Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mars 1983
helgarsyrpa
Thor
Neruda og García Lorca,
skáldbræður
Fa'sistar myrtu Federico García Lorca,
hugljúfasta skáld Spánar. Viö íslendingar
þekkjum hann af Vögguvísu sem Magnús
Ásgeirsson þýddi, úr leikritinu Blóðbrul-
laup. Að vísu ber nokkuð á milli, Magnús
færði vögguvísu þessa frá Spáni nær íslenzk-
um hugmyndaheimi, og við þekkjum
leikritin sem hér hafa verið sýnd: Blóðbrul-
laup sem Hannes Sigfússon þýddi og Hús
Bernörðu Alba sem Einar Bragi þýddi.
Þeir voru vinir skáldið frá Chile og anda-
lúsíska skáldið García Lorca. Neruda segir
margt frá bróður sínum spánska. Ég fann
engan glaðari bróður, segir Ner-
uda í Confieso che he vivido. Aldrei vissi ég
mann sem átti slíkan töframátt í hönd-
unum.
Hvílíkt skáld! segir hann: Aldrei hef ég
vitað fara saman í einum manni eins og
honum glæsileik og snilli, vængjaða hjartað
og kristaltæra fossinn. Hann talar um að allt
hafi leikið í höndum á honum, allt var hon-
um vel gefið og frá sér geislaði hann lífs-
hamingju og kæti. Hugvitssnjallur og frá-
bær tónlistarmaður, leikari, heimsborgari
og sveitamaður, undraverður látbragðs-
leikari, feiminn og hjátrúarfullur, geislandi
og ljúfur, og líkt og summaði upp allar kyn-
slóðir Spánar; og hafi brugðið ljóma og bor-
ið ilm eins og jasmínblómaræktandi um allt
svið þess Spánar sem nú er illu heilli
horfinn.
García Lorca varð aðeins 37 ára - eins og
Jónas Hallgrímsson.
Neruda talar um að García Lorca hafi
verið ástsælastur allra spánskra skálda,
engu skáldi hafi verið unnað heitar, og eng-
inn hafi verið barnslegri í sinni undursam-
legu kæti. Hver hefði getað trúað því að það
fyndust á jörðinni, og það á hans eigin jörð,
„í þessu stríði mun næturgalinn sigra“ (Halldór Laxness)
Vilhjálmsson «
skrifar
verktól svona afla; til þeirra athafna sem
eru of gruggugar til að megi sjást til virð-
ingamannanna að skipuleggja sín aðkall-
andi sem tilfallandi myrkraverk.
Vassilikos var einn meðal fyrstu til að
fletta ofan af morðinu á Panagoulis sem
aldrei tókst að beygja með pyntingum og
harðrétti allskonar árum saman í fangelsum
herforingjastjómarinnar. Hann lifði það allt
af, þrátt fyrir ofurmannlegar raunir; varð
þingmaður fyrir lítinn flokk eftir fall herfor-
ingjanna. Panagoulis hafði undir höndum
leyniskjöl sem sýndu samspil voldugra
stjórnmálamanna við herforingjastjórnina
sem kölluðu sig þó þegar henta þótti
lýðræðissinna og frelsiselskendur, og aðild
leyniþjónustu Bandaríkjanna, og byrjaði
að birta þau í blaðinu Ta Nea.
Morðið var dulbúið sem umferðarslys.
Vassilikos fór á sínum tíma til Tyrklands
og skrifaði grein fyrir franska tímaritið
Temps Modernes um ferðina. Þar hitti
hann Yasar Kemal frægasta rithöfund Tyrkja
síðan skáldið Nazim Hikmet leið. Og
gat fært honum eintak af fyrstu skáldsögu
hans sem var þýdd á grísku. Allir vita hve
stirt hefur verið með Grikkjum og Tyrkjum
sem togast á um Kýpur og aðstöðu í Eyja-
hafinu. Þessi bók var ein frægustu eftir Ke-
mal: Memed hinn mjói gæti hún heitið á
íslenzku. Ince Memed er tyrkneska heitið.
Hann lýsir Kerhal sem eineygðum risa og
eftir því þreknum manni; hann sé allur stór
eins og bækur hans. Og hann hafi orðið
snortinn og hafi tekið við grísku þýðingunni
með tárin í augunum.
r
Ovinir lífsins
segir Neruda: slík afstyrmi sem gætu framið
svo óskýranlegan glæp.
