Þjóðviljinn - 25.05.1983, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 25.05.1983, Qupperneq 11
Miðvikudagur 25. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 En tilgreint lagaákvæði er brotið í öðru sambandi. Þannig fá þjónar sín laun greidd eftir sölumagni. Það er beinlínis spurning um lífsaf- komu þeirra, að selja sem mest. Þetta væri þvert á anda laga og reglugerða og ekki í neinu sam- ræmi við almenna skynsemi. Aldrei væri nógsamlega brýnt fyrir fólki að þeim mun meira magn í umferð, þeim mun víðar sem áfengið fer, þeim mun meiri neysla og fleiri vandamál. Þjónaverkfallið Á undanförnum árum hefur ver- ið frekar látið eftir í því efni, að auðvelda fólki aðgang að áfengi; t.d. með fleiri útsölustöðum, fleiri veitingahúsum sem selja vín, af- námi þurra dagsins og fleiru. Þetta hefur gerst þrátt fyrir mótmæli Á- fengisvarnaráðs ríkisins og þrátt fyrir að tölfræðilegar sannanir liggi fyrir um að svona rýmkun leiði til aukinnar neyslu og meiri vanda. Þarmeð meiri þjóðhagslegrar óhagkvæmni - að ekki sé minnst á heimilisbölið. í þessu sambandi rifjuðu menn upp þjónaverkfallið fyrir nokkrum árum. Það stóð m.a. yfireina helgi. Þá gerðist það að lögreglumenn á vakt höfðu óvenju náðuga daga, gátu setið allsendis rólegir að sín- um Ólsen-ólsen meðan þeir sem veikir eru fyrir víni sneru sér að uppbyggilegri verkefnum. Sömu helgi hafði læknir af slysavaktinni á „Umboössala á áfengi ílandinu veröi bönnuö—og komiö í veg fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti haft fjárhagslegan hagnaö af áfengissölu, enda ertilgangur áfengislaga með einkaleyf i ríkisins til innflutnings, framleiðslu og sölu áfengis meðal annars sá.“ (Tillögur Áfengisvarnaráðs) Meira drukkið í þéttbýli Rannsóknir hafa farið fram á því hversu mikill munur er á áfengis- sýki í dreifbýli og þéttbýli á íslandi. í ljós hefur komið að ofneysla er mest á þéttbýlisstöðum og eftir því sem lengra dregur frá útsölum á- M E TAXA' Auglýsingar af þessum toga eru víða bannaðar, en í staðinn koma „duldar“ auglýsingar sem þekkjast meiraðsegja hér á landi. Borgarspítalanum samband við þá hjá Áfengisvararáði og færði þær gleðifregnir að aldrei hefði verið jafn lítið að gera hjá slysavaktinni einsog þessa daga. Atvinnuleysi - ofdrykkja Hvernig áhrif hefur ástandið í þjóðfélaginu almennt á áfengis- neyslu? Það er ljóst þegar kemur fram í kreppu, þegar fólk verður atvinnulaust og