Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Migvikudagur 27. apríl 1983 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttír, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Husmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Geir liggur á • Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen mun biðjast lausnar í dag og verður væntanlega falið að sitja áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn tekur við. Hlutverki hennar er lokið og það er brýnt að landsstjórnin komist sem fyrst í nýjar skorður. Leiðtogar flokkanna og Sam- taka um kvennalista huga nú að þeim möguleikum sem vera kunna á myndun meirihlutastjórnar og ýmsir spá- menn úr röðum stjórnmálaflokkanna fara á flot með sínar óskastjórnir í einkasamtölum. Allir eru að tala við alla, sagði í frétt eins dagblaðanna í gær, og þar er farið nærri um eðli þeirra áþreifinga sem í gangi eru. • Sennilegast er talið að Sjálfstæðisflokkurinn fái í fyrstu umferð umboð til þess að leiða formlegar viðræð- ur um stjórnarmyndun. Ástandið í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins er ekki þannig að Geir Hallgrímsson fái að vera einn um að leiða slíkar viðræður. Hann hefur því Iagt kapp á það dagana sem liðnir eru frá kosningum að þreifa á öllum hugsanlegum möguleikum til stjórn- armyndunar. Jafnvel minnihlutastjórn áður en meiri- hlutamöguleikar hafa verið útræddir. Minnir framferði formanns Sjálfstæðisflokksins óneitanlega á fyrri fram- göngu hans í stjórnarmyndunarviðræðum, þar sem svo mörg járn hafa verið í eldinum og þau hafa öll dignað niður í máttlaust tal um þjóðstjórn. En Geir Hallgríms- syni liggur mikið á. Verði hann ekki kominn með ríkis- stjórn til þess að leggja á borðið fyrir þingflokk sinn innan viku til tíu daga frá því að Sjálfstæðisflokkurinn fær umboð til stjórnarmyndunar er flokksformennskan í veði og allt opið fyrir harðvítug átök um forystuna hjá íhaldinu. • Það er í sjálfu sér æskilegt að flokkarnir séu ekki að tvínóna í þeim viðræðum sem framundan eru og að ekki verði settar á svið langdregnar umleitanir. Óskandi er að stjórnmálaleiðtogar beri gæfu til þess að leiða við- ræður til niðurstöðu hið fyrsta. Efnahagsástandið kall- ar á hröð viðbrögð og langvarandi þref er ekki til þess fallið að auka hróður flokka og þings. • Þjóðviljinn ætlar sér ekki þá dul að gefa forskrift að stjórnarmynstri eða að spá í óráðnar gátur um pólitísk- an vilja stjórnmálaflokka og stofnana þeirra. Blaðið vekur hinsvegar athygli á því að Alþýðubandalagið kynnti í kosningabaráttunni samstarfsgrundvöll sem hefur að geyma tillögur flokksins að málefnasamningi ríkisstjórnar. Það er því alveg ljóst hvaða vegarnesti forystumenn Alþýðubandalagsins hafa í viðræðum við aðra flokka. Flokkurinn hefur heitið því að ganga til stjórnarsamstarfs á þessum grundvelli ef þess er kostur, en Alþýðubandalagið hlaut einnig afl til þess í kosning- unum að vera áhrifaaðili utan stjórnar. • Mörg stórmál, sem skipta miklu um atvinnu manna, kjör launafólks og sjálfstæði þjóðarinnar, bíða úr- lausnar. Kosningaúrslit voru engin ávísun á hægri lausnir á þeim vandamálum sem að steðja. Hinsvegar eru flokkahlutföll þannig á Alþingi að möguleiki er enn á því að hægri öflin splæsi sig saman í ríkisstjórn. Enda þótt