Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mars 1983 _______________________________________________________________ Níels Hafstein: Fyrri grein Nýlistasafnið átti 5 ára afmæli 5. janúar s.l. Af því tilefni þykir rétt að skýra nokkuð frá starfsemi safnsins og þeim atburðum sem hafa orðið í kringum það. Þá er fjallað um hugtakarugling, stefnur og aðferðirímyndlist. Hvað er nýlist? Allt frá því að hugtakið nýlist skaust upp á stjörnuhimininn hefur ýmsum mönnum verið það kær- komin iðja að skilgreina það, eða réttara sagt: þeim hefur þóknast að fella mest alla nýstárlega mynd- tjáningu undir þetta hugtak, - og stafar af þröngu sjónarhorni. Þetta hugtak var formað í Myndlista- og handíðaskóla fs- lands þegar nauðsynlegt þótti að skíra upp DEILD í MÓTUN og var kölluð Nýlistardeild MHf Orðið vísaði til frumlegrar tjáning- ar og tilrauna, og þótti þægilegra í munni helduren t.d. nutímamynd- - má hann vera sérstakur? Er ekki nokkurn veginn víst að hann berst með fjöldanum, glatar kannski sjálfum sér og fer flatt á fyrirtæk- inu? Hér skal því ekki svarað hverju nýja málverkið kemur til leiðar, en það virðist vera hættu- merki þegar byltingaraflið hlýtur hylli hjá fórnardýrum sínum! Þessi darraðardans á fleti mál- verksins: hefur hann áhrif á félags- lega samstöðu, hagsmuni myndlist- armanna, vinfengi, - framtíð Ný- listasafnsins? Við sjáum hvað setur. Litið til baka Upp úr 1970 fór að bera á sam- ansafnaðri óánægju meðal yngri myndlistarmanna með þau neikvæðu viðhorf sem gætti gagn- vart þeim hjá eldri kollegum, t.d. hvað varðaði félagslega aðstöðu. Hinir eldri höfðu hreiðrað um sig á hverjum þeim vettvangi sem hugs- anlega gat orðið þeim til framdrátt- ar, þá var opinber stuðningur á núllpunkti (listamannalaun, Frá Alþjóðlegu sýningunni „Thinking 1982. Mynd eftir Helmut Middendorf of the Europe“ í Nýlistasafninu í febrúar 1981 var haldin 10 daga hátíð helguð gjörningum. A mynd- inni sést Árni Ingólfsson flytja at- riði sitt á hátíðinni NY LIST - nýlistasafnið listardeild, svo ekki sé talað um framúrstefnutilraunadeild. Þetta ágæta hugtak þótti síðan tilvalinn forliður er Nýlistasafnið var stofnað. Þar sem nýlistin hefur ruglað svo marga í ríminu og raun bervitni, þá er ekki úr vegi að varpa fram n.k. orðabókarskýringu „Hugtakið nýlist er notað í ís- lensku máli sem safnheiti yfir þær stefnur sem innihalda nútímaleg viðhorf í myndrænni tjáningu og hafa fersk og frumleg gildi.“ Hug- takið er því ónothæft í umræðum um listastefnur sem hafa sungið sitt síðasta, s.s. Surrealisma og Pop. Hugtakið tekur ekki til aðferða, t.d. getur gjörningur (perform- ance) sem byggir á myndhugsun of- angreindra listastefna ekki talist til nýlistar. í þessu sambandi er rétt að benda mönnum á að hafa fulla gát á meðferð hugtaksins nýlist þegar rætt er um tiltölulega nýstárlegar „stefnur" eins og landslags- og Iík- amslist (Land-art og Body-art), sú fyrrnefnda hefur ýmislegt úr Abstract-stefnunni, hin síðari teygir oft anga sína inn á Surreal- ískt svið. Hugtakið yfir heild Ef leitað er skýringa á því hvers vegna ákveðinn hópur myndlistar- manna er felldur undir einn hatt, stundum fyrir einhvern undarlegan misskilning af hálfu hópsins eða þeirra sem fjalla um framleiðslu þeirra, þótt svo innan hópsins séu ríkjandi ólík viðhorf, - þá kemur strax upp í hugann ákveðin kyn- slóðaskipting: SEPTEM-hópurinn starfaði af miklu fjöri á sjötta ára- tugnum og tók fyrir harða -Geo- metríu (óhlutbundna list) og þá stundum í bland við mýkrr. Ab- stract og Expressionisma. Þcssi tjáningarmáti vakti upp miklar til- finningasveiflur meðal lands- manna, hér var á ferðinni þræl- skipulögð atlaga gegn raunsæis- stefnunni ersamanstóð mestmegn- is af blómauppstillingum og lands- lagsmyndum, þ.e.a.s. þægilegri stöðnun og elskusemi sem sveif um í draumaheimi broddborgaranna. SEPTEM-hópurinn náði með undraverðum hraða að brjóta