Þjóðviljinn - 04.02.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Page 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. febrúar 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. XJmsjónarmaður Sunnudagsbiaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar Áugíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsia og augiýsingar: Síðumúla 6 Reykjavik, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Þingið tók í taumana • Þingræðið sigraði í hvalveiðimálinu. Alþýðubanda- lagið tryggði með framgöngu sinni í ríkisstjórn og á þingi að málið fengi þinglega meðferð og vilji þingsins fengi að ráða ferðinni. I umræðunum á Alþingi hefur mikið verið gert úr hótunum frá Bandaríkjunum og að sönnu eru þær ógeðfelldar. En það má alls ekki gleymast að veigamesta ástæðan fyrir því að mótmæla ekki samþykkt alþjóðahvalveiðiráðsins um núll-kvóta á hvalveiðar var sú, að málstaður íslendinga var ekki nógu góður til þess að verja hann af hörku á alþjóða- vettvangi. • Enginn getur á móti því mælt að hvalveiðar við ísland og á öðrum hafsvæðum hafa einkennst af rányrkju til skamms tíma. Þrjár tegundir hvala hafa dáið út í ís- landshöfum. Á síðustu áratugum höfum við orðið að hætta veiðum á steypireyði og hnúfubak vegna ofveiði, sem leiddi til þess að þær voru friðaðar. Búrhvalurinn var friðaður á sl. ári. Saga hvalveiða við ísland styður frekar málstað friðunarsinna en veiðimanna. Eftir standa veiðar á 3 hvalategundum. Um ástand sand- reyðarstofnsins og hrefnustofnsins er sem næst ekkert vitað, og gögn um langreyðarstofninn gefa ekki tilefni til bjartsýni. Strax eftir næstu vertíð má hinsvegar gera ráð fyrir að stórauknar rannsóknir skili okkur í hendur betri gögnum, sem hugsanlega má nota til þess að rétt- læta áframhald hvalveiða við ísland. • Afstaða þingflokks Alþýðubandalagsins, sem var eini þingflokkurinn á Alþingi sem frá upphafi barðist fyrir þeirri línu, sem varð ofaná í þinginu, mótaðist af almennum náttúruverndarsjónarmiðum og þeirri friðunarstefnu sem í slendingar hafa barist fyrir í tengsl- um við auðlindir hafsins. Miklu skiptir að við erum aðilar að hafréttarsáttmála sem segir að ríki skuli vinna saman að því að vernda sjávarspendýr og um nýtingu flökkustofna. Þessu ákvæði höfum við íslendingar beitt fyrir okkur í sambandi við laxveiðar á Norður- Átlantshafi og loðnuveiðar við Jan Mayen. Loks verð- ur að viðurkenna það kinnroðalaust að óráðlegt þótti að stofna í tvísýnu fisksölumálum á Bandaríkjamarkaði og Evrópumarkaði vegna hvalveiða, sem ljóst er að verða minnkandi þáttur í þjóðarbúskapnum, hvort sem núll-kvótar alþjóðahvalveiðiráðsins ná fram að ganga eða ekki. • Þegar þingmenn gengu til afgreiðslu hvalveiðimáls- ins kom í ljós að upplýsingar sem fyrir lágu voru í sumum greinum villandi og rangar. Enda þótt sumir vilji lítið úr því gera þá er samþykkt alþjóðahvalveiði- ráðsins ekki um „stöðvun“ eða „algert bann“ á tímabil- inu 1986-1990 heldur um 0-kvóta á hvalveiðar. Þessir 0-kvótar verða til endurskoðunar árlega og heildarút- tekt á hvalveiðum á að fara fram fyrir 1990. Komi fram á þeim fjórum hvalvertíðum sem eftir eru þar til 0- kvótarnir eiga að ganga í gildi einhver þau rök sem duga til þess að réttlæta áframhald hvalveiða er sjálfsagt að hefja rannsókn og knýja fram veiðileyfi fyrir þær teg- undir sem sannanlega