Þjóðviljinn - 25.05.1983, Síða 5
■______ ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Fimm flokka viðræður strönduðu á viljaleysi Framsóknar og Alþýðuflokks
Þeir hlupu til íhaldsins
frá ófrágengnu verki
Bandalag jafnaðarmanna
og Samtök um kvennalista
töldu grundvöll fyrir hendi
Framsóknarforystunnar stefndi.
Tilraun Svavars Gestssonar for-
manns Alþýðubandalagsins til
myndunar meirihlutastjórnar stóð
frá 16. til 21. maí. í þessa sex daga
fluttu fjölmiðlar stöðugt fréttir af
tilraunum Sjálfstæðismanna að
koma saman ríkisstjórn sem áttu
sér stað samhliða. Enda kom það i
|jós þegar upp var staðið að Fram-
sóknarmenn og Aiþýðuflokksmenn
höfðu verið með hálfan hugann í
viðræðum undir forystu Svavars
Gestssonar, og engan veginn var út-
rætt hvort málefnasamstaða gæti
náðst um myndun fjögurra- eða
flmmflokka stjórnar.
Eftir umræður innan Alþýðu-
bandalagsins hóf formaður þess til-
raun sína þriðjudaginn 17. þ.m.
með því að ræða við fulltrúa allra
þingflokka og leggja fyrir þá 20
spumingar til þess að kanna grund-
völl til frekari viðræðna. (Spurn-
ingalistinn er birtur í Þjóðviljanum
19. þ.m.) Ljóst var á viðbrögðum
Sjálfstæðisflokksins og málgagna
hans Morgunblaðsins og Dag-
blaðsins Vísis að á þeim bæ höfðu
viðræður við Alþýðubandalagið
verið útilokaðar. Svavar Gestsson
kynnti hinsvegar hugmyndir um að
fresta verðbótahækkunum,
verðlagshækkunum og fiskverðs-
hækkun 1. júní til 1. júlí til þess að
skapa skjól fyrir stjómarmyndun
sem ekki yrði kastað höndunum til.
Geir tók heim til sín
Miðvikudaginn 18. ræddu
viðræðunefndir frá Alþýðubanda-
laginu við viðræðunefndir Alþýðu-
flokks og Bandalags jafnaðar-
manna. En Sjálfstæðisflokkurinn
var einnig á ferðinni eins og sjón-
varpið sagði frá þennan dag: „Þótt
Svavar Gestsson sé nú formlega
með stjórnarmyndunaruinboðið
frá forseta íslands byrjuðu stjóm-
mál dagsins heima hjá Geir Hall-
grímssyni formanni Sjálfstæðis-
flokksins, er þangað komu til fund-
ar fulltrúar Alþýðuflokksins, þeir
Magnús H. Magnússon varafor-
maður, í veikindaforföllum Kjart-
ans Jóhannssonar, og Jón Baldvin
Hannibalsson. Þá Friðrik Sóphus-
son varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og loks Vilmundur Gylfa-
son formaður Bandalags jafnaðar-
manna og Ágúst Einarsson“. Vil-
mundur lýsti því yfir á þessum
fundi heima hjá Geir að hann teldi
óeðlilegt að taka þátt í frekari
viðræðum af því tagi fyrr enn
stjómarmyndunartilraun Svavars
Gestssonar væri lokið. Einnig var
ljóst af fréttum fjölmiðla þessa
dagana að Sjálfstæðismenn vom í
, sínum þingflokki að taka ákörðun
um að efna til frekari viðræðna við
Framsóknarflokkinn, og einka-
viðræður voru í gangi milli ein-
stakra þingmanna úr báðum flokk-
um að koma þeim af stað í þriðja
sinn.
Fimm flokka stjórn
Eftir að hafa átt samtöl við
viðræðunefndir Kvennalista og
Framsóknarflokksins hófust við-
ræður undir forystu Svavars Gests-
sonar föstudaginn 20. maí um
myndun stjórnar allra flokka nema
Sjálfstæðisflokksins. Hittust
viðræðunefndir þessara aðila tví-
vegis sl. föstudag, og lá þá fyrir
viðræðugrundvöllur frá Alþýðu-
bandalaginu. (Birtur í Þjóðviljan-
um í Sunnudagsblaði 21. maí).
