Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Framleiðslan hófst í október s.l.: 10 þúsund kassar komnir í notkun Hafa alls staðar líkað vel, segir sölustjóri Plasteinangrunar „Síðan framleiðsla 90 litra kass- anna hófst höfum við selt 10 þúsund kassa tii útgerðarfyrirtækja í Nes- kaupstað, á Seyðisflrði, Eskifirði og Þingeyri. Seyðfirðingar eru búnir að panta 4000 kassa til við- bótar svo ekki líkar þeim fram- leiðslan illa“, sagðir Sigurður Jó- hannsson, sölustjóri hjá Plast- einangrun á Akureyri í samtali við Þjóðviljann í gær. „Kassarnir hafa reynst vel, rétt eins og 70 lítra kas- sarnir og engin vandkvæði eru á að nota þá með norsku kössunum í stæðum.“ Plasteinangrun hóf framleiðslu fiskikassa í samvinnu við norskt fyrirtæki árið 1980. Það voru 70 lítra kassar en snemma á síðasta ári voru gerðar á þeim talsverðar breytingar miðað við þá reynslu sem komin var og óskir kaupenda. í október s.l. ár var síðan hafin framleiðsla á 90 lítra kössum. Sigurður sagði að meginmunur- inn á íslensku kössunum og þeim norsku væri að í þeim íslensku væru engin lokuð hólf, sem gætu, ef rifa myndast eða tappi fer úr, safnað í sig óhreinindum. íslensku kassarn- ir bæru sig allir jafnt en væru ekki styrktir á hornum með holum súl- um eins og þeir norsku. Þá væru tvö grip eða hök í íslensku kössun- um í stað eins handfangs á þeim norsku og sagði Sigurður að átakið á þetta eina handfang yrði oft til þess að þar spryngi út. Kassarnir eru í sömu máium og passa saman í stæðum. Sigurður var spurður hvort erf- iðara væri að losa þá og sagði hann að Þingeyringar hefðu í það minnsta ekki verið í neinum vand- ræðum með að losa og stæða kassa af báðum gerðum þegar hann fylgdist með löndun þar fyrir nokkrum dögum. Gunnar Þórðarson framkvæmda- stjóri og Sigurður Jóhannsson sölu- stjóri með 90 lítra fiskikassa frá Plasteinangrun á Akureyri. Kass- arnir ganga hver inn í annan þegar þeir eru tómir og taka þá minna pláss en ella Mynd: Sjómanna- blaðið Víkingur. Að undanförnu hefur Plast- einangrun selt fiskikassa til Kan- ada, Grænlands, Bandarfkjanna og einnig til Noregs. Þá er fyrir- tækið að ná fótfestu í Færeyjum, en Færeyingar hafa til þessa eingöngu notað 90 lítra kassa. -ÁI íslensku kassarnir ódýrari og hafa reynst vel Kaupir BÚR áfram norska fiskikassa? Á fundi útgerðarráðs í gær var fjallað um kaup á 2000 fiskikössum fyrir BÚR og koma tvær gerðir til greina, - annars vegar norskir kassar eins og þeir sem BÚR hefur hingað til keypt og hins vegar ís- lenskir kassar, framleiddir hjá Plasteinangrun á Akureyri. Þó ís- lensku kassarnir séu 50 aurum ódýrari, eða um 1/2% og góð reynsla sé af þeim, treysti meiri- hluti útgerðarráðs sér ckki til þess í gær að samþykkja tillögu Sigurjóns Til lögunni var frestað. Sigurjón Pétursson sagðist í gær álíta að menn þyrftu ekki að velta þessu fyrir sér, - norsku kassarnir hefðu reynst ágætlega en í október hefðu komið íslenskir kassar á markað, sem samkvæmt niður- stöðum Rannsóknarstofnunar byggingaiðnaðarins væru ekki lak- ari að styrkleika. „Borgarstjórn Reykjavíkur hefur markað þá stefnu að kaupa innlenda fram- leiðslu, jafnvel þótt hún sé 15% dýrari í verði“, sagði hann enn- fremur. „Fyrir fiskveiðiþjóð eins og okkur er mjög mikilvægt að efla þann innlenda iðnað sem þjónar útveginum og því undraðist ég satt að segja að menn skyldu ekki fall- ast á tillögu mína.“ Sigurjón sagði að löndun með þessum íslensku kössum heföi eitthvað vafist fyrir mönnum enda væru þeir ekki eins hannaðir og þeir norsku. „Það er hins vegar mál sem verður að leysa og er hægt að leysa“, sagði hann, „og það má ekki verða til þess að innlendri framleiðslu sé hafnað“. -Á1 Finnska vikan: Vörusýning að Hótel Loftleiðum Finnsk vörusýning var opnuð í gær að Hótel Loftieiðum, Kristal- sal og mun hún standa í dag og á morgun, en henni lýkur kl. 4 á morgun. I þessari sýningu taka þátt 15 finnsk fyrirtæki og nær hún yfir helstu útflutningsvörur Finnlands. Auk þess taka 8 klæðafram- leiðendur þátt í tískusýningum, sem verða á Hótel Loftleiðum, Blómasal í kvöld og annað kvöld kl. 20.30 og á Broadway í kvöld kl. 21.30 og 24.00. Þessi finnska vörukynning er haldin vegna FINNSKU VIK- UNNAR, sem nú stendur yfir, en þar er á ferð margháttuð kynning á þessum nágranna okkar, sem við eigum svo mikil viðskipti við. Kynntar eru finnskar bókmenntir, finnsk tónlist, ferðakynning og finnsk matargerðarlist. Þá eru vörukynningar víða í verslunum og sumar þeirra bjóða nokkrun afslátt á finnskum vörum út vikuna. ast í stuttu máli Þroskahjálp á Suðurnesjum byggir viðbótarhúsnæði