Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 5
Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Nýjasta íslenska kvikmyndin
„Húsið - Trúnaðarmál“ frumsýnd í dag
„Erum ekki að sýna
hesta og falleg fjöll“
„Viö viljum að áhorfandinn taki virkan þátt í myndinni,
sitji ekki baraog horfi átjaldið, heldur gleðjist, hræðist,
hríf ist. Hann taki þátt í því að leysa ýmsar spurningar
sem koma upp strax í myndinni", sagði Egill
Eðvaldsson, einn aðstandenda „Sagafilm" sem
frumsýnir í dag í Háskólabíó nýjasta afkvæmi
íslenskrarkvikmyndagerðar, myndina „Húsið-
Trúnaðarmál“.
Rætt við Egil Eðvarðsson
Og Egill bætti við: „Það er rétt
að það komi fram að við ljúkum
þessari mynd 102 mínútum eftir að
hún byrjar að rúlla af stað. Skiljum
ekki allt eftir opið. En það er vissu-
lega lögð ákveðin þraut fyrir áhorf-
endur“.
Fullgert eintak af myndinni kom
úr hljóðblöndun og litgreiningu frá
Svíþjóð nú í vikunni og hefur kvik-
myndaeftirlitið dæmt hana hæfa til
sýningar fyrir landsmenn yfir 12
ára aldri.
Á fundi með aðstandendum
myndarinnar kom fram að þeir eru
mjög ánægðir með endanlega út-
komu sem sé að verulegu leyti sú
sama og þeir stefndu að er lagt var
af stað í fyrravor.
Pað eru þeir Egill Eðvarðsson,
Snorri Þórisson og Björn Björns-
son sem eru höfundar að handriti
myndarinnar en Egill er leikstjór-
inn, Snorri kvikmyndatökumaður
og Björn sá um leikmyndina, en
stærsti hluti myndarinnar er tekinn
í stúdíói.
Tónlistina samdi Þórir Baldurs-
son en mikið er um tónlist í mynd-
inni sem er tekin í dolby stereo.
Með stærstu hlutverkin fara þau
Jóhann Sigurðarson og Lilja Þóris-
dóttir, en öll hlutverk í myndinni
eru í höndum atvinnuleikara.
„Við ásettum okkur strax í upp-
hafi að nota atvinnufólk á öllum
sviðum við kvikmyndagerðina og
við erum ekki að sýna hesta og fal-
leg fjöll“.
Það kom einnig fram að verulega
mikið hefur verið lagt í undirbún-
ing og vinnslu þessarar kvikmynd-
ar og sem dæmi má nefna að alls
eru yfir 1000 myndþættir í kvik-
myndinni sem er mjög hátt hlutfall
í kvikmynd af þessari lengd.
Aðalleikarar voru sammála um
að vinnan við þessa kvikmynd
hefði að þeirra hálfu verið bæði
mun meiri og nokkuð ólík því sem
þau hafa áður vanist.
Egill sagði að það hefði reynt
mjög á þau bæði í þessari mynd,
enda þess krafist í upphafi að þau
væru það fólk sem handritið segði
til um, en lékju það ekki sem hvert
annað hlutverk. „Það er ekki vafa-
mál að þeim hefur báðum tekist vel
upp og géfið mikið af sjálfum sér í
þessa mynd“.
-*g
Lilja Þórisdóttir leitar sér
fróöleiks á Landsbóka-
safninu.
Ahorfandinn
taki þátt I
ad leysa
ýmsar
spurningar
sem koma uppT
segja
aðstandendur
myndarinnar
Jóhann Siguröarson litast
um í „Húsinu“.
dn af þeim aflra bestu
Rimini á ítaliu er einhver vinsœlasti
sumarleYlisstaður sem völ er á. Þangað
flykkjast íslendingar í stórum stíl, slaka á í
langþráðu sumarleyfí við hreina og fallega
ströndina og njóta þess á milli íjölbreytts
skemmtanalífs, fróðlegra skoðunarferða og
stuttra verslunarleiðangra um nágrennið.
Fyrir fjölskyldufólk er Rimini hrein gullnáma.
Börn og fullorðnir finna þar endalaus
viðfangsefni við sitt hœfi og auðvitað
sameinast fjölskyldan í leikjum, skemmtun-
um og fjörlegum uppátœkjum sem einmitt
einkenna svo mjög mannlíf þessara hressilegu
sólarstrandar. Og nú býður Samvinnuferðir-
Landsýn að auki upp á sérstakan barnaíar-
arstjóra sem sér um að yngstu ferðalang-
arnir hafi alltaf nóg við að vera.
-cSf-
£
AStADGlA
TS2Í3SST
Adrlatic Rlviera of
Emilla - Romagna (Italy |
Rlmlni
Rlccione
Cattolica
Cesenatico
Gatteo a Mare
San Mauro a Mare
Misano Adriatico
Udi di Comacchio
Savignano a Mare
Beilaria - Igea Marína
Cervia - Miiano Marittima
Ravenna e le Sue Maríne
skoouncMi^''”
O.ft. o.tt.
veitingahús
skemmtistaðir
næturklúbbar
diskótek
leikveilir
sundlaugar
hjólaskautavellir
• minigolfveliir
• skemmtigarðar
• Tívolí
• útimarkaður
• stórmarkaðir
• þúsundir verslana
• o.fl. o.fl.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
«