Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1983 Alþýðubandalagið í Reykjavík AÐALFUNDUR Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til aðal- fundar í félaginu fimmtudaginn 26. maí kl. 20:30 (stundvíslega) að Hverfisgötu 105. Arthúr Erlingur Pétur Svavar DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1982 -1983. Arthúr Morthens formaður ABR. 2. Reikningar ársins 1982 og tillaga um árgjald 1983. Erlingur Viggósson gjaldkeri ABR. 3. Umræður um skýrslu og afgreiðslu reikninga. 4. Tillaga kjörnefndar um stjórn og endurskoðendur. 5. Kosning formanns og stjórnar fyrir starfsárið 1983- 1984. 6. Stjórn - stjórnarandstaða. Hvað er framundan? Svavar Gestsson from. Alþýðubandalagsins talar. 7. önnur mál. Fundarstjóri: Pétur Reimarsson. Tillaga kjörnefndar og endurskoðaðir reikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Félagar fjöl- mennið og mætið stundvíslega. Stjórn ABR Meirihlutinn í borgarráði: Vilja ekki nætur- ferðir hjá strætó Minning Skúli Þórðarson Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarráði felldi í gær tillögu frá Öddu Báru Sigfúsdóttur og Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur um næturakstur SVR í tilraunaskyni á föstudags- og laugardagskvöldum. Tillagan var lögð fram í borgar- ráði 15. apríl s.l. en hefur verið í salti síðan. Hún gerði ráð fyrir að vagnarnir ækju á klukkutíma fresti kl. 02 og 03 frá miðbænum upp í Árbæ og Breiðholt og út á Seltjarn- arnes. Fulltrúar minnihlutans í fé- lagsmálaráði og stjórn SVR höfðu í sínum nefndum flutt tillögur sama efnis fyrr í vetur m.a. vegna frétta um að fjöldi unglinga færi á puttan- íbúasamtök Grjótaþorps hafa boðið borgarstjóra og borgarráðs- fulltrúum á næturfund í þorpinu til að kynna þeim ástandið sem íbúar þurfa að búa við. Verður fundur- inn haldinn kl. 22 n.k. föstudags- kvöld að Grjótagötu 5 og er íbúum þorpsins og blaðamönnum einnig boðið. íbúasamtökin líta á þennan fund sem úrslitatilraun til samstarfs við borgaryfirvöld í þorpinu. í bréfi sem þau hafa sent borgarráði er minnt á að 1. nóvember s.l. birtist í blöðum bæjarins auglýsing undir- um heim til sín í þessi hverfi að næturlagi. Á borgarráðsfundirium í gær var upplýst að kostnaður við slíkan næturakstur yrði um 80 þúsund krónur. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þetta væri ekki það há fjárhæð að á henni þyrfti að stranda og hún ætti enn eftir að lækka þar sem far- gjöld væru ekki tekin með í dæmið. Málið hefði einfaldlega strandað á viljaleysi meirihlutans sem m.a. hefði bent á að næturakstur SVR yrði bara til þess að krakkarnir drolluðu lengur fram eftir í mið- bænum. rituð af borgarstjóra, þar sem beð- ið var um óskir og ábendingar borgarbúa og samtaka þeirra vegna fjárhagsáætlunar ársins 1983. íbúasamtökin sendu bréf 14. nóvember þar sem ýmsar óskir og ábendingar voru settar fram og hinn 6. mai s.l. barst svarið: engin óskanna var tekin til greina. Harma íbúasamtökin þessi mála- lok og lýsa furðu sinni á að fyrst skuli auglýst eftir óskum um fram- kvæmdir og þeim síðan öllum Fráfali Skúla Þórðarsonar fyrr- verandi yfirkennara í Menntaskól- anum í Reykjavík kom engum kunnugum á óvart, svo langvinnt og örðugt sem síðasta stríð hans var. Vissulega er hans saknað, en allir geta unnt honum hvíldarinnar eftir langan dag, sem með köflum var býsna strangur. Skúli fæddist á morgni aldar á Arnórsstöðum á Jökuldal, sonur hjónanna Þórðar Þórðarsonar frá Sævarenda í Loðmundarfirði og Stefaníu Jónsdóttur frá Fögrukinn í Jökuldalsheiði. Hann ólst upp í stórum systkinahópi á Gauksstöð- um á Jökuldal. Veturinn 1915-16 sótti hann unglingaskóla, sem Þor- steinn M. Jónsson hafði um skeið á Borgarfirði eystra. Þegar alþýðu- skólinn á Eiðum tók við af bænda- skólanum þar, settist Skúli í hann og var þar tvo fyrstu veturna, 1919- 21. 