Þroskahjálp á Suðurnesjum starfrækir endurhæfingarstöð að Suðurvöllum 9 í Keflavík. Félaginu var jafnframt úthlutað lóð nr. 7 við Suðurvelli. Þegar að lokinni byggingu endurhæfingarstöðvarinnar var að huga að byggingu seinna hússins. Sótt var um lán úr Framkvæmdasjóði Þroskaheftra og öryrkja en sú fyrirgreiðsla fékkst ekki. Þrátt fyrir það var hafist handa Og er nú lokið við sökkul hússins. Auk þess sem gengið hefur verið að mestu leyti frá lóðum beggja húsanna. Samningar voru gerðir við Húseiningar h.f. á Siglufirði um kaup á samskonar húsi og fyrir er og er það tilbúið til afhendingar. í húsinu er fyrirhuguð skammtímavistun og dagvistun. Samhygð efnir til friðarviku í gær hófst Friðarvika, sem hreyfingin Sámhygð stendur fyrir. í þessari viku munu tugir Samhygðarfélaga tala við fólk útum allt land og gefa öllum kost á því að taka þátt í skriflegri áskorun til íslendinga um að miðvikudagurinn 4. maí verði dagur án ofbeldis. Skorar Samhygð á alla íslendinga að þeir sýni hver öðrum umburðarlyndi, gagnkvæma virðingu og að þeir beiti hvorki sjálfa sig né aðra þvingunum. Þessi dagur var fyrsta skrefið í átt til raunverulegs friðar á Islandi og þar með þjóðfélags, sem er laust við hvers kyns ofbeldi. Rætt um „Tálmyndir og átrúnaðargoð“ í H. í. Julian Meldon D’Arcy lektor heldur opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 30. apríl 1983 kl. 14ístofu201 íÁrnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „Tálmyndir og átrúnaðargoð íTessof the d’Urbervilles" eftir Thomas Hardy og er sjötti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um rannsóknir á vegum heimspekideildar á vormisseri 1983. Öllum er heimill aðgangur. Fífa skiptir um eigendur Barnaverslunin Fífa, Klapparstíg27, setn starfrækt hefur verið þarí7ár ogsérhæfirsigíBarnavögnum, -kert um, -rúmum, -stóluir og-vöggum hefur núskipt um eigendur. Hinirnýjueigendureru Rannveig Hallvarðsdóttir sem jafnframt er verslunarstjóri Fífu og Tryggvi Magnússon. Skammt er um liðið síðan verslunin flutti úr 80 nv í 160 m; húsnæði og hefur nú allt það húsnæði verið tekið í notkun. Fífa flytur inn megnið af vörum verslunarinnar beint frá erlendum framleiðendum og hefur kappkostað aö hafa eingöngu á boðstólum vagna og kerrur sem hafa fengið viðurkenningu Þýsku gæðaeftirlitsstofnunarinnar, en þá viðurkenningu fá eingöngu úrvals vörur. Háskólafyrirlestur í dag um miðmynd í íslensku Dr. Avery Andrews, prófessor í málvísindum við Australian National University í Canberra í Ástralíu, tlyturoþinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands og íslenska málfræðifélagsinsfimmtudaginn28. apríl 1983 kl. 17.15 ístofu423í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist „A Lexical Theory of the Middle Voice in Icelandic" og fjallar um miðmynd í íslensku. Hann verður fluttur á ensku. Öllum er heimill aðgangui. Félag leiðsögumanna fagnar reglugerð Ráðstefna Félags leiðsögumannahaldin í Munaðarnesi 16.-17. apríl 1983 lýsir yfir ánægju sinni með reglugerö þá, sent samgönguráðuneytiðgaf út 25. marssl., þarsent Ferðamálaráðier falið visst eftirlit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til fslands í atvinnuskyni. Ráðstefnan telur, að með reglugerðinni sé stigið spor í rétta átt til mótunar raunhæfrar, íslenskrar ferðamálastefnu og lýsir yfir þeirri von, að áfram verði haldið á sömu braut með fyrirhugaðri skipun nefndar frá þeim 5 ráðuneytum, sem ferðamál nú falla undir. Ráðstefnan bendir á, að ekki er síður þörf á reglum og eftirliti, sem nái til ferðafólks almennt, og stuðli að náttúruvernd og hindri landspjöll jafnframt því að hinum almenna ferðamanni sé gert kleift að skoða og njóta óspilltrar náttúru landsins. Ráðstefnan minnir alla landsmenn á kjörorð Félags leiðsögumanna: „LANDINL VIRÐING. LÍFINU HLÝJA“. Aðalfundur Skógræktar- félags Reykjavíkur í dag Skógræktarfélag Reykjavíkurhófvorstörfin 18. þ.m. með fræðslufundi og myndasýningu í hinum hlýlegu og þokkafullu húsakynnum Menningarmiðstöðvarinnar í Breiðholti. Annar fundur var þar s.l. mánudag og var fjölmennt á báða fundina. Þriðji fræðslufundurinn verður svo í skógræktarstöðinni í Fossvogi 7. maí n. k. Þann dag verður plöntusalan opnuð og verður þar á boðstólum fjölbreytt úrval trjáa og runna. Aðaífundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður í dag, fimmtudaginn28. apríl, kl. 8.30íFélagsheimiliRafveitunnarvið Elliðaár. Þáer Skógurinn, 1. tbl., 12. árg. nýkominn út, ásamt dreifiriti en í því eru ýmsar ræktunarleiðbeiningar ásamt upplýsingum um félagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.