Þjóðviljinn - 25.05.1983, Síða 3
Mennta
skólinn
*
1
Kópavogi
10 ára
Menntaskólanum í Kópavogi
var slitið á föstudag og hefur hann
starfað í áratug og útskrifað 430
stúdenta. í skólaslitaræðu sinni
skýrði Ingólfur A. Þorkelsson
skólameistari frá því að eftir tíu ára
þrotlausa baráttu hefði fengist
lausn á húsnæðisvanda skólans
með samningi við Kópavogskaup-
stað. Menntskólinn fær nú Víghól-
askólann til sinna þarfa.
Að þessu sinni útskrifaði skólinn
45 stúdenta. Hæstu einkunn á stúd-
entsprófi hlaut Trausti Júlíusson í
máladeild, 8,4. Hæstu einkunn í
skólanum hlaut Jóhanna Pálsdóttir
í örðum bekk raungreinadeildar-
innar, 9,3.
Stúdentar M.K. halda hver
til síns heima
að loknum skólaslitum í
Kópavogskirkju (Ljósm. Atli).
Tillaga
Alþýðubandalagsins
samþykkt:
Aðal-
stræti 10
verður
friðað
Borgarráð samþykkti í gær til-
lögu Alþýðubandalagsins um að
Aðalstræti 10 verði friðað. Fyrir lá
álit þjóðminjavarðar sem var
friðuninni hlynntur svo og sam-
þykkt umhvefismálaráðs frá í.
fyrravor um nauðsyn á B-friðun
gamla hússins og þess að gefa hús-
inu aftir sinn gamla svip.
Tillaga þessi var lögð fyrir borg-
arstjórn fýrir hálfum mánuði en
síðari lið hennar, um samvinnu við
samtök iðnaðarins um endurgerð
og nýtingu hússins, var enn frestað
í gær.
Þetta er í fyrsta sinn sem borgar-
yfirvöld ákveða að friðlýsa hús sem
er í einstaklingseigu. Verður nú
leitað eftir samvinnu við eigenda
um friðunina eða kaup borgarinnar
á húsinu.
-ÁI
Dansaraskipti
í Fröken Júlíu
í kvöld tekur júgóslavneski
dansarinn Vlado Juras við hlut-
verki Jeans í sýningu Þjóðleikhúss-
ins á ballettinum fröken Júlíu eftir'
Birgit Cullberg. Vlado Juras hefur
um árabil starfað í Svíþjóð. Lengst
af við Cullberg-ballettinn. Per Art-
hur Segerström sem dansað hefur
hlutverk Jeans nokkrar undanfarn-
ar sýningar varð að hverfa aftur til
Svíþjóðar fyrr en ráð var fyrir gert.
Ný kilja frá MM:
Kristnir
menn
og
kjarnorku-
vopn
Hjá Máli og menningu er komin
út ný pappírskilja sem á sér sér-
kennilegt upphaf, því hún er af-
rakstur umræðna sem lengi hafa
staðið meðal kristinna safnaða í
Hollandi: Kirkja og kjarnorkuvíg-
búnaður.
í formála séra Gunnars Krist-
jánssonar segir m.a.: „Það er Hið
samkirkjulega friðarráð hollensku
kirknanna sem hefur staðið fyrir
samningu bókarinnar og fengið til
þess hóp sérfróðra manna á hinum
ýmsu sviðum sem snerta vígbúnað
samtímans... Þar býr að baki sú
fullvissa að einungis á traustum
fræðilegum grundvelii, þar sem
fólki er gert kleift að afla sér hald-
góðra upplýsinga, sé unnt að
stunda málefnalega umræðu. Fá
málefni samtímans eru jafnvið-
kvæm og hlaðin gömlum fordóm-
um, úreltum viðhorfum, vanþekk-
ingu og blekkingum og það málefni
sem þessi þók fjallar um. En fá, ef
nokkurt málefni smatímans, eru
jafnmikilvæg og það sama mál-
efni.“
Séra Gunnar Kristjánsson og
Halldór Guðmundsson þýddu
Kirkju og kjarnorkuvígbúnað.
Bókin er 173 bls. að stærð.
Miðvikudagur 25.,mai 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Borge í
Háskóla-
bíói
um' næstu helgi
Hinn heimsfrægi grínisti og
píanóleikari Victor Borge mun
koma fram á skemmtun sem Stú-
dentafélag Reykjavíkur efnir til
n.k. laugardag (28. maí) kl. 20.30.
Hún verður í Háskólabíói og er til
styrktar Háskólasjóði félagsins.
Forsala miða hefst 18. maí í miða-
sölu bíósins.