'Fyrsti skólastjóri alþýðuskólans á Eiðum var Ásmundur Guð- mundsson, síðar biskup. Kennarar auk hans voru Benedikt Blöndal og Guðgeir Jóhannsson. Ekki lét Skúli sér nægja það sem numið varð á tveimur vetrum af þessum mætu lærifeðrum, heldur dreif hann sig utan, og veturinn 1922-23 sat hann í lýðskólanum í Sigtúnum í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til Kaupmannahafnar, fyrst í Kenn- araháskólann, en 1925 lauk hann stúdentsprófi og hóf að svo búnu háskólanám. Frá nútímanum séð er þetta ofur eðlilegur gangur mála. En á fyrsta þriðjungi aldarinnar þurfti fífl- dirfsku og næstum því yfirnáttúru- lega bjartsýni til þess að ráðast í slík stórræði fyrir þann sem engan bakhjall átti. Er satt að segja ó- skiljanlegt hvernig Skúla og mörg- um samtímamönnum hans í námi tókst að kljúfa kostnaðinn og draga fram Iífið. Margir gáfust líka upp á miðri leið, hurfu heim frá óloknu námi og var svo álasað fyrir út- haldsleysi. Skúli var í tölu þeirra sem þraukuðu þorrann og góuna, þó að hann reiddi ekki digra sjóði. Frá 1925-36 stundaði hann nám í sagn- fræði, en ekki þó samfleytt, því að öðru hverju rak lífsbaráttan hann heim til íslands eða annað í fjár- öflun. Samtímis Skúla voru við sagn- fræðinám í Kaupmannahöfn þeir Barði Guðmundsson og Sverrir Kristjánsson. Af skiljanlegum ástæðum bundust þeir traustum böndum kunningsskapar og vin- áttu. Engan fræðimann vissi ég Skúla dá meira en Barða, og svo fór um síðir, þegar Barði féll óvænt frá fyrir aldur fram, að þeir Skúli og Stefán Pjetursson sáu um útgáfu á sagnfræðilegum ritgerðum Barða og fylgdu þeim úr hlaði með ræki- legum inngangsgreinum. Meistaraprófi (magister artium) lauk Skúli 1936 og vann síðan um hríð við Institutet for Historie og Samfundspkonomi í Kaupmanna- höfn. Haustið 1926 hafði hann kvænst danskri stúlku, Ingrid Hákansson. Þau eignuðust tvö börn, Helgu og Stefán, sem bæði settust síðar að í Danmörku og eru látin fyrir nokkr- um árum. Árið 1938 hélt Skúli loks heim til íslands eftir sína löngu útivist. Ekki var aðkoman sérlega glæsileg fyrir unga menntamenn, þótt þeir hefðu lokið virðulegum prófum með sóma. Mátti Skúli hrósa happi, er hann fékk kennarastöðu við Gagnfræðaskólann í Reykja- vík, Ingimarsskólann sem svo var nefndur. Var kennslan þar síðan aðalstarf hans allt til ársins 1959. Ekki voru þetta þó einu störfin, sem hann hafði með höndum þessi ár. Um skeið stjómaði hann kvöld- skóla, sem haldinn var á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Þá var hann frá 1942 stundakennari við Menntaskólann F. 21. júní 1900 D. 15. maí 1983 í Reykjavík. Þar fékk hann skiljan- lega meira viðnám krafta sinna og kunnáttu, þar sem voru eldri og þroskaðri nemendur en í gagn- fræðaskólanum. En í báðum skól- unum, við Lindargötu og Lækjar- götu, var örvandi félagsskapur við snjalla og fjölmenntaða samkenn- ara. Var Skúli alla tíð dáður í þeim hópum og engan gamlan nemanda hans hef ég hitt, sem ekki rómaði mannkosti hans og kennslu. Nán- ustu vinir hans að því er ég best veit voru þó ekki samkennarar, heldur æskuvinir hans, Barði Guðmunds- son og Arnfinnur Jónsson. Árið 1959 urðú þau tímamót á starfsferli Skúla, að hann fór alfar- ið að Menntaskólanum. Fyrsta árið þar hafði hann þó leyfi frá störfum og dvaldist erlendis til þess að kynna sér nýjungar f kennslu og sérgrein sinni. Ungur hafði hann haldið utan til þess að nema, kynn- ast siðum og háttum framandi þjóða og auðga andann. Heima- landið sleppti aldrei af honum tökum, en útþráin yfírgaf hann ekki heldur. Fór hann utan eins oft og honum gafst kostur á, og komst á sínum tíma alla leið til Kína. Einnig fylgdist hann af lífi og sál með því sem gerðist hérlendis og erlendis, og fylgdi sá áhugi honum allt til þess er yfir lauk. Jafnvel á öndverðum námsárum sínum var Skúli farinn að leggja land undir fót meira en flestir félagar hans. Komst hann þá bæði til Þýskalands og Frakklands. Kemur mér í hug greinarkorn eftir hann, sem birtist í Hátíðarblaði 