nið- ur alla mótstöðu og fá áhrifastöðu á myndmarkaðinum, þeir sem hópn- um fylgdu að málum röðuðu sér á básana í skyndi, svo sem við gagn- rýnisstörf á dagblöðum. Listasafn fslands féll kylliflatt fyrir myndlist SEPTEM-manna, og liggur reyndar enn. Því miður auðnaðist fyígjendum Abstractlist- arinnar og Expressionismans ekki að nýta byltingaraflið til jákvæðra hluta og byggja upp frjósamt myndlistarlíf, samheldnin varð að klíkuskap, þröngsýni og hræðslu. Óttinn við nýja kynslóð tók á sig fáránlegar myndir og jafnvel of- sóknir á köflum, - sprengiaflið var SÚM, sem kom fram á sjöunda ár- atugnum. SÚM-hreyfingin samanstóð af fólki með víðsýnar skoðanir, því stóð ógn af kerfisbundnum mynd- markaði, kreddum, sölutrixum, skoðanakúgun og fastmótun í list- um. SÚM var hneykslunarhella: „Tilraunir í nafni listarinnar“ voru slagorð sem varpað var fram sem röksemd gegn ábyrgri sköpun hreyfingarinnar, og komu að sjálf- sögðu úr herbúðum forveranna. SUMMARAR tóku til meðferðar hreyfilist (Kinetic-art), Pop-list, FLÚXUS-áhrif, myndljóð (Koncret-poetry) og Frumconc- eptualisma (hugmyndafræðilega list). Aðferðirnar gengu útfyrir hefðbundinn ramma, skúlptúrinn fékk nýtt gildi, t.d. í uppákomum (Happenings) og umhverfismótun (Environment). Því er nú ver og miður að SÚM-hópurinn skil- greindi aldrei list sína og gerði sama sem ekkert til að koma henni á framfæri nema í sýningarsalnum á Vatnsstíg 3B, hvað þá heldur að hafður væri uppi áróður henni til styrktar. Sú spurning vaknar hvort frjálslyndið hafi ekki leitt til . ábyrgðarleysis og þá með öðrum formerkjum en áður tíðkuðust. Hreyfingin fjaraði út með nokkr- um krampakippum þar til hún af- lagðist formlega. Næsta kynslóð var miklu lausbeislaðri þótt ákveðinn kjarni myndaðist, í tengslum við SÚM eða einstaka meðlimi hreyfingar- innar. Þetta fólk stökk beint inn í hugmyndafræðilégar vangaveltur, kerfislist (Systematic-art) og ýmsar aðferðirs.s. ljósmyndir, gjörninga, umhverfismótun, myndbönd, kvikmyndir og bókverk, - og að sjálfsögðu undir nokkrum áhrifum frá SÚM. Áður en til hópmyndun- ar kæmi undir ákveðnu heiti, þá var boðað til fundar um stofnun nýs listasafns, - og eftir það varð til samheiti fyrir alla þá er ekki féllu undir hefðbundnar skilgreiningar: hugtakið nýlist! Fyrir utan þessa einföldun er tekur mið af kynslóða- skiptum í myndlist, þá er nauðsyn- legt að hafa í huga ýmsa mikilvæga þætti: hugsjónir og samkennd, aðstöðuvernd, sölumarkað, bar- áttu fyrir aðferðum, utanaðkom- andi áhrif, og þörf fyrir félagslega virkni. Eins og sést á þessari upptaln- ingu, þá gerist það á nokkuð löngu tímabili að fjölbreytni í mynd- hugsun eykst, þ.e. stefnurnar verða sífellt fjölskrúðugri, - og má bæta við þann lista: Op-art, Light- art (ýmsar stefnur og aðferðir er höfða beint til sjónskynjunar: disc- otek), Animal-art (misþyrmingar á dýrum), Minimalismi (lágmarks- efni/lágmarkshugmynd), Punk, Hyperrealismi (stælingar með mikilli nákvæmni), Installation (,,innísetning“) og svo framvegis. I síðastnefnda fyrirbrigðinu sem er einföldun, á umhverfislist (myndheildin er leyst upp í áhersl- uþætti), þá gerðist það að til sög- unnar komu ýmis konar mynd- tákn, ef svo má segja, er höfðuðu fremur til tilfinningalífsins þótt rökrænnar hugsunnar gætti eða væri beitt á meðvitaðan máta. Þessi myndtákn birtust einnig í einstök- um gjörningum og fengu þá lífrænt gildi út fyrir stöðugleik í rými, urðu hreyfanleg. En áður en þessi nýj- ung fékk fullnaðarafgreiðslu skrapp hún saman og rann inní nýja málverkið! Nýja málverkið Með vissu millibili í listasögunni gerist það, að afturhvarf verður í myndhugsuninni, ýmsar þjóðfé- lagshræringar rekast hver á aðra og tilfinningarnar byrgja mönnum sýn, - listarriennirnir smitast af þeim sprengingum sem verða: allt í einu er mál til komið að stokka spilin upp og leggja annan kapal. Úndanfarin ár hefur þetta aftur- hvarf verið að formast