Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 10
18 $ÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtud^gur 28. apríl 1983 Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans Skólaáriö 1983-84 verður boöin fram kennsla fyrir 5 ára nemendur sem búsettir eru í skólahverfinu eins og verið hefur undan- farin ár. Innritun fer fram í skólanum til 5. maí n.k. Skólastjóri Sjálfsbjargarfélagar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og M.F.A. (Menningar- og fræðslusamband alþ- ýðu) hafa ákveðið að gangast fyrir tveimur helgarnámskeiðum fyrir fatlaða. Fyrra námskeiðið verður haldið á Akureyri, í Bjargi, dagana 7. og 8. maí, en síðara nám- skeiðið verður í Sjálfsbjargarhúsinu í Reykja- vík dagana 14. og 15. maí. Námskeiðin hefjast kl. 9.00 f.h. Dagskrá þeirra verður: Laugardagur: 1. Helstu réttindi launafólks: a) I veikinda- og slysatilfellum b) í uppsagnartilfellum c) Til orlofs d) Samkvæmt vinnulöggjöfinni e) Til atvinnuleysistrygginga 2. Hlutverk trúnaðarmanna á vinnu- stöðum. 3. Lög um almannatryggingar Sunnudagur: 1. Lífeyrissjóðir og hlutverk þeirra 2. Lög um málefni fatlaðra Námskeiðunum lýkur fyrir kvöldmat á sunnu- dagskvöld. Æskilegt er að þátttakendur verði frá sem flestum Sjálfsbjargarfélögum. Þátttaka vegna helgarnámskeiðsins á Akur- eyri tilkynnisttil skrifstofu Sjálfsbjargarfélags fatlaðra á Akureyri fyrir 4. maí, en vegna námskeiðsins í Reykjavík til skrifstofu lands- sambandsins fyrir 11. maí. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Lausar stöður við Ðændaskólann á Hvanneyri Við Bændaskólann á Hvanneyri eru lausartil umsóknar eftirtaldar stöður, sem veitast frá 1. september 1983: 1. Staða kennara við bændadeild, með búfjárrækt sem aðalkennslugrein. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. 2. Staða aðalkennara á grunngreinasviði við búvísindadeild skólans. Aðal- kennslugreinar efna- og líffræðigreinar. Launakjör eru hin sömu og háskóla- kennara. Umsækjendur um stöðu þessa skulu láta fylgja umsókn sinni skýrslu um vís- indastörf sín og ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Umsóknarfrestur um báðar þessar stöður er til 25. maí n.k. og skulu umsóknir sendar til landbúnaðarráðuneytisins, Arnarhvoli, Reykjavík. Landbúnaðarráðuneytið, 25. apríl 1983 MFA 37% HAFA ALDREI REYKT 42% REYKJA Eina raunhæfa leiðin út úr nú- verandi kreppu á leigumarkaðin- um er vitaskuid stóraukin uppbygg- ing leiguhúsnæðis og eru samtök- m reiðubúin til að taka að sér frum- kvæði í slíkum byggingamálum. Samtökin telja að frjáls félaga- samtök og sjálfseignarstofnanir séu þarna æskilegir frumkvæðis- aðilar. Leigjendasamtökin hafa nýlega látið reikna út þá kostnaðarleigu, sem setja þyrfti upp fyrir nýjar leiguíbúðir, sem byggðar væru með sömu lánskjörum og Verkamanna- bústaðir njóta nú. Niðurstöður þessara útreikninga eru þær, að slíkar íbúðir væri hægt að leigja út gegn mjög sanngjarnri kostnaðar- leigu, sem er langt undir því, sem nú er almennt tíðkað á mark- aðnum. Leiga fyrir rúmgóða þriggja herbergja íbúð í fjölbýlis- húsi þyrfti t.d. aðeins að vera kr. 3025,00 á mánuði samkvæmt þessu. -mhg aldri, en einungis sjötti hver þeirra sem komnir voru yfir sjötugt. Rúmlega 76 prósent þátttakenda voru hlynnt því að ekki yrði heimilt að selja börnum yngri en 16 ára tóbak, 17 prósent voru andvíg því og 7 prósent tóku ekki afstöðu. Þess má geta, að ákvæði um þetta efni er í frumvarpi til laga um tó- baksvarnir, sem kynnt var á Al- þingi í vor. Þessi regla virðist hafa meiri hljómgrunn meðal kvenna en karla, en ekki reyndist mikill mun- ur á viðhorfi þátttakenda eftir aldri eða búsetu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk könnun er gerð á reyking- um