Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mars 1983 sunnudagspistill Hvers vegna fengu Græningjarnir ekki enn meira fylgi? Óvenjulegir þingmenn: Tveir Græningja á landsþingi í Hessen. Fjóröa afliö í vesturþýskum stjórnmálum, Græningjarnir, unnudrjúgan sigurí kosningunum um síðustu helgi. Þeim hefureinum smærri flokka tekist aö rjúfa fastmótað kerfi þriggjaflokka, sem hafði sér til varnar þá reglu, að minnst 5% atkvæða þyrfti tilaðkomastá sambandsþingið í Bonn. Og eins og haft er eftir Petru Kelly, þáerþettafyrsti meiriháttar kosningasigur umhverfisverndarmanna í álfunni eða öllum heimi. Þetta er allt satt og rétt. En það mætti líka taka annan pól í hæðina og spyrja: hvers *Vegna var sigur Græningjanna ekki enn meiri? Hagkvæm staða Þeir höfðu nefnilega alveg sér- staklega góð vopn í höndum - svo mörg og sterk, að staða þeirra er varla sambærileg við stöðu um- hverfisverndarhreyfinga í öðrum löndum. í Vestur-Þýskalandi er hart barist um kjarnorkuver og geisla- virkan úrgang. Þar er hart tekist á um ný kjarnorkuvopn og meiri- hluti þjóðarinnar er andvígur því Árni Bergmann skrifar að þeim verði komið fyrir. Meng- un er fyrir löngu mikið vandamál í þessu þéttsetna iðnríki og það sem eftir er af skóglendi í landinu er í bráðri hættu - og langflestir munu sammála um að þörf er á að snúa við blaði í þeim efnum. í öllum þessum málum ganga Græningjar fram af mestri einurð og geta með réttu sakað hina flokkana um tvístígandi stefnu eða stuðning við ástand sem gerir illt verra. Þá eiga Græningjar mjög góða möguleika til að höfða til ungs fólks, sem er uggandi um sinn bag í vaxandi atvinnuleysi og kreppu. Sömuleiðis hafa þeir nú verið eini valkostur þeirra sem eru blátt áfram þreyttir á gömlu flokkunum eins og það heitir. Þeir eru lausir við hneyksli tengt mútum stórfyrirtækja til stjórn- málamanna fyrir skattaívilnanir. Þeir senda miklu fleiri konur á þing en aðrir. Og þeir ætla sem þingmenn að taka í sinn hlut, aðeins nokkurn hluta þingfarar- kaups - hitt fer til að efla málstað- inn. Þegar allt þetta er saman talið, þá sýnist full ástæða til að spyrja, hvers vegna Græningjar samt ekki fengu meira fylgi en þessi 5,6% prósent - eða minna en til dæmis Samtök frjálslyndra og vinstri manna fengu hér á íslandi á sínu stutta velmegunarskeiði. Sjálfsagt þarf mjög innvirðu- lega þekkingu á þýskum aðstæð- um og á sjálfri hreyfingu Græn- ingja til að svara þeirri spurningu sem vert væri. Samt skal hér gerð lítil tilraun til þess. í velmegunarþjóðfélagi eins og hinu þýska, eru þær stéttir og starfshópar einna fjölmennust sem búa við meðalkjör og hafa einskonar millistéttaviðhorf. Þetta fólk sýnist hafa litla til- hneigingu til róttækrar endur- skoðunar í stjórnmálum og lífs- háttum þegar að kreppir, það hreiðrar heldur um sig í virkjum hins óbreytta ástands - enda hef- ur það töluverðu að tapa. Græningjar eru mjög einangr- aðir í málflutningi en því fer fjarri að þeir hafi einokað baráttumál sín. Umhverfis- og mengunarum- ræðan hefur alllengi staðið í iðnríkjunum og hún, ásamt þeim vandamálum sem hversdags- leikinn þröngvar upp á fólk, hef- ur breytt viðhorfum smám saman hjá miklum fjölda fólks. Pólitísk- ar hreyfingar af ýmsum litarhætti hafa - nauðugar og viljugar - fundið hjá sér þörf til að sýna lit í þessum efnum. Til dæmis hugsar mikill hluti stuðningsmanna sósí- aldemókrata svipað og Græn- ingjar - og meðal sósíaldemó- krata er líka að finna marga öfluga andstæðinga kjarnorku og kjarn- Ingmar Bergman um sköpunargáfuna: ber með sér alla æfi, að vera sprelllifandi. Ég hef verið afskaplega athafn- asamur síðan ég var þriggja ára. Allir listamenn sem eru nokkurs virði hafa í sér þessa barnalegu ósk um að skapa. Hversu skammarlegt, grimmt eða meðaumkunarvert sem það sýn- ist sem þeir láta frá sér - allt á það rætur sínar í bernskri löngun tii að móta, koma einhverju í form. Ennfremur tel ég að ratsjá sálar- innar sé opin liðnum kynslóðum. í líkömum okkar hafa safnast fyrir minningar frá öllum tímum - við erum afurð þeirra. Þessi radar er opinn í allar áttir. Til framtíð- arinnar, nútímans