Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 21
Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Gunnar Karlsson: Kúba — 2. grein Poder popular eða Lýðræðið á Kúbu Fyrir tveim vikum birtist í Þjóðviljanum grein um skólamál á Kúbu eftir þátttakendur í vinnuferð þangað síðastliðið sumar. Nú víkur sögunni að stjórnarháttum á þessari gróðursælu eyju í Karabíska hafinu. Hún er einnig eftir þátttakanda í síðustu vinnuferð þangað, Gunnar Karlsson prófessor. Ein af algengustuspurningunum sem fólk spyr um Kúbu fjallar um lýðræði. Er fólk ekki kúgað? Hvað er leyft að segja, skrifa, lesa? Hverjir velja valdhafa og hvernig? Það er jú einsflokkskerfi á Kúbu, þaðvita allir. Kommúnistaflokkur- inn er eini stjórnmálaflokkur landsmanna. Hitt er svo annað mál hvort sam- bandið milli einsflokkskerfis og kúgunar er eins beint og einfalt og við höldum venjulega. Unt það fór maður að hugsa á nýjan hátt þegar leiðsögumenn okkar, rúmlega tví- tug ungmenni, spurðu: Hvað eigum við að gera við fleiri flokka? Við höfum Kommúnistaflokkinn, og hann er ágætur. Hvað gerið þið við alla þessa flokka? - Heilaþveg- in börn, getur maður sagt, innrætt af áróðri skólanna, og auðvitað eru þau það. En hver er það ekki ef út í það er farið, og hver erum við að segja til um hvað Kúbubúar þurfi á mörg- um stjórnmálaflokkum að halda? Það er annars varla ráðlegt að sökkva sér í svona djúpar hug- leiðingar,ætlun mín var einkum að segja stuttlega frá því stjórnkerfi sem var tekið upp á Kúbu með stjórnarskránni 1976 og gengur undir nafninu Poder popular eða Alþýðuvöld. Byltingin er friðuð Líklega er best að gera strax grein fyrir einni takmörkun á frelsi sem gengur í gegnum allt þjóðlíf í Kúbu: Það er bannað að vinna gegn byltingunni. Listsköpun er til dæmis að meginreglu frjáls, nema hvað það er bannað að vinna gegn byltingunni með list sinni. Þetta er Kúbubúum ekkert feimnismál; þess vegna viðurkenna stjórnvöld til dæmis hiklaust að það séu 2- 3000 pólitískir fangar á Kúbu, það er fólk sem hefur orðið uppvíst að andbyltingarstarfsemi. Auðvitað felast í þessari reglu miklir kúgun- armöguleikar, en það er erfitt að fá Kúbubúa til að koma auga á þá. Þeir líta sýnilega gjarnan svo á að stjórnaraðferðir á Kúbu fyrir byltingu hafi verið glæpastarfsemi (sem fáir mundu víst neita). Samtök gegn byltingunni væru fyrir þeim það sama og samtök til að auka glæpi væru fyrir okkur. Það væri afbökun á lýðræði að leyfa þau. Stjórnarkerfið frá 1976 Allt frá sigri byltingarinnar í upphafi árs 1959 og til 1976 var op- inberlega byltingarástand á Kúbu og bráðabirgðastjórn sigurvegar- anna við völd. Uppúr 1970 var tekið að vinna að því að semja nýja stjórnarskrá. Þeir settu upp stjórn- Greinarhöfundur ber fram fyrir- spurn á fundi á Kúbu. Annarlegi hluturinn á eyrum hans er heyrnar- taeki fyi;ir þýðingar túlkanna. arskrárnefnd eins og við, en mun- urinn var sá að uppkast hennar var tekið til umræðu á öllum vinnu- stöðum á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar, í hverfum á veg- um byltingarnefnda og í sveitum á vegum smábændasamtaka, í skólum, háskólum og her. Sagt er að sex miljónir manna hafi tekið þátt í þessum umræðum, og mun láta nærri aðþað séu allir fullorðnir Kúbubúar. Þetta