hér og þar um heiminn, og þá með ýmsum formerkjum s.s. frá „hnignunar- verkurn" frægra meistara (De Chirico), - hér á landi heitir þetta nýja málverkið. Þetta fyrirbæri er einna merki- legast fyrir þá sök, að það kollvarp- ar flestum fagurfræðilegum gild- um: það sem var ljótt er nú fagurt; það sem var úrkynjað áður er endurmetið og sett á stall. Spurn- ingin er þá sú: hvenær verður fag- urfræðinni endanlega varpað fyrir borð? Þessu til viðbótar kemur svo tjáningartæknin, Expressionism- inn, úr undirmeðvitundinni, - og jaðrar á köflum við geðveiki (geð- klofa, geðlæti/þunglyndi og of- skynjanir), enda smellur „mynd- sköpun" fólks með geðræn vanda- mál eins og flís við rass nýja mál- verksins. Þeir menn eru til sem vilja halda því fram að listamenn þessarar stefnu hafi gefist upp fyrir tækn- inni, þori ekki að halda inn á nýjar brautir sem vísindamenn eru að leggja. Aðrir fullyrða að hugmynd- irnar hafi verið fullkannaðar og fullnýttar, hugmyndafræðileg myndlist hafi verið komin inn að miðju naflans. Enn aðrir segja að stefnan sé sprottin upp fyrir til- verknað fjármálamanna sem vant- ar seljanlega vöru, og hér sé því verið að hrinda á stað tískulista- bylgju, eins og gerðist í kjölfarið á Pop-listinni sællrar minningar, - enda er það athyglisvert hversu auðvelt er að losna við verk sem hafa stimpil nýja málverksins. Hér er því aftur á móti slegið fram að nýja málverkið sé tilfinningalegt andsvar listamannsins gegn skipu- lagi og andlegri stöðnun í þjóðfé- Iaginu. Það er nánast út í hött að berjast gegn heimsku og forpokun á rökrænan hátt, það verður að beita tangarsókn. Hitt ersvo annað mál hvort listamenn almennt séu sér meðvitandi um þá afstöðu sem þeir taka, og er kannski skýringar-' innar að leita í fjöldahyllinni: hreyfingin er brot af múgæði; múg æði gegn múgsefjun. Einstakling- urinn á við ramman reip að draga, skreytingar, styrkir o.fl.). En ekki síst gætti reiði með óraunhæfa „stefnu“ Listasafns íslands: endur- nýjun listaverkaeignar þjóðarinnar var í argasta ólestri og jaðraði við að vera markviss fölsun, gaf ranga mynd af því sem raunverulega var að gerast í íslenskri myndlist. Það var auðséð að safnið, með for- stöðukonu þess í broddi fylkingar, hafði engan áhuga á að endur- skipuleggja starfsemi sína. Og þar fyrir utan var annar rekstur í lama- sessi: handahófsleg vinnubrögð í sýningarmálum, og verk víða geymd þar sem almenningur átti þess engan kost að sjá þau, s.s. í erlendum sendiráðum eða opin- berum einkaskrifstofum. Til marks um vinnubrögð safn- ráðsins má nefna, að þegar starfs- maður þess stakk upp á því að efna til sýningar og úttektar á Pop- listinni á íslandi, þá voru ekki til í safninu nema örfá verk sem flokk- uðust undir þá stefnu, leita þurfti á náðir listamannanna sjálfra og ein- stakra safnara til þess að hægt væri að gefa einhverja sýn á viðfangs- efnið, - en heppnaðist ekki sem skyldi þar sem mörg verk voru glötuð og ónýt, eða höfðu jafnvel verið notuð sem efniviður í nýrri verk. Sarna sagan mun að sjálf- sögðu endurtaka sig ef svo ólíklega vildi til að Listasafn íslands fengi þá flugu í kollinn að gera úttekt á þeirri list sem fylgdi í kjölfar Pop- listarinnar. Hér kemur vissulega fram harð- ur dómur á störf safnráðsins og forstöðukonunnar, en íslenskri myndlistarsögu er enginn greiði gerður með því að fela þessar staðreyndir, - og hefur raunar margsinnis verið bent á þær undan- farin ár. Á Myndlistarþingi kom fram sú krafa að stjórnvöld skipuðu nefnd til að endurskoða lögin um Listasafn íslands, og er vonandi að afgreiðslu þeirra á Alþingi verði ekki langt að bíða. Hér í lokin er rétt að taka það fram, að núverandi safnráð er skipað hæfu fólki sem hefur látið ýmislegt gott af sér leiða, þrátt fyrir geðþóttavald forstöðukonunnar er styðst við meingölluð lög. (Framhald í næsta Sunnudags- blaði).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.