eru ekki í hættu. Tímann fram til 1986 þarf að nota til þess að afla frekari vitneskju um hvalastofnana og kynna þær niðurstöður á alþjóða- vettvangi ef það mætti verða íslenskum hvalveiði- mönnum stoð. • Hinu megum við ekki gleyma að samkvæmt anda hafréttarsáttmálans eru hvalir taldir sameiginleg auð- lind mannkyns, og íslendingar hafa í hvalveiðum ekki við annað en hefðarrétt að styðjast líkt og Bretar í þorskastríðum gegn okkur. Þeir töpuðu þorskastríðun- um,og menn skyldu vara sig á því að leggja út í alþjóð- legt „stríð“ með hæpinn málstað. • Að endingu skal svo aftur vikið að upphafinu: Þing- ræðinu. Margt hefur verið misjafnt um það sagt og nú er upp risinn stjórnmálaflokkur á íslandi sem vill af- nema þingræði, flokkur Vilmundar. Það er til umhugs- unar að ef þingræðið hefði verið úr sögu hefði meiri- hluti ríkisstjórnar farið sínu fram í þessu máli án möguleika þingsins til þess að taka í taumana. -e.k.h. klippt Sami slagur alls staðar Það er víðar en á íslandi sem menn velta fyrir sér óróa í flokk- akerfinu og uppstokkun á því. Víða hefur þetta gerst þannig, að hópar og einstaklingar með sams konar áhugamál hafa bundist samtökum þvert á hefðbundnar flokkaskiptingar og unnið pólit- ískt að markmiðum sínum. Slík- um hreyfingum hefur vegnað næsta vel að undanförnu. Þannig hafa Græningjarnir svonefndu í Þýskalandi unnið glæsta kosning- asigra og þykja alls ekki ólíklegir samstarfsaðilar Sósíaldemókrata að afloknum kosningum í mars, ef þær fara vel. Hreyfingar af þessum toga skjóta hvarvetna upp kollinum um þessar mundir og hver veit nema Kvennaframboðið í Reykjavík sé afbrigði af slíkri hreyfingu. Oftast nær eru slíkar hreyfingar með sósíalíska undir- tóna, vilja grasrótarlýðræði og fjöldabaráttu á öllum vígstöðvum fyrir markmiðunum. Jafnframt eru tekin upp nýstár- legri vinnubrögð og dregið úr hvers konar miðstjórnarvaldi. Bandalag Vilmundar Gylfasonar á lítið skylt við þess konar, enda byrja teknókratar á að skipa mið- stjórn. Það er táknrænt. Stúdenta- lenínismi Inná borð hjá klippara kom blaðið Politisk Revy, sem nokkrir úr VS, litlum stjórnmálaflokki vinstri sósíalista í Danmörku, gefa út. Þar hefur löngum verið rætt og ritað um vanda vinstri hreyfingar þar í landi og annars staðar. Flokkurinn þykir hafa staðið sig vel á danska þinginu, þá í þeim skilningi að veita hinum vinstri flokkunum aðhald (sósíaldemó- krötum og Sósíaliska alþýðu- flokknum) og í að afhjúpa borg- araflokkana. En það hefur ekki nægt flokknum til að halda í fylgi sitt hvað þá auka við það. Flokkurinn sem stofnaður var 1968 hefur yfirleitt verið kenndur við stúdentauppreisnina í þá daga - og talsmenn hans hafa talað mjög á þeim nótum. En nú er svo komið að þeir talsmenn, sú kyn- slóð hefur látið undan síga í bar- áttunni innan flokksins. Steen Folke og Preben Wilhjelm sem margir Islendingar kannast við, eru aðal talsmenn flokksins, en þeir eru nú komnir í minnihluta ásamt skoðanabræðrum sínum. Þessir menn, sem kenna mætti við valddreifingarsósíalisma, segja að stúdentalenínismi ein- kenni allt starf flokksins. Ekki tekið tillit til fjölskyldu- lífsins Steen Folke segir að flokkur- inn sé langt í frá alþýðlegur. Len- ínistarnir hafi nauman meirihluta í stofnunum flokksins og keyri hann áfram eftir þröngri hug- myndafræði um verkalýðsstétt- ina. Þessu fylgi að