Neruda segir í æviminningum sínum sögu
af því hvernig García Lorca hafi fundið fara
að sér feigð. Hann hafi verið á leikferð með
flokki úr La barraca leikhúsinu, og komu í
afskekkt þorp í Kastilíu, slógu upp búðum
sínum á þorpsmörkunum. Skáldið var
ferðaþreytt og varð ekki svefnsamt, reikaði
einn frá flokknum, nóttin var köld; þoka
brá óhugnaðarlegum kynjablæ á allt sviðið.
Styttur og brotnar súlur lágu fallnar í
laufdyngjum. Rústir og eyðileiki magnaði
einmanakennd og vá. Dyraumbúnaður úr
ryðguðu járni. Skyndilega birtist lítið lamb
eins og engilvættur í þokunni, og skáldinu
þótti hann þá hafa samfylgd, einskonar fé-
íag. í víðfeðmum garði hjá eyddu óðalsetri.
Þá komu dökkleit svín fjögur eða fimm í
hóp stór og soltin og réðust villt á lambið og
rifu það í sig fyrir augunum á skáldinu sem
skelfdist, lamað af hryllingi.
Þessa sögu sagði García Lorca Neruda
þrem mánuðum fyrir borgarastyrjöldina,
og viðbjóðurinn sat ennþá í honum.
Viðbjóður
Nýlega birtist mynd í Dagblaðinu Vísi af
barni norður á Akureyri í nasistabúningi
sem kom þannig útbíað á torgið þar á ösku-
daginn þegar átti að slá kött úr tunnu. Varla
er það saga í aðrar sveitir þótt slík slys
hendi. Enda er ekki minnzt á þetta hér
nema vegna þeirrar hrifningar sem skein út
úr frásögn blaðamannsins. Sá merkir
^klausur sínar bókstöfunum JGH, og segir
símsvari blaðsins að sveinn þessi sem nokkuð
er hafður frammi þar heiti Jón. Sem betur
fer veit ég ekki annað um þann pilt. Með
myndinni af barninu á öskudaginn segir í
textanum að börnin á Akureyri séu hress og
hugmyndarík og velur piltur blaðsins þetta
dæmi til marks um það. í fyrirsögn stóð:
Heil Hitler.
Er svo komið fyrir okkur íslendingum að
nasismi þyki eitthvað fyndinn?
Missing
Kvikmyndahátíðinni lauk á því að sýnd
var hin eftirminnilega kvikmynd Missing
eftir gríska höfundinn Costas-Gavras. Hún
var bara sýnd fáum sinnum, og fylgdu þær
fréttir að Laugarásbíó myndi taka hana tii
sýningar eftir hátíðina, og hefur margur
geymt sér hana eftir ærinn filmkost á hátíð-
inni, mikið á skömmum tíma. Og nú er
farið að sýna hana aftur.
Garcia Lorca næst barninu
Þessi kvikmynd skipti verðlaunum á
kvikmyndahátíðinni í Cannes með tyrk-
nesku myndinni Yol sem mér hefur orðið
tíðrætt um í undanförnum syrpum mínum.
Missing segir frá ósköp venjulegu fólki, ein-
földu sem kallað er og hrekklausu; eigin-
konu og föður manns sem hverfur í Chile í
fárinu þegar herinn og annað afturhald
steyptu Allende forseta.
Þau reyna að hafa upp á honum eða
kanna hver muni hafa orðið örlög hans.
Faðirinn er grandvar borgari og business-
man frá Chicago sem trúir stjórnvöldum
sínum og fulltrúum þeirra í lengstu lög. Þar
til hann kemst ekki hjá því að skipta um
skoðun, og sjá það sem hann vill ekki sjá:
að það er verið að ljúga að honum og
blekkja; að bandaríska sendiráðið er á kafi í
samsærinu til að bylta löglegum stjórnvöld-
um Chile, og brjóta á bak frjálslynd öfl, -
sem var gert af slíkum trúnaði böðlanna að
útlendingum var ekki óhætt, jafnvel þótt
þeir bæru bandarískt vegabréf, og hefðu
ekkert unnið sér til óhelgi (nema síður
væri), annað en taka sér í munn svo tor-
tryggileg sprengiorð sem frelsi og mannúð,
sem er illa séð undir þeim kringumstæðum,
ef grunur leikur á því að þú eigir ekki við
andstæðu þeirra þegar þú talar fyrir slíku.
Þetta er mjög mennsk kvikmynd og trú-
verðug, enda byggð á frásögn fólks sem
sjálft varð fyrir þeirri reynslu sem þar er
sagt nákvæmt frá, þeim raunum.
