Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 29
sjónvarp________________
Stundin okkar á sunnudag:
Aðalatriðið að
byrja snemma
segir íslandsmeistarínn ífimleikum
„Ég var frekar liðug sem krakki
og hafði séð fimleika í sjónvarpinu
og fannst þetta skemmtilegt. Svo
fór ein vinkona mín í fimleika og
það ýtti undir mig. Svona byrjaði
þetta“.
Og það er óhætt að segja að
þetta hafi endað vel líka, því Krist-
ín Gísladóttir er nú orðin íslands-
meistari í fimleikum. Kristín er 16
ára gömul nú og varð íslands-
meistari í fyrra. Hún byrjaði að æfa
árið 1976 og var þá níu ára gömul.
Hún kveður fimleikana vera
mjög skemmtilega og segist ætla að
stunda þetta áfram meðan hún hafi
áhuga og sjái árangur. Hún æfir
fimm sinnum í viku, tvo til þrjá
tíma á dag. Á miðvikudögum og
föstudögum segist hún eiga frí og
sleppi þá öllum æfingum.
„Ég held að aðalatriðið sé að
byrja mjög snemma", segir Krist-
ín, þegar ég spyr hana hvort hún
hafi einhver ráð handa þeim
krökkum, sem vilja stunda fim-
utvarp
laugardagur
7.00 Veöurfregnir Fréttir. Bæn. Tón-
leikar. pulur velur og kynnir.
7.25 Leiknmi.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
9.30 Óskalóg sjúklinga. Lóa Guðjóns-
dóttir kynnir. (10.00 Fréttir. lO.lOVeð-
urfregnir).
11.20 Hrimgrund - Utvarp barnanna.
Blandaður þáttur fyrir krakka. Stjórn-
andi: Sverrir Guðjónsson.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. íþróttaþáttur Umsjónar-
maður: Hermann Gunnarsson. Helg-
arvaktin Umsjónarmenn: Arnþrúður
Karlsdóttir og Hróbjartur Jónatansson.
15.10 í dægurlandi Svavar Gests rifjar upp
tónlist áranna 1930-60.
16.20 Þá, nú og á næstunni Fjallað um sitt-
hvað af því sem er á boðstólum til af-
þreyingar fyrir börn og unglinga. Stjórn-
andi: Hildur Hermóðsdóttir.
16.40 íslenskt mál Mörður Árnason sér um
þáttinn.
17.00 Hljómspegill Stefán Jónsson, Græn-
umýri í Skagafirði, velur og kynnir sí-
gilda tónlist (RÚVAK).
19.35 Á tali Umsjón: Helga Thorberg og
Edda Björgvinsdóttir.
20.00 Harmonikuþáttur Umsjón: Bjarni
Marteinsson.
20.30 Kvöldvaka a. „I heiðadalnum var
heimbyggð mín“ Þorsteinn Matthíasson
segir frá Sigurði Rósmundssyni frá Gils-
stöðum í Selárdal og les ljóð eftir hann.
b. „Eldun og eldamennska" Hallgerður
Gísladóttir flytur þriðja og síðasta frá-
söguþátt sinn. c. „Halldóra á Þverá“
Rósa Gísladóttir frá Krossgerði les Ijóð
um konu Víga-Glúms, eftir Helgu Hall-
dórsdóttur frá Dagverðará. d. „Dagbók
úr strandferð" Guðmundur Sæmunds-
son frá Neðra-Hegranesi byrjar lestur
ferðalýsingar sinnar.
21.30 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes-
sonar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Lestur Passíusálma
(36).
22.40 „Eineygði Jonm“, smásaga eftir
sjónvarp
laugardagur_______________________
16.00 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
18.00 Hildur Áttundi þáttur dönskuk-
ennslu.
18.25 Steini og Olli Skopmyndasyrpa með
Stan Laurel og Oliver Hardy.
18.45 Enska knattspyrnan
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Þriggjamannavist 3. Bjarnargreiði
Breskur gamanmyndaflokkur um
þrenninguna Tom, Dick og Harriet.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.00 Hálfnað er verk þá hafið er Kanadísk
teiknimynd.
