Þjóðviljinn - 25.05.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 25.05.1983, Side 7
Miðvikudagur 25. maí 1983 ÞJÓÐYILJINN — SÍÐA 7 Bandalag krata og frjálslyndra: Hefur miðjuupprelsnm breska mistekist? Fyrirtveim árum tóku nokkrir þingmenn úr hægri armi Verkamannaflokksins breska sig til, yfirgáfu flokkinn til að sýna andstöðu við vinstriþróun innan hans, stofnuðu Sósíaldemókrataflokk og gerðu bandalag við Frjálslynda flokkinn. Kosningafyrirkomulagið breska gerir smærri flokkum mjög erfitt fyrir eins og kunnugt ér. En þetta miðjubandalag þótti líklegt til að kollvarpa gamia flokkakerfinu. Um skeið naut það meira fylgis en gömlu flokkarnir báðir eða um 44% að því er skoðanakannanir hermdu. Dagblaðið Tíminn fagn- aði sigurgöngu miðjunnar gegn „öfgum til vinstri og hægri“. En þessi sigurganga virðist runnin út í sandinn - nú þegar til alvörunnar kemur sýnist miðjubandalagið ekki eiga eftir nema um 15% fylgi meðal Breta. Hnignun Ýmsar ástæður eru til færðar fyrir hnignun Miðjubandalagsins. Sigurinn í því fáránlega Falklands- eyjastríði hefur haft ótrúlega sterk áhrif á velgengni Margaret Thatc- her og íhaldsflokks hennar. For- ingi sósíaldemókrata, Roy Jenk- ins, þykir heldur sviplítill barátt- umaður og hefur horfið í skuggann fyrir formanni frjálslyndra, Davið Steel. Sumir hafa yfirgefið flokk- inn vegna þess að hann vill halda í kjarnorkuvígbúnað Breta. Aðrir eru vonsviknir yfir því, að banda- lagið skuli reynast „eins og aðrir flokkar" - m.a. að því er varðar hörð átök milli krata og frjáls- lyndra um frambjóðendur, skipt- ingu væntanlegra þingsæta osfrv. Miðjumoð Það er margoft fram tekið, að Verkamannaflokkurinn hafi verið á leið til vinstri að undanförnu og íhaldsflokkurinn siglt hraðbyr til hægri - og ekkert virtist þá eðli- legra en að margir yrðu heimilis- lausir í miðju stjórnmálanna og þar eftir tilbúnir til að styðja Miðju- bandalagið. En þegar það ekki ger- ist í þeim mæli sem spáð var gæti það stafað af því, að þróun stóru flokkanna beri vott um raunveru- lega þróun í þjóðfélaginu - að kreppa og mikið atvinnuleysi magni tvískiptingu í þjóðfélagi, þar sem stéttamunur hefur lengst af verið mikill. Miðjubandalagið reynir að skipta sér í flestum málum ein- hversstaðar á milli gömlu flokk- anna - það skapar svo dálítið vand- ræðalega stöðu, ímynd bandalags- ins verður þá gjarna sú að það er að vísa frá hinum og þessum „öfgum" - en fer þá minna fyrir því sem það vill sjálft til leggja. Miðjubanda- lagið vill ekki fara úr Efnahags- bandalaginu eins og Verkamann- aflokkurinn, það vill ekki leggja niður kjarnorkuvígbúnað eins og hann - en það vill heldur ekki kaupa Trident-kafbáta eins og Thatcher. Bandalagið gerir ráð fyrir nokkurri verðbólgu - ef nýta mætti til að skapa vinnu í hinum Nýju lögin um stjórnmálaflokka sem birtust í tyrkneska lögbirtingablaðinu þann 24. apríl síðastliðinn banna ákveðnum atvinnustéttum þátttöku í stjórnmálum. Ríkisstarfsmönnum, dómurum, nemendum, kennurum og atvinnuhermönnum er meinað að ganga í stjórnmálaflokka eða starfa fyrir þá. Tvö önnur lagafrumvörp eru einnig í undirbúningi. Annað tekur til verkalýðsfélaga. Eins og vitað er hefur verkalýðsfélagið DISK verið