Þjóðviljinn - 08.02.1983, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. febrúar 1983
DIOÐMJINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
'Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðrikssón.
Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjófnsdóttirj
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Glslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmunds-
son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar
AugTysingarT Áslaug Jóhannesdóttir,' ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óiadóttir
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavfk, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Þrjú
söguleg
ár
• í dag, þann 8. febrúar, eru rétt þrjú ár liðin frá því
núverandi ríkisstjórn var mynduð. Flestum þeim, sem fylgj-
ast með íslenskum stjórnmálum, mun enn í fersku minni
hvernig myndun þessarar ríkisstjórnar bar að, svo sögulegir
sem þeir atburðir voru.
• Stjórnin hafði frá upphafi mjög tæpan þingmeirihluta og
margir andstæðingar og velunnarar spáðu henni skammlífi
þá þegar.
• En nú eru liðin full þrjú ár og þrátt fyrir misbresti af ýmsu
tagi og margvísleg innri og ytri áföll þá situr stjórnin enn.
• Sannleikurinn er sá, að allt frá upphafi okkar heima-
stjórnar í byrjun þessrar aldar, þá hefur það aldrei gerst fyrr
en nú, að ríkisstjórn skipuð fulltrúum úr þremur stjórn-
málaflokkum sæti full þrjú ár eða lengur. Allar fyrri þriggja
flokka stjórnir hér á landi hafa orði skammlífari.
• Þetta er ekki sagt núverandi ríkisstjórn til neins sérstaks
hróss, heldur aðeins til að minna á athyglisverða sögulega
staðreynd, og geta menn þá haft hrakspárnar fyrir þremur
árum um skammlífi til samanburðar. Hér skal einnig á
minnt, að engin ríkisstjórn, sem Alþýðubandalagið eða áður
Sjósíalistaflokkurinn hafa átt aðild að, hefur setið að völdum
svo lengi sem þessi, og reyndar eru aðeins örfáar af núver-
• andi ríkisstjórnum í Vestur-Evrópu eldri að árum en sú
íslenska.
• Máske eru ýmsir lesendur þeirrar skoðunar að af þessu
beri að draga þá einu ályktun að nú beri að slíta stjórninni og
víst kann sitthvað að mæla með því. í þeim efnum munu þó
málefnin ein skera úr, og fátt virðist benda til þess, að á
Alþingi séu nú meiri möguleikar til myndunar einhverrar
annarrar meirihlutastjórnar fyrir kosningar heldur en áður
var, t.d. í byrjun þessa kjörtímabils. - En nú eru kosningar á
næsta leiti, og úrslit þeirra munu að sjálfsögðu skera úr um
það, hvaða ríkisstjórn hér tekur við að þeim loknum.
• Þjóðviljinn leyfir sér að fullyrða, að fyrir núverandi ríkis-
stjórn hefði orðið farsælast, að efna til kosninga í byrjun
þessa vetrar, eins og Alþýðubandalagið lagði til, og leita í
þeim kosningum eftir nýju umboði kjósenda og auknum
stuðningi við stefnu stjórnarinnar. Þeirri leið var því miður
hafnað af samstarfsaðilum Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn-
inni.
• Hér verður ekki rifj að upp það sem vel hefur tekist og hitt
sem miður fór, á þessum þremur árum, enda ekki við hæfi að
skrifa nein eftirmæli um stjórn, sem enn er í fullu fjöri. Um
árangur stjórnarinnar hvað varðar atvinnu og lífskjör hér
mitt í heimskreppunni segir reyndar meira en flest annað, sú
staðreynd að á árunum 1981 og 1982 gerðist það í fyrsta
skipti um mjög langt skeið, að hingað fluttu fleiri frá
útlöndum tvö ár í röð heldur en nam tölu brottfluttra á sama
tíma. Þessu var ólíkt farið t.d. á árunum 1976 og 1977,
síðustu valdaárum Geirs Hallgrímssonar, þegar tala brott-
fluttra umfram aðflutta nam 1000 manns á ári, eða á árunum
1969 og 1970, síðustu árum „viðreisnarstjórnarinnar“, þeg-
ar tala brottfluttra umfram aðflutta komst í nær 3000 á
tveimur árum.
• Auðvitað er það breytileg þróun lífskjara í hinum ýmsu
löndum, á hverjum tíma, sem mestu ræður um flutninga
fólks milli landa.