frumvarp var síð- an mótað upp á nýtt eftir undirtekt- um almennings, rætt á þingi Kom- múnistaflokksins og loks samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í febrúar 1976. Samkvæmt stjórnarskránni er Kúbu skipt í 169 héruð sem hafa um 50-60.000 íbúa hvert að meðal- tali. Þessi héruð eru grunneiningar stjórnkerfisins, stjórnir þeirra eru kosnar í almennum kosningum. Hverju héraði er skipt í einmenn- ingskjördæmi. Þannigverður hvert kjördæmi svo lítið að allir kjósend- ur eiga að geta komið saman á einn fund og helst kannast við fram- bjóðendur. Þetta er nauðsynlegt vegna þess að frambjóðendur eru valdir á almennum fundum kjós- enda. Ekki skal velja færri en tvo, þegar kjósa skal einn, og ekki fleiri en átta. Síðan er búið til eitt kynn- ingarspjald fyrir hvérn fram- bjóðanda, með mynd og stuttu á- gripi, og það er skylda að hafa allar myndirnar jafnstórar og jafnvand- aðar. Ég kom tvisvar á fund með mönnum sem skýrðu kosninga- kerfið fyrir okkur og báðir tóku þetta skýrt fram með nokkru stolti. Það var sýnilega mikilvægt fyrir þeim að enginn gæti náð kjöri á því að sýnast fallegri en mótfram- bjóðendur.kannski bara af því að hann lét prenta betri mynd af sér. Fulltrúar verða að fá hreinan meirihluta í kosningum; ef það ger- ist ekki strax í fyrstu umferð er kos- ið aftur. Þessar héraðsstjórnir koma síð- an saman á fund og kjósa sér fram- kvæmdastjórnir, og mér skildist að framkvæmdastjórnirnar sæju að mestu um stjórn héraðsmála. Hér- aðsstjórnirnar kjósa líka fulltrúa í fylkisráð og landsráð. Fylkin eru 14 talsins og hafa með höndum ein- hver staðbundin mál. Landsráðið er löggjafarsamkonta þjóðarinnar. Það kýs líka æðstu stjórnarstofnan- ir þjóðarinnar, ríkisráð þar sem sitja 30 menn, og ríkisstjórn. For- maður ríkisráðsins er jafnframt þjóðhöfðingi, og sá sem nú hefur það starf með höndum heitir Fidel Castro Ruz. Þannig byggist allt valdakerfið á héraðsstjórnarkosningunum. Sá vilji sem birtist í þeim á að skila sér áfram til æðstu stofnana ríkisins. Danskur ferðafélagi okkar spurði á fundi hvað gerðist ef Fidel missti sæti sitt sem héraðsstjórnarmaður í kjördæmi sínu í borginni Santiago de Cuba. Missti hann þá sæti sitt sem forseti? Kúbanskir upp- fræðendur okkar litu brosandi hver á annan, ofurlítið vandræðalegir. Ég veit ekki hvort þeim fannst svo- lítið klúrt að tala svona um Fidel eða hvort þeim fannst spyrillinn bara vandræðalega barnalegur að láta sér detta svona í hug. En svo svöruðu þeir: Það eru engin nöfn í stjórnarskránni, hann hlyti að missa sæti sitt. Hversu lýðræðislegt? Tortryggnir Norðurlandabúar spurðu margs til þess að reyna að komast að því hve vel vilji fólks væri tryggður með þessu stjórn- kerfi. Það var hvarvetna tekið skýrt fram að fólk þarf ekki að vera í Kommúnistaflokknum til þess að bjóða sig fram í kosningum. Heim- ildum okkar bar illa saman um hve margir héraðsstjórnarmenn væru flokksmenn. Einhver nefndi 60%, á Æskulýðseynni sem við heimsótt- Kúbubúar hafa sýnilega haft hugann ntikið við að tryggja samband milli kosinna fulltrúa og kjósenda þeirra. Fulltrúar sitja al- menna fundi kjósenda á fjögurra mánaða fresti minnst, og þótt kjörtímabil héraðsstjórna sé aðeins tvö og hálft ár má meirihluti