Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. febrúar 1983 ALÞ ÝÐU BANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Forvali lýkur 6. febrúar Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum stendur yfir og lýkur að kvöldi sunnudagsins 6. febrúar n.k. í síðari umferð forvalsins á að velja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf við nöfn þeirra þriggja, sem hann vill að skipi 1., 2. og 3. sæti framboðslist- ans. Sé merkt við fleiri 'eða færri en þrjá telst seðill ógildur. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS. Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N-IS* Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS. Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík. Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði. Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík. Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði. Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði. Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bíldudal. Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði. Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði. Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit. Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu. Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík. Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem dvelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu. Alþýðubandalagið - Norðurlandi vestra Almennir fundir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra boðar til almennra funda á Norður- landi um næstu helgi: á SigluHrði (Alþýðuhúsinu) n.k. laugardag 5. febrúar kl. 14.00, á Skagaströnd (Félagsheimili) n.k. sunnudagó. febrúar kl. 16.30. ... ,, , . Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Síðari hlutinn í kvöld Síðari hluti blaðamannanámskeiðs ABH veröur haldinn í Skálanum Strandgötu 41, í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega, og skila af sér verkefnum, þeir sem hafa ekki gert það þegar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Spilamennskunni verður haldið áfram þriðjudagskvöldið 8. febrúar í Sóknarsalnum Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu), kl. 20.00 Gestur kvöldsins verður Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, sem kemur í kaffihléinu og segir frá húsnæðismálum flokksins. Þetta er önnur lotan í þriggja kvölda keppninni sem hófst 25. janúar en fyrir þá sem ekki kornust þá er ekkert því til fyrirstöðu að bætast við nú, því auk heildarverðlauna er keppt um verðlaun kvöldsins hvert kvöld. - Spilastarfshópurinn. Alþýðubandalagið á Akranesi Kaffirabb um starfshætti og skipulag Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins heldur vinnufund á Akra- nesi laugardaginn 5. febrúar. Af því tilefni veröur efnt til rabbfundar í Reinkl. 3.30 e.h. á laugardagþ.ar sem félagsmönnum í Alþýðubandalag- inu á Akranesi og gestum þeirra gefst tækifæri á að rabba við nefndar- menn um verkefnflaga- og skipulagsnefndar Alþýðubandalagsins yfir kaffibollum. Fjölmennum. - Stjórnin. • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 SENDILL lönaöarráöuneytið óskar aö ráöa sendil til starfa hálfan daginn, fyrir hádegi. Upplýsingar í iönaöarráöuneytinu, Arnar- hvoli. Húsnæði óskast Menntamálaráðuneytið óskar að taka á leigu húsnæði tyrir eina af stofnunum sínum. 120 - 200 nm einbýlishús í vesturhluta borgarinnar eða Seltjarnarnesi kæmi einna helst til greina. Upplýsingar gefur Anna Hermannsdóttir, deildarstjóri í síma 20970 á skrif- stofutíma. Menntamálaráðuneytið, 1. febrúar 1983 Stúdentaráð Háskólans: Mótmæli gegn náms- vistargjaldi Andúð lýst á hækkun SVR Stúdcntaráð Háskóla íslands samþykkti í síðustu viku ályktun þar sem mótmælt er tilburðum til að krefja utanbæjarnemendur um grciðslu námsvistargjalda. Jafn- framt lýsti ráðið andúð sinni á hækkun fargjalda SVR. Ályktunin er svohljóðandi: „Stúdentaráð mótmælir harðlega öllum tilburðum til hækkunar námsvistargjalda þeirra nemenda sem unnið hafa sér það eitt til saka að þurfa að stunda nám við menntastofnanir íslenska lýðveld- isins sem staðsettar hafa verið hér í Reykjavík. Jafnframt lýsir Stúdentaráð andúð sinni á hækkun fargjalda S.V.R. þar sem slíkt kemur mest við pyngju þeirra sem kröppust hafa kjörin í þjóðfélaginu, eins og til að mynda námsmenn. Ríkisvaldið er hvatt til að sporna við allri lögleysu í þessum efnuni. Við námsmenn skorum á það að sporna við hvers kyns forherðingu sem bitnar mest á lítilmagnanum í þjóðfélaginu." V élbáta- ábyrgðarfélag ísfirðinga 80 ára Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga varð 80 ára hinn 24. janúar sl. Það var stofnað árið 1903 og hefur starfað óslitið síðan og er eitt af elstu starfandi vátryggingarfé- lögum landsins. Á aðalfundi félagsins sem hald- inn var á sl. hausti kom fram að á árinu 1981 voru 126 bátar í skyldu- tryggingu og í frumtryggingu hjá félaginu voru 13 skip og togarar yfir 100 lestir. Samtals nam vátr- yggingarupphæð þeirra skipa sem tryggð voru hjá félaginu á því ári kr. 375.280.080,- og