Þjóðviljinn - 04.02.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Qupperneq 5
Föstudagur 4. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Um 280 hvalir merktir við / Island sl. 4 ár_________ Þarf að auka merkingarnar segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur Fjöldi manns fylgdist með umræð um um hvalamál á Alþingi í fyrradag. (Ijósm eik) Aðalmál á ríkisstjórnarfundi: Aðgerðir í álmálinu Merkingar hvala hér við land hafa mjög aukist á sl. fjórum árum og sagði Jakob Jakobsson flski- fræðingur hjá Hafrannsóknar- stofnun að menn hefðu þar fullan hug á að halda þeim áfram næsta sumar. Hins vegar væri ljóst að fjárskortur hamlaði stofnuninni mjög að standa að því verki eins og best yrði á kosið og að stjórnvöld yrðu að gera þar bragarbót á ef merkingar ættu að geta aukist. Árin 1979 - 82 hafa verið merkt- ar 187 langreyðar við ísland af starfsmönnum Hafrannsóknar- Stjórn Hvals hf. Hlutafélagið Hvalur h/f var stofnað 11. janúar 1947. Á síðasta hluthafafundi félagsins vorið 1981, var m.a. skipað í stjórn félagsins en hana skipa: Árni Vilhjálmsson prófessor, Kristján Guðlaugsson, Othar Ell- ingsen forstjóri, Benedikt Gröndal og Kristján Loftsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. í varastjórn eiga sæti þeir Geir Zoega framkvæmdastj., Hannes Pálsson og Hjörtur Hjartar. -lg. stofnunar, 59 sandreyður óg tæp- lega 30 hrefnur. Hafa þessar merk- ingar einkum verið gerðar á rann- sóknarskipinu Árna Friðrikssyni. í nefndaráliti meirihluta utanrík- ismálanefndar á Alþingi er m.a. sagt að nefndarmenn telji að mikil- vægt sé að efla mjög rannsóknir á hvalastofnunum þannig að ávallt sé til staðar besta mögulega vísinda- leg þekking sem liggi til grundvall- ar umræðum og ákvörðunum um veiðar í framtíðinni. „Samkvæmt núgildandi áætlun er gert ráð fyrir 6-700 þúsund krónum til viðhalds á Árna Friðrikssyni í ár en Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur reiknað út fyrir okkur að fjármagn til þeirra hluta nú þyrfti að vera rúmar 3 miljónir króna. Þetta er aðeins dæmi um það fjársvelti sem Haf- rannsóknarstofnunin er í og ég fæ ekki séð að við getum gegnt okkar hlutverki hvað rannsóknir á hvöl- unum varðar nema úr verði bætt“, sagði Jakob Jakobsson. Jakob kvaðst telja að eftir hvala- vertíðina í sumar yrði hægt að segja allvel til um ástand stofnanna á grundvelli merkinganna sl. ár. Nægt fjármagn til þeirra rannsókna yrði að koma til ef ætti að vera mögulegt að halda áfram á sömu braut og undanfarin ár. -v. Einhliða aðgerðir gegn Alusuisse var aðaldagskrármál á löngum ríkisstjórnarfundi í gær. Tillögur Hjörleifs Guttormssonar iðnaðar- ráðherra voru þar tii ýtarlegrar umfjöllunar en einnig komu t'ram tillögur um málsmeðferð af hálfu Steingríms Hermannssonar. Iðnaðarráðherra vildi ekki tjá sig um þær né heldur um efni til- lagna sinna þegar blaðið hafði samband við hann í gær. Hann minnti hinsvegar á þáð að nú er hálfur annar mánuður liðinn síðan hann lagði fyrir ríkisstjórn lög- fræðilegar greinargerðir varðandi stöðu Islands til einhliða aðgerða til hækkunar raforkuverðs til ís- lenska álfélagsins. Iðnaðarráð- herra kvaðst telja, að við fengjum enga viðspyrnu í þessu máli nema menn væru reiðubúnir til að láta reyna á einhliða aðgerðir í þessu máli til að fá Aluisse til að koma til móts við sanngirniskröfur okkar. »> „Ég legg hér til að kjósendum sé boðið að setja skilyrði fyrir stuðningi við vœntanlega ríkisstjórn“. Næsta ríkisstjórn Hvernig stjórn verður mynduð næst? Þessari spurningu vilja flestir slá á frest fram yfír kosn- ingar: „Það er svo flóki mál stjórnarmyndun, þarf að semja um alla skapaða hluti og ekkert hægt að segja fyrirfram um hver útkoman verður." Hvernig stjórn verður mynduð nœst? Sumir telja lýðræðisskipan hina mestu tímasóun. En aðrir stjórnarhættir eru verri og vald- níðsla er mesti tímaþjófur sem við þekkjum, hún hefur kostað marga lífið og fleiri stóran hluta ævinnar. Lýðræði er besti kostur- inn - við verðum bara að taka því að það er þungt í vöfum og þarf lengri tíma en ýmsar útgáfur valdníðslu og kúgunar. Hvað kemur það stjórnar- myndun við? Jú - besta vinnu- aðferðin í lýðræðisskipan er samningaleiðin. Við höfum kosn- ingar til að skýra meginlínurnar og gefa meirihluta með tiltekna stefnu kost á sterkari aðstöðu en minnihlutanum. Síðan taka samningar við, til dæmis stjórn- armyndunarviðræður. Kjósendur hafa engin áhrif á stjórnarmyndun. Fyrir kosningar geta þeir aðeins giskað á hvernig til dæmis Alþýðubandalagið kemur út og síðan spáð í hugsan- legar ríkisstjórnir: Sumir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins hafa mikinn hug á svonefndri sögulegri málamiðl- un, það er að segja ríkisstjórn Al- þýðubandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins. Ekki svo að skilja að áhugamenn um þannig ríkis- stjórn vilji færa kjarasamningana á „æðra plan“, það er að segj a inn í ríkisstjórnina. Nei, það er höfðað til áranna eftir stríð, ný- sköpunarstjórnin skal endurreist og atvinnulífið um leið. Þesshátt- ar stjórn gæfi efnahagssérfræð- ingum og atvinnurekendum mest svigrúm. Finnast aðrir kostir? í byrjun áttunda áratugarins var óskastaða í efnahagsmálum. Uppgangstímar í milliríkjavið- skiptum og mikil þjóðarfram- leiðsla. Þá var við völd (1971-74) ríkisstjórn sem komist hefur næst því að geta talist’vinstri stjórn. Lögð var áhersla á félagsleg sjónarmið í stefnu og starfi stjórnarinnar, hún var hliðholl launafólki í landinu og ætlaði jafnvel að reka herinn. Með hliðsjón af þeirri reynslu vilja margir fá vinstri ríkisstjórn Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokks. En svo eru hinir sem finna Framsókn allt til for- áttu og telja þann flokk harðvít- ugri hægriflokk en Sjálfstæðis- flokkinn... Kjósendur með í spilið! Ég sagði í byrjun að flestir vilji slá spurningunni um stjörnar- myndun á frest fram yfir kosning- ar. Það er vaninn og stjómmála- fróðum mönnum finnst það skapa betri samningastöðu að fara í stjórnarmyndun með óbundnar hendur. Málamiðlun eða samningar gangi best þegar samningamenn hafi frítt spil, segja þeir. Ég legg hinsvegar til að Al- þýðubandalagið beri á borð fyrir kjósendur lágmarksskilyrði fyrir ríkisstjórnarmyndun. Þarmeð mælist ég ekki til að þingmenn flokksins eigi að loknum kosning- um að setjast forhertir við samn- ingaborðið og neita að sam- þykkja nokkuð, sem ekki miðast í einu og öllu við stefnuskrá Al- þýðubandalagsins. Ég mælist heldur ekki til þess að öll kosn- ingastefnuskráin verði ófrávíkj- anlegt skilyrði fyrir stjórnar- myndun. Kjósendum er gefinn kostur á að negla niður meginatriði hugs- anlegs málefnasamnings, ef Ál- þýðubandalagið setur fram örfá lágmarksskilyrði fyrir aðild að ríkisstjórn. Frambjóðendur flokksins gæfu loforð um að bera ábyrgð á athöfnum ríkisstjórnar, sem kjósendur segðust geta sætt sig við - með því að greiða Al- þýðubandalaginu atkvæði sitt. Menn gætu með atkvæði sínu sett lskilyrði fyrir ríkisstjórnaraðild. Jón Ásgeir Sigurös- son Og hvaða skilyrði? Ég nefni fimm atriði til umhugs- unar. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna verði að fjórum árum liðnum í það minnsta jafn hár og við kosningar. Kjósendur geti eftir fjögur ár reitt sig á að fá það sama fyrir peningana sína og í dag. Alþýðubandalagið fari ekki í ríkisstjórn sem heitir þessu ekki í málefnasamningi. Fólk vill geta lagt peningana sína í banka án þess að tapa á því. Annað skilyrði fyrir ríkisstjórn- araðild yrði samningsákvæði um að sparifjáreign yrði að fullu verðtryggð. Allir vita að í húsnæðismálum blasir við kreppuástand. Þar þurfa að koma til róttækar ráðstafanir, menn verða að geta treyst Alþýðubandalaginu fyrir að taka aðeins þátt í ríkisstjórn sem kemur í *g fyrir að ungar fjölskyldur sligist undan afborg- unum. Sumir neyðast nú til að velta fyrir sér hvort þeir muni hafa fasta atvinnu á næstu fjórum árum. Alþýðubandalagið verður að heita því að fara aðeins í ríkis- stjórn sem lofar að stefna öllum efnahagsaðgerðum gegn atvinnu- leysishættunni. Loks á flokkurinn einungis að fara í ríkisstjórn sem heitir því í málefnasamningi að vinna með öllum ráðum gegn þeirri hættu sem steðjar af kjarnorkuvígbún- aði beggja stórvelda, auk annarra kjarnorkuvígvæddra ríkja. Ríkis- stjórnin á að lýsa sig reiðubúna að vinna með hinum Norður- löndunum að slökun spennu mili austurs og vesturs. Og Alþýðu- bandalagið á aðeins að standa að málefnasamningi sem hafnar aukningu vígbúnaðar og frekari fjötrun landsins í stríðsnet Bandaríkjanna og NATO. Sumir snúa eflaust út úr þess- um orðum mínum og segja að ég vilji afslátt á öllum kröfum. Nei, ég set fram lágmarksskilyrði og verð fyrstur til að óska þing- mönnum til hamingju ef árangur- inn verður betri. Ég legg hér til að kjósendum sé boðið að setja skil- yrði fyrir stuðningi við væntan- lega ríkisstjórn. Jón Ásgeir Sigurðsson Jón Ásgeir Sigurðsson blaða- maður er lesendum blaðsins af góðu kunnur fyrir skrif sín í blaðinu. Hann er stjórnarmaður í Neytendafélagi Reykjavíkur og nágrennis, Leigjendasamtökun- um og Blaðarnannafélagi íslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.