Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 16
dioðviuinnX Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsúni Helgarsími afgreiðslu 81663 1 Fimmtudagur 3. febrúar 1983 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar seldi hlut bæjarins í Lýsi og Mjöl til skipafélags Hagsmunir bæjarbúa eru ekki hafðir í huga Þessi sala á fyrirtækinu getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fram- tíð fiskvinnslunnar og um leið á atvinn- uástand í bæjarfélaginu, sem er ekki glæsilegt fyrir, þar sem um 360 manns ganga nú atvinnulausir, sagði Rannveig Traustadóttir bæjarfulítrúi AB í Hafn- arfírði í samtali við Þjóðviljann. Á bæjarstjórnarfundi í fyrra- kvöld ákvað meirihluti bæjar- stjórnar sem samanstendur af íhaldi og óháðum borgurum, að selja allan eignarhlut bæjarins og helmingshlut Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar í fiskimjölsverk- smiðjunni Lýsi og Mjöl, samtals rúmlega 51% af hlutabréfum fyrir- tækisins. Kaupandinn er Skipafélagið Víkur h/f og Saltsalan h/f, og er kaupverð samtals 955.500 kr. eða 15-falt nafnverð hlutabréfanna í fyrirtækinu. Fulltrúar minnihlut- ans í bæjarstjórn mótmæltu þessari sölu á fyrirtæki bæjarins harðlega. Fiskimjölsverksmiðjan hefur verið lokuð frá miðju sl. sumri vegna fjárhagserfiðleika, en meiri- hluti bæjarstjórnar neitaði þá fyrir- □ C □ D C RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Nalnr.úmer 7126-4181 5 gIró-seðill . Greiöslunúmer 0695-3019-021 5.389,00 7612-511-76507-012 755 STOOVARFJORÐOR r—> E I NOAGI---. J03.FEBRUAR 1983 J L---------------1 Vinsamlegast greiðið reikninginn (yrlr elndaga ( næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði, annars má búast við lokun. I Tilvisunamumer [ I Seðilnúmer I I Fl I I Slo.nuo-Hb I 1 R.tkn n,, I I Uophað kf h£r fyrir neoan MA hvorki skrifa n£ stimpla 906y53019021> 0673944+ 31< 011126> 000337+ 00g00538900< RAFMAGNSVEITUR RlKISINS SKULDFÆRSLUBEIÐNI A BAKHLID SEÐILSINS 5.389,00 7612-511-76507-012 FÆRSLUSKJAL GJALDKE I TilvilunamúmBr I I SeðilnL 06953019021> 6739 lzr □ □ c RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Nafnnúmer 7126-4181 GlRÓ-SEÐILL A Qreiöslunúmer 0(>95-30l9-020 A 2.201,00 755 STODVAKFJöROUR 7612-511-76507-011 |037fEBRUA,R G1983"| RAFMAGNSVEITUR RlKISINS SKULDFÆRSLUBEIONI A BAKHLIÐ SEDILSINS 2.201,00 7612-511-76507-011 FÆRSLUSKJAL GJALDKE Vinsamlegast greiðið reikninginn fyrlr elndaga I næsta banka, pósthúsi eða sparisjóði, annars má búast við lokun. I Tilvi'.urmfriumer I I Seðilnumer I I Fl I I Slolmjn-Hb I 1 Heikn „f I I Upohæð hr, I t TilvisunarnLÍm.r I 'I S.ðilnu MÉR FYRIR NEDAN MA HVORKI SKRIFA NÉ STIMPLA 9069530iy020> 0673943+ 31< 011126> 000337+ 00000220100< 06953019020> 6739 Þeir eru ekkert smáræði rafmagnsreikningarnir sem íbúum Stöðvarhrepps er gert að greiða fyrir notkun á rafmagni til upphitunar og anharra þarfa. Og sömu sögu er að segja víða af landsbyggðinni. íbúar Stöðvarhrepps S-Múlasýslu: Hálfmánaðarlaun til raforkukaupa! „Vegna þess að hreppsnefnd Stöðvarhrcpps telur hagsmuni íbúa byggðarlagsins fyrir borð borna varðandi vcrðlagningu á raforku - og þá sérstaklega til húsahitunar - vill hún láta eftir- farandi koma fram: Eins og ný- lega útscndir orkureikningar bera með sér er kostnaður við við upphitun og aðra rafmagns- notkun tii íbúðarhúsa á Stöðvarfirði fyrir tveggja mán- aða tímabil að meðaltali um átt- aþúsund krónur. Það þýðir að hclmingur af mánaðarlaunum vcrkamanns miðað við 40 stunda vinnuviku fer beint til raforkukaupa. Ekki þarf töl- fróða menn til að sjá, að nánast er útilokað að láta cnda ná saman við rekstur heimilis við núverandi aðstæður.“ Þannig hljóðar upphaf bréfs sem hreppsnefnd Stöðvar- hrepps í S-Múlasýslu hefur sent m.a. forsætisráðherra, forseta sameinaðs Alþingis og þing- mönnum Áusturlandskjör- dæmis. Benda hreppsnefndar- menn á þá gífurlegu búsetu- jröskun sem þessi mikli ■verðmunur á raforku getur haft í för með sér. Síðan segir: „Er það von hreppsnefndar að Alþingi og ríkisstjórn íslend- inga geri nú þegar ráðstafanir til að létta þessar álögur svo ekki komi til verulegur fólksflótti til þeirra byggðarlaga, sem betur bjóða í þessum efnum. Öllum ætti að vera ljóst að búseturösk- un umfram það, sem þegar er orðið, varðar þjóðarhag, því hún myndi í raun kippa burðar- stoðum undan undirstöðuat- vinnuvegum - og þar með sjálf- stæði þjóðarinnar.