21.15 South Pacific Bandarísk dans- og
söngvamynd frá 1958 gerö eftir sam-
nefndum söngleik þeirra Rodgers og
Hammersteins. Leikstjóri Joshua
Logan. Aðalhlutverk: Mitzi Gaynor,
Rossano Brazzi, Ray Walston og John
Kerr. Leikurinn gerist meðal banda-
rískra hermanna og heimamanna á
Kyrrahafseyju í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
23.50 Dagskrárlok
S-------------------------------------
leika. Krakkar þyrftu að vera fimm
til sex ára. Það hjálpi mikið að vera
liðugur - þungir og feitir krakkar
hafa lítið í þetta að gera, eins og
gefur að skilja. En það hafa allir
gott af þessu, þótt þeir verði kann-
ski ekki íslandsmeistarar eins og
Kristín.
Kristín Gísladóttir stundar nám
á íþróttabraut í Fjölbrautaskólan-
um í Garðabæ. Hún kveðst alls ó-
ráðin um framtíðina - kannski fer
hún í íþróttakennslu, kannski
eitthvað annað.
Hún er dóttir Puríðar Jónsdótt-
ur, húsmóður, og Gísla Guðjóns-
sonar, flugumferðarstjóra. Hún á 4
eldri systkini og eitt þeirra hefur
einnig lagt stund á íþróttir, en það
er engin önnur en María Gísladótt-
ir, sem er ballettdansari í Ameríku.
Og við fáum að sjá og heyra í
Kristínu í Stundinni okkar á sunnu-
daginn, en þar mun hún sýna
æfingar og ræða dálítið við
Bryndísi. ast.
Damon Kunyon Karl Agúst Ulfsson les
fyrri hluta þýðingar sinnar.
23.05 Laugardagssyrpa - Páll Þorsteinsson
og Þorgeir Ástvaldsson.
sunnudagur
8.(K) Morgunandakt. Séra Róbert Jack
prófastur, Tjörn á Vatnsnesi. flytur ritn-
ingarorð og bæn.
8.35 Morguntónleikar. a) Gergeley Sárk-
özy leikur á lútu Prelúdíu í c-moll, Fúgu
í g-moll og Prelúdíu, allegro og fúgu í
Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach. b)
Walter Gieseking leikur á píanó Sónötu
nr. 7 í C-dúr K. 309, Átta tilbrigði í
F-dúr K. 352 og Capriccio í C-dúr K. 395
eftir Wolfgang Amadeus Mozart. c)
Maria Kliegel og Ludger Maxsein leika
á selló og píanó ítalska svítu eftir Igor
Stravinsky og Tilbrigði á einum streng
eftir Niccolo Paganini um stef eftir Gio-
acchino Rossini.
10.25 Út og suður Páttur Friðriks Páls
Jónssonar.
11.00 Messa í Keflavíkurkirkju (Hljóðr. 6.
mars s.l. ). Prestur: Séra Olafur Oddur
Jónsson. Organleikari: Siguróli Geirs-
son. Hádegistónleikar.
13.10 Frá liðinni viku. Umsjónarmaður:
Páll Heiðar Jónsson.
14.00 Hver var Karl Marx? Dagskrá í
samantekt Péturs Gunnarssonar, í til-
efni 100 ára ártíðar Karls Marx.
15.00 Richard Wagner - IV. þáttur. Tón-
drápan um Niflungahringinn. Umsjón:
Haraldur G. Blöndal.
16.20 „Áköf löngun í mér brann“ Dagskrá
um skáldkonuna Ólöfu Sigurðardóttur
frá Hlöðum í Hörgárdal. Umsjónar-
maður: Hlín Bolladóttir (RÚVAK)
17.00 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands í Háskólabíói 10. þ.m.; fyrri hl.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einleikari:
Rolf Smedvig. a) „Snúningur“ eftir
Werner Schulze. b) Trompetkonsert í
D-dúr eftir Joseph Haydn. - Kynnir:
Jón Múli Árnason.