Þegar þessr viðræður stóðu yfir
svaraði Svavar Gestsson spurning-
um sjónvarpsins um fimm flokka
stjóm og viðræðugrundvöllinn:
„Það er ekki fjöldi flokka í ríkis-
stjóm sem ákveður það hvort hún
er góð heldur málefnin og við höf-
um rætt um málin þegar á einum
fundi og erum að byrja á öðrum
núna. Ég vil minna á það að í Dan-
mörku er starfandi minnihluta-
stjóm hægrimanna sem ég er að
vísu ósammála í flestu. Það em
fjórir flokkar sem em aðilar beint
að ríkisstjóminni og tveir sem
styðja hana óbeint. Þeir sem era
hrifnir af pólitík þeirrar stjórnar
ættu allavega ekki að óttast það þó
að fulltrúar fimm þingflokka ræði
saman hér uppá íslandi.“
ítarlegar tillögur
Svavar gat þess og að undirtektir
hefðu verið allgóðar er Alþýðu-
bandalgið lagði fram viðræðu-
grundvöll sinn: „Ég held að það
megi segja að enginn flokkur sem
til þessa hefur farið með stjómar-
myndunammboð hafi lagt fram
jafn ýtarlegar tillögur og Alþýðu-
bandalagið hefur nú gert. Mér er
ekki kunnugt um að Sjálfstæðis-
flokkurinn t.d. sem fór með stjóm-
armyndunammboðið lengur en
nokkur annar flokkur hafi lagt eitt
eða neitt fram. Framsóknarflokk-
urinn mun hafa lagt fram tillögur
þegar hann fór með stjómarmynd-
unarumboð, en við höfum nú lagt
fram mjög ýtarlegar tillögur og
þeim hefur verið tekið bæði vel og
illa eins og gengur, en ég er ekki
svartsýnn á að við gætum náð sam-
komulagi um þær ef vilji væri fyrir
hendi“.
KróruUölubœtur
Á síðari viðræðufundinum þenn-
an dag gerði Svavar grein fyrir hug-
myndum að breytingum á grund-
vellinum, þar sem komið var til
móts við skoðanir viðræðuaðila, og
kom fram að fulltrúar Bandalags
jafnaðarmanna og Kvennalista
gátu sætt sig við þær sem umræðu-
grundvöll. Sá texti hljóðaði svona,
og má hafa hann til hliðsjónar
viðræðugmndvellinum, sem Þjóð-
viljinn hefur birt eins og áður
sagði: „Baráttan gegn verðbólg-
unni er aðalverkefni nýrrar rikis-
stjórnar. í þeirri baráttu skal lögð
höfuðáhersla á að semja strax um
skýrt ferli út úr vítahring verðbólg-
unnar, þó þannig að kaupmáttur
lægri launa falli ekki meira en nem-
ur falli þjóðartekna 1981 - 1983 og
að full atvinna verði tryggð.
Til að koma á nýrri tilhögun
kaupmáttarviðmiðunar mun rikis-
stjórnin beita sér fyrir samningum.
aðila vinnumarkaðarins. Takist
ekki kjarasamningar mun ríkis-
stjórnin gera ráðstafanir til þess að
tryggja hlut þeirra sem lægri laun.
hafa.
1. júní verða greiddar 1.750 kr.
vísitölubætur á lægstu laun og síðan
sama krónutala á alla kauptaxta
með hlutfallslegri útfærslu á álag
og yfirvinnutaxta.
Ríkisstjórnin mun gera áætlun
sem beinist að þvf að draga úr hvers
konar sjálfvirkni verðtengsla í hag-
kerfinu."
Afstaða Framsóknar og
Krata
Laugardaginn 21. maí skilaði
Svavar Gestsson umboði sínu til
stjórnarmyndunar, þar sem til-
raunir hans til þess að mynda stjórn
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks,
Bandalags jafnaðarmanna, Fram-
sóknarflokks og Samtaka um
kvennalista bám ekki árangur,
fýrst og fremst vegna viljaleysis
Framsóknarflokks og Álþýðu-
flokks, eins og glögglega kom fram
í viðtölum við fjölmiðla. Þetta varð
ljóst á ftindi víðræðuaðila í Þórs-
hamri kl. 3 á laugardag, og í kvöld-
fréttum sjónvarps var haft eftir
Magnúsi H. Magnússyni varafor-
manni Alþýðuflokksins, að stjórn
þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks,
Framsóknarflokks og Alþýðu-
flokks, væri að fæðast.