“ - v. Skipafélagið Víkur h/f og Saltsalan h/f fá afnotarétt af þróm, mjöl- geymslum, vélaverkstæði, skrifstofuhúsnæði og verksmiðjuhúsnæði til 15 ára, en ekki er skilyrt að fiskimjölsvinnslu verði framhaldið. tækinu um bakábyrgð á 1 miljón kr. láni. Þess í stað ákvað meiri- hlutinn að selja hlut bæjarins í fyrirtækinu. Meirihlutinn lagði frá upphafi áherslu á að fiskvinnslufyrirtækin í bænum ættu Lýsi og Mjöl, en ák- vað síðan að selja hlut stærsta hrá- efnisinnleggjandans í fyrirtækinu. Kaupandinn er hvorki fiskverk- andi né hráefnisinnleggjandi og í kaupsamningum er ekki gert skilyrt að fyrirtækið verði rekið sem fiskimjölsverksmiðja áfram. Rannveig sagði að það væri mikilvægt fyrir alla fiskvinnslu í bænum, að þar væri rekin fiski- mjölsverksmiðja, og þessi sölu- samningur væri síður en svo til að tryggja undirstöðuatvinnuvegi í bænum. Þá væri mjög gagnrýnis- Framhald á bls. 14 Lóðaúthlutunum meirihlutans í Hafnarfirði mótmælt:_____ Geðþóttaákvarðanir réðu um úthlutunina segir Rannveig Traustadóttir Það var útilokað að fá nokkrar upplýsingar um það hjá meirihiut- anum hvaða vinnureglum þeir hefðu beitt við úthlutun þessara einbýlishúsalóða í Norðurbænum. Einu svörin voru hreinir útúrsnún- ingar. Það hlýtur að vera krafa um- sækjenda og bæjarbúa allra að fá uppiýst hvaða vinnurcglur gilda þcgar lóðum í bæjarlandinu er út- hlutað“, sagði Rannveig Trausta- dóttir bæjarfulltrúi AB í Ilafnar- firði. Á fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í fyrrakvöld var úthlutað 31 einbýlishúsalóð í Norðurbæ en alls bárust um 140 umsóknir um þessar lóðir. Minnihlutinn tók ekki þátt í af- greiðslu úthlutunarinnar og mót- mælti harðlega þeim vinnu- brögðum meirihlutans að útdeila lóðunum eftir eigin geðþótta. Rannveig sagði að minnihlutinn hefði óskað eftir því fyrr í vetur að útbúnar yrðu ákveðnar vinnuregl- ur varðandi úthlutun lóða í bæn- um, og síðar lagt fram og bókað tillögur sínar í þeirn efnum, en þær hefðu verið felldar og meirihlutinn ekki ljáð máls á neinni umræðu um slíkar reglur. Það er greinilegt, ef rniðað er við þær reglur sem minnihlutinn lagði til og eru sniðnar eftir því sem mið- að er við hér í nágrannasveitarfé- lögunum, að annarleg sjónarmið hafa ráðið ákvörðun meirihlutans um minnst þriðjung þeirra lóða sem úthlutað var á fundinum. Það hlýtur að vera krafa bæjarbúa að sú grundvallarregla gildi varðandi lóðaúthlutanir að allir bæjarbúar sitji við sama borð í þeim efnum“, sagði Rannveig. Álit utanríkisnefndar Meirihlutinn and- snúinn mótmælum „Alþingi ályktar að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um tak- mörkun hvalveiða, sem kunngerð var með bréfi til ríkisstjórnarinnar dags. 2. sept. 1982, verði ekki mót- mælt af Islands hálfu“. Þannig hljóðaði tillaga meirihluta utanrík- isnefndar en minnihlutinn lagði til að ályktuninni yrði mótmælt. llalldór Ásgrímsson mælti fyrir áliti meirihlutans á alþingi í gær eftir margar frestanir og fundahöld utanríkismálanefndar. Auk Hall- dórs skipuðu þeir meirihluta: Ólafur Ragnar Grímsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Albert Guð- mundsson. Minnihiutann skipuðu þeir Geir Hallgrímsson franisög- umaður minnihluta, Jóhann Ein- varðsson og Kjartan Jóhannsson. Báðir hlutar nefndarinnar lögðu til að rannsöknir á hvalastofninum yrðu auknar, þannig að besta fáan- leg vísindaleg þekking liggi til grundvallar umræðum og á- kvörðunum um veiðar í fram- tíðinni. Hjörleifur Guttormsson ítrekaði að hann og fleiri ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hefðu túlkað þau sjónarmið Alþýðubandalagsins innan ríkisstjórnarinnar, að ekki væri rétt að mótmæla ályktun Al- þjóðahvalveiðiráðsins og að alþingi bæri að fjalla um málið. Benti Hjörleifur á að fréttir af af- stöðu ríkisstjórnarinnar í þessu niáli hefðu verið mjög misvísandi. Vilmundur Gylfason las upp samþykkt miðstjórnar Bandalags jafnaðarntanna, þarsern einnig er lagt til að samþykkt Alþjóðahval- veiðiráðsins verði ekki mótmælt. Guðrún Helgadóttir sagði um- ræðu og umfjöllun um þetta mál á alþingi vera umhugsunarefni. Um- ræðan hefði verið lítil og skrykkj- ótt. Gagnasöfnun hefði verið í minna lagi og margt hefði misfarist í málinu. Þannig hefði meira að segja ályktun Alþjóðahvalveiði- ráðsins verið ranglega þýdd. Á al- þjóðavettvangi hefði afstaða ís- lands verið mjög ruglingsleg til þessa. Fagnaði Guðrún einsog fleiri framkomnu meirihlutaáliti utanríkismálanefndar. Að loknu máli Guðrúnar var fundi frestað. - óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.