18.00 Það var og... Umsjón: Þráinn Bert-
elsson.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 29
Kristín Gísladóttir hefur náð langt í sinni grein þótt kornung sé. Við fáum
að sjá til Islandsmeistarans í fimleikum í Stundinni okkar á sunnudaginn.
(Ljósm. -eik-)
19,25 Veistu svarið? - Spurningaþáttur út-
varpsins á sunnudagskvöldi. Stjórnandi:
Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Dómari: Gísli Jónsson, menntaskóla-
kennari. Til aðstoðar: Þórey Aðal-
steinsdóttir (RÚVAK).
20.(K) Sunnudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Guðrún Birgisdóttir stjórnar.
20.45 Ciömul tónlist Snorri Örn Snorrason
kynnir.
21.30 Kynni mín af Kína Ragnar Baldurs-
son segir frá.
22.05 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Eineygði Jonni“, smásaga eftir
Damon Runyon. Karl Ágúst Úlfsson les
síðari hluta þýðingar sinnar.
23.00 Kvöldstrengir Úmsjón: HildaTorfa-
dóttir, Laugum í Reykjadal (RÚVAK)
mánudagur
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Séra
Ólafur Jens Sigurðsson. Bæ, Borgar-
firði, flytur (a.v.d.v.) Gull í mund-Stef-
án Jón Hafstein - Sigríður Árnadóttir -
Hildur Eiríksdóttir. 7.25 Leikfimi. Um-
sjón: Jónína Benediktsdóttir.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Rut Magnúsdóttir talar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Vefurinn
hennar Karlottu“ eftir E.B. White
Ragnar Þorsteinsson þýddi. Geirlaug
Þorvaldsdóttir les (17)
9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónarmaður:
Óttar Geirsson.
11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum
árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef-
ánsson.
11.30 Lystauki Þáttur um lífið og tilveruna
iumsjá Hermanns Arasonar (RÚVAK)
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Mánudagssyrpa - Ólafur
Þórðarsson
14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán
Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (21)
15.00 Miðdegistónleikar Alfred Brendel
leikur á píanó „Mefistovals“ nr. 1 eftir
Franz Liszt / Lucia Negro, Gunilla von
Bahr og Knut Sönstevold leika Tríó fyrir
píanó, flautu og fagott eftir Ludwig van
Beethoven.
16.20 íslensk tónlist. Björn Ólafsson og
Sinfóníuhljómsveit íslands leika Svítu
nr. 2 í rímnalagastíl eftir Sigursvein D.
Kristinsson; Páll P. Pálsson stj. / Einar
Jóhannesson og Anna Málfríður Sigurð-
ardóttir leika þrjú lög fyrir klarinettu og
píanó eftir Hjálmar R. Ragnarsson /
Marteinn H. Friðriksson leikur Orgel-
sónötu eftir Þóra’rin Jónsson.
17.(K) Því ekki það Þáttur um listir í umsjá
Gunnars Gunnarssonar.
17.40 Hildur - Dönskukennsla 8. kafli -
„Hvem skal löse konfliktcrne”; fyrri
hluti.
17.55 Skákþáttur Umsjón Jón Þ. Þór
18.20 Tónleikar. Tilkynningar. f
19.35 Daglcgt mál. Árni Böðvarsson flytur
þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn. Bryndís
Schram talar.
20.(K) Lög unga fólksins. Þórður Magnús-
son kynnir.
20.40 Anton Webern - 2. þáttur. Atli
Heimir Sveinsson ræðir um tónskáldiö
og verk hans.
21.40 Útvarpssagan: „Márus á Valshamri
og meistari Jón“ eftir Cíuðniund Cí. Hag-
alín Höfundur les (4)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Lestur Passíusálma
(37). Lesari: Kristinn Hallsson.
22.40 „Sjóðþurrð á Ísafirði*4 Bárður Jak-
obsson flytur frásöguþátt.
23.05 Frá tónleikum Sinfóníuhljóinsveitar
Islands í Háskólabíói 10. þ.m.; seinni
hluti Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Sin-
fónía nr. 2 í D-dúr op. 43 eftir Jean
Sibelius - Kynnir: Jón Múli Árnason.
sunnudagur
16.00 Sunnudagshugvekja Séra Þórhallur
Höskuldsson á Ákureyri flytur.