í viðtölum við Steingrím Her-
mannsson og Magnús kom fram að
þeir teldur miklar líkur á að þriggja
flokka stjórn næðist saman, og
hefði það verið að skýrast síðustu
daga. Steingrímur Hermannsson
kvað „umræðugmndvöll" Alþýðu-
bandalagsins hvorki hafa verið
„fugl né fisk“, en Magnús Magnús-
son taldi útilokað „tæknilega" að
koma saman fimm flokka stjórn
vegna þess að „tímamörkin em svo
þröng“. Þeir viðmðu einnig efa-
semdir um að margra flokka stjóm
myndi ráða við efnahagsvandann.
Með hugann hjá íhaldinu
Svavar Gestsson kvað ástæðuna
fyrir því að viðræður um fimm
flokka stjórn slitnuðu hafa verið
viljaleysi: „Það kom fram að Fram-
sóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn voru með hugann hjá íhald-
inu þann tíma sem ég hafði þá við
samningaborðið. Hugurinn bar þá
þangað hálfa leið og það kann
auðvitað ekki góðri lukku að stýra
þegar þannig stendur á, og það var
þess vegna sem ekki tókst að ná
þessu saman. Ég held að það hefði
verið unnt að ná þessu saman mál-
efnalega ef viljinn hefði verið fyrir
hendi, en menn kusu að hlaupa til
íhaldsins frá ófrágengnu verki. Og
það er auðvitað ákaflega slæmt.
Bæði Bandalag jafnaðarmanna
og fulltrúar kvennalistans sem tóku
þátt í þessum viðræðum vom
þeirrar skoðunar að þama hefði
nokkuð miðað í áttina og að um-
ræðugmndvöllur væri þarna fyrir
hendi, þannig að ég tel að það eitt
út af fyrir sig sé ákaflega mikilvægt.
Það sem ræður auðvitað úrslit-
um í þessu efni er það hvort menn
hafa vilja til þess að krækja hlutina
saman. Þegar ég bauð upp á það að
reyna að fresta þeirri miklu hol-
skeflu sem gengur yfir fyrsta júní
þá neitaði Framsóknarflokkurinn
því. Það er vegna þess að hann vildi
hafa á sér svipuna svo að hann gæti
notað hana sem afsökun til þess að
fara með íhaldinu, og það var
greinilegt að íhaldið vildi það líka.
Þessi afstaða Framsóknarflokksins
kemur vel fram í Tímanum í dag
þar sem segir „ég fæ ekki séð annan
möguleika á starfshæfri stjóm en
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks“, og er þetta haft eftir for-
manni flokksins. Og það er sem-
sagt aiveg greinilegt að meðan
menn sjá ekki annan möguleika en
þennan þá em menn ekki tilbúnir
til þess að ræða í alvöru um annað.
Þetta er auðvitað alveg kjami
málsins og ég harma að svo skuli
hafa farið að sinni.“
Engan veginn fullreynt
í viðtölum ríkisfjölmiðlanna við
Vilmund Gylfason formann
Bandalags jafnaðarmanna kom
fram að fimm-flokka viðræður
hefðu verið efnislega ákaflega
skammt á veg komnar, og ógerlegt
að segja hvort eitthvað hefði getað
komið út úr þeim. Þær hefðu ein-
faldlega ekki verið komnar nógu
langt til þess, að sögn Vilmundar. í
sama streng tók Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir þingmaður Sam-
taka um kvennalista. Hún sagði að
þegar þessum viðræðum hefði ver-
ið slitið hefði engan veginn verið
fullreynt, hvort hægt hefði verið að
ná málefnasamstöðu milli flokk-
anna fimm. Fyrst og fremst hefði
verið rætt um aðgerðir 1. júní og
efnahagsstefnu næstu mánaða, en
lítið rætt um önnur mál. „Það er
búið að setja fyrsta júnf upp sem
eins konar dómsdag, og mér finnst
að það þurfi að hugsa í lengri tíma-
bilum, þegar verið er að ræða
stjómarmyndun“, sagði Sigrfður
Dúna í viðtali við sjónvarpið.
Fulltrúar Alþýðuflokks og Framsóknarflokks ganga af síðasta viðræðu-
fundinum um flmm flokka stjórn í Þórshamri sl. laugardag, eftir að hafa
lýst því að af þeirra hálfu væri ekki vilji fyrir frekari viðræðum, frá v. Karl
Steinar Guðnason, Magnús H. Magnússon, Steingrímur Hermannsson og
Tómas Árnason. Ljósm. eik.