leyst upp og forystumenn þess eru nú látnir veslast upp í dýflissum herforingjastjórnarinnar, en þar hafa þeir verið í tvö og hálft ár. Eina verkalýðsfélagið sem fær að starfa er Turk Is (meðlimur í Al- þjóðasambandi frjálsra verkalýðs- félaga) vegna þess að það styður Roy Jenkins og Shirley Williams opinbera geira, og það mælir með fjárhagsstuðningi við fyrirtæki sem bjóða upp á atvinnumöguleika hjá einkaaðilum. heríoringjastjómina og lætur henni jafnvel ráðherra í té. í lýðræðisþjóðfélaginu sem her- foringjastjórnin undirbýr munu bankastarfsmenn, starfsmenn bæja- og sveitarfélaga, starfsmenn í olíu- og vopnaiðnaði ekki fá verk- fallsrétt. Þeir sem starfa við land- búnað, skógrækt eða í byggingar- iðnaði munu ekki fá að stofna stétt- arfélög. Verkamenn í ríkisreknum verksmiðjum verða skyldaðir til að hlíta sömu lögum og ríkisstarfs- menn (sem ekki mega vera í stétt- arfélagi), ella verður þeim sagt upp vinnu. Lagafrumvarp þetta tekur einnig til innri starfsemi stéttarfé- laga. Þeir sem vilja gerast forystu- eru helstu foringjar breskra krata. Oddaaðstaða? En semsagt: fylgið hefur minnk- að og sjóðir bandalagsins eru tóm- menn deilda innan stéttarfélaga verða að hafa verið verkamenn í 10 ár. Auk þess eru ákvæði um að slíka forystumenn megi ekki endurkjósa oftar en þrisvar sinn- um. Stéttarfélögin munu verða að leggja fram tilkynningu um verk- fall áður en það hefst og hefur ríkis- stjórnin þá leyfi til að láta fresta verkfalli í allt að 60 daga ef hún telur slíkt nauðsynlegt. Hitt lagafrumvarpið sem í undir- búningi er, snertir kosningalög. Til þess að fá mann kjörinn á þing þarf hver stjómmálaflokkur að fá minnst 10% atkvæða. Einnigverð- ur flokkum bannað að bjóða fram sameiginlega lista eða hvetja kjós- ir. Bandalagið hefur hvorki ver- klýðsfélög né heldur atvinnu- rekendasambönd að styðjast við og mun hafa úr ca 2.5 miljónum punda að spila meðan Verkamannaflokkurinn hefur fjór- ar miljónir punda í stríðskostnað og íhaldsflokkurinn hvorki meira né minna en fimmtán. Ef að Miðju- bandalaginu tekst að sækja nokkuð fram það sem eftir er kosningabar- áttunnar og krækja sér í um það bil fjórðung atkvæða gæti enn svo far- ið að það réði því hverjir næst stjórna landinu. Hvorugur gömlu flokkanna er hinsvegar á þeim bux- um að mynda samsteypustjórn og þeir eru báðir ólíklegir til að ganga að því sem Miðjubandalagið hlýtur að setja fram sem frumskilyrði fyrir stuðning við stjórn. En það er að kosningafyrirkomulaginu verði breytt þannig að flokkar fái þing- sæti í hlutfalli við fylgi. Þar með væri einokun gömlu flokkanna rofin og mjög ólíklegt að þeir sætti sig við að missa slíkan spón úr aski sínum. endur sína til að kjósa hvem annan. Þannig fá einungis „stóru flokkarnir“ að stárfa. Kosningar munu líklega fara fram þann 6. nó- vember, og er því undirbúningur að stofnun flokkanna í fullum gangi. Heyrst hefur að einn þeirra muni verða nokkurs konar „ríkis- flokkur" stofnaður af herforingj- um á eftirlaunum. Sá mun fá allan tiltækan stuðning hersins. En eitt mun verða sameiginlegt með öllum flokkunum sem nú er verið að stofna, og það er að enginn þeirra verður hættulegur herforingja- stjóminni. í nýju stjómarskránni