Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsjón: Viðir Sigurðsspn Sigurður Sveinsson lék mjög vel í gær- kvöldi og sex þrumu- fleygar hans höfnuðu í norska markinu. Norðurlandaferð landsliðsins í handknattleik:_ Vel heppnuð?- Kemur í ljós í Hollandi! „Þetta var þokkalcga góður leikur hjá íslenska liðinu og fyrir áhorfendur var hann hörkuspenn- andi. Fyrir okkur var mikilvægast að vinna, eitt af því sem við þurft- um að ná upp í þessari ferð var viljinn til að vinna leiki. Lands- liðinu hefur oft gengið illa gegn þjóðum, sem eru taldar veikari, á þeirra heimavöllum, og það var því gott að ná öðrum sigri hér í Nor- egi“, sagði Hilmar Björnson lands- liðsþjálfari í handknattlcik í sam- tali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Þá var nýlega lokið síðari leik Norð- manna og íslendinga í Lilleham- mer, Islendingar sigruðu 21-20 eftir harða og tvísýna baráttu. Þegar Hilmar var spurður hvort hann teldi Noðurlandaferðina vel Fimm sigrar og eitt tap er útkoman úr Norðurlanda- ferðlandsliðsinsíhandknattleik. SiguráDönum, 19-18, síðan tap 20-23. Sigrar á Finnum 31-19 og 30-28 og á Norðmönnum 22-17 og 21-20. Samtals 143 mörk skoruð gegn 125. Álfreð Gíslason skoraði 31 mark, Kristján Arason 28, Hans Guðmundsson 15, Guðmundur Guðmundsson 13. Páll Ólafsson 12, Sigurður Sveinsson 11, Bjarni Guð- mundsson 10, Ólafur Jónsson 8, SteindórGunnarsson 7, Porgils Óttar Mathiesen 6, Jóhannes Stefánsson 1 og Þorbjörn Jensson 1. heppnaða var svarið þetta: „Hvort hún er vel heppnuð eða ekki kemur í ljós eítir B-keppnina í Hollandi. Frammistaðan þar sýnir hvernig hún hel'ur tekist, þetta var jú liður í undirbúningnum fyrir þá keppni. Ég vil vara menn við að rjúka upp til handa og fóta þegar leikir eins og þessir vinnast. Landsliðinu hef- ur yfirleitt gengið illa í stórkeppn- unt síðustu árin og yfirlýsingar nú unt að við eigum að ná öðru sæti í Hollandi og þvílíkt er hreinasta rugl. Það verður að líta raunhæft á málin og standa sig þegar á hólm- inn er kontið." Norðmenn tóku fljótlega forystu í gærkvöldi, 1-4 og 6-8, en þá breytti íslenska liðið um varnarað- ferð. Tók tvo norska úr untferð og það skilaði sér fljótt, forystan í hálfleik íslensk, 10-9. í síðari hálfleiknunt var jafnt á öllum tölum upp að 16-16 en þá komst ísland tveim mörkum yfir. Norðmenn jöfnuðu en undir iokin kom Brynjar Kvaran í íslenska markið og lokaði því gersamlega. Kristján Sigmundsson hafði varið af stakri prýði fram að því. íslend- ingar missti knöttinn þegar 15 sek- úndur voru eftir en Norðmenn náðu ekki að jafna, Brynjar sá til þess, og annar sigur Islands var staðreynd. Sigurður Sveinsson átti mjög góðan leik og skoraði 6 ntarka liðs- ins. Kristján Arason lék ekki með vegna smávægilegra nteiðsla og skilaði Sigurður stöðu hans virki- lega vel. Alfreð Gíslason skoraði 4, Bjarni Guðmundsson 2, Guð- ntundur Guðntundsson 2, Páll Ólafsson 2, Þorgils Óttar Mathie- sen 2, Steindór Gunnarsson 2 og Ólafur Jónsson eitt. íslenska liðið kemur heint í dag og það verður lítið um hvíld hjá landsliðsmönnunum okkar þrátt 'fyrir að erfið ferð sé að baki. Æft daglega þar til farið verður til Hol- lands síðar í þessunt mánuði og leiknir æfingaieikir. Vonandi skilar þetta sér í góðri frammistöðu þar ytra, til þess er jú verið að leggja allt þetta á sig. - VS. Fræknir feðgar Tannlæknastofa Hængs Þorsteins- sonar, keppendur Hængur Þorsteins- son og sonur hans, Þorsteinn Páll Hængsson, sigraði Tannlæknastofu Friðleifs Stefánssonar, keppendur Friðleifur Stefánsson og Reynir Guð- mundsson, í úrslitaleik Fyrirtækja- og stofnanakeppni Badmintonsambands Islands um síðustu helgi. Úrslitaleikur- inn var hörkuspennandi og endaði 11- 15, 15-6 og 18-17. Á myndinni að ofan eru keppendurnir í úrslitaleiknum, frá vinstri Hængur, Þorsteinn, Reynir og Friðleifur. Keppnin var haldin til styrkt- ar unglingalandsliðinu í badminton sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Sví- þjóð í byrjun mars. Clarke aftur til starfa Allan Clarke, fyrruni leikmaður með Leeds og enska landsliðinu í knattspyrnu, hefur tekið við sem framkvæmdastjóri 4. deildar- liðsins Scunthorpe. Clarke missti starf sitt sem stjóri Leeds sl. vor þegar félagið féll í 2. deild en er nú kominn í bransann að nýju. Fráfar- andi stjóri Schunthorpe er John Duncan, fyrrum miðherji Totten- ham, en hann hefur gert ótrúlega hluti með liðið á skömmum tíma. Það hefur vananlega verið í botn- sætum 4. deildar en er þar nú með- al efstu liða. Hjá Scunthorpe hafa margir kunnir kappar hafið feril sinn, þeirra þekktastir sennilega Kevin