Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 1 Föstudagur 4. febrúar 1983 í Veitingahúsinu Fell eru sæti fyrir 22 gesti. Staðurinn er hannaður af teiknistofunni Arko undir stjórn Jóns Róberts Karlssonar. Nýr veitingastaður í Breiðholti Veitingahúsið Fell með næturþjónustu um helgar Nýr veitingastaður hefur verið opnaður í Breiðholti í verslunar- miðstöðinni Fellagörðum. Veit- ingastaðurinn er í því húsnæði sem Ask-borgarinn var áður, en sá staður var opnaður í maí 1980, þá eingöngu sem skyndibitastaður og voru allar veitingar seldar í umbúð- um og ekki til neyslu á staðnum. Rekstur þess staðar gafst það vel að ákveðið var að taka upp nýtt rekstrarform og endurbyggja stað- inn, bjóða fjölbreyttari matseðil og setja upp borð og stóla. A matseðlinum eru 11 réttir, en auk þess býður staðurinn rétti dagsins í hádegi og á kvöldin. Veitingahúsið Fell yfirtók næt- urþjónustu Askborgarans og er næturþjónustan opin föstudag og laugardag frá kl. 12:00 á miðnætti til kl. 05 á morgnana, sími nætur- þjónustunnar er 71355. Læknaráð spítalanna í Reykjavík: Skorar á yflrvöld aö veita meira fé í viðhald og tæki Læknaráð spítalanna í Reykjavík, Borgarspítala, Landspítala og I.andakotsspítala héldu sameigin- legan fund 27. janúar sl. þar sem ■ ályktun er lýst yfir miklum áhyggj- um vegna niðurskurðar á fjárveit- ingum til viðhalds og tækjakaupa spítalanna. í ályktun læknaráðanna segir: „Sjúkrahúsin í Reykjavík veita landsmönnum öllum sérhæfða læknisþjónustu, sem byggist mun meira á dýrum tækjabúnaði en þjónustu annarra sjúkrahúsa. í tilefni Þorrans: Skemmti- kvöld í Tónabæ Unglingar gera sér lítinn daga- mun á Þorranum. Ur þessu ætla forráðamenn og starfsfólk félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar að bæta. Föstudagana fjóra í febrúar verður mikill glaumur og gleði þar á bæ - dansleikir auk fjölbreyttra skemmtiatriða. Hljómsveitin LÓTUS frá Sel- fossi mun leika fyrir dansi öll þessi kvöld. Á skemmtidagskrá verða tísku- sýningar nýrra sýningarsamtaka er nefna sig Ný - ung. Stjórnandi Tæki til lækninga og rannsókna eru spítölunum ekki síður nauð- synleg en matvæli eða lyf. Án góðs tækjabúnaðar nýtist þekking og kunnátta starfsfólks illa og spítal- arnir munu engan veginn geta sinnt hlutverki sínu. Stjórnir læknaráðanna skora því á heilbrigðis- og fjármálastjórn rjk- is og Reykjavíkurborgar að leita lausnar á þessum vandamálum hið bráðasta". þeirra er Kolbrún Aðalsteinsdótt- ir. Þá verður efnt til tveggja stepp- sýninga á kvöldi undir stjórn Draumeyjar Árnadóttur. Dans- flokkur ungs fólks úr félagsmið- stöðinni Þróttheimum kemur í heimsókn og leynigestir - þekktir menn úr þjóðlífinu - líta inn á hverju kvöldi. Á lokakvöldinu, 25. febrúar, gefst unglingunum kostur á stórbingói. Skólanemendum í Reykjavík verður boðið á skemmtikvöldin í Tónabæ: nemendum úr Hlíðaskóla og Hagaskóla á fyrsta kvöldið, 4. febrúar, nemendum úr Æfinga- deild Kennaraháskólans og nem- endum úr Álftamýrarskóla þann 11., og nemendum úr Hvassaleitis- skóla og Austurbæjarskóla þann 18. Miðar verða seldir við inngang- (inn og fyrir handhafa félagsskír- teina í Tónabæ kostar 20 krónur inn og 40 krónur fyrir aðra. Húsið verður opið frá 8 til 1. Miðað er við að skemmtidagskrá hefjist um 10-leytið. Auglýsið í Þjódviljanum i I Helgi Seljan, Stefán Jónsson og Skúli Alexandersson með þingsályktunartillögu: Gistíþjónusta útí á landsbyggðlnm Lögð hel'ur verið fram á alþingi tillaga til þingsályktunar frá Helga Seljan, Stefáni Jónssyni og Skúla Alexanderssyni um gistiþjónustu á landsbyggðinni. