greinilega illa sínum eigin mönnum og stöðug óvissa ríkir um afdrif frumvarpsins. Siggeir bóndi í Holti er að vísu farinn heim, en samt sem áður leikur enn grunur á, að kjósi Geir og hans nánasta sveit að standa við gömlu stóryrðin og greiða atkvæði á móti bráðabirgðalögunum, þá kynnu einhverjir stjórnarandstæðingar að brjótast úr handjárnunum. í gær varð svo sá mikli hvalur til að tefja fyrir afgreiðslu málsins, og því eins líklegt að bráðabirgðalögin verði enn óafgreidd þegar þessi orð koma fyrir augu lesenda. klippt ,yA byrgðarleysi fjórflokka“ í grein sem Vilmundur Gylfa- son skrifaði í Dagblaðið á dögun- um segir hann meðal annars: „Á Islandi hafa flokksstýrðir fjölmiðlar og flokkafólk búið til hugmyndafræði sem skiptir fólki í algera stjórnarsinna og algera stjórnarandstæðinga. Þú ert ann- aðhvort eða. Umhverfið hefur neytt til dæmis alþingismenn til slíkrar hegðunar". Þetta kallar Vilmundur „ábyrgðarlausa hugmyndafræði fjórflokkanna". Það er eins með þessa klausu og margt annað sem Vilmundur lætur frá sér fara: Það er eins og eitt reki sig á annars horn. Það er í sjálfu sér eitthvað nýtt í sögu þingræðis, ef það er talið bera vott um ábyrgðarleysi að þing- menn geri það upp við sig hvort þeir vilji styðja tiltekna ríkis- stjórn eða ekki. Vitanlega má segja sem svo, að í alltof mörgum málum hafi hendur manna verið bundnar af því hvað ríkisstjórnir á hverjum tíma vildu eða vildu ekki: þaðan kemur sú skemmtun sem menn hafa leyft sér að láta venjulega skiptingu í flokka og fylkingar lönd og leið - eins og bjórmálum, gæsamálum og mink. En hitt er svo ljóst, að nógu erfitt sýnist að búa til stjórn- arstefnu sem hafi einhver sér- kenni, þótt ekki sé beinlínis stílað upp á það, að það sé mjög á reiki hvort stjórn hefur meirihluta eða ekki fyrir þeim ákvörðunum sem hún tekur - eins og Vilmundur sýnist mæla með. Hvar eru and stœðingarnir? í þeirri skammahríð sem alltaf öðru hverju gengur yfir stjórn- málaflokka íslenska er forvitnilegt að virða fyrir sér vitnaleiðslur frambjóðenda í prófkjörum. Til dæmis að taka geta menn litið á ummæli tólf frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins sem birtust fyrr prófkjör í Suðurlandskjördæmi ekki alls fyrir Iöngu í Dag- blaðsvísinum. Sameiginlegt flestum þeim klausum var það, að þingmanns- efnin lögðu áherslu á óskalista yfir ýmislegar framkvæmdir: slit- lag á vegi, brú yfir Ölfusárósa, nýja báta handa Vestmannaey- ingum og þar fram eftir götum. Nú er það í sjálfu sér ekki nema eðlilegt að framkvæmdir af þessu tagi séu á dagskrá hjá vonbiðlum kjósenda. En það skrýtna við þetta allt var það, eð engu var líkara en Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki til sem slíkur og ætti í höggi við hefðbundna and- stæðinga: Framsóknarmenn, Al- þýðubandalagsmenn. Að svo miklu leyti sem ofangreind þing- mannsefni nefna einhverja and- stæðinga, þá er það fólkið í öðrum kjördæmum! Það eru Reykvík- ingar þar sem Sláturfélagið er og vinnur úr afurðum sem Sunn- lendingar vilja vinna úr heima hjá sér; það eru menn fyrir norðan eða austan sem vilja fá virkjanir eða eitthvað það annað sem veld- ur því að „við drögumst aftur úr“ og „fáum ekki okkar hlut í fólks- fjölguninni" og þar fram eftir götum. Þessar vitnaleiðslur minna á það, að ef flokkakerfið á íslandi hefur riðlast, þá er það ekki síst vegna þess, að innan hvers flokks um sig hefur orðið einskonar valddreifing: úr hverjum flokki hafa orðið til nokkrar valda- miðstöðvar, bundnar einstökum kjördæmum. Og þær eru, í nafni landshluta, nauðugar viljugar í þverpólitísku samstarfi við hér- aðamiðstöðvar annarra flokka a.m.k. um vissa hluti. Þetta ástand hefur fleiri en eina hlið. Menn geta fært að því rök, að með því sé tryggt, að ströng hag- stjórnarsjónarmið og markaðs- lögmál leggi ekki byggðir og þorp í eyði með þeim hætti sem annars gæti orðið. Og sé það jákvætt og í þágu félagslegs öryggis. Á hinn bóginn geta menn með rökum bent á, að þessi sérkennilega dreifing hins pólitíska valds flokkanna á landshluta sé kann- ski það sem gerir þeim einna erf- iðast fyrir um að móta skýra stefnu sem hægt sé með sanni að kalla hægrilausnir eða vinstri- lausnir. -áb Grœningjar til áhrifa Flokkur Græningja í Vestur- Þýskalandi hefur í fylkiskosning- um verið að tryggja sig í sessi - hann hefur náð hér og þar þeim 5% atkvæðum sem þarf til að komast á þing, og vegna þess að víða hefur flokkur Frjálsra dem- ókrata staðið höllum fæti kemur þá upp sú staða að Græningjar ráða því eða geta ráðið því hver fer með völd í einstaka fylkjum. Og má vera að í næstu þingkosn- ingum geti þeir ráðið því hvort sósíaldemókratar stjórna í Bonn. Því sannleikurinn er sá, að Græningjar geta varla annað en veitt sósíaldemókrötum stuðning- í umhverfismálum margvíslegum eiga þeir helst von á skilningi eða samstarfi þar. Og svo er því við að bæta, að mjög mikiil hluti Græningja er frá sósíaldemó- krötum kominn. Nýkjörin flokksstjórn Græningja. Óttinn við fylgið En þegar þetta er sagt er eftir að gæta að því, að eins og margar aðrar róttækar hreyfingar, þá hafa margir Græningjar áhyggjur af því, að þeir verði gleyptir af ríkjandi pólitísku kerfi, geti í sam- starfi við miklu stærri flokk ekki haldið sérstöðu sinni og hug- myndalegum hreinleika. Það er til dæmis haft eftir Petru Kelly, sem hefur verið einn áhrifa- mesti foringi Græningja, að hún „óttist oft að Græningjar fái kannski eins og 13% atkvæða og verði þar með flokkur sem leitar valda. Við eigum heldur að halda okkur við sex eða sjö prósent og halda áfram að víkja hvergi frá grundvallarkröfugerð okkar"... Margur er meydómskom- plexinn. - k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.