eru nefnilega ákvæði um að ekki sé leyfilegt að stofna verkalýðs- flokka, sósíalistaflokka eða komm- únistaflokka. Að lokum skal minnt á að Evren hershöfðingi er forseti lýðveldisins til næstu sjö ára, um leið og hann heldur titli sínum sem yfirhershöfðingi. (Úr tyrknesku blaði útgefnu í Evrópu.) ÁB tók saman. Herforingjastjórnin í Tyrklandi Stjórninálaafskipti bönnuð Fjórar miljónir tyrkneskra borgara útilokaðar fráþátttöku í stjórnmálum Metsöluhöfundurinn Norman Mailer Metsöiubrögð Blóð, skítur og losti hjá Forn-Egyptum Norman Mailer heitir sá bandarískur rithöfundur sem hefur manna best kunnað að selja bækur og halda sér í sviðsljósinu. Um hann hefur verið sagt eitthvað á þá leið, að hann sé frægur fyrir að vera frægur. Nú hefur Norman Mailer enn komið sér fyrir á síðum blaða með geysilangri skáldsögu sem hann hefur unnið að árum saman. Heitir hún Ancient Evenings eða Forn- eskjukvöld. Gerist saga þessi í E- gyptalandi hinu forna og er þegar orðin fræg eða illræmd fyrir þá áherslu sem þar er lögð á allskonar herfileg tilbrigði við kynlíf - ekki síst innan fjölskyldna. Þá hefur höfundurinn merkilega gaman af að fara með allskonar skítasögur: reyndar er það ein manndómsraun aðalsögúhetjunnar að synda yfir mikið fljót úr mannasaur til að komast á ódáinsakra. Norman Mailer er nú sextugur að aldri. Nafn hlaut hann fyrst fyrir stríðssögu sína, Naktir og dauðir, sem þótti miskunnarlausari miklu en aðrar styrjaldarbókmenntir. Síðan hefur hann skrifað 22 bækur. Jafnan hefur hann haft lag á því að notfæra sér einhver tíðindi eða nöfn sem voru á hvers manns vör- um í Bandaríkjunum til að setja saman hinar arðvænlegustu bækur. Þegar andófið gegn Vietnamstyrj- öldinni var í tísku skrifaði hann bókina „Herir næturinnar“. Apoll- ogeimferðirnar voru notaðar í bókinni „Það er kviknað í á tungl- inu“. Líf og dauði Marilyn Monroe varð Norman Mailer að bókarefni sem og ævi morðingjans Gary Gill- mores. Og þegar Mailer hefur ekki stað- ið í skriftum hefur hann orðið blöðum blaðamatur fyrir storma- söm hjónabönd (fimm skilnaðir) eða þá barneignir. Samfarasúpa Skáldsagan sem áður var nefnd gerist á dögum tuttugustu konugs- ættar Egypta - á árunum 1186-1070 fyrir Krists burð. Hún hefst á því, að sál konungsins Menenhetets Norman Mailer reynir kraftana - á Muhammed Ali... annars, sem deyr ungur, hittir skömmu eftir að skrokkurinn hefur verið smurður og til lagður, sál langafa síns Menenhetets fyrsta. Fylgjast þeir að út úr dauðaborg- inni Memfis. Sagan er síðan byggð á lauslega tengdum atburðum og miklu persónusafni, en gamli Men- enhetet er þó einskonar rauður þráður í sögunni. Hann hefur lifað mörg líf - verið hershöfðingi, æðstiprestur og kvennabússtjóri - og stendur jafnan í hinu furðuleg- asta kynlífi, enda kann hann þá list að deyja í konufaðmi en taka sér um leið bólfestu í skauti hennar og fæðast þaðan til nýs lífs. Bókin hefur fengið heldur lélega dóma, þykir illmeltanlegur and- legur kostur. En hitt er víst að Norman Mailer græðir - áður en bókin kom út hafði hann þegar fengið frá útgefanda sínum 1.4 miljónir dollara fyrirfram. Enda sí- blankur að eigin sögn.... áb.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.