Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 3. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Lina það erum við Árni Bergmann skrifar um leikhús Þjóðleikhúsið: Lína langsokkur eftir Astrid Lindgren Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Tónlist: Georg Riedel Lýsing: Páll Ragnarsson Hljónisveitarstjórn: Magnús Kjartansson Dansahöfundur: Olafía Bjarnleifsdóttir Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir Leikstjóri: Sigmundur Örn Arngrímsson. Það hefur flogið fyrir að barna- verndarnefnd í Svíþjóð hafi bannað Línu langsokk börnum. Einhvernveginn komast þau tíð- indi ekki fyrir í kolli þessa hér aðdáanda Línu. Vonandi hefur eitthvað skolast til í þeim frétta- flutningi. En svo mikið er víst, að þetta meinta afbrot barnavernd- armanna í ættlandi Línu hefur vakið upp hinar skæðustu vanga- veltur um frelsið: úr því einhverj- um dettur í hug að banna Línu þá er eins rétt að gefa mannætuupp- ákomur frjálsar á myndböndum! Það var og. Rófan vex í garðinum en frændi minn býr í Kænugarði, segir einhversstaðar hjá Tsjékhof. Hitt er ekki að efa, að ein- hverjir hafa fyrr og síðar hreyft þeirri kenningu að Línubækur og leikrit geti verið skaðleg börnum, og þó einkum fullorðnum, sem eiga að passa að börn séu þæg. Það er enginn vandi að lenda út í ótrúlegustu ógöngum ef menn vilja koma sér upp rammlegri kenningu um áhrif bóka og leikrita á börn. Það mætti líka segja, að Lína væri skaðleg ekki vegna þess að hún magnaði upp í krökkum stjórnleysi, heldur vegna þess að hún freistaði þeirra með dagdraumum og ýtti þá veruleikanum til hliðar. Og svo framvegis. Astrid Lindgren segir svo frá sjálf, að hún hafi skrifað Línu „til að skemmta barninu í sjálfri mér“. Og þar með skemmtir hún ekki aðeins öðrum börnum, held- ur líka hinum fullorðnu - enda verður maður ekki var við annað en þeir skemmti sér prýðilega á sýningu Þjóðleikhússins. Öll eigum við okkar taugar til verald- ar þar sem búið er aö rugla nátt- úrulögmálunum, þjóðfélags- legum sáttmálum og líkinda- reikningi. Það er og vel líklegt að táningar séu ekki eins fljótt vaxn- ir upp úr Línu eins og þeir sjálfir halda. Aftur á móti sýnist þessum leikhúsgesti hér, að fólk geri full- mikið af því að fara með kornung börn að sjá Línu, en þegar athygli þeirra deyfist verður af því kliður mikill. Sýningin er vönduð vel og bráðskemmtileg. Sigrún Edda Björnsdóttir fer hamförum um sviðið með því frelsi, þeim þrótti og því öryggi sem sannfærir áhorfandann unt að hlutverk sjó- ræningjadótturinnar á Sjónarhóli hafi verið sérstaklega skrifað og hugsað handa þessari ungu leik- konu. Samspil hennar við fulltrúa fullorðinnavaldsins var með ntiklum ágætum - ekki síst lögg- urnar tvær, Guðmund Ólafsson og Sigurð Sigurjónsson, frú Prússólín og kennslukonuna - Eddu Þórarinsdóttur og Sigur- veigu Jónsdóttur. Allt voru þetta ágætlega vel útfærðar típur, spaugilegar með þeim elskusam- lega hætti sem við á í slíkri sýn- ingu. Önnur hlutverk allstór eru ntiklu vanþakklátari - þau Edda Björgvinsdóttir og Július Brjáns- son voru góðu og hlýðnu börnin Tomrni og Anna og um leið bestu vinir Línu og þetta gekk allt saman upp prýðilega. Sigmundur Örn Arngrímsson leikstjóri hefur dregið saman marga tauma af þeint hagleik, að dauðir punktar verða ekki á sýn- ingunni, flest er á hreyfingu sem hreyfst getur, án þess þó að ó- reiða nái að breiðast út. Og Guð- rún Svava hefur gert leiknum umgjörð sem er bæði falleg og hentar vel uppákomum sem Lína stendur fyrir. Þýðing Þórarins Eldjárns lætur vel í eyruni. íslenska hljómsveitin Samblástur listanna Um helgina gekkst íslenska hljómsveitin