Þjóðviljinn - 08.02.1983, Side 3
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Samtökin Líf og land:
Réttarhöld
um at-
kvæðisrétt
Stjórn samtakanna LÍF OG LAND
hefur ákveðið að efna til almenns
fundar í Reykjavfk á sunnudaginn
kemur, þann 13. febrúar.
Fundurinn verður í formi
réttarhalda, þar sem fjallað verður
um rök með og móti fullum jöfnuði
atkvæðisréttar.
Stjórn samtakanna ákvað að
gefa almenningi kost á því að kynn-
ast þessum rökum frá báðum hlið-
um. Tveir hæstaréttarlögmenn
munu kynna röksemdirnar og
sækja og verja málið frá báðum
hliðum. Jón E. Ragnarsson, hæst-
aréttarlögmaður, mun verja það
meginviðhorf sem nú ríkir, og Jón
Steinar Gunnlaugsson, hæstarétt-
arlögmaður, mun sækjá málið með
tilliti til fulls jöfnuðar atkvæðisrétt-
ar. Þeir hafa rétt á að kalla 3 vitni
hvor um sig fyrir réttinn og munu
báðir spyrja vitnin í þaula. Að mál-
flutningi loknum mun eftirfarandi
spurning verða lögð fyrir 12 manna
kviðdóm:
„Réttarhaldsformið er valið til þess að draga sem gleggst fram þau rök sem mæla með og á móti málum,“
sögðu þau úr samtökum LÍFS OG LANDS er kynntu fyrir blaðafólki væntanleg réttarhöld um atkvæðisrétt
landsmanna.
- (Ljósm. - cik - )
„Telur dómurinn að atkvæði
allra kjósenda skuli vega jafnt í
alþingiskosningum, án tillits til
búsetu?,,
Kviðdómurinn verður valinn
með aðstoð Reiknistofnunar Há-
skólans úr dreifbýli og þéttbýli og
að sögn stjórnarmanna samtak-
anna LÍFS OG LANDS verður
gengið úr skugga um það, að kvið-
dómendur hafi ekki fastmótaða
skoðun á málinu fyrirfram.
Réttarhöldin fara fram í Gamla
bíói og hefjast kl. 13.15 á sunnu-
daginn. Dómsforseti verður dr.
Gunnar G. Schram, prófessor.
Þess skal getið, að þetta er í
þriðja sinn sem samtökin LÍF OG
LAND efna til réttarhalda af þessu
tagi; árið 1979 fóru fram réttarhöld
um hvalveiðar íslendinga og árið
1981 um framtíð Reykjavíkurflug-
vallar.
ast
Keyptum
í fyrra
10.400 bíla
I fyrra voru fluttar inn alls 10.400
bifreiðar og er það svipaður fjöldi
og árið 1981 en þá voru fluttir inn
10.366 bflar. Vörubifreiðar voru
um 850 og séndibifreiðar 530.
Bflainnflutningur 'dróst saman á
síðasta ársfjórðungi — til dæmis
flutthr inn'frá ársbvrjun og fram í
uopm ársins uröu -Jiíér aoc.iús 852
sem tollafgreiddar voru.
Albvðubandalagið:
Stíflr fundlr um
kj ördæmamál
Þingfundir voru engir í gær vegna þess að þingflokk-
arnir ræddu um kjördæmamálið. Þeir höfðu til
meðferðar hugmyndir um nýjar útreikningsreglur sem
byggja á því að þingmönnum sé fjölgað um þrjá.
Um sexleytið áttu formenn
flokkanna að koma saman á fund
til að ræða málin frekar og gert er
ráð fyrir því, að kjördæmamálin
verði áfram á dagskrá hjá þing-
mönnum í dag. Formenn tlokk-
anna og þingflokkanna voru einnig
á fundum um málið um helgina og
er bersýnilegt að töluvert kapp er
lagt á að ná niðurstöðu.
Bráðabirgðalögin komá varla til
meðferðar þingsins fyrr en á
miðvikudag. Framsóknarmenn eru
óánægðir með gang mála og hafa
mótmælt formlega.
-óg.
Alþýðubandalagið Suðurlandi:
Framboðslisti ákveðln:
»; ' " i;.'
f I u
Frevjugötu 27 (géngið jrm rni
Njarðargötu) og verða sþilin dreg-
in upp kl. 20.00. Gestui kvöldsins
verður Sigúrjón Pétursson borgar-
fulltrúi og segir hann í kaffihléinu
frá húsnæðismálum flokksins. Þeir
sem ekki komust í fyrstu umferð
vistarinnar ættu endiiega að drífa
sig í kvöld, því auk heildarverð-
launa eru veitt sérstök verðlaun
kvöldsins.