skylda félaga til starfa fyrir flokkinn og fleira. Slíku starfi geti fjölskyldufóik trauðlega sinnt meðan að stúd- entar og annað fólk, sem þarf ekki að sinna fjölskyldulífinu, getur hæflega verið í stússinu. I rauninni hafi þessi þróun þýtt ein- angrun flokksins frá því sem er að gerast í þankagangi og félagslífi fyrirverandi stuðningsmanna flokksins. „Síðasti sjens að bjarga(< Steen Folke segir að nú sé „síðasti sjens“ að bjarga flokkn- um frá stalinískum tilhneig- ingum. Það gera þeir vinstri sósí- alistar í Danmörku með því að setja á laggirnar „forum“ þarsem málin eru rædd og reifuð, með það fyrir augum að ná fótfestu fyrir þá sem ekki eru bókstafstrú- armenn í hinum ýmsu stofnun- um. Jafnframt hafa þessir sósíal- istar af „68-kynslóðinni“ byrjað útgáfu blaðs til að sinna þessu verkefni. -6g. og skorið Breytingar í anda lýðrœðis Pétur Reimarsson varafor- maður framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins skrifar um skipulagsmál bandalagsins á sjónarhorni í fyrradag. Pétur hvetur þar til að viðræður hefjist milli Alþýðubandalagsins og áhugamanna og hópa um hugsan- legt samstarf áður en til form- legra breytinga kemur á skipulagi og starfsháttum Alþýðubanda- lagsins: „Þetta er í anda þess lýðræðis sem stefnt er að. Um leið verða þær breytingar sem gerðar verða óhjákvæmilega að leiða til þess að það dragi úr ítökum einhverra stofnana eða einstak- linga í flokknum." Kominn tími til að öflug hreyfing... Jón Karlsson verkalýðsleiðtogi á Sauðárkróki skrifar gagnmerka grein í Morgunblaðið í fyrradag. Jón segir að með hverju árinu sem líður verði æ meiri þörf fyrir stjórnmálaafl sem treysta má til að koma þjóðinni útúr því efna- hagslega og stjórnmálalega öng- þveiti sem búið er að sigla henni inní. „Hér þarf að koma til öflug sósíaldemókratisk hreyfing sem styðst við verkalýðshreyfinguna á beinan eða óbeinan hátt“, segir Jón Karlsson. Fjölmargir eiga samleið „Ekki er ástæða til að ætla ann- að en að það fólk sem fylgt hef- ur verkalýðsflokkunum að mál- um, hafi í grundvallaratriðum svipaðar skoðanir á þeirri þjóðfélagsgerð sem keppa skuli að og þeim leiðuin í meginat- riðum sem fara skuli til að ná þeim markmiðum. Þá hljóta fjölmargir kjósendur hinna flokkanna að eiga samleið varð- andi þessi markmið og leiðir. Er því ekki kominn tími til að skynsamir menn taki höndum saman um að leita leiða til að færa stjórnmálaþróunina á næstu misserum í þann farveg sem þjónar meirihluta þegna þjóðfélagsins sem best?“ Er ekki ástœða til að tala saman? Jón segir að ekki dugi annað en úrræði félagshyggju til að koma þjóðinni útúr því svartamyrkri sem ríki í lífi efnahags og stjórn- mála hér á landi, sem byggð eru á stefnu og skoðunum jafnaðar- manna. Agreiningur á milli Al- þýðubandalags og Alþýðuflokks sé aðallega fólginn í afstöðunni til Nató og Sovétríkjanna (!). „A þeim sviðum sem flokks- menn þessara flokka hafa haft náin samskipti, er ekki annað að sjá en að þeir eigi skoðana- lega samleið. Og ef menn ræddu af hreinskilni um þau tvö stóru mál sem grundvallará- greiningurinn hefur verið um - og nefnd voru hér að framan - virðist svo sem að ekki ætti að vera margt í vegi fyrir því að samstarf gæti tekist um flesta þætti þjóðmálanna. Því er spurt: Er ekki kominn tími til að tala saman?" - óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.