Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Hörður Þorgilsson verkstjóri: Oft erfitt að hemja menn uppi á þök- um í verstu veðrum! -Ljósm. Atli Rætt við Hörð Þorgilsson verkstjóra við byggingar á vegum Verkamanna- bústaða 15. apríl í vor þannig að við verðum að láta hendur standa fram úr ermurn," sagði Bragi Eggertsson húsgagnasmiður. „Við erum 5 í vinnu núna hjá fyrirtækinu og það má segja að við höfum nóg að gera núna og næstu mánuðina. En hvað tekur við þegar fram á vorið kemur er óvíst. Innflutningur húsgagna er eins og allir vita óhemju mikill, því það er séð til þess að innfluttu húsgögnin eru talsvert ódýrari en þau íslensku alla jafna, en á móti kemur að yfirleitt er þar um lak- ari vöru að ræða. Það vita það allir sem vilja vita, að vörur eru niðurgreiddar úti og farið á bak við EFTA-samninga með því að láta fyrirtækin hafa ódýrt raf- magn, fella niður skatta, niður- greiða húsaleigu og margvíslegan kostnað sem hlýtur á endanum að verða til þess að hægt er að bjóða ódýrari framleiðslu á markaðin- um. Við sem erum í þessum iðnaði gerum okkur fullljóst að ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafana til bjargar húsgagna- iðnaðinum hér, er eins víst að illa fari. Ég vil láta koma á ströngu gæðaeftirliti, því ég held að ís- lenskir framleiðendur geti verið óhræddir að mæta þeim niður- stöðum sem þar fást. Um leið myndi stór hluti innfluttu hús- gagnanna sjálfkrafa hverfa af markaðinum,“ sagði Bragi Egg- ertsson í Furuhúsgögnum í spjalli við Þjóðviljann að síðustu. - v. Nemendaleik- húsið frum- sýnir i kvöld SjúF æska eftir austur- ríska leikhús- manninn Ferdinand Bruckner Aðstandendur Nemendaleikhússins. Leikstjórinn og leiksviðsmenn standa baka til. - Mynd - Atli, „Þettaervirkilegavel skrifað verk, endaer leikhúsmaður hér að verki, og það er mikil spenna í því. Okkur finnst það hafi virkilega mikið að segja einmitt nú á tímum gjöreyðingarhættu og tortímingar mannkyns. Andi þessa verks sem gerist í Vín eftir lokfyrri heimsstyrjaldarinnar, þar sem allt er í rúst, er ekki ólíkur þeimandasem ríkirí heiminum í dag, enda hefur leikritið verið grafið upp og tekið til sýningar víða í Evrópu einmittnú ásíðustu árum“, sögðu nemendur Leiklistarskólans, þegar blaðamaður ræddi við þau baksviðs á einni af lokaæfingunum í vikunni. Verkið sem um ræðir er eftir Ferdinand Bruchner, austurrísk- an leikhúsmann, skrifað árið 1925 og á að gerast í Vín árið 1923. I íslenskri þýðingu Þor- varðar Helgasonar hefur það hlotið nafnið „Sjúk æska“. Sögusviðið er gistiheimili í Vín þar sem ungir háskólastúdentar halda til. Sjö hlutverk eru í leiknum en það er einmitt tala þeirra nema sem nú eru að ljúka námi frá Leiklistarskóla íslands. Leikstjóri verksins er Hilde Helgason sem hefur kennt við skólann frá stofnun hans, en hún er einmitt fædd í Austurríki. Sjúk æska er önnur uppfærsla Nemendaleikhússins á þessum vetri. Prestsfólkið var sýnt við gífurlega góðar undirtektir fyrr í vetur og varð að hætta sýningum þrátt fyrir mikla aðsókn, vegna þess að ný verkefni kölluðu á. Leikendur í Sjúkra æsku eru þau Edda Heiðrún Backman, Eyþór Árnason, Helga Björns- son, Kristín Franklín Magnús, María Sigurðardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Vilborg Hall- dórsdóttir. Leikmyndina við Sjúka æsku gerði Sigrid Valtingojer, lýsing er í höndum Lárusar Björnssonar, leikmyndasmíði annast Valur Júlíusson og búningasaum Anna Guðrún Líndal. Frumsýning Sjúkrar æsku er í kvöld kl. 20.30 í Lindarbæ og önnur sýning á sunnudagskvöld kl. 20.30. Þriðja sýning er á þriðjudag á sama tíma. Miðasala er í leikhúsinu dag- lega kl. 17-19 og frá 17-20.30 sýningardaga. Næsta verkefni Nemendaleik- hússins og jafnframt loka- verkefni áðurnefndra nema verð- ur nýtt verk sem Sigurður Pálsson skáld hefur skrifað. Leikstjóri þeirrar sýningar verður Hallmar Sigurðsson. -•g- Kvikmyndahátíð