Costas-Gavras varð útlægur þegar fasist-
ar tóku völd í Grikklandi með aðdraganda
vinir lífsins
Yasar Kemal
sem var að ýmsu leyti skyldur, og þykir sýnt
að samskonar erlend öfl hafi róið undir með
samskonar innlendum öflum og í Chile, og
víðar svo sem í Tyrklandi, að ógleymdu San
Salvador og fleiri Suðurameríkuríkjum, á
útengjum Bandaríkjamanna.
Fyrir nokkrum árum allmörgum þó gafst
að sjá í Austurbæjarbíó (sem annars býður
sjaldan gæðavöru sjálft) aðra kvikmynd
eftir Costas-Gavras sem hvarvetna vakti at-
hygli um heiminn á þessum höfundi, list
hans og erindismálum. Það var sú sem hann
nefndi Z. Z er tákn sem sást víðsvegar mál-
að eða rissað á veggi í Grikklandi inni og úti
og þýðir: hann lifir. Myndin er eftir skáld-
sögu Vassilis Vassilikos; sem líka varð að
flýja land við valdarán hershöfðingjanna
grísku.
Sú saga flettir skilmerkilega ofan af sam-
særi sem náði upp í hárimar vald astiga og
niður í dreggjar undirheima, til að myrða
þingmanninn Lambrakis, kommúnistaleið-
toga frá Saloniki; sem var ástsæll meðal
sinna samherja og naut tiltrúar alþýðu.
Auk þess þótti brýnt að þagga niður í hon-
um vegna þess að hann hafði undir höndum
skjöl sem sönnuðu svikráð voldugra stjórn-
málamanna. Morðið var sett á svið með
miklum fyrirgangi. Þríhjóla bíll var notaður
við vígið.
Og komst upp um samsærið fyrir hug-
rekki og hreinleika ungs rannsóknardóm-
ara sem hvorki lét hagga sér með mútutil-
boðum um fé og frama né hótanir um að
honum yrði líka hæglega fyrirkomið. Hann
upplýsti að fjörráðin við Lambrakis komu
að ofan þótt handbendin væru trantingja-
lýður og úrhrök; sem jafnan verða drýgst
Kemal er þýddur á fjöldamörg mál og
hefur margoft verið nefndur til Nóbelsverð-
launa. Eftir hann liggja margar skáldsögur
sem gera tyrkneskt fólk nákomið okkur og
ljóslifandi.
Hann er frá fjallahéruðum í Anatólíu í
Litluasíu, og lýsir lífsbaráttu bændanna þar
sem eru arðrændir, sveltir og kúgaðir og
eiga stundum ekki aðra kosti en flýja upp í
fjöllin, leggjast út, og gerast ræningjar. Og
verða þá stundum tákn frelsis fyrir örsnauð-
an almúgann, eins og Memed í fyrrnefndri
skáldsögu.
Yasar Kemal er fæddur 1922 í sárustu
fátækt. Hann átti mjög erfiða æsku en
brauzt áfram til að afla sér menntunar af
eigin rammleik og sá sér farborða með
margvíslegum hætti unz fyrsta bókin hans
kom út 1958; sú sem hér er nefnd. Hann
þekkir af eigin reynd stritið undir brenn-
heitri sól á baðmullarekrum, þrá og von-
brigði og drauma hinnar kúguðu alþýðu
sem hann lýsir með næmleik þrótti og
mannúð mikils skálds.
Vassilikos segir að Kemal hafi komið við
hjartað í Grikkjum á þeim myrku dögum
þegar herforingjastjórnin ríkti í Grikk-
landi. Þá sagði Kemal að hefði hann verið í
sænsku akademíunni myndi hann hafa séð
til þess að gríska skáldið Yannis Ritsos
fengi Nóbelsverðlaunin. Þá var Ritsos fangi
við miklar þrengingar, í fangabúðum í
Makronissos.
í sömu fangabúðum var reyndar gistivin-
ur okkar á fyrstu kvikmyndahátíð okkar
Panayotis Voulgaris; og kom hingað með
kvikmynd sína sem sagði sögu sem er inn-
blásin af þeirri reynslu og gleymist varla:
Hamingjudagur.
Vassilikos segir ólæsi í Tyrklandi nema
50% að vægasta mati, en sumir telji það allt
að 80%.
Nú hafa mál skipazt svo að Tyrkland hef-
ur fengið yfir sig herforingjastjórn ætt-
skylda þeirri sem féll í Grikklandi. Hún
styðst vitanlega við myrkrasta afturhaldið;
þar á meðal stormsveitir eftir nasískri fyrir-
mynd, undir stjórn manns sem Turkés
heitir; sá er opinskár aðdáandi Adolfs
nokkurs Hitlers.