Þjóðviljinn - 04.02.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Page 15
Föstudagur 4. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 RUV <9 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfínni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.45 Prúðulcikararnir Gestur í þættinum er kvikmyndaleikarinn Marty Feldman. • Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.10 Kastljós Umsjónarmenn: Bogi Ág- ústsson og Helgi E. Helgason. 22.15 Ragnarök (The Damned) ítölsk- þýsk bíómynd frá 1969. Leikstjóri Luc- hino Visconti. Aðalhlutverk: Dirk Bog- arde, Ingrid Thulin, Helmut Griem, Helmut Berger og Charlotte Rampling. Myndin lýsir valdabaráttu og spillingu í fjölskyldu auðugra iðjuhölda um það leyti sem nasistar komast til valda í Þýskaiandi. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.55 Dagskrárlok Nokkur orð til Helga J. Sigurður Einarsson Vélskólanemi skrifar: Helgi J. Halldórsson sendir mér nokkrar glósur í síðasta helgarblaði Þjóðviljans, sem ég tel rétt að svara. Þaö fyrsta er, að ég tel mig ekki vera á vinstri væng stjórnmála heldur tel ég mig vera það, sem sést á því, að ég er í Álþýðubandalaginu. Helgi spyr: Hverjir eru verkamenn nú á dögum? Hafa ekki allir launþegar svipaðra hagsmuna að gæta? Ég ætla mér nú ekki að fara út í fræði- lega umræðu um stétta- greiningu, en stéttimar má nú greina út frá afstöðunni til framleiðslutækjanna (og fram- leiðslutækin eru jú ennþá til). Sú stóra millistétt, (smá- borgarastétt), sem vaxið hef- ur nú síðustu áratugi, er bæði hálaunuð og láglaunuð og get- ur haft mismunandi hags- muni. En ég held að þú, Helgi, ættir að lesa þér dálítið til í sósíaliskum fræðum, þú gætir t.d. byrjað á Kommún- istaávarpinu. Helgi segir að starfshópar séu að vísu mis- jafnlega vel launaðir og það sé hin sanna verkalýðsbarátta að leiðrétta það misrétti og koma í veg fyrir að það aukist. Ekki hef ég nú alveg á hreinu hvað sé hin eina og sanna verka- lýðsbarátta. En það hefur tvennt skeð nú hin síðustu ár: hálaunamenn hafa leitt þessa baráttu og launamisréttið hef- ur aukist. Þetta er að mínu mati einkennandi fyrir verka- lýðsbaráttuna síðasta áratug. Nú, um framboðsbrölt Vil- mundar vil ég ekkert segja, tel það vera dauðadæmt. Og kvennaframboðið hefur nú að nokkru sýnt hverra hagsmuni það ber fyrir brjósti. Ég minni á afstöðu Guðrúnar Jónsdótt- ur til lokunar Bæjarútgerðar- innar og Magdalenu Schram til Leigjendasamtakanna. Þessar yfirstéttar- og forrétt- indafrúr vita akkúrat hvað þær eru að gera. Og enn frem- ur sýnir þetta Ijósara en nokk- uð annað, áð þetta framboð á ekkert skylt við jafnréttisbar- áttu eða réttlætisbaráttu, hvað þá stéttabaráttu. Þessi fallega sumarmynd er teiknuð í hinum fegurstu litum, en við getum aðeins prentað hana í svörtu oghvítu, ogþáer óvíst hver árangurinn verður. BnElín heitir stúlkan sem teiknaði myndina. RUV „Umkomulaus á jólanótt” Dagsbrúnarverkamaður hringdi: Hún er eftirtektarverð klausan, sem fylgdi þessari fyrirsögn, og birtist fyrir skömmu í Morgunblaðinu, málgagni þeirra Reagans bandaríska og járnfrúarinnar bresku. Þar er frá því skýrt, að á sjálfa jólanóttina hafi fundist „þrjú nýfædd börn á útitröpp- um, klæðlaus og illa haldin“. Klausunni í Mbl. lýkur svo með þessum orðum: „Með þessum börnum, sem voru skilin eftir á jólanótt, er tala slíkra barna komin yfir 900 á árinu 1982 í Bretlandi". - Þá hafa menn það. Yfir 900 börn borin út í ríki frjálshyggjufrú- arinnar á einu ári. Og svo talar manntyrðill eins og Svarthöfði, - og raun- ar Mb. einnig - um þann glæsilega árangur, sem frúin hafi náð í efnahagsmálunum. Það er að vísu nokkurtatvinnu leysi í Bretlandi en við megum ekki gleyma því að velmegun hefur aukist, segir Svarthöfði. Skyldi velmegunin hafa vaxið hjá atvinnuleysingjun- um sem nú teljast 3,5 milj. í Bretlandi? Skyldi hún hafa aukist hjá því fólki, sem svo er aðþrengt, að það neyðist til að bera börn sín út? En atvinnu- leysingjarnir í Bretlandi til- heyra víst ekki svokölluðum almenningi. Þeir eru sjálfsagt 7.0 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgu- norð: Vilborg Schram talar. 9.05 Utsending vegna samræmds grunn- skólaprófs í ensku. 9.40 Tilkynningar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Það er svo margt að minnast á“ Torfi Jónsson sér um þáttinn. 11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurð- ardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Tunglskin í trjánum“, ferðaþættir frá Indlandi eftir Sigvalda Hjálmarsson Hjörtur Pálsson les (16). 15.00 Miðdegistónleikar Strausshljóm- sveitin í Vínarborg leikur valsa og polka eftir Johann Strauss; Willi Boskovsky stj. / Luciano Pavarotti og Joan Suther- land syngja aríur úr óperum eftir Doniz- etti og Verdi með Covent Garden óper- uhljómsveitinni, Ensku kammer- sveitinni og Fílharmoníusveitinni í San Francisco; Richard Bonynge og Peter Maag stj. 16.20 Utvarpssaga barnanna: „Ráðgátan rannsökuð" eftir Töger Birkeland Sig- urður Helgason les þýðingu sína (2). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Gréta Ólafsdóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- maður: Ragnheiður Davíðsdóttir. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. Tilkynningar. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar a. „Miniatures" op. 75a fyrir tvær fiðlur og víólu eftir Anton- in Dvorak; félagar í Dvorak- kvartettinum leika. b. „Midsommarv- aka“, sænsk rapsódía nr. 1 op. 19 eftir Hugo Alfvén. Sinfóníuhljómsveitin í Malmö leikur; Fritz Busch stj. c. Kons- ertfantasía í G-dúr fyrir píanó og hljóm- sveit op. 56 eftir Pjotr Tsjaíkovský; Pet- er Katin leikur með Fílharmoníusveit Lundúna; Sir Adrian Boult stj. 21.40 Viðtal Vilhjálmur Einarsson ræðir við Benedikt Stefánsson bónda í Hval- nesi. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (5). 22.40 Kynlegir kvistir I. þáttur - „Lastaðu ei laxinn“. Ævar R. Kvaran flytur frá- söguþátt af Oddi lækni Hjaltalín. 23.05 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar. 01.10 Á næturvaktinni - Sigmar B. Hauks- son -Ása Jóhannesdóttir. af einhverjum öðrum og óæðri toga, að áliti þessara dánumanna. Þeir eru eins og hver annar úrgangur í fyrir- myndarríki frjálshyggjunnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.