íslendinga og viðhorfi til tak- markana á þeim. Fyrir tveimur til þremur árum var gerð mun minni könnun sem var að miklu léyti bundin við höfuðborgarsvæðið. Erfitt er að bera þessar kannanir saman, en þó virðist sem hlutfalls- lega færri Islendingar reyki nú en fyrir nokkrum árum. -ast Húsaleigumálin Vont versnar Að gefnu tilefni vill stjórn Leigjendasamtakanna ítreka að hin mikla hækkun húsnæðiskostn- aðar 1. apr. sl. hcfur enn aukið á það neyðarástand, sem ríkt hefur hjá mörgum lcigjendum. Húsa- leiga, sem nemur lö þús. kr. á mán- uði fyrir 3ja herbergja íbúð, er augljóslega fjarstæðukennd og al- gerlega óviðráðanleg leigjendum. Margir leigjendur hafa svipaða upphæð og þessu nemur í mán- aðarlaun. Það er grundvallarsjón- armið Leigjendasamtakanna að húsaleiga skuli ekki vera hærri en visst hlutfall launa og hækki ekki örar en almenn laun. Því hefur nýlega verið haldið fram opinberlega að 10 þús. kr. mánaðarleiga sé húseigendum nauðsynleg. í því sambandi vilja Leigjendasamtökin benda á, að flestir ieigusalar hafa, eins og aðrir húseigendur hérlendis, keypt íbúðir sínar með óverðtryggðu lánsfé og eiga þær því að mestu eða öllu leyti skuldlausar. Fjármagns- kostnaður leigusala er því oft lítiíl sem enginn. Því ætti húsaleiga á íslandi að vera lægri en í nágrann- alöndunum sem þessu nemur. Núverandi ástand á leigumark- aði stafar af skilningsleysi stjórn- valda á nauðsyn leiguíbúðabygg- inga, sem hefur leitt til hærra leigu- verðs en eðlilegt er. Leigjendasam- tökin telja því nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til skjótra aðgerða til að draga úr áhrifum þeirrar 51% hækkunar á leigu, sem varð 1. apríl sl. og jafna nauðsynlegum hækk- unum réttlátar yfir árið. Könnun Hagvangs á reykingum: Yfirgnæfandi meirihluti virðir rétt til hreins lofts Reykingar voru í heild almenn- ari hjá körlum en konum, 44 pró- sent á móti 39 prósentum. Hins vegar sögðust 38 prósent kvenn- anna og 29 prósent karlanna reykja sígarettur, annað hvort eingöngu eða ásamt öðru tóbaki. Um 37 prósent kvennanna reykja ein- göngu sígarettur en aðeins 18 prós- ent karlanna. Reykingar eru mun almennari á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar á landinu. Þannig sögðust 49 prósent þátttakenda á höfuðborg- arsvæðinu reykja, 38 prósent á þéttbýlisstöðum utan þess og 31 prósent í dreifbýli. Tiltölulega flestir reyktu í yngstu aldurshópnum. Til dæmis reykti annar hver þátttakandi á þrítugs- Rúmlega 81 prósent íslendinga eru hlynnt því, að þeir sem svæla oní sig reyk eigi ekki rétt á því að láta aðra gjalda eigin fíknar. Álíka margir telja æskilegt, að reyklaus svæði séu á hverjum veitingastað. Tæp 11 prósent landsmanna virð- ast hlynnt því, að reykingafólk spúi eitrinu á aðra. Þetta kom fram í skoðanakönn- un, sem fyrirtækið Hagvangur gekkst fyrir dagana 8.-14. apríl sl., en í þessari könnun var m.a. spurt um afstöðu til stjórnmálaflokka, afstöðu til reykinga, markaðshlut- deildar vörutegunda og fleira. Af- stöðuna til stjórnmálaflokka kann- ast fólk við og nú hefur Hagvangur sent frá sér skýrslu um niðurstöður við spurningum um reykingar. Spurningar þessar voru settar inn í könnunina fyrir Krabbameinsfé- lagið og Reykingavarnarnefnd. Nær 42 prósent aðspurðra í könnuninni sögðust reykja, 21 prósent voru hætt að reykja og 37 prósent kváðust aldrei hafa reykt. Af þeim sem notuðu tóbak reyktu langflestir eingöngu sígarettur (tæp 28 prósent), miklu færri reyktu ein- göngu annað tóbak en sígarettur (8 prósent) og nokkur hluti aðspurðra reykti hvort tveggja (tæp 6 prósent). REYKINGAR ISLENDINGA KÖNNUN HAGVANGS í APRÍL 1983 21% ERU HÆTTIR 14% ANNAD TÓBAK 33% SÍGARETTUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.