Keegan og Ray Clemence. - VS. lafntefli í framlengdum leik á Elland Road í gær Ekki fékkst úr því skorið í gær- kvöldi hvort Leeds Unitcd eða Ars- enal kæmist í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Liðin léku á Highbury, heimavelli Arsenal, á laugardaginn og þá varð jafntefli, 1-1. Sömu úrslit urðu í gærkvöldi á Elland Road í Leeds, 1-1. Ekkert mark var skorað í venj- ulegum leiktíma en liðin gerðu sitt markið hvort í framlengingu. Úrslit í Englandi og Skotlandi í gærkvöldi: FA-bikarinn 4. umferð Leeds-Arsenal.................1-1 Norwich-Coventry..................2-1 (1-1 eftir venjulegan leiktíma) Skoski bikarinn 3. umferð Hearts-Queen oftheSouth...........1-0 Kilmarnock-Patrick Thistle........0-0 Motherwell-Clyde..................3-4 Óvænt tap hjá Jóhannesi Eðvaldssyni og félögum á heima- velli gegn 1. deildarliði Clyde. Liðin gerðu markalaust jafntefli á laugardaginn en Motherwell tókst ekki að nýta sér heimavöllinn til sigurs. Clyde skoraði sigurmarkið í framlengingu eftir að staðan að loknum 90 mínútum hafði verið 3- 3. Greenwood ráðgjafi Ástrala Ron Greenwood, sem sagði af sér sem einvaldur enska lands- liðsins eftir heimsmeistara- keppnina í sumar, hefur tekið að sér að vera ráðgjafi landsliðs- þjálfara Ástralíu. Góður styrkur það fyrir andfætlingana, ekki síst vegna þess að meðal verkefna ástr- alska landsliðsins eru þrír lands- leikir á heimavelli gegn Englend- ingum í júní. Greenwood ætti að geta gefið góð ráð þá! - VS Framtíð Derby Co. í hættu Derby County, Englands- meistari í knattspyrnu 1972 og 1975, á yfir höfði sér 200,000 punda fjárkröfu frá Bradford City. Derby fékk á dögunum 10,000 punda sekt fyrir að lokka til sín Roy McFar- land, framkvæmdastjóra Brad- ford, og þjálfarann Mick Jones. Þeir hjá Bradford City eru ekki ánægðir og krefjast nú tvö hundruð þúsunda í skaðabætur. Þær kröfur eru byggðar á því að síðan þeir fé- lagar fóru til Derby hefur Bradford ekki unnið leik og áhorfcndafjöldi á heimaleikjum liðsins hefur lækkað Roy McFarland. um 50 prósent. „Ef til þess keniur að við þurfum að borga þessa upphæð, þýðir það að öllum líkindum endalok Derby County", sagði Mike Watterson formaður félagsins í gær. „Ég trúi ekki að þetta nái fram að ganga, þessi krafa er fáránleg. Stjórn Der- by á enga möguleika á að nálgast slíka fjárhæð og ekki kemur hún úr mínum vasa." Þess má geta að í haust lét Watterson aðra eins upp- hæð af hendi rakna til að losa fé- lagið útúr verstu fjárhagskröggun- um, enda auðkýfingur lúnn mesti. - VS. Bandaríska frjálsíþróttasam- bandið býður hlaupara stórfé! Alberto Salazar, fremsti mara- þonhlaupari heims, hefur upplýst að tveir stjórnarmenn bandaríska frjálsíþróttasambandsins hafi boðið sér 60.000 dollara undir borðið fyrir að taka þátt í rnara- þonhlaupi í Los Angeles í vor. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann lcndir upp á kant við þarlend frjáls- íþróttayfirvöld sem hafa lýst sig saklaus af ódæðinu. Salazar á annars við erfitt vanda- mál að glíma. Honurn hefur verið boðið að taka þátt í miklu hlaupi í Brisbane í Ástralíu þann 18. apríl og etja þar kappi við Roberto Cas- tella, Ástrala, sem er einn þeirra bestu í heimi. En, sama dag fer fram í Boston úrtökumót fyrir heimsleikana í Helsinki og þar verður Salazar að gjcra svo vel að mæta ef hann á að komast í banda- ríska liðið. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um hvoru megin á jarð- arkringlunni hann verður þann 18. apríl og er reiður út í þá bandarísku fyrir að setja honum skilmála sem þessa. Larios - vill til Spánar. Enn vand- ræði hjá St. Etienne Knattspyrnustórveldið franska, St. Etienne, á í mikluin erfiðleikum um þessar mundir eins og fram hef- ur komið. Liðið er í fallbaráttu í 1. deildinni og innanfélagsátök ógna tilveru þess. Nú hefur það orðið fyrir einu áfallinu enn; fyrirliðinn, Jean Francios Larios, einn lykil- manna franska landsliðsins, vill yfirgefa St. Etienne og Spánn er efstur á óskalista hans. Fjögur spænsk stórlið hafa þegar sýnt áhuga, Barcelona, Real Madrid, Valencia og Atletico Madrid. -VS BjömBorg hættir alfarið! Björn Borg, sænska tennisstjarnan, hefur ákveðið að hætta keppni alfarið í lok apríl. Áður hafði hann tilkynnt að hann drægi sig út úr stórmótum og hygðist einungis leika sýningarleiki en í gær gaf hann út þá yfirlýsingu að hann ætlaði að hætta algerlega að loknu stórmóti í Tókyo í apríl. Engír sýning- arleikir - eða ágóðaleikir; Björn Borg ætlar að henda tennisspaðanum á hill- una í hinsta sinn. - VS -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.