Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Stóra ferðahappdrættið Drætti frestað Ákveðið hefur verið að fresta drætti í Stóra ferðahappdrættinu, kosningahappdrætti Alþýðu- bandalagsins, til 6. júní næstkom- andi. „Kjördæmaráð Alþýðubanda- lagsins Qg einstök félög eru hvött til þess að nýta tímann vel til að ljúka við sölu og innheimtu á þeim miðum sem þau hafa fengið í sinn hlut“, sagði Baldur Óskarsson fram- kvæmdastjóri flokksins í gær. „Kosningahappdrættið er þýðing- armesta tekjuöflunarleið flokksins í kosningabaráttu og þessvegna er nauðsynlegt að allir liðsmenn flokksins taki höndum saman um að útkoman úr happdrættinu verði sem glæsilegust. Stóra ferðahapp- drættið er óvenju áhugavert happ- drætti. Hér er um að ræða 50 ferða- vinninga, utanlands og innan-, og enginn ætti að láta sér happ úr hendi sleppa né láta flokkinn koma með halla út úr kosningun- um. Ég hvet því menn eindregið til þess að gera skil fljótt og vel.“ -ekh Shultz-samkomulagið í Líbanon: ísraelstjórn þvær hendur sínar Samkomulag það sem George Shultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna knúði fram á milli Líban- onstjórnar og Israels strandar á andstöðu Sýrlendinga og Palestínu- manna, þannig að enn er ekki séð fyrir endanum á 11 mánaða hersetu 50 þúsund ísraelskra hermanna í Líbanon. Samkomulagið um brottflutning ísraelsku hersveitanna var bundið því skilyrði að samsvarandi sam- komulag næðist um brottflutning 40.000 sýrlenskra hermanna sem enn eru í Líbanon. Þá gerir samkomulagið ráð fyrir því að myndað verði um 45 km. breitt öryggisbelti innan líbönsku landamæranna við ísrael, og að svæði þetta verði undir sameigin- legri stjórn ísraelskra og líbanskra hersveita, hugsanlega með þáttöku bandarískra hermanna. Alþjóða friðargæsluliðinu er ætlað að hafa eftirlit á norðurhluta svæðisins og Haddad liðsforingi, sem hefur á að skipa líbönskum einkaher sem kostaður er af ísrael á að hafa stjórn á 15 km. breiðu belti norðan landamæranna. Eftirlit með framkvæmd sam- komulagsins á að vera í höndum sameiginlegrar nefndar líbanskra, ísraelskra og bandarískra stjórn- valda. Sex mánuðum eftir að ísra- elsmenn hafa dregið hersveitir sín- ar til baka skulu Israel og Líbanon gera með sér viðskipta- og ferða- málasamning. Afstaða Sýrlendinga Það kemur ekki á óvart að Sýr- lendingar hafi hafnað þessu sam- komulagi og kallað það uppgjöf gagnvart hinni ísraelsku innrás, þar sem ísraelsmönnum sé launað með sérstökum ívilnunum og hernaðar- aðstöðu er miði að því að gera Líb- anon að ísraelsku/bandarísku lepp- ríki. Gemayel, forseti Líbanon, hefur hins vegar varið samkomulagið og sagt það mun skárri kost að sitja uppi með 40-50 ísraelska hermenn í S-Líbanon undir eftirliti sam- eiginlegrar nefndar landanna þriggja heldur en að sitja uppi með þá 50.000 ísraelsku hermenn sem nú eru í landinu. Þá hefur Gemayel sett fram þá kröfu, að ekki aðeins sýrlenski her- inn fari brott frá Líbanon, heldur einnig 10.000 palestínskir herntenn frá PLO, sem hann segir að séu enn í landinu. Gemayel sagði í blaðaviðtali að hann byggist nú við mikilli áróðurs- herferð gegn sér og stjórn sinni fyrir að hafa gengist undir þá skil- mála sem eru í samkomulaginu við ísrael, „en við munum ekki láta undan arabískum þrýstingi sem leiða mun af sér áframhaldandi ís- raelska hersetu í landinu", sagði Gemayel. Viðbrögðin í ísrael hafa að sögn fréttamanna verið blönduð, þótt augljóst sé að landsmenn séu orðnir langþreyttir á þessu stríði, sem enn kostar ísraelska herinn mannfórnir. Nýleg skoðanakönnun sýnir að Verkamannaflokkurinn nýtur meira fylgis en Likud-bandalag Begins, og telja ýmsir að sá klofn- ingur, sem á yfirborðinu hafi orðið vart á rnilli Bandaríkjanna og ísra- els, hafi einnig valdið mörgum áhyggjum. Því hafi stjórn Begins ákveðið að gangast inn á þetta sam- komulag, þrátt fyrir andstöðu Sharons og annarra hauka, og þrátt fyrir að samkomulagið geri þær fórnir sem ísraelsmenn hafa greitt fyrir innrásina í ísrael að engu. Þar er um að ræða nærri 500 fallna her- menn og yfir eitt þúsund særða. Stjórnarandstaðan í Israel hefur frábeðið sér allri ábyrgð á hinu ný- ja samkomulagi við Líbanon og sagt að hún sé afturhvarf til þess öryggisleysis sem ríkti fyrir inn- rásina. Jerusalem Post segir um sam- komulagið, að það muni fyrst og fremst þjóna ísraelsstjórn sem af- sökun, þar sem það muni sýna að stjórnin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að leiða Líbanon- stríðið til lykta. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Yitzhak Shamir utanríkisráðhcrra Israels á Ben Gurion-flugvellinum í Tel Aviv eftir undirritun samkomulagsins í síðustu viku. Heimildir herma að ísraelsk stjórnvöld hafi í samræðum sínum við George Shultz rætt möguleika á skiptingu Líbanons í framtíðinni, nái núverandi samkomulag ekki fram að ganga. .Spennan á milli Sýrlendinga og ísraels virðist hafa aukist við gerð þessa samkomulags á milli Líban- onstjórnar og ísraels, og þótt hún kunni að virðast vera diplómatísk- ur sigur fyrir George Shultz, þá er langt því frá að séð hafi verið fyrir endann á stríðinu. Þvert á móti má eins vel draga þá ályktun að sam- komulagið sem gert var í Beirut og Jerúsalem í síðustu viku hafi verið til þess fallið að flækja stöðuna enn ólg. tók saman. B r eiðholtskir kj a Bygginganefnd Breiðholtskirkju býður Breiðholtsbúum og öðrum velunnurum kirkjubyggingarinnar að koma og skoða framkvæmdir á byggingarstað í Mjóddinni og þiggja veitingar í dag, uppstigningardag, klukkan 2 Fjölbreytt dagskrá. Styðjum kirkju- bygginguna: W' !fi 1 » 2 mmi Olís • Bílaborg • Burstafell • Bíóhöllin • B.M. Vallá • Ábyrgð Verslunarbankinn • Björninn • Broadway • G.K. Hurðir hf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.