þreifað sé á margvíslegum möguleikum kæmi sú niðurstaða engum á óvart. • En hvernig sem viðræðum um stjórnarmyndun reiðir af er óhjákvæmilegt að Alþingi verði kvatt saman í næsta mánuði. Það er verkefni þess að ráða fram úr málum hafi ekki myndast ótvíræður meirihluti og því ber að afgreiða nýja kosningaskipan. Þar með er ekki sagt að efna skuli til kosninga heldur er það skylda Alþingis að staðfesta hið fyrsta þá breytingu á stjórn- skipunarlögum sem gerð var í lok síðasta þings. Á- kvörðun um kosningar er hinsvegar ekki tímabær fyrr en séð verður hvernig ræðst fram úr málum þjóðarinnar í vor. -ekh klippt Drengskapur Það var gaman að fylgjast með hugarfarsbreytingunni á Morg- unblaðinu fyrir kosningar. Þá var Albert Guðmundsson tekinn í sátt, birtar myndir af honum, tekin viðtöl. Og lesendur áttu að fá á tilfinninguna að nú væri allt orðið gott aftur. A'lbert var leið- togi Sjálfstæðismanna í Reykja- vík. Það þýddi t.d. að hann átti að koma Geir Hallgrímssyni inn á þing. Trúlega hefur hið nýja and- lit Mörgunblaðsins verið pólitísk- um ritstýrendum þvert um geð. Andúð þeirra á Albert einsog öðrum mótstöðumönnum Geirs Hallgrímssonar hefur yfirleitt ekki farið dult. En hvað er ekki hægt að gera fyrir atkvæði, þá átti að sýna samstíga heilsteyptan flokk. Gunnar Thoroddsen. Morgun- blaðið hrelldi hann frá því að lýsa stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar. ísafjarðarundrin Hins vegar gátu þeir ekki setið á sér gagnvart Gunnari Thorodd- sen og stuðningsmönnum hans - og birtu yfirlýsingar og ræðu Geirs Hallgrímssonar á fundi vestur á ísafirði rétt fyrir kosning- arnar. Varla hefur það verið gert öðruvísi en í meðvituðum til- gangi. Gunnar Thoroddsen lýsti því yfir eftir birtingu rætinna orða Geirs um ríkisstjórnina, að hann treysti sér ekki til að lýsa yfir sér- stökum stuðningi við Sjálfstæðis- flokkinn fyrir þessar kosningar. Afleiðingin er m.a. sögð vera sú, að margir stuðningsmanna Gunnars í flokknum, hafi gefið þá línu, að nú ætti að kjósa Jón Baldvin af A-lista, til að koma í veg fyrir að Geir Hallgrímsson næði kjöri. Segja þeir Albertsmenn, að það hafi verið ísafjarðarfundur Geirs Hallgrímssonar og Morg- unblaðsins sem komið hafi í veg fyrir kjör Geirs Hallgrímssonar. Að láta menn gjalda Sjálfstæðisflokkurinn hafði alls staðar vel smurðar kosningavél- ar, nema í Reykjavík. Þar voru þær tvær. Albert hafði í kringum sig að vanda öfluga sveit fólks, sumir segja að allt að 8Q0 manns hafi unnið í kosningabaráttunni á hans vegum beint. Þetta fólk vann dag og nótt meðan Vallhall- arvélin lullaði áfram í þeim tví- skinnungi sem einkennt hefur flokkinn fyrir þessar kosningar, á móti Gunnari og Albert - með Geir. Stuðningsmenn Alberts héldu kosningafund í Háskóla- Geir Hallgrímsson. Kom ísa- fjarðarundrunum af stað. bíói fyrir fullu húsi, en Valhallar- maskínan komst lengst í að halda 160 manna fund fyrir þessar kosningar. Svo það er ekki nema von að Albertsmönnum sé heitt í hamsi nú er Morgunblaðið notar fyrsta tækifærið eftir kosningar. Spjótalög og nálarstungur Það hefur verið staðfastur vilji Morgunblaðsráðamanna að láta andstæðinga Geirs gjalda and- róðursins gegn honum á undan- förnum árum. í Morgunblaðinu í fyrradag er ráðist gegn Albert af þeirri heift sem