Þjóðviljinn - 08.02.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 08.02.1983, Side 15
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV Ö 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Séra Bjarni Sigurðsson lektor talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 10.00 Fréttir.10.30 „Áður fyrr á árunum“ 11.00 íslenskir einsöhgvarar og kórar syngja. 11.30 Vinnuvernd . Umsjón: Vigfús Geirdal. 11.45 Ferðamál.Umsjón: Birna G. Bjarn- leifsdóttir t 12.00 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. - Þriðjudagssyrpa 14.20 „Tunglskin í trjánum“, ferðaþættir frá Indlandi eftir Sigvalda Hjálmarsson. Hjörtur Pálsson lýkur lestrinum. (18). 15.00 Miðdegistónleikar 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Lagið mitt.Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís- indanna. Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn. Umsjónar- maður: Ólafur Torfason (RÚVAK). 18.05 Tónleikar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.45 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Kvöídtónleikar 21.40 Útvarpssagan: „Sonur himins og jarðar“ eftir Káre Holt.Sigurður Gunn- arsson les þýðingu sína (15). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passíusálma (8). 22.40 Áttu barn? Þáttur um uppeldismál í umsjá Andrésar Ragnarssonar. 23.15 Kimi.Þáttur um götuna, drauminn og sólina. Fyrsti kafli: „Medúsa“,Um- sjónarmaður: Guðni Rúnar og Harald- ur Flosi. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV • 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Sögur úr Snæfjöllum Þýðandi Jón Gunnarsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 20.40 Andlegt líf í Austurheimi Lokaþátt- ur. Thaíland. Miljón goð á stalli. Thaí- land er á mótum hins forna og nýja en Búddatrú stendur á gömlum merg. Líkneskjur guðsins eru fleiri að tölu en fólkið í landinu. Þýðandi Þórhallur Guttormsson. Þulur Ása Finnsdóttir. 21.45 Útlegð Fjórði þáttur. Trautwein. Þýskur framhaldsflokkur í sjö þáttum um líf og örlög flóttamanna af gyðinga- ættum á uppgangstímum nasista. Þýð- andi Veturliði Guðnason. Fagurt mannlíf’ Eftirfarandi Ijóð hefur okkur borist frá Sk.E.: Hann Helguvíkur-Ólafur er heljarmikill kall, sem hernáms-vinir óspart lofið færa. Við hlið hans stendur Krist- inn, í Mammons málum snjall, sem Messíasar-rullu leikur skæra. Því Kristinn fremur daglega kraftaverkin þrjú, þau kynnt oss hefur Ólafur á þingi. Ei efum vér þann sannleika, auðmjúkir í trú, að okkar samtíð lofið honum syngi. Með betlilúku útrétta vér boðum Kanans náð, vors bjargvættar frá Drottins eigin landi; „Varða landsins" stefna hér verði í lögum skráð, svo verndin sæla hér um eilífð standi. Davíð okkar borgarstjóri er dýrlegur og klár og dýrkaður af Leiftursóknar- mönnum. Með tilskipunum afmá mun félagshyggjufár, en „Frjálshyggjunnar" ráðum beita sönnum. Bændalýðinn íslenska, vorn bölvald nú í dag, að bestu manna sýn skal niður skera. Á rusladyngjum hersins vér reisum þjóðarhag, slík ráðsnilli mun dýran ávöxt bera. Þá verður lífið fagurt og framtíð okkar glæst, er frumskóganna gróðalögmál ríkja og Leiftursóknar dýrlega • hugsjón hefur ræst um her, sem muni vinstra pakkið strýkja. Starfskynning Tveir strákar úr Hvassaleitisskóla, Arnljótur Davíðsson og Sveinn R. Eiríksson, voru í starfskynningu á Þjóðviljanum í síðustu viku. Þeir eru í 8. bekk. Arnljótur og Sveinn fóru á stúfana einn daginn og heimsóttu krakkana á dagheimilinu Austurborg í Reykjavík. „Skemmtilegast að róla“, eða það fannst öllum krökkunum á dagheim- ílínu Austurborg er víð skruppum þangað eitt hádegi í vikunni. Þeim þótti líka skemmtilegt að klifra og renna sér í kastalanum sem var þar. ■ Ernu þótti h'ka gaman á skíðum, en eitthvað gekk henni erfiðlega að komast í þau. - AD og SRE. Orku- reikningar og lífs- kjör Anna Guðmundsdóttir hringdi: í frétt á baksíðu Þjóðviljans hinn 3. febrúar er frá því greint, að hálf mánaðarlaun verkamanns á Stöðvarfirði færu til orkukaupa og eru birtir orkureikningar því til staðfestingar. Ekki efast ég um að þetta er satt og rétt, ég hef sjálf búið úti á landi og þekki því þessa reikninga af eigin raun. Hins- vegar verður að taka tillit til orkureikninga, en hið sama verður ekki sagt þegar að húsnæðiskostnaðinum kemur og gildir þá einu hvort menn kaupa húsnæðið eða taka það fleiri þátta en orkuverðs þeg- ar saman eru borin lífskjör í einstökum landshlutum. Þannig getur Reykjavíkur- svæðið t.d. boðið upp á lága á leigu. A Stöðvarfirði er fast- eignamatið miklum mun lægra en í Reykjavík. Ætli geti ekki skeð að þetta jafnist nokkuð út? Erna Baldursdóttir 4 ára, Þórir Jónsson 6 ára, Ásdís Ragnarsdóttir 5 ára, Gylfi Sigurðsson 5 ára, og Jón Ingvi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.