Þjóðviljinn - 12.05.1983, Qupperneq 1
PIODVIUINN
Ritvinnsla í tölvum
ryður sér nú til
rúms hérlendis. Nú
er verið að
tölvusctja hjá
Máltölvun
Háskólans, íslenskt
samhci taorðasaf n.
Sjá 8
maí 1983
fimmtudagur
104. tölublað
.48. árgangur
Hafsteinn Hafliðason.
Lesendaþjónusta
Þjóðviljans:
Hafsteinn
Hafliðason
svarar
spurningum
um garða
og gróður
Þó sumarið láti lítt og ekki á
sér kræla ennþá á norðan-
verðu landinu er vor óvéfeng-
janlega komið á suðvestur-
hornið. Á næstu vikum gefst
lesendum Þjóðviljans kostur á
að spyrja Hafstein Hafliða-
son, garðyrkjumann um allt
sem við kemur görðum og
gróðri, en Hafsteinn er um-
sjónarmaður hins vinsæla út-
varpsþáttar: Síðdegis í garð-
inum.
Munu spurningar lesenda
og svör Hafsteins birtast viku-
lega í Þjóðviljanum, á öllum
fnnmtudögum héðan í frá. Þá
daga verður líka tekið á móti
fyrírspurnum í síma Þjóðvilj-
ans: 81333 á milli kl. 16 og 19.
Undantekning er þó þessi
vika þar sem fimmtudagínn
ber upp á uppstigningadag og
verður fyrstu spurningum les-
enda til Hafsteins veitt mót-
taka á morgun, föstudag kl. 16
- 19, í síma 81333.
Það liggur nú fyrir
að fjarlægja verður
plastfilmu af
stálklæðningu utan
áhúsi
Rafmagnsvcitna
Reykjavíkurog
mála allt húsið
utan.
Geir Hallgrímsson skilaði umboði til myndunar meirihlutastjórnar í gær
Framsókn vildi
lögbinda verð-
bætur á laun í
eitt ár — Sjálf-
stæðisfiokkurinn
lögbinda afnám
verðbóta í sex
mánuði — að-
eins hálft ár bar
á milli
Eftir látlaus fundahöld í allan
gærdag slitnaði uppúr stjórn-
armyndunarviðræðum
Sjálfstæðis- og Framsóknar-
flokks um kl. 18 í gærdag. Þá
höfðu Framsóknarmenn sett
fram úrslitakröfu sína um lög-
bindingu launa og verðlags í
amk. eitt ár, en Sjálfstæðis-
menn höfðu teygt sig eins langt
og þeir gátu að eigin sögn og
samþykkt 6 mánaða lögbind-
ingu. Þegar ekki náðist sam-
komulag um þetta atriði slitn-
aði uppúr viðræðunum og Geir
Hallgrímsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins skilaði þegar af
sér stjórnarmyndunarumboði
sínu til Forseta íslands.
Steingrímur Hermannsson sagöi
aö Framsóknarmenn hefðu viljað
lögbindingu launa og verðlags í 2
ár, en í tilraun til samkomulags fall-
ist á eitt ár. Sjálfstæðismenn hefðu
hinsvegar ekki fallist á lengri tíma
en 6 mánuði. Á það hefðu Fram-
sóknarmenn alls ekki getað fallist
og þar með hefði ekki verið lengur
grundvöllur til frekari viðræðna.
Geir Hallgrímsson ræddi við
blaðamenn og skýrði fyrst frá því
hvernig hann hefði hagað stjórn-
armyndunarviðræðum sínum, fyrst
við alla flokka og lista og síðan
viðræðunum við Framsókn. Sagði
Geir að Framsóknar- og Sjálfstæð-
ismenn hefðu verið sammála um
ýmsa hluti, m.a. að skerða vísitölu-
bætur á laun, en þó kæmi eitthvað
sem mildaði afnám vísitölubót-
anna. Um það hefðu þó verið
skiptar skoðanir hvernig að málun-
um 1. júní skuli staðið. Sjálfstæðis-
menn hefðu verið með tillögur um
eitt og annað sem myndi milda af-
nám vísitölubóta á laun. Þar inní
kæmi að verðbólga myndi hjaðna
hratt og kæmi það fólki til góða og
svo vildu þeir gefa kjarasamninga
alveg frjálsa.
Aftur á móti hefðu Framsóknar-
menn verið með tillögur um að lög-
binda laun og verðlag í 2 ár fyrst en
Steingrímur Hermannsson og Geir Hallgrímsson á leið niður stigann í
Alþingishúsinu um kl. 16 í gær eftir cinkafund þar sem Steingrímur
afhenti Geir lokatillögu Framsóknarflokksins. Ljósm.: eik.
síðan talað um 1 ár en á það hefðu
Sjálfstæðismenn ekki viljað fallast
en hefðu þó geta fallist á lögbind-
ingu í 6 mánuði. Eftir það tækju
aðilar vinnumarkaðarins við og
gerðu með sér samninga. Hann tók
fram að hvorugur aðilinn hefði vilj-
að banna kjarasamninga með
lögum.
- S.dór.
Ekki hættur
f /1 •j./l • •
i politikmm
sagði Geir Hallgrímsson eftir að
hafa skilað stjórnarmyndunar
umboði sínu
Geir Hallgrímsson var spurður
að því í gær, eftir að hann haföi
skilað umboði sínu til stjórnar-
myndunar hvort þetta þýddi það að
hann væri hættur afskiptum af pó-
litík í Ijósi þess að hann ætti ckki
lengur sæti á Alþingi?
Nei, ég hef ekki hugsað mér að
hætta í pólitík, svaraði Geir.
Hann var þá spurður að því
hvort hann hefði orðið var við and-
stöðu í þingflokki Sjálfstæðis-
manna við að hann feyndi stjórnar-
myndun.
Geir sagðist ekki hafa heyrt eina
einustu rödd í þingflokknum í þá
átt.
Þá var hann inntur álits á um-
rnælum Gunnars G. Schram í Þjóð-
viljanum í gær?
Geir svaraði því til að Gunnar
hefði tjáð sér að þar hefði ekki ver-
ið rétt eftir sér haft.
Því má bæta við að fréttamaður
Morgunblaðsins Fríða Proppé sat
við hlið undirritaðs þegar Gunnar
sagði þetta og segist vera tilbúin að
bera því vitni hvar og hvenær sem
er að Þjóðviljinn hafi haft rétt eftir
Gunnari og ekki hallað orði.
- S.dór.
Steingrímur
fœr „boltann“
Forseti íslands veitti
Steingrími Hermannssyni for-
manni Framsóknarflokksins um-
boð til myndunar mcirihluta-
stjómar í gærkvöldi. Búist er við
því að Steingrímur muni ræða við
formenn annarra flokka og leggja
að því búnu fyrir þá tillögur
Framsóknar að samstarfsgrund-
velli. Fram kom hjá Steingrími í
gær að hann teldi ekki þurfa
marga daga til þess að ganga úr
skugga um möguleika sína til
stjórnarmyndunar. - ekh.
Tilraunalcyfi hefur
verið veitt til
innflutnings á
baktcríum sem eiga
að drepa
fiðrildalirfur, og
koma í veg fyrir
maðkaplágu.
launa
Strandaði á lögbindingu