Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjórir hlutu heiðurslaun Brunabótar i Fjórir einstaklingar, Arnór Pétursson, Þórir S. Guðbergsson, Hafsteinn Hafliðason og Birgir Björnsson, hlutu heiðurslaun Brunabótaféiags íslands að þessu sinni. Voru verðiaunin afhent í hófi sem Brunabótafélagið hélt í gær að Hótel Loftleiðum. Þetta er í annað sinn sem félagið veitir launin, en í fyrra í fyrsta sinn og þá í tilefni 65 ára afmælis BÍ. Launin miðast við 20. launaflokk opin- berra starfsmanna. Verðlaunahafar með stjórnarmönnum í Brunabótafélagi íslands. Neðri röð frá vinstri: Arnór Pétursson, Hafsteinn Hafliðason, Birgir Björnsson og Þórir S. Guðbergsson. Efri röð frá vinstri: Hilmar Pálsson, Ingi R. Helgason, Stefán Valgarðsson, Björgvin Bjarnason og Þórður Jónsson. Ljósm: -eik. Bókun iðnaðarráðherra:___________________ Er andvígur mót- mæhim Steingríms Ingi R. Helgason forstjóri BÍ gerði grein fyrir afhendingu launanna. Hann sagði að á liðnu ári hefði verið stofnað eitt stöðugildi til þess að auðvelda einstaklingum á sviði lista, vísinda, menningar- mála, íþróta og atvinnulífs að sinna verkefnum sínum. Ingi sagði að líkt og í fyrra væri laununum skipt. Hann sagði að stjórn Brunabóta- félagsins hefðu borist fjölmargar umsóknir um launin, en til þess að halda fullum trúnaði við umsækj- endur væri farin sú leið að gefa ekki upp fjölda þeirra né heldur hverjir. þeir væru. Síðan rakti Ingi ástæður fyrir því að fjórmenningarnir fengu launin nú. Arnór Pétursson fengi launin til þess að undirbúa þátttöku ís- lendinga í Olympíuleikum fatlaðra sem fram fara í Bandaríkjunum á næsta ári, Birgir Björnsson til að kynna sér eldvarnir og öryggismál á stórum vinnustöðum, Hafsteinn Hafliðason til aö geta sinnt enn betur þeirri fræðslustarfsemi á sviði gróður- og garðræktar sem hann hefði undanfarið staðið fyrir í útvarpi og blöðum. Þá eru launin veitt Þóri S. Guðbergssyni til þess að hann geti haldið áfram því óeigingjarna starfi sem hann hefur unnið á sviði upplýsinga- og fræðslustarfs í þágu aldraðra meðal annars með því að taka saman bæk- ling um málefni þeirra, jafnframt því sem hann hefði staðið straum af kostnaði við útgáfuna. Við afhendinguna í gær voru auk verðlaunahafa og Inga viðstaddir stjórnarmenn og starfsmenn Brunabótafélagsins. -hól. Á ríkisstjórnarfundi þann 1. fe- brúar sl., þar sein fjallað var um hvalveiðimál lét Hjörleifur Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra bóka eftirfarandi: Ég er andvígur þeirri afstöðu sjávarútvegsráðherra að mótmæla ákvörðun 34. ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins um hvalveiðar frá árunum 1985/1986 að telja. Afstöðu mína byggi ég á einkum á eftirfarandi rnati: 1. Þótt ekki liggi fyrir gögn sem bendi til, að hvalastofnanir þeir, sem nú eru veiddir hér við land, séu í hættu vegna ofveiði, ríkir óviss um ástand þeirra vegna takmarkaðra og ófull- nægjandi rannsókna. 2. Mótmæli af íslands hálfu veikja stöðu þeirra aðila á alþjóðavettvangi, sem berjast Sölustofnun lagmetis: Víll stað- festa hval- veiðibannlð Stjórn Sölustofnunar lagmetis hcfur lýst andstöðu við þegar kynn- tar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um að mótmæla hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins og telur að mótmæli gætu haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningshagsmuni íslands í Bandaríkjunum. í frétt frá Sölustofnun lagmetis segir að stjórn þess hafi fjallað um fyrirhuguð mótmæli ríkisstjórnar Islands gegn ákvörðun Alþjóða- hvalveiðiráðsins að banna hval- veiðar frá árinu 1986. Stofnunin tekur ekki afstöðu til þeirra vísindalegu raka, sem færð hafa verið með og móti slíku hval- veiðibanni, en telur á því verulega hættu, að verði hvalveiðibanninu