og fortíðarinn- ar, upp og niður, til drauga og djöfla, til myrkra afla, til engla og helgra manna. Vandinn er bara sá að láta ekki skynsemina og umhverfið trufla sambandið. Allt uppeldi okkar miðar að því að við vantreystum eðlisávísun okkar, sem er okkar besta vopn og um leið athvarf. Uppeldi okkar fær okkur til að rökræða um hlutina við eðlisávísun okkar og um leið verður sú tæra og tónvísa rödd veikari og veikari. Að lokum tal- ar hún alls ekki til okkar lengur - og þarna stöndum við ringluð og hjálparvana með okkar bældu heilbrigðu skynsemi... Eins barn að leik Ingmar Bergman, sem nú er 64 ára að aldri, hefur nýlokið við kvikmyndina Fanny og Alexander, sem cr byggð á skáldsögu eftir hannn sjálfan. Ingmar Bcrgman kallar myndina „fjölskylduannál“ og segir að þetta sé síðasta leikna myndin sem hann stjórni. En hann ætlar m.a. að setja á svið óperu eftir Mozart, kvikmynda óperuna Ævintýri Hoffmans og fleira hefur meistarinn sænski á prjónunum. í nýlegu viðtali vildi Ingmar Bergman sem fæst segja um kvik- myndina sjálfa, en hann hafði m.a. þetta að segja um sköpunar- starfið. - Sköpunin fæðist f leik. Það er til dæmis ekkert annað en meiri- háttar leikur að stjórna kvik- mynd. Svo hlýtur að vera. En því eldri sem menn verða, þeim mun fremur verður þeirra leikur að lífi og dauða, jafnvel þótt leikurinn líkist barnaleikjum. Maður dreifir leikföngunum á gólfið og endurskapar veruleika eða draum eða hugsýn. Þannig gerist þetta við kvikmyndatöku. Við setjum saman efni og allt í einu stendur þarna sólskýli um sumar. Ef maður vill starfa að listum verður barnið, sem hver og einn orkuvopna. Og einnig hægri- stjórn mun grípa til einhverra ráða til að reyna að bjarga af- ganginum af þýskum skógum - svo dæmi sé nefnt um það, sem allir þykjast vera sammála um að sé brýnt að gera. í þriðja lagi er það einatt til nefnt, að Græningjar komi úr ýmsum áttum - sumir eru marx- istar, aðrir koma langt frá hægri (að vísu sýnu færri). Þeir hafi of lágan samnefnara - og sjálf hin valddreifða skipan samtakanna geti hvenær sem er sett þau í vanda, þegar taka þarf ákvarð- anir. Óttinn við atvinnuieysi Og kannski hefur það mest taf- ið fyrir framgangi Græningja, að menn hafa ekki skilið eða viður- kennt efnahagsboðskap þeirra, eða kannski væri réttara að segja, að stóru flokkarnir hafi getað skelft launafólk með margítrek- uðum staðhæfingum um að áform Græningja í efnahagslífi muni gera atvinnuleysið að enn stærra og hrikalegra vandamáli en nú er. Þessu hafa Græningjar marg- neitað. Þeir segja að það sé þjóð- hagslega hagstætt, þegar til lengdar lætur, að hætta við stór- framkvæmdir eins og nýjan skipaskurð sem tengir Rín við Dóná, sem og við nýja flugvelli. Þeir vilja leggja sem flestum einkabílum - og eru þá spurðir, hvað þeir ætli að gera við það fólk sem við slíka þróun missir atvinn- una. Þessu svarar t.d. núverandi flokksoddviti, Rainer Trampert, á þá leið, að bílaiðnaðurinn sé á niðurleið hvort eð er. Og að ef menn leggi í það, að koma upp sem ódýrum og aðlaðandi val- kosti, að hafa almenningssam- göngur í góðu lagi, þá skapi það líka ný atvinnutækifæri. Sá sami Trampert segir í nýlegu viðtali, að OECD meti umhverfistjón f Vestur-Þýskalandi á 40-70 milj- arði marka á ári. Þetta vegi það þungt, að fjárfesting í umhverfis- vernd sé blátt áfram mjög hag- nýt - auk þess sem hún skapi atvinnutækifæri. Og þar fram eftir götum. En það bendir margt til þess, að röksemdir og útreikn- ingar af þessu tagi nái ekki al- nrennt til fólks og miklu síður en óttaáróður stóru flokkanna um að hugmyndir Græningja séu fullkomlega óraunhæfar og ykju á atvinnuleysi ef frarn gengju - ekki síst vegna þess að með þeim yrðu þýsk fyrirtæki illa sam - keppnishæf. Einhvernveginn á þessa lund sýnist dæmi Græningjanna líta út. En það verður fróðlegt að fylgjast með þeim: það eru satt að segja ekki lítil tíðindi þegar hreyfing, sem hafnar ýmsum helstu forsendum hagvaxtar - og tæknitrúar iðnvæddra ríkja, hef- ur náð verulegri fótfestu í jafn þýðingarmiklu ríki og Þýskaland i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.