16.10 Húsið á sléttunni: Um Íífið að tefla
Bandarískur framhaldsflokkur.. Þýð-
andi Óskar Ingimarsson.
17.00 „Ó, mín flaskan fríða“. Endursýning
Fyrri þáttur um áfengissýki og áfengis-
sjúklinga. Rætt er við alkóhólista,
vandamenn þeirra, sérfræðinga á sviði
áfengismála og fólk á förnum vegi. Um-
sjónarmenn: Helga Ágústsdóttir og
Magnús Bjarnfrcðsson. Upptöku
stjórnaði Valdimar Leifsson. Þátturinn
var áður sýndur í Sjónvarpinu haustið
1980.
18.00 Stundin okkar Umsjónarmaður
Bryndís Schram. Upptöku stjórnar Við-
ar Víkingsson.
20.00 Fréttir og veður
20.35 Sjónvarp næstu viku Umsjónarmaö-
ur Guðmundur Ingi Kristjánsson.
20.50 Glugginn Þáttur um listir, menning-
armál og fleira. Umsjónarmaður Áslaug
Ragnars.
21.35 Kvöldstund með Agöthu Christie 9.
Fjórði maðurinn Saga um undarlegt
samband tveggja stúlkna sem veldur
geðklofa hjá annarri þeirra og loks
dauöa. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.25 Chico Hamilton Bandarískur djass-
þáttur nieð trommuleikaranum Chico
Hamilton og hljómsveit.
mánudagur
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og vcður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.45 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson
21.20 Já, ráðherra 6. Engan varðar allt að
vita Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
21.50 Jessie Bresk sjónvarpsmynd. Leik-
stjóri Bryan Forbes. Aðalhlutverk:
Nanette Newman. Toby Scopcs, Nigel
Hawthorne og Jennie Linden. Myndin
gerist á sveitasetri í Suður-Englandi árið
1905. Þangað ræðst Jessie vinnustúlka.
Á heimilinu er lítill, heyrnarlaus dreng-
ur, sem er mjög afskiptur af foreldrum
sínum, en þeim Jessie verður fljótlega
vel til vina. Þýðandi Kristrún Þóröar-
dóttir.
r
Utvarp um
miðjan dag:
Ástin í
munni
Þórhalls
Það hefur verið hefð í ríkisútvarp-
inu svo lengi sem fólk man að lesa
svokallaða miðdegissögu. Nafnið I
er auðvitað dregið af því, að hún er
lesin um miðjan dag, eða á tíma-
bilinu hálf-þrjú til þrjú (hjá sumum
er nú dagurinn rétt að byrja þá, eða
langt liðið á hann, en það er eins og
gengur). Oftast eru þetta hinar
áheyrilegustu sögur, langar og
snúnar og hlaðnar ýmsum mann-
legum tilfinningum.
Sagan sem lesin er nú um þessar
mundir heitir „Vegurinn að
brúnni“ og er eftir Stefán Jónsson.
Þórhallur Sigurðsson les söguna og
er flutningur hans með ágætum.
Það er sjaldan sem maður heyrir í
jafn skýrmæltum manni í útvarpinu
og er góð tilbreyting að því frá
þvoglumæltum malandanum, sem
oftast streymir frá þeim miðli. Og
ekki spillir, að sagan sjálf er mergj-
uð: fjallar um sjálfa ástina.
ast.
Skýrmælgi Þórhalls Sigurðssonar
vekur ávallt mikla aðdáun og mætti
fleira útvarpsfólk tilcinka sér fram-
sögn hans.
Útvarp sunnudag:
Pétur
spjallar
um Karl
í útvarpinu er spurt sunnudaginn
13. mars: HVER VAR KARL
MARX?. Þetta er þáttur í saman-
tekt Péturs Gunnarssonar, rithö-
fundar, í tilefni 100 ára ártíðar
Karls Marx, en á þessu ári eru ein-
mitt liðin eitt hundrað ár frá dauða
þessa merka manns. Áreiðanlega
verður þetta hinn fróðlegasti pist-
ill, °g hefst hann klukkan tvö.
ast.