spjótalög og nálarstungur vitna um. Úrslitin í Reykjavík ekki sem skyldi, og skýr verka- skipting á milli manna, segir í leiðara Styrmis Gunnarssonar, loftkastalasmíð hjá Albert í kosn- ingabaráttunni, segir Björn Bjarnason og meira að segja Sverrir Hermannsson sér ástæðu til að stinga títuprjóni í Albert í viðtali við Morgunblaðið. Einsdœmi Það er í meira lagi undarleg hræsni í þessari pólitík, að hampa Albert einsog hálfguði í Morgun- blaðinu daglega fyrir kosningar - en ráðast svo með hávaða og látum gegn leiðtoganum eftir kosningar. Hann var sérlega út- nefndur sem leið.togi í Morgun- blaðinu í upphafi kosningabarátt- unnar. Aðfarir þessarar eru ár- eiðanlega einsdæmi - meira að segja í Sjálfstæðisflokknum. Það er því ekki nema eðlilegt að Albert Guðmundsson. Margfalt öflugri kosningavél en Vallahall- arliðið. stuðningsmenn Alberts séu á dampi þessa dagana. Afleiðingarnar Afleiðingar þessara átaka í Sjálfstæðisflokknum eru m.a. þær einsog bent var á í Þjv. í gær, að flokkurinn á í miklum erfið- leikum í komandi stjórnarmynd- unarviðræðum. Hverjir eiga að leiða viðræður af hálfu Sjálf- stæðisflokksins? Hvaða umboð og frá hverjum hafa þeir? Og verður ekki erfiðara fyrir þetta skrímsl, að halda því fram í næstu kosningabaráttu, sem geturorðið fyrr en margur hyggur, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ímynd ábyrgðar, eindrægni og sam- hugs? Allavega verður erfitt að hafa „drengskapinn“ og kristi- lega bræðraþelið með í þulunni sem kjósendum verður boðið upp á í næstu kosningum. -óg Eitt er það mál Vilmundarævintýrið minnir elskulega kjósendur á það, að það er hægt að ná allgóðum ár- angri í kosningum út á eitt vígorð sem hamrað erá svo lengi, að það fer að öðlast merkingu í vitund fólks sem eitthvað er laust í sínum pólitísku buxum. Hitt er svo ann- að mál, að þessir kosningatöfrar standa ekki sérlega lengi - það má líka heyra á foringja Banda- lags jafnaðarmanna að hann er strax orðinn áhyggjufullur um faamhaldið. Kjallaragrein í Dagblaðinu- Vísi gæti kannski orðið honum nokkuð til huggunar. En þar er af sannfæringarkrafti og málefna- ástríðu tekið til orða um eitt af þeim málum sem allir fslendingar hafa hjartfólgna skoðun á - og um leið er hér mál sem allir gaml- ir og nýir flokkar hafa brugðist í sem slíkir. En það er bjórmálið. Ásgeir Þórhallsson skrifar grein- ina og minnir á skoðanakönnun í Helgarpóstinum þar sem ineirih- luti landsmanna var með sterkum bjór. Ásgeir segir svo: ✓ A sér von ef fólkið þorir „Það kom í ljós að í hópnum þar sem voru 45 ára og eldri voru fleiri á móti en með. Þar ríkir þetta gamla sjónarmið, að allt áfengi sé eitur og að það eigi að skjóta hvérn þann sem fær sér sopa. En unga fólkið, sem er þekkt fyrir að vera laust við þröngsýni, það er í meirihluta. Þess vegna hefur þetta mál aldrei komist í gegn á þingi. Þar er ekk- ert af þessu unga, jákvæða fólki... Ef Alþingi er ekki sam- mála vilja meirihluta þjóðarinn- ar, þá er lýðræðið okkar gallað“. Þetta er efnilegt, þarna er svo sannarlega komið mál til að kjósa um þegar allir eru orðnir leiðir á galdraþulunni um aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafar- valds. Vilmundur á sér enn fram- tíð fyrir höndum. - áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.