• Eigi hins vegar að nefna eitt dæmi um það sem miður
hefur tekist hjá þessari ríkisstjórn, þá er alvarlegasta veilan
tvímælalaust sú linka, sem auðkennt hefur ráðherra Fram-
sóknarflokksins i glímu okkar við erlent hervald á Suður-
nesjum og erlent auðvald í Straumsvík. - Helguvíkurmál
Ólafs Jóhannessonar og Alusuissetillögur Steingríms Her-
mannssonar eru átakanleg dæmi um ósjálfstæði gagnvart
erlendu valdi, - tvö slík dæmi af mörgum úr stjórnmálasögu
íslenska lýðveldisins.
• Aðeins veruleg fylgisaukning Alþýðubandalagsins í kom-
andi alþingiskosningum getur rétt af kompásinn hjá Fram-
sókn í þessum efnum og skapað grunn fyrir samhenta stjórn
félagshyggjufólks á næsta kjörtímabili.
- k.
klippt
Heyrir til
undantekninga
„Það heyrir til undantekninga
að hægt sé að lesa pólitíska línu út
úr fréttum Dags, og blaðamenn
mínir hafa frjálsar hendur á með-
an að þeir fara ekki að skrifa árás-
argreinar á Framsóknarflokkinn
og samvinnuhreyfinguna", segir
ritstjóri Dags í viðtali við helgar-
blað DV. Það er með öðrum
orðum í lagi að þeir skrifi árásar-
greinar á aðra flokka.
Sjálfsgagnrýni
Þessi ummæli verða m.a. til
þess að blaðamaður spyr hvort
Framsóknarflokknum og sam-
vinnuhreyfingunni geti ekki orð-
ið á mistök - og hvort slík samtök
yrðu ekki gagnrýnd í Degi. Þá
upphefst merkileg þula sem gefur
Jóni Hreggviðssyni lítið eftir
(Hvenær drepur maður mann?):
„Ég er sjálfsgagnrýninn. Eg
skoða eigin verk, gagnrýni þau og
reyni að gera betur. Ég ber ekki
þá gagnrýni á torg, hún kemur
innan frá. Ég geng ekki fram í því
að ráðast með offorsi á Fram-
sóknarflokkinn og samvinnu-
hreyfinguna á opinberum vett-
vangi.“
Ekki útfyrir
rammann
í þessari merkilegu þulu kemur
þar að, hvernig lifandi og frjó
gagnrýni verður til. Það er svipað
með Framsóknarmenn og Alban-
íukommúnista; þeir eru skelfing
uppbyggilegir - innávið - og í nöp
við opinbera umræðu. Gefum
Hermanni Sveinbjörnssyni rit-
stjóra Dags áfram orðið:
„Fyrst kem ég gagnrýninni á
framfæri innan Framsóknar-
flokksins og samvinnuhreyfing-
arinnar og reyni að koma á úrbót-
um. Það eru eðlilegri vinnubrögð
heldur en að ráðast á yfirmenn
sína opinberlega - í fjölmiðli sem
þeir hinir sömu hafa gert að því
sem hann er. Blaðamennirnir
hafa sjálfræði en þeir fá þá líka
sjálfir skömmina, fari þeir út fyrir
rammann".
Nei, nei enginn
þrýstingur
Lesendur hljóta að vorkenna
ritstjóranum að vinna við svo erf-
ið skilyrði, að þurfa að bíða
flokkssamþykktar frá Framsókn-
arfélaginu á Akureyri áður en
hægt er að fjalla um málefni KEA
t.d. í Degi.
Þeim mun óskiljanlegri verða
svör ritstjórans við eftirfarandi
spurningu blaðamanns DV:
„ - Nú er valur Arnþórsson for-
maður blaðstjórnar Dags. Hann
er líka framkvæmdastjóri KEA
og stjórnarformaður sam-
bandsins.
Markar þessi staðreynd þér
ekki ákveðinn bás sem ritstjóra?“
Ritstjórinn er ekki aldeilis á
því að þetta komi málinu svo
mikið við: „Það má náttúrlega
leggja dæmið svona fyrir, en ég
hef ekki orðið fyrir þrýstingi frá
Val eða öðrum blaðstjórnar-
mönnum. Ef til vill vegna þess,
að skoðanir okkar fara saman.
Við erum að vinna að framgangi
sameiginlegra hugsjóna."