mótmælt af íslendinga hálfu gæti það haft í för með sér ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir útflutnings- hagsmuni okkar í Bandaríkjunum. I frétt frá Sölustofnuninni segir síðan: „Minna má á, að vörumerki á íslensku lagmeti í Bandaríkjunum er ICELAND WATERS og gera má ráð fyrir vaxandi sölu á þann markað, ef ekki kemur til óvæntra truflana. Stofnunin lýsir því yfir andstöðu við þegar kynntar fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar að mótmæla hvai- veiðibanninu." “v- gegn ofveiði hvalastofna á öðr- um hafsvæöum. 3. Slík mótmæli íslendinga munu veikja stöðu okkar til að ná Hjörleifur Guttormsson fram skynsamlegri stjórnun á nýtingu fiskistofna sem flakka milli lögsögusvæða einstakra ríkja á Norður-Atlantshafi, svo sem karfa, loðnu og kolmunna. 4. Með mótmælum okkar er stefnt í hættu rniklu stærri hagsmun- um en um er að tefla þótt hætt verði um tíma hvalveiðum ís- lendinga,á þaö við hvort sent litið er til söluandvirðis af afurðum á erlendum mörkuð- um eða til atvinnu hér innan- lands. 5. íslendingar eiga kost á að meta afstöðu sína til hvalveiða og Alþjóða hvalveiðiráðsins á næstu árum, m.a. í ljósi þeirrar þróunar, rannsókna og umræðu sem veröur á alþjóðavettvangi fram til þess tíma að samþykkt hvalveiðiráðsins gengur í gildi. Verkamanna- bústaðir í Hafnarfirði Stjórn verkamannabústaöa í Hafnarfirði hef- ur ákveöiö aö auglýsa aö nýju eftir umsókn- um vegna Víðivangs 1. Þeir einir hafa rétt til aö kaupa íbúð í verkamannabú- stööunum, sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a) Eiga lögheimili í Hafnarfirði. b) Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft meðaltekjur fyrir sl. þrjú ár sem séu ekki hærri en kr. 91.500,- fyrir einhleyping eða hjón. Fyrir hvert barn innan við 16 ára aldur sem er á fram- færi umsækjanda bætast við kr. 8.100,-. Greiðslukjör: Umsækjandi, sem fær úthlutað íbúð, skal inna af hendi greiðslu sem nemur 10% af verði íbúðar og greiðist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiðist innan átta vikna frá dagsetningu tilkynningar og úthlutun íbúðar, en seinni helmingurinn samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. Þeir aðilar sem sóttu um þann 9. nóv. 1982- 1. des. 1982 þurfa ekki að endurnýja sínar umsóknir. Allar aðrar umsóknir þarf að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi á félagsmálaskrif- stofunni, Strandgötu 6, og ber að skila umsóknum þangað eigi síðar en 18. febrúar nk. Hafnarfirði, 1. febrúar 1983. Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði. Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur veriö aö viðhafa allsherjar- atkvæöagreiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir áriö 1983 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til aö skila listum er til kl. 12 á hácfegi miðvikudaginn 9. febrúar 1983. Hverjum lista þurfa aö fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins í Alþýöuhúsinu viö Hverfisgötu. Stjórnin UTBOÐ WR 'V Tilboð óskast í steyptar hlífðarhellur fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 300 kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 15. febrúar 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 P ÚTBOÐ Tilboð óskast íjarðvinnu við og lagningu 132 kVjarð- strengsfyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3 Reykja- vík gegn 300 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. febrúar 1983 kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Verkfræðingar- tæknifræðingar Staöalnefnd ITÍ viöurkenndi töflur um varma- afköst fyrir Funaofna, sem framleiddir eru af Ofnasmiöjunni Funaofnar hf. í Hverageröi í mars 1981. Iðntæknistofnun íslands II

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.