Allir listamennirnir og skemmti-
kraftarnir sem fram koma gera það
án endurgjalds en markmið Hásk-
ólasjóðs er að styðja ýmis verkefni
Háskóla íslands svo og stúdenta
við skólann. Victor Borge kemur
ffam fyrir vinsamlega ábendingu
forseta íslands, Vigdísar Finnbog-
adóttur, en hún hefur áður stutt
málefni þetta.
Aðrir sem fram koma eru Fé-
lagar úr íslensku hljómsveitinni,
einsöngvararnir Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Júlíus Vífill Ingv-
arsson við undirleik Ólafs Vignis
Albertssonar, Gunnar Kvaran selí-
óleikari við undirleik Gísla Magn-
ússonar, félagar úr íslenska dans-
flokknum og Ómar Ragnarsson.
Kynnir verður Þorgeir Ást-
valdsson.
-GFr
Eitt
helsta
verk
Marx
og
Engels
Hjá Máli og menningu er komin
ut ný pappírskilja í tilefni af hundr-
uðustu ártíð Karls Marx, Þýska
hugmyndafræðin eftir Karl Marx
og Friðrik Engels.
Á bókarkápu segir m.a.: „Marx
og Engels rituðu þýsku hugmynda-
fræðina á árunum 1845-1846. Þá
var Marx landflótta frá Þýskalandi.
Verkið, sem ekki var gefið út fyrr
en 1932, er í heild um 650 síður, en
að því rituðu þeir inngang sem nú
er talinn meðal helstu verka þeirra
og birtust hér í íslenskri þýðingu.
Þar draga þeir upp á aðgengilegan
hátt allar helstu útlínur kenninga
sinna og þess nýja samfélagsskiln-
ings, sem þeir voru að móta, með
-rirom
e=y== KIUUR
Karl Marxog
Friðrik Engels
Þýska
hugmyndafræðin
þeim sannfæringarkrafti sem fylgir
uppgötvun nýrra sanninda“.
Gestur Guðmundsson hefur þýtt
verkið og í eftirmála gerir hann
grein fyrir helstu túlkunum á kenn-
ingum Marx með hliðsjón af Þýsku
hugmyndafræðinni. Bókin er 128
bls. að stærð, prentuð í Prent-
smiðjunni Hólum hf. Kápumynd
er eftir Þröst Magnússon.
Vinnuskólinn
í Reykjavík:
Sama kaup
og I
Kópavogi
Krakkarnir í vinnuskóla Reykja-
víkur munu nú í sumar fá sama
kaup og tíðkast í vinnuskóla Kópa-
vogs og hjá örðum vinnuskólum í
nágrannasveitarfélögunum. Borg-
arráð staðfesti í gær einróma sam-
þykkt vinnuskólanefndar þar um
en megn óánægja hefur ríkt meðal
krakkanna vegna þessa ósamræmis
í kaupgreiðslum.
Kristín Ólafsdóttir, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í vinnuskóla-
nefndinni, flutti þessa tillögu þar í
síðustu viku. Hún sagði í samtali
við Þjóðviljann í gær að kaupið
yrði nú 90%af 14 ára taxta Dags-
brúnar fyrir krakka sem verða 15
ára á þessu ári og 80% fyrir þá sem
verða 14 ára. Jafnframt er felldur
niður bónus sem unnið hefur verið
eftir í Vinnuskóla Reykjavíkur.
Á síðustu árum hafa um 1100
krakkar verið í Vinnuskólanum í
Reykjavík og er búist við að þau
verði síst færri nú.
-ÁI
Fiskiðn ályktar:
Melri
fræðslu um
gæðamálin!
„Fundurinn bendir á nauðsyn
þess að útbúa fræðsluefni fyrir
nemendur grunnskóla og almenn-
ing í landinu. Jafnframt verði hafin
markviss fræðsla fyrir starfsfólk í
fiskiðnaði um gæðamál og má því
marki m.a. ná með því að hraða
byggingu Fiskvinnsluskólans og
efla starfsemi hans“.
Þannig segir m.a. í ályktun aðal-
fundar Fiskiðnaðar, fagfélags
fiskiðnaðarins sem haldinn var f
lok apríl 'sl. Segir að fundurinn
hvetji stjórnvöld og hagsmuna-
aðila að hlutast til um meiri og
víðtækari fræðslu um gæðamálin
en hingað til hefur tíðkast. í lok
ályktunarinnar segir:
„Einnig varar fundurinn alvarlega
við þeirri neikvæðu umfjöllun sem
fjölmiðlar viðhafa oft um gæðamál
íslensks fiskiðnaðar, sem gjarnan
hefur einkennst af æsifrétta-
mennsku og hreinni vanþekkingu á
vinnsluþáttum og mikilvægi
fiskiðnaðarins.