Sameiginlega
hugsjónin
Það er víst áreiðanlegt að þeir
ritstjórinn og framkvæmdastjór-
inn, (og stjórnarformaður SÍS og
formaður blaðstjórnar Dags
m.m.) eiga þá sameiginlegu hug-
sjón, að ræða ágreiningsmál
fremur á litlum fundum í
framsóknarfélaginu á staðnum
heldur en að láta þau koma fram í
Degi. Hvaða austur-evrópskur
stjórnmálaflokkur sem er, gæti
verið stoltur af vinnulagi Fram-
sóknarflokksins - að ekki sé
minnst á hugsunarháttinn.
-óg.
Aflvaki efna-
hagslífsins
Jón Ármann Héðinsson skrifar
merka grein í Morgunblaðið um
helgina þarsem hann gerir vísind-
alega tilraun til að nálgast kjarn-
ann í efnahagsmálunum eftir
guðfræðilegum leiðum. Sjálfum
þykir honum, að íslendingar hafi
verið blindir gagnvart þessari trú-
arlegu leið að skiptingu krónunn-
ar á milli landsins barna og typtir
meginþorra landsmanna:
„Ætla má að meginþorri ís-
lendinga hafi ekki lengur í huga
orð frelsarans: Sannleikurinn
mun gera yður frjálsa". Síðan
vindur þessi upprisni hugmynd-
afræðingur sósíaldemókratíunn-
ar sér að fjárlögum og gengisfell-
ingum. Ekki verður verulega
gaman fyrr en hann hefur fundið
uppsprettu efnahagslegra lög-
mála: „Efnahagsstarfsemin nær-
ist á blekkingunni“.
Talað við
þá í efra
Jón Ármann er yndislega„re-•
ligiös“ í þessari grein um efna-
hagsmál en heldur þykir oss eggið
vera hvatskeytt við hænuna þegar
hann segir: „Einhver verður að
byrja. Það liggur beinast við að
hefjast handa ofan frá. Eða er
það til of mikils mælst?“ En eins-
og alþjóð veit svífur algyðið ofar
öllu og stjórnar þessu mikla gang-
verki efnahagslögmálanna sem
annarra. Og það á að byrja ofan-
frá, segir Jón Ármann...
Svarthöfði
kolsvartur
í olíukreppunni fyrir nokkrum
árum voru settar hraðatakmark-
anir á ýmsum hraðbrautum í Evr-
ópu. I ljós kom að slysum fækk-
aði verulega, þar með dauða-
slysum.
Hins vegar voru þessar hraða-
takmarkanir teknar af vegna
þrýstings frá bifreiðafram-
leiðendum. Og þá var sunginn
söngur um að hraðatakmarkanir
væru frelsisskerðandi. Sem sagt
að þegar hraðatakmörkunum var
aflétt, var ekki að sökum að
spyrja dauðaslysum fjölgaði eins-
og áður.
Salome Þorkelsdóttir þing-
maður Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi hefur flutt
gagnmerka tillögu á þingi um að
bifreiðar skuli alltaf vera með
ljósum í akstri. Þessi ágæta tillaga
byggir á reynslu annarra þjóða
um þetta atriði, þarsem slysum
hefur fækkað vegna þess að allir
sjá frekar til akandi farartækja ef
þau eru með ljós.
Svarthöfði ræðst af svoddan of-
forsi gegn þingmanninum í gær
að fáu er til jafnað. Talar hann
um „þingfrú úr Mosfellssveit“ og
hlýtur það að vera umhugsun-
arefni á jafnréttisöld hvernig
kvenhatur flóir yfir alla bakka í
dagblaði einsog hjá Svarthöfða.
Máske væri nær að tala um kom-
plex - sem væri þá fremur við-
fangsefni sálfræðinga en annarra.
Svo virðist sem samúð Svart-
höfða sé með bílstjórum sem eiga
þá písl framundan að kveikja á
ljósum þegar þeir gangsetja bif-
reiðar og slökkva á þeim ljósum
þegar þeir stöðva vélina. Enn
fremur gegna hrútar tilþrifamiklu
hlutverki í röksemdafærslu Svart-
höfða í gær: „En nú er meiningin
að fara að sekta þá bæði fyrir að
drepa hrúta og aka ljóslaust um
hádaginn. Þannig þrengist um
mannréttindin“.
Það er greinilegt að hulduhrút-
ar einsog Svarthöfði búa við mik-
ið lánleysi um þessar mundir.
-óg.