Fyrirgefningin, umburðarlyndið, er einmitt helsta þemað í þessari mynd, . og það er það þema sem nær út fyrir tímaramma hennar, segir Ingibjörg Haraldsdóttir meðal annars um „Idu litlu“. ída litla Liten Ida Noregur, 1981 Handrit: Marit Paulsen, eftir eigin sögu Stjórn: Laila Mikkelsen Kvikmyndun: Hans Welin Leikendur: Sunneva Lindekleiv, Lise Fjeldstad, Arne Lindtner- Næss, Howard Halvorscn. Ég las það einhversstaðar um þessa mynd, að hér væri loksins komin norsk kvikmynd sem enginn þyrfti að skammast sín fyrir. Þetta er nú að vísu vitleysa, því Norð- menn hafa gert góðar kviknjyndir áður, en hitt er víst, að Ida litla er verulega góð mynd. Einsog Þýska- land, náföla móðir fjallar hún um reynslu lítillar stúlku af stríðinu, en þarmeð er líka upptalið það sem þessar tvær myndir eiga sameigin- legt, því þær eru eins ólíkar og reynsla stúlkubarnanna tveggja sem um er fjallað. ída litla er sjö ára síðasta stríðsveturinn, 1944-45, og kemur með móður sinni og brður til smá- bæjar í Norður-Noregi þar sem þau setjast að. Rétt fyrir utan bæinn eru þýskar fangabúðir og þar hefur móðir ídu fengið vinnu í eldhúsinu. Hún stendur líka í ástarsambandi við þýskan liðsforingja - er semsé í ástandinu. ída litla kemst fljótt að raun um að í bænum er enginn sem vill hafa neitt saman við þær mæðgur að sælda. Þær eru „öðru- vísi“. Myndin er tekin útfrá sjónar- horni ídu litlu. Áhorfandinn veit jafnmikið og hún og skynjar hlut- ina hennar skynjun. Þetta er undir- strikað með því að hafa kvikmynd- atökuvélina yfirleitt í augnhæð sjö ára barns. ída er skynug stelpa og skilur flest af því sem fram fer. Hún er líka nógu skynsöm til að láta ekki buga sig endanlega, og það er þessi eiginleiki hennar sem gerir það að verkum að tilfinningaleiki nær aldrei yfirhendinni, þótt efnið gæti virst bjóða upp á slíkt. í þessu efni er það leikstjóranum mikill styrkur að hafa fengið Sunnevu liltu Lindekleiv til aðleika hlutverk ídu. Henni tekst alltaf að láta styrkinn skína gegnum umkomu- leysið og áhorfandinn efast aldrei um að þrátt fyrir bitra reynslu muni ída litla komast klakklaust í gegn- um þetta allt saman. Móðir ídu kemur fyrir sjónir sem fremur veiklundaður kven- maður, og tilfinningar ídu í hennar garð eru nokkuð blendnar. Hún elskar mömmu sfna og vorkennir henni þegar hún er niðurlægð, en innra með sér ásakar hún hana þótt hún sé of ung til að finna ásökunum sínum orð. Þessa togstreitu tilfinn- inganna tekst leikkonunni ungu mætavel að sýna. Þegar ástandið í bænum er orðið óbærilegt fyrir ídu er henni komið fyrir á sveitabæ. Þar býr fólk með hrjúft yfirbragð, en konan á bæn- um tekur telpuna undir sinn vernd- arvæng og hjá henni finnur ída ör- yggi og hlýju, sem hún hefur svo sannarlega þörf fyrir. Fyrren varir er þó sú sæla á enda. Þegar stríðinu lýkur og Þjóðverj- arnir eru farnir eru gerðar upp sak- ir við þá sem voru þeim hand- gengnir. ída kemur heim úr sveitinni í tæka tíð til að sjá móður sína klippta og leidda burt af lítilli kurteisi. Ida ætlar samt að fagna sigri með öðrum bæjarbúum, en kemst að raun um að henni hefur ekki verið fyrirgefið. Kona sem við sáum fyrr í myndinni syngja sálm um fyrirgefningu syndanna gengur að barninu úti á götu og reiðir henni kinnhest. Friðurinn er ekki öllum ætlaður. Fyrirgefningin, umburðar- lyndið, er einmitt eitt helsta þemað í þessari mynd, og það er þema sem nær útfyrir tímaramma myndarinn- ar. Noregur er hernumið land og vanmáttug reiði fólksins er vissu- lega réttmæt, en á hún að bitna á saklausu barni? Reiði sem fædd er af vanmætti og veikleika er ekki einsdæmi í hernumdu landi á stríðstímum, hún getur verið til staðar hér og nú og alltaf, en hún leiðir ekki til neins ef umburðar- lyndið vantar. Boðskap myndar- innar er beint gegn þröngsýni og hræsni í hvaða formi sem þær birtast.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.