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að leita allra tiltækra leiða til að tryggja þeim aðilum, er veita þjónustu á landsbyggðinni með gistingu og greiðasölu, sem bestan grundvöll til uppbyggingar og rekstrar. Ríkisstjórnin skal í þessu efni leita samráðs við þá, er helst eiga hagsmuna að gæta, svo sem Ferð- amálaráð, sveitarfélög og rekstrar- aðila. í Greinargerð með tillögunni segja flutningsmenn: „ísland sem ferðamannaland" er oft á orði haft. Vissulega hefur margt verið gert á því sviði, að gera það að staðreynd, en flest hef- ur þó miðast við einmitt það að búa erlendum ferðamönnum aðstöðu og þá að sjálfsögðu á ferðamanna- tímanum. Má nefna hina ágætu nýtingu heimavistarskóla okkar til þessa hlutverks og er þar um lofsverða starfsemi að ræða. En hvað um okkur sjálf, hvað um þann tíma þegar veður og færð setja oft strik í ferðareikning okk- ar, hvað um ýmsa þéttbýlisstaði þar sem umferð er lítii um hávetur- inn, gestakomur stopular, en staðreynd þó? Á hverjum þéttbýlisstað er á- kveðin þörf, sem kallar á að þar sé viðunandi aðstaða allt árið um kring bæði til gistingar og matsölu. Mismikil er sú þörf eftir legu og aðstæðum, en knýjandi víðast hvar. Rekstraraðstaða er hins veg- ar vægast sagt takmörkuð og fáir einir hafa bolmagn til að byggja upp viðunandi aðstöðu í húsnæði og öðru sem til þarf. Oft eru fyrir- tæki með annan rekstur, sem halda uppi lágmarksþjónustu, eða þá að sveitarfélögin grípa með einhverj- um hætti inn í, af eðlilegum vanefn- um þó. Sjálfstæður rekstur á þess litla von að skila öðru en tapinu á vel- flestum stöðum. Tvímælalaust þarf að gera hér visst átak, sem eðlilegt er að hið opinbera stuðli að sem best, því vansalaust er það ekki, að ekki sé unnt á hverjum stað að bjóða vetr- argestum mat og húsaskjól. í öllum aðgerðum til þess að laða erlenda ferðamenn til ferðalaga hingað býður okkur flutnings- mönnum í grun, að þessi þáttur hafi orðið býsna mikið útundan. Sannleikurinn er einnig sá, að mál- ið er síður en svo auðleyst, og víða má segja að vart sé unnt að leysa þetta eftir hefðbundnum leiðum, en þá er að leita annarra. Hugmyndir bar um verða reifaðar í framsögu, svo og rakin einstök dæmi þar sem ferðamanna- þjónusta er óhjákvæmileg nauð- syn, en rekstrargrundvöllur eng- inn, þó við árið allt sé miðað. Kanna þarf möguleika þeirra sjóða, sem fyrir eru, til sérátaks í þessu efni, möguleika sveitarfélaga og rekstraraðila að koma með nýj- um hætti inn í þessa mynd og síðast en ekki síst með hvaða hætti hið opinbera gæti létt róðurinn, þó í engu yrði um beinar styrkveitingar eða gjafir að ræða. Margt annað og heilbrigðara kemur til greina, sem fjallað verð- ur um í framsögu, þó allar ívílnanir séu vandmeðfarnar. En jafnhliða því, sem við gerum fsland að ferða- mannalandi, svo sem réttlætanlegt er, t.d. gagnvart náttúru landsins, skulum við ekki síður huga að sem eðlilegastri þjónustu við okkur sjálf og aðra hvarvetna þar sem þess telst þörf. Til að ýta þessu máli úr vör er tillaga þessi flutt. Fyrirspurn frá Helga Seljan: Geðhellbrígðismál Hvenær má vænta lokaskýrslu frá nefnd þeirri, er nú starfar á veg- um ráðuneytisins og fjallar um úr- bætur í geðheilbrigðismálum? Hvað hyggst ráðuneytið gera í framhaldi af áfangaskýrslu nefnd- arinnar í sambandi við bráðaþjón- ustu fyrir geðsjúka? Svona hljóðar fyrirspurn frá Helga Seljan til heilbrigðisráð- herra sem lögð hefur verið fram á þingi. - óg Hef opnað læknastofu í Læknastöðinni hf. Glæsibæ. Stofutími eftir umtali. Hafsteinn Sæmundsson. Sérgrein: Kvenlækningar. l IOTUM JÓS . allan sóla Ibftsí rhrínginn aí i vetraríagi. Eiginmaður minn A&alsteinn Jónsson frá Vaðbrekku er látinn. Ingibjörg Jónsdóttir Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Guðný Ella Sigurðardóttir yfirkennari Háaleitisbraut 117 verðurjarðsettfrá Fossvogskirkju mánudaginn 7. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameins- félagið. Örnólfur Thorlacius Sigurður Thorlacius Sif Eiríksdóttir Elín Margrét og Örnólfur Arngrímur Thorlacius Arnþrúður Einarsdóttir Magnús og Baldur Birgir Thorlacius Rósa Jónsdóttir Alda og Sigrún Lárus Thorlacius

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.