Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 13
Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJOÐVILJINN - SIÐA 13 Alva Myrdal:__ SKYNSEMIN verður að sigra Alva Myrdal hlaut Friöarverölaun Nóbels á síðasta ári. Hún er oröin öldruö kona, en andinn lifir enn. Hún skrifaði hið svokallaða „Norræna bréf” árið 1983, en Húsmæðrasamband Norðurlanda fær ávallt eina konutil þessað skrifa slíkt bréf árlega. Bréf Ölvu Myrdal birtist í nýjastahefti „Húsfreyjunnar” og við fengum góðfúslegt leyfi til þess að birta það hér, en það fjallar eins og sjá má um friðinn: Af heilum huga óska ég norræn- um húsfreyjum til hamingju með hin ágætu störf þeirra í þágu sam- félagsins, sem og með góða sam- stöðu þeirra, sem áreiðanlega hef- ur valdið miklu um góðan stafsár- angur. Þær sem eru nógur gamlar, muna kannski að á styrjaldarárunum var ég mjög nátengd húsmæðrasam- tökunum. Á þeim árum varð það okkur sérlegá mikilvægt að um- heiminum yrði einnig ljóst, að allar norrænar konur stóðu vörð um lýðræðið. Þær sýndu að nn'nu mati jafnvel meiri djörfung en karl- mennirnir. Þessi varðstaða um lýðræðisleg lífsverðmæti kveikti heitan loga og þess var vissulega þörf á þeim árunt. Hin síðari ár hefur baráttan fyrir heimsfriði staðið næst hjarta kvenna. Konur hafa, sem betur fer, síður verið felldar undir ok hermennskunnar en karlmenn. Aðallega eru það karlmenn, sem standa að auknu ofbeldi og glæpa- mennsku, þar sem einstaklingar eða hópar grípa til morða, mann- rána, sprengja og rána, ýmist til hefnda, kúgunar eða einfaldlega til fjárhagsávinnings. Áhrifin af linkind okkar gegn of- beldi verða æ víðtækari. Ofbeldi á götum vex. Orsakirnar má í senn rekja til þess hve auðvelt er að ná í vopn og að valdbeiting, styrjaldir og vígbúnaður eru nánast lögleidd með stuðningi fjölmiðla. Herþjálfun afsiðar - eða styður a.m.k. rangt verðmætamat, ef víg- búnaðarbrjálæðið sviptir okkur þá ekki allri sannri tilfinningu. Karl- mennskudýrkunin stjórnar enn heiminum, þó að við köllum hann siðmenntaðan. Söguritun okkar er enn ekki hætt að sveipa hina hörðu karlmenn ljóma hetjunnar, sigur- vegarana. Einkennisbúningarnir, herþjálfunin með yfirdrottnunar- og undirgefnishefðinni, allt þetta, sem á að tákna styrk og rétt eigin þjóðar, stuðlar að því að réttlæta- vígbúnaðinn. Myndefni, sem sýnir ofbeldi, er oft notað að þarflausu til að koma á framfæri fréttum, sem auðvelt væri að flytja með öðrum hætti. Tökum dæmi: Það er stríð á milli íran og írak - það er staðreynd. Segja má að þær fréttir, sem almenningur á rétt á að fá, séu hve margir hafa fallið og hve víðtæk eyðilegging hefur orðið í hverri orustu. Hins- vegar er óþarft og óefnislegt, en sálrænt sterkt, að birta mynd af lít- illi stúlku í dulmáluðum hermanna- búningi, sem beinir byssu að fjand- manni handan landamæranna. Slíkt skapar villandi áhrif, lesand- inn lifir sig inn í hefndar- og haturs- hug, sem réttlætir ofbeldi. Sjón- varp og vikublöð eru full af slíku myndefni, sem leynt eða ljóst er áróður fyrir valdbeitingu. Jafnvel börnunum er innrætt að þetta séu eðlilegir þættir lífsins og þau fara að haga sér eftir því. Slags- mál, byssuleikir, þar sem þau látast miða byssu á önnur lifandi börn - það eru hversdagsviðburðir, sem við þekkjum öll af götunum, leikvöllunum, jafnvel úr leikskól- unum. Ég hika ekki við að fullyrða, að ábyrgðin á þvf, að menning okkar verður æ ruddalegri, hvílir einkum „Vonin lifir, þrátt fyrir allt.” Alva Myrdal, handhafi Friðarverðlauna Nóbels, 1982. á karlmönnum. Það eru fyrst og fremst karlmenn, sem beita sér fyrir vígbúnaðarkepphlaupinu. Svo langt er gengið, að fólk al- mennt er orðið hrætt við þær ógnir, sem fjölmiðlarnir þrýsta að þeim í máli og myndum. Ég hef ekki einu sinni heldur ótal sinnum bent á hættuna af vígbún- aðarkapphlaupinu og mun halda áfram að gera það þangað til stjórnmálamennirnir skilja það. Mannkynið er slegið ótta. Ég viðurkenni að ég gleðst eink- um þegar ég finn að konurnar - mæðumar - taka á sig af eigin hvöt- um aukna ábyrgð á því að reyna að beina heiminum á rétta leið, áður en hann verður þeirri glötun að bráð, sem enginn óskar honum. Vonin lifir, þrátt fyrir allt. Hún lifir af því, að fleiri og fleiri gera sér grein fyrir hve alvarlegt ástandið er. Einmitt konurnar eru nú að út- breiða þann skilning, að friður sé mögulegur. Skynsemin verður að sigra - það er ekki manninum samboðið að gefast upp. NOKKUR A TRIÐITIL A THUGUNAR: VEXTIR Vextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánsúmann. BINDITIMI Skírteini í 1. flokki 1983 verða innleysanleg að þremur árum liðnum, þ.e. frá 1. mars 1986. Á bindiúma hefur jafnan verið hægt að selja spariskírteini með skömmum fyrirvara á hinum almenna markaði. UTIL FYRIRHÖFN Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar- og áhyggjuminni enfjárfesting ífasteign og skilar auk þess öruggum arði. SKA TTFRELSI Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. VERÐTRYGGÐ SPARISKIRTEINI SKYNSAMLEG FJÁRFESTING - TIL SÖLUNÚNA - SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.