vátryggingarf- járhæðir skipa tryggðra hjá fé- laginu námu 539.902.200,- Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Jón Laxdal, formaður, S.J. Niels- en, féhirðir, ogÁrni Sveinsson, rit- ari, og voru þá 17 félagsmenn með 22 fiskiskip í tryggingu. Núverandi stjórn skipa Jón G. Stefánsson, Flateyri, formaður, Matthías Bjarnason, ísafirði, og Guðmundur Guðmundsson, Isa- firði. Framkvæmdastjóri frá 1976 hefur verið Hinrik Matthíasson. Stjórn félagsins hefur ákveðið að minnast þessara tímamóta í starfi félagsins síðar í vetur og er ætlunin að bjóða þá félagsmönnum til sam- komuhalds. Afgreiöum eirianRrunar piast a Stor Reykjavikur( svœóió fra manudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst vióskipta ( monnum aó kostnaóar lausu. Hagkvoemt verd og greiósluskil máLar við fiestra bœfi. einanqrunar aivs. mm m m ^Hplastið Aórar I ramtnðsluvor ur __ pipucmangrun KSbrufbutar Nýlegt stórt sófaborð (137x87) frá Ikea til sölu á 1.500,00 kr. Platan úr reyklit- uðu gleri, en grindin úr krómlit- uðu stáli. Upplýsingar í síma 44236. Gömul spjaldahurð (illa farin) fæst gefins. Mál ca 200x75 cm. Upplýsingar í síma 12206. Vill einhver eiga gamla spjaldahurð, sand- blásna og dökkbæsaða með skrá en engum húnum? Mál 73x199 cm. Upplýsingar í síma 12206. íbúð óskast helst sem næst miðbænum. Upplýsingar í síma 16724. Örn Ingólfsson. Vaskurmeð blöndunartækjum hvítur á fæti; fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 21019. Svefnsófi til sölu Til sölu vel með farinn 1 manns svefnsófi. Á sama stað eru 2 léttir armstólar sem seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 10659. eftir kl. 5. ^ Dagmanna getur bætt við sig barni. Hef góða aðstöðu. Upplýsingar í síma 21784. Hátalarar Til sölu eru 75w Fishers hátal- arar 2ja ára og mjög vel með farnir. Möguleiki á að taka uppí ritvél eða e.t.v. Ijósmynda- stækkara. Upplýsingar gefur Þorvaldur í síma 31266. Hver vill eiga vel með farinn 4 sæta sófa (svefnsófa)? Upplýsingar í síma 29804 fyrir kl. 17 og eftir kl. 21. Cortina árg. ’72 með úrbræddri vél til sölu. Góð- ur bíll að öðru leyti. Með útvarpi. Upplýsingar í síma 45622 eftir kl. 18. Vélritun Tek að mér hvers konar vélrit- unarvinnu. Góð íslensku- og tungumálakunnátta. Vönduð vinna. Upplýsingar í síma 36356. Vil kaupa reiðhjól með reynslu. Má alveg vera ódýrt. Upplýsingar í síma 31905 eftir kl. 5. Mig bráðvantar vinnu þá tíma sólarhringsins, sem ég er ekki í hinni vinnunni. Er á bíl og þyki stundvís. Margs konar vinna kemur til greina. Sími 20872, Hjalti Rögnvaldsson. Til sölu Lipur fólksbílakerra til sölu. Simi 66848. Kettlingur, þrifinn högni, fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 23106. Volswagen ’71 til sölu. Þarfnast viðgerðar, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 12523. Til sölu vegna brottflutnings lítið rautt Grundig svart-hvítt sjónvarps- tæki, Candy þvottavél 4ra ára, og kæliskápur lítill, gamall og góöur. Upplýsingar í síma 16505 eftir kl. 17. Notaður Ijósmyndastækkari óskast til kaups fyrir svart/hvítar myndir. Upplýsingar í síma 83242 eftir kl. 17. Til sölu Saab 95 árg. '74 á góðum vetrardekkj- um. Skoðaður ’83. Góður bíll. Sími 20872 síðdegis. Hjálp. Hjálp. Er ekki einhver sem vill selja verðandi móður gamla komm- óðu? Hún þarf helst að vera stór og ódýr. Má vera illa farin. Upplýsingar í síma 20655 og 24475. Hey til sölu Gott vélbundið hey til sölu. Verð pr. kg. 2 kr. komið til Reykjavík- ur. Upplýsingar í síma 99-6611. Gólfteppi óskast keypt 14-15 m2. Einnig koma stórar gólfmotturtilgreina. Upplýsing- ar í síma 36458 og 71195. Takið eftir Prjóna gammósíur og nærföt á börn og fullorðna. Einnig lamb- húshettur, húfur, trefla og legghlífar. Sendi í póstkröfu. Upplýsingar í síma 32413. Gömul mynt og seðlar til sölu Halldór Þorsteinsson Stóra- geröi 34, sími 33526. Til sölu Mjög gamall rokkur á kr. 3000. Eldavélasamstæða á kr. 2000. Stóll gamall stóll á kr. 1.800, þjóðlegir minjagripir og prjóna- fatnaður á börn og fullorðna. Upplýsingar í síma 25825. Kettlingur Hvervill kolsvartan, bráðfjörug an kettling, högna? Upplýsing- D ar í síma 23106. Óskast keypt Notaður bassagítar ásamt magnara óskast til kaups. Upp- lýsingar í síma 32742. Viljum kaupa bókahillur, einnig gamlar tó- baksdósir. Upplýsingar í síma 43294. Vantar alla húsmuni í íbúðina m.a. ísskáp, stóran fataskáp og tvíbreitt rúm. Upp- lýsingar í síma 29153. Fataskápur - fataskápur Ef þú átt fataskáp sem þú vilt losna við, þá hringdu í mig í síma 13681 eftir kl. 18. Ása. Hjólhestar til sölu Höfum til sölu, gegn vægu verði, tvo hjólhesta. Upplýsing- ar í síma 24751. Óskum eftir góðu páfagauksbúri til kaups. Upplýsingar í síma 93-2304. Til söiu 1 manns rúm úr eik með dýnu 6 mán. gamalt. Verð kr. 5000.3ja sæta sófi og 1 stóll á kr. 1000. Borðstofuborð, 4 stólar og skenkur á kr. 2000. Strauvél- Siemens á kr. 600. Sjónvarp s/ h Luxor kr. 700. Skíði, stafir og skór á 9-12 ára kr. 1500. Svefn- bekkur 1 manns kr. 600. Upp- lýsingar á Sogavegi 133. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.