fyrireinskonar„samsæri“ lista. Þáer haft í huga, að í mjörgum tungumálum er samsæri táknað með orði sem upphaflega táknar samblástur: tónlistin andar með orðsins list og myndlist og hreyfilist. Á þessum sérstæðu tónleikum söng Sieg- linde Kahmann óperuaríur eftir Puccini og flutt voru þrjú millispil eftir Monteverdi. En önnur atriði voru óvenjulegri. Til að mynda var það rifjað upp að í eina tíð hafi menn gert sér talsverðar vonir um samspil kvikmynda- manna og tónskálda. Flutningur á tónlist Honeggers við Pacific 231, sem er afar vel klippt skýrsla um járnbrautarreisu, var sér- stæð lífsreynsla og skemmtileg. Það var rifjað upp, sem maður verður annars varla var við annarsstaðar en í leikritum frá því nálægt aldamótum, að ljóð voru sögð fram með tón- list - þetta gerðu þau Sigurður Skúlason og Anna Málfríður Sigurðardóttir. Leikbrúðu- land sýndi mjög smekklega útfærðan lát- bragðsleik um ástir risa til mennskrar stúlku við tónlist eftir Miklos Maros. Að lokum var svo frumflutt Ballettsvíta eftir Skúla Hall- dórsson, vel danshæf músík í þjóðlegum stíl. Nanna Ólafsdóttir hafði samið dansana og farið svipaða leið og einatt er gert í þjóð- legum og pastorölskum senum í hinum slavn- eska heimi. Þau „hrif“ voru oftar en ekki einkar geðsleg - en augljöst einnig, að þrengslin á sviðinu stóðu dönsurum fyrir þrifum. Fjölbreytileikinn var mikill - helst það vantaði að spilað væri á skrjabínskt litatón- spil - en ekki verður á allt kosið. íslenska hljómsveitin hefur hálfnað sitt fyrsta starfsár og hún hefur náð mjög merkilegum árangri. - áb. Frumvarp frá Guðmundi G. Þórarinssyni: Bruna- tryggingar úr höndum sveitar- félaga Einkaréttur Brunabótafélagsins afnuminn fyrir löngu, segir Ingi R. Helgason Guðmundur Þórarinsson hefur lagt fram á alþingi þrjú frumvörp til breytinga á lögum um bruna- varnir og brunamál, um Bruna- bótafélag íslands og um skrán- ingu og mat fasteigna. í greinar- gerð með einu frumvarpanna segir að mcgintilgangur þess sé „að losa um þær viðjar sem brunatryggingar húsa í landinu eru nú í. Hér er um tvenns konar bindingu að ræða. Annars vegar hafa sveitarstjórnir forræði á því, hvar hús í umdæminu eru bruna- tryggð og hins vegar nýtur Brunabótafélag íslands nokkurs konar einokunarréttar á þessum tryggingum.“ Ingi R. Hclgason, forstjóri Brunabótafélagsins, sagði í gær að þessi frumvörp væru sam- hljóöa frumvörpum sem Sam- vinnutryggingar hefðu unnið og sent alþingi fyrir tveim árum. Aðalefnið væri að leggja niður Húsatryggingar Reykjavíkur- borgar og banna sveitarfélögun- um að gera samninga um bruna- tryggingar við það tryggingafélag sem best byði. Hér er mjög langt seilst í árás- um gegn sjálfstæði sveitarfélag- anna, sagði Ihgi, og hljóta sveitarfélögin að svara þeim. Ákvæðið um að afnema einkarétt Brunabótafélagsins til bruna- trygginga húsa, er hins vegar heldur seint til komið, sagði Ingi. Þessi einkaréttur sem þingmað- urinn kallar „einokunarrétt" var lagður niður með lögum nr. 9 frá 1955. Þorsteinn kveður VSÍ í frétt frá Vinnuveitendasam- bandi íslands segir að Þorsteinn Pálsson sem síðustu fjögur ár hefur verið framkvæmdastjóri VSÍ hafi látið af störfum, að eigin ósk. Þor- steinn er í framboði til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Suður- landi. Hrafn Gunn- laugsson í Lista- hátíðar- nefnd Hrafn Gunnlaugsson var í gær kjörinn í framkvæmdanefnd Listahátíðar 1984 með þremur samhljóða atkvæðum Sjálfstæð- isflokksins í borgarráði. Verður Hrafn fulltrúi borgarinnar í nefnd- inni, en Guðrún Helgadóttir hefur undanfarin 4 ár verið full- trúi borgarinnar þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.