1. desember 1968, út- gefnu af Skólafélagi Mennta- skólans í Reykjavík, þar sem hann rifjar upp kynni sín af Jóhanni Jónssyni skáldi, sem hann kynntist í Leipzigsumarið 1923. Hefur hann þá verið að heimsækja Arnfinn Jónsson vin sinn, sem þar var við nám. Sumarið 1961 lenti Skúli í alvar- legu umferðarslysi í Kaupmanna- höfn. Um skeið var hann milli heims og helju. Það gerði allt örðugra viðfangs, að hann var kominn með sykursýki. Heilan vet- ur átti hann í þessum meiðslum, og þá missti hann annan fótinn fyrir neðan hné: Upp frá því gekk hann á gervifæti. En hann lét ekki bugast af því frekar en af öðrum mót- blæstri um dagana. Enn kenndi hann áratug í Menntaskólanum, og frá 1964 var hann yfirkennari. Síðari kona Skúla var Helga Árnadóttir prófasts í Görðum. magister Varaði sambúð þeirra ríflega fjóra áratugi og var hin farsælasta. Börn þeirra eru Líney arkitekt og Skúli ' stýrimaður. Þrátt fyrir tímafrekar og krefj- andi annir við kennslu kom Skúli einnig af talsverðum ritstörfum, en nám hans var meira miðað við undirbúning undir slík störf en kennsluna. Almenn stjórnmálasaga síðustu 20 ára, þ.e. 1918-38, kom út í tveimur bindum 1941 og 1943. Þar er greinargott yfírlit helstu atburða þessara afdrifaríku ára og mat Skúla á þeim. Út af þessu verki urðu söguleg skoðanaskipti meðal þjóðkunnra manna á sínum tíma. Þarf Skúli síst að fyrirverða sig af þeim sökum, þegar þessi ár og at- burðir þeirra eru komin í fjarsýn og fleiri og betri upplýsingar um sumt fengnar. Sjómannafélag Reykjavíkur 1916-66, þ.e. fyrsti aldarhelmingur þess félags. Þar nýtur sín þekking Skúla á félagsmála- og verkalýðs- sögu, íslenskri og almennri. Nokkrar ritgerðir hafa birst eftir Skúla í Tímariti um sveitarstjórnarmál og Safni til sögu Reykjavíkur t.d. Um fátækramál Reykjavíkur í Reykjavík í 1100 ár, Reykjavík 1974, bls. 146-59. Áður er minnst á útgáfu þeirra Skúla og Stefáns Pjeturssonar á rit- gerðum Barða Guðmundssonar, og skrifaði þá Skúli inngang bindis- ins Uppruni íslendinga, Reykjavík 1959. Ég kynntist Skúla fyrst veturinn 1945-46, þegar ég kenndi fáeina tíma í Gagnfræðaskólanum í Reykjavík. Síðar drógu sameigin- leg áhugamál okkur saman og spill- ti þá ekki fyrir mér, þegar ég hafði kvænst systur æskufélaga hans frá Eiðum. Um páskaleytið 1974 héldu Sögufélagið og Reykjavíkurborg í fyrsta sinni svokallaða Reykjavík- urráðstefnu. Voru þá í nokkra daga flutt erindi um sögu, náttúru og landafærði Reykjavíkur og ná- grennis á Kjarvalsstöðum. Einn þessara daga töluðum við Skúli þarna báðir og Sverrir Kristjánsson var fundarstjóri. Þegar hver bjóst til að halda sína leið að fundinum loknum, kallaði Sverrir á mig og sagði: „Hún Guðmunda ætlar að gefa okkur Skúla eitthvað gott að borða og drekka, og hún sagði að þú værir velkominn líka. Viltu nú ekki gera okkur gömlu mönnunum þá ánægju að koma, og svo fylgir þú auðvitað kollega heim á eftir.“ Það rann upp fyrir mér, að fækka kynni þeim tækifærum sem gæfust til að sjá þessa fornkunningja saman og heyra þá rifja upp gamlar minningar, sem margar voru oðrnar sígildar í hópi vina og víðar. Brást það ekki heldur, báðir fóru á kostum þessa kvöldstund. En svo fór sem mig uggði, ég sá þá ekki oftar saman á góðri stund.' Nokkur síðustu ár hefur Skúli verið þjakaður af margvíslegum kvillum. Stöku sinnum hef ég skotist til hans í Hátún eða heim á Gunnarsbraut, og ævinlega var jafnánægjulegt að ræða við hann um atburði líðandi stundar, drekka - kaffi og borða pönnukökurnar hennar Helgu. En nú verða þær ferðir ekki fleiri. Sunnudaginn 15. maí s.l. lauk lífsstríði Skúla. Ég samhryggist ástvinum hans af neitað. -AI Góð orð v. duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli ***** yUMFERÐAR RÁO heilum huga. Bergsteinn Jónsson. Auglýsið í Þjóðviljanum Langlundargeð Grjótaþorpsbúa á þrotum: Borgarráð boðað á næturfund

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.