kjósenda hvenær sem er segja full- trúum sínum upp, taka af þeim um- boðin og kjósa nýja. Norðurlanda- búar spurðu talsvert út í þennan rétt til að segja fulltrúum upp, og sumir þóttust eygja þar leið til pó- litískrar kúgunar. Enginn gestgjafa okk'ar kvaðst þekkja dæmi um full- trúa sem hefði verið sviptur um- boði, og þó þóttust þeir vissir um að það hefði komið fyrir einhvers staðar. Einhver vildi vita hvort þessum rétti yrði beitt gegn fulltrúa sem reyndist vera andvígur bylting- unni. Jú, það þóttust Kúbanir geta istaflokksins og yfirgnæfandi meirihluta almennings. Ég sé enga ástæðu til að efa að slíkt traust og samstaða ríki nú og muni gera það í næstu framtíð. Raunar finnst mér Poder popular vera sterkasta vís- bending sem ég hef fengið um að valdhafar Kúbu treysti alþýðu landsins og viti að þeir njóta trausts hennar. Engin byltingarstjórn mundi byggja undir sig þess konar valdakerfi nema hún vissi sig ör- ugga í sessi. Og þegar við hugsum okkur um þarf það ekki að koma okkur nokkurn skapaðan hlut á óvart þótt hún viti sig örugga í sessi. Við lesum í íslandssögunni að Jón Sigurðsson hafi viljað hafa almennan kosningarétt á fslandi án þess að það veki með okkur nokkra undrun yfir því að hann skyldi treysta almenningi og búast við að njóta trausts hans til frambúðar. Líklega kemst gagnkvæmt traust alþýðu og valdhafa fremur auðveldlega á þegar ytri óvinur er nálægur (Kúbubúar eiga alltaf von á árás Bandaríkjamanna og hafa næga ástæðu til þess) og þegar ver- ið er að stíga mörg og stór framfar- aspor innanlands. En hvað gerist þegar velmegun eykst á Kúbu, bandaríska ógnin líður hjá eða venst og vandara verður að ákveða hver séu brýnustu framtíðarverk- efnin? Ég get alveg ímyndað mér að samstaða alþýðu og flokks geti gliðnað við slíka þróun, og þá blas- ir vissulega við hættan á að flokkur- inn taki að jafna sér við byltinguna og halda því fram að allt sem ekki Fidel Castro meðal landsmanna sinna Byltingarmenn halda innreið sína í Havana 1959 um var okkur sagt að hlutfallið væri nær 65%, og mér er nær að halda að þeir hafi nefnt innan við helm- ing í Havana. Á hinn bóginn má fá upplýst hvar sem er að hlutfall kvenna í héraðsstjórnum sé um 20%. Það er auðvitað allt of lágt, sagði framkvæmdastjórnarmaður- inn í Havana sem sagði okkur frá Poder popular, en hann bar fyrir sig gamlar hefðir á Kúbu, það tæki tíma að breyta viðhorfum fólks til kynjahlutverka. fullyrt. Ef það slys yrði að einhver væri kosinn sem væri á móti bylt- ingunni þá hlyti hann að missa um- boðið um leið og það kæmist upp. Aftur vorum við minnt á að það er glæpsamlegt á Kúbu að vera á móti byltingunni. Framtíðin Allt stjórnkerfi Kúbu hlýtur að vera háð því að gagnkvæmt traust og samstaða ríki milli Kommún- er með flokknum sé á móti bylting- unni. Einsflokkskerfið býður óneitanlega upp á þessa hættu eins og dæmi Sovétríkjanna og annarra Austurevrópulanda sýnir. En við verðum líka að muna að sagan endurtekur sig ekki á neinn vélræn- an hátt. Ef til vill hafa Kúbanir markað sér aðra stefnu til fram- búðar með stjórnarskránni 1976. Sé svo, kann Kúba að eiga eftir að verða mikilvægt forysturíki í þróun sósíalisma í heiminum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.