Leiðrétting
Tvær leiðinlegar villur
slæddust inn í helgarsyrpu
Thórs Vilhjálmssonar um
kvikmyndahátíð. Brenglaðist
orðaröð í bæði skiptin. Neðar-
lega í öðrum dálki stendur
„svo ekki fer um samúð okk-
ar“ en á að vera „Svo fer ekki
...“. f þriðja dálki, nokkru
fyrir neðan miðju, er talað um
„menn sem eru í öngum sín-
um rekja að raunir sínar“ - en
á að vera, „í öngum sínum að
rekja raunir“.
Garðar Sigurðsson
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins í Suðurlandskjördæmi hef-
ur verið ákveðinn. Hann skipa:
Garðar Sigurðsson Vestmanna-
eyjum, Margrét Frímannsdóttir
Stokkseyri, Ragnar Óskarsson
Margrét Frímannsdóttir
Vestmannaeyjum, Gunnar Sverr-
isson Biskupsstungum, Dagný
Jónsdóttir Selíossi, Gunnar Stef-
ánsson Vatnskarðshólum, Guð-
mundur Albertsson Hellu, Mar-
grét Gunnarsdóttir Laugarvatni,
Ragnar Óskarsson
Hilmar Gunnarsson, Kirkjubæjar-
klaustri, Halla Guðmundsdóttir
Gnúpverjahreppi, Þór Vigfússon
Ölfusi og Björgvin Salómonsson
Vík.
Þriöjudagsfundur SHA:
Fjallar um friðarhreyfingar
Kristín Ástgeirsdóttir
Vikulégur fræðslufundur Sam-
taka herstöðvaandstæðinga hefst í
kvöld að Hótel Heklu kl. 20.30.
Kristín Ástgeirsdóttir verður fram-
sögumaður á fundinum, sem mun
snúast um starf friðarhreyfinga.
Fundir herstöðvandstæðinga hafa
verið undanfarin þriðjudagskvöid.
Á næsta fundi sem verður á Hótel
Heklu mun Árni Björnsson flytja
erindi um sögu hernámsins og
andófið gegn því. - hól.
Gjaldtakan á
gæsluvöllum:
2%
mlljón
á þessu
✓ •
an
Minnihlutinn
á móti
Nýtt gjald sem tekið verður
af börnun á gæsluvöllum
borgarinnar í ár verður 10
krónur. 10 rniða kort verða
seld á 100 krónur en 25 miða
kort á 200 krónur. í féiags-
máiaráði greiddu nöfnurnar
Guðrún Ágústsdóttir og Jóns-
dóttir atkvæði gegn þessari
gjaidtöku en Gerður
Steinþórsdóttir sat hjá. Gjald-
ið var því samþykkt með 4 at-
kvæðum Sjálfstæðisflokksins.
Talsverðar umræður urðu
um gjaldið í borgarstjórn s.l.
fimmtudag og tóku eingöngu
konur þátt í henni. Samkvæmt
áætlun mun borgin fá 2,5 milj-
ónir króna í tekjur af þessu
nýja gjaldi og byggir sú tala á
upplýsingum um nýtingu
gæsluvalla á árinu 1981.
Gerður Steinþórsdóttir benti
á að þegar hugmyndin um
slíkt gjald kom fyrst fram fyrir
um 2 árum hefði verið miðað
við strætófargjald eða sund-
miða sem nú væru 2 og 6 krón-
ur fyrir börn. Hér væri því um
allt annað að ræða. Félags-
málaráð samþykkti slíka til-
lögu á fyrra kjörtímabili sem
lið í að fá fram upplýsingar um
raunverulega nýtingu á völl-
unum og átti að nota pening-
ana til úrbóta á völlunum.
Ekkert varð þó af gjald-
tökunni því borgarstjórn
felldi tillögu þar urn.
Þórhildur • Þorleifsdóttir
benti á að þö hér sýndist um
aUri:
benti a aö o
eæsluvellini]
yttu Konur
stuttan tim
senn, - 10-20 minútur meðan
skroppið væri í búð eða ann-
að. Gjaldió fyrir slíkt stopp
væri jafn hátt og fyrir nokkra
klukkutíma.
lngibjörg Rafnar benti á að
gæsluvöllunum væri ekki ætl-
að að veita neina þá þjónustu
sem dagvistarheimilin byðu.
Hún varpaði fram þeirri
spurningu hvort það yrði ekki
bara ódýrara að setja barn á
gæsluvöll heldur en að fara
með það í verslun þar sem
kaupmenn stilltu upp rándýru
sælgæti í seilingshæð barna við
afgreiðslukassann. Betra væri
að borga tíkall á gæsló en að
kaupa súkkulaði á 20 krónur.
Undir lok umræðnanna
skoraði Guðrún Ágústsdóttir
á aðrar konur í borgarstjórn
að undirbúa sameiginlega til-
lögu fyrir næsta fund þar sem
því væri beint til kaupmanna
að hætta þeim ósið sem Ingi-
björg nefndi.
-Á1