Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 3
Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Fyrirlestur í
Árnagarði á morgun
Heimspeki
og saga
Heimspeki og saga heitir fyrir-
lestur, sem Arnór Hannibalsson
mun flytja í dag, laugardaginn 12.
mars í stofu 201 í Árnagarði. Hann
hefst klukkan tvö.
Arnór Hannibalsson er dósent í
heimspeki við Háskóla íslands.
Fyrirlestur hans er einn af mörg-
um, sem Heimspekideild Háskóla
íslands gengst nú fyrir til að kynna
almenningi þær rannsóknir, sem
deildarfólk er að vinna að.
Ráðstefna
um
áfengismál
Staða og stefna í áfengismálum
er efni stuttrar ráðstefnu sem á-
fengisvarnarnefndir á höfuðborg-
arsvæðinu gangast fyrir n.k.
laugardag, 12. mars. Ráðstefnan
verður haldin í Templarahöllinni,
Hiríksgötu 5 og hefst hún kl. 14.
Til ráðstefnunnar er boðið
sveitarstjórnarmönnum og áfeng-
isvarnanefndarmönnum á svæðinu
frá Hafnarfirði til Kjósarsýslu, en
ráðstefnan er haldin í samvinnu við
Áfengisvarnaráð.
Dagskrá ráðstefnunnar er sem
hér segir:
1. Avarp: Páll V. Daníelsson
form. áfengisvarnanefndar Hafn-
arfjarðar.
2. Að bjarga eða byrgja: Þanka-
brbt um áfengismálastefnu: Jó-
hannes Bergsveinsson yfirlæknir
nieðferðarstofnana ríkisins fyrir
drykkjusjúka.
3. Ný viðhorf: Ólafur Haukur
Árnason áfengisvarnaráðunautur.
4. Fyrirspur/iir og umræður.
Borgarstjórn Reykjavíkurbýður
til kaffidrykkju.
Flugleiðir
og Emir
skipta
Flugleiðir hf. og Flugfélagið
Ernir hf. á ísafirði hafa gert með
sér samning um að Flugleiðir taki
að sér afgreiðslu Ernis á Isafjarðar-
flugvelli. Munu Flugleiðit annast
afgreiðslu farþega og farángurs
vegna áætlunarflugs, póstflugs og
leiguflugs Ernis,
Samkvæmt samningum mun
flugfélagið Ernir hf. sjá um dag-
legar farbókanir í póstflug og áætl-
unarflug sitt innan Vestfjarða þeg-
ar starfsmaður þess er til staðar.
Þegar starfsmaður Ernis er ekki á
staðnum munu starfsmenn Flug-
leiða sjá um farbókanir, símsvörun
og almenna upplýsingagjöf í
símum Ernis.
Flugleiðir taka að sér móttöku,
geymslu og afhendingu á pósti og
frakt fyrir Erni.
Leiðbeiningarkver
um Sjálfstætt fólk og Pelastikk
Mál og menning hefur haflð
úgáfu á handhægum bókmennta-
kverum handa skólafóiki og áhuga-
sömum almenningi. Hvert kver
tekur eitt skáldverk til umfjöllun-
ar, gefur upplýsingar um höfund
þess, bakgrunn verksins og annað
sem forvitni vekur í sambandi við
tilurð þess eða gerð.
Tvö kver eru komin út, annað
með skáldsögu Guðlaugs Ara-
sonar, Pelastikk, en hitt með hinu
mikla verki Halldórs Laxness,
Sjálfstæðu fólki.
Gunnlaugur Ástgeirsson skrifar
kverið með Pelastikk og leggur
áherslu á að skýra fyrir lesendum
það í sögunni sem lýtur að sjó og
fiskveiðum.
Dr. Vésteinn Ólason skrifar
kverið með Sjálfstæðu fólki og
leggur áherslu á að veita lesendum
nauðsynlegan fróðleik til að gera
þá færari um að skilja og túlka
verkið í sögulegu samhengi og
benda á athugunarefni í textanum.
í formála segir höfundur m.a. :„Ég
held að lestur skáldsagna eins og
Sjálfstæðs fólks og fjölda annarra
geti verið afar mikilvæg dýpkun að
sögulegum skilningi skólanem-
enda, en ef hann á að koma að
fullum notum þarf hvort tveggja að
koma til, bókmenntaleg túlkun,
sem leiðbeinir mönnum að skilja
réttilega þær samfélagsmyndir sem
sagan bregður upp, og sögulegar
skýringar og gagnrýni.“
í báðum kverunum eru verkefni
til leiðbeiningar fyrir kennara og
lesendur og ritaskrár.
í undirbúningi eru bókmennta-
kver um verk Jakobínu Sigurðar-
dóttur, Gunnars Gunnarssonar,
Svövu Jakobsdóttur og Halldórs
Laxness.
Vinnufélaginn
eða annar góður vinur ?
Alkóhólisminn er allstaðar
Vonandi þekkir þú áfengisvandann kvíða yfir þúsundum vinnustaða og
aðeins af afspurn. heimila.
En þá ert þú líka í hópi hinna heppnu. Hér A.m.k. helmingur þjóðarinnar horfir upp á
er nefnilega um að raeða stærsta vandann þennan vanda.
sem yið eigum v#«*glíma á sviði heil- Þess vegnaer nú kallað á þjóðarátaktil
brigðis- og felagsmala. að reisa nýja sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog
Tugþúsundir íslendinga eru staddir á í Reykjavík. Hún verður opinn öllum þeim
einhverju þrepi áfengissýki sem ógnar sem vilja slfta sig úr fjötrum áfengis og
heilsu þeirra, ástvinum og fjölskyldu. fíkniefna.
Af þeim sökum grúfir skuggi spennu og
tátumokkurvarða líf náungans. Undirritum og sendum gjafabréf SÁÁ
Reisum saman sjúkrastðð
luossmolga'PD