Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. febrúar 1983 ! ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kvikmyndahátíð V itfirrt Úr kvikmyndinni YOL, sem nú er sýnd á kvikmyndahátíð. Höfundur hennar var sviptur ríkisborgararétti í heimalandi sínu fyrr í þessum mánuði. Ofsóttur kvikmynda- leikstj óri Ein áhrifamesta kvikmyndin á kvikmyndahátíðinni í Regnbogan- um er tyrkneska myndin YOL eða Leiðin eftir kvikmyndaleikstjórann Yilmaz Guney, se, nú býr í útlegð frá heimalandi sínu. Guney strauk úr tyrknesku fang- elsi í október 1981, þar sem hann afplánaði 19 ára fangelsisdóm, en tyrkneskur herdómstóll hafði sak- fellt hann fyrir að verða saksókn- ara að bana. Guney, sem er búsettur í Frakk- landi, kom nýverið til Grikklands, þar sem hann var viðstaddur frum- sýningu á mynd sinni í Aþenu. Þeg- ar tyrknesk yfirvöld fréttu af Gun- ey í Aþenu, báru þau fram kröfu um að hann yrði framseldur til tyrkneskra yfirvalda. Eins og vænta mátti sinnti stjórn Pap- andreo á Grikklandi ekki þessari kröfu. Þvert á móti veitti hún Gun- ey lögregluvernd allan tímann í Grikklandi, og var hans gætt af óeinkennisklæddum lögreglu- mönnum dag og nótt. í frétt frá Aþenu 17. janúar s.l. segir að Me- lina Mercouri menntamálaráð- herra Grikklands hafi afhent Gun- ey verðlaun við frumsýninguna, en mynd hans YOL hlaut „gullpálm- ann“ í Cannes s.l. sumar. Fyrr í þessum mánuði svipti tyrk- neska stjórnin Yilmaz Guney ríkis- borgararétti, en í hinni frægu mynd hans er gefin ómyrk lýsing á stjórn- arfari herforingjastjórnarinnar. - ólg. Die Beruhrte V-Þýskaland 1981 Handrit og stjórn: Helma Sanders- Brahms Kvikmyndun: Thomas Mauch Aðalhlutverk: Elizabeth Stepanek Flelma Sanders-Brahms gerði þessa mynd næst á eftir Þýskaland, náföla móðir. Hún segir svo sjálf frá, að hugmyndina að myndinni hafi hún fengið úr bréfum sem kona nokkur skrifaði henni og rakti í þeim sorglega sögu sína. Þetta er saga konu sem er álitin geðveik og lokuð inni á spítala. Hún er alltaf að leita að Jesú Kristi, sem henni finnst hún hafa týnt, og heldur að hún finni hann í þeim sem minnst mega sín í þjóðfé- laginu: erlendum farandverka- mönnum, sjúklingum, svertingj- um, gömlum mönnum. Þessa menn ieitar hún uppi og býður þeim sjálfa sig, líkama sinn og sál. Foreldrar stúlkunnar eru vell- auðugir og heimili þeirra líkist kastala. Þar er útvarpið alltaf í gangi og alltaf verið að útvarpa fréttum úr kauphöllinni. Eina svar- ið sem foreldrarnir eiga við ákafri leit dótturinnar að ást og mann- legum samskiptum er að láta hana í hendurnar á sérfræðingum sem binda hana niður í sjúkrarúm og gefa henni sprautur. Vitfirrt er einstaklega óþægileg mynd að horfa á, gjörsamlega niðurdrepandi, jafnvel þótt það sé tekið fram í texta í upphafi myndar að stúlkan sé á batavegi, að sögn lækna. Vonarglætan er alltof dauf þegar upp er staðið. Þegar ég fór að velta því fyrir mér hversvegna mér hefði þótt svo óþægilegt að horfa á myndina komst ég að þeirri niður- stöðu að leikstjóranum hefði ekki tekist það sem hún ætlaði sér: að segja okkur dæmisögu um Konuna og Þjóðfélagið. Það sem við sjáum á tjaldinu er sjúkrasaga einnar á- kveðinnar konu, sem á að vísu mjög bágt, en höfðar ekki til okkar sem dæmigert fórnarlamb. Vissulega er umhverfið kald- ranalegt, og kannski er það ekkert síður brjálað en stúlkan Veronika. Hún á heima í Berlín, sem er klofin borg, alveg einsog geð hennar sjálfrar er klofið. I Berlín er ennþá stríð, segir Helma Sanders- Brahms. Veronika reikar um óhrjálegt hverfi Berlínar og við fáum að sjá bakhliðian á þessari borg, sem nefnd hefur verið sýn- ingargluggi vestrænnar velferðar, gluggi sem snýr að Austur-Evrópu. Af því sem Helma Sanders- Brahms hefur skrifað um þessa mynd mætti ætla að hún fjallaði um velferðarþjóðfélagið sem sér þegn- unum fyrir öllu nema hinum and- legu þörfum, og að Veronika hafi tekið að sér að uppfylla þessar and- legu þarfir. Gallinn er.bara sá að við sjáum hvergi þetta velferðar- þjóðfélag. Við sjáum annarsvegar forríkt pakk, hinsvegar blásnauða utangarðsmenn sem njóta engra Iífsgæða. Fulltrúar „kerfisins" eru fólk í hvítum sloppum sem notar ævagamlar aðferðir við geðlækn- ingar, spítalarnir í myndinni eru af þeirri gerð sem algengust var fyrir frönsku byltinguna, a.m.k. ekki ýkja mikið skárri. Mér finnst það heldur ekki sann- færandi að Veronika sé að gefa sjálfa sig á sama hátt og annað fólk gefur ölmusur eða útbýtir dreifi- bréfum. Hún er fyrst og fremst að leita að Jesú Kristi, sem hún hefur týnt og finnur hvergi. Hún er ein- faldlega ekki það „tilfelli" sem leikstjórinn hefði þurft til að gera þá mynd sem hún ætlaði sér að gera. Saga hennar, þótt sorgleg sé, nær því ekki að verða dæmisaga. Elizabeth Stepanek leikur Ver- oniku og gerir það mjög vel. Ég er að vísu enginn sérfræðingur í geðsjúkdómum, en mér finnst hún sannfærandi í þessu erfiða hlut- verki. Það er ekki leikurinn, og heldur ekki leikstjórnarleg útfærsla á ein- stökum atriðum sem gera þessa mynd svo þungbæra sem raun er á. Ég held að ástæðan sé „röng sjúk- dómsgreining". Ef forsendan sem við gefum okkur er vitlaus hlýtur niðurstaðan sem við drögum af henni að vera það líka. Útkoman er sú, að það er verið að velta sér uppúr sjúkdómssögu ógæfusams einstaklings, í staðinn fyrir að segja okkur dæmisögu um einstaklinginn og þjóðfélagið. ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALÁ - ÚTSALA Barnaúlpur, stærðir 4-16, margir litir. Verð áður 780, nú 499. Barnastígvél stærðir 23-31, margir litir. Verð áður kr. 114, nú kr. 99. : ■ ■ ■ Barnaú/pur, stærðir 4—16, margir /itír. Verðáðurkr. 780, núkr. 499. Æfingagallar, stærðir 110-160, litir: blátt og rautt. Verð áðurkr. 360, nú kr. 200. búsáhöld 15% leikföng 70% fatnaður 50% Af öðrum vörum veitum við 10% afslátt. Sendum ípóstkröfu. Útslan stendur til 15. febr. Verslið meðan úrvalið er hvað mest. Fataverslun fjölskyldunnar hf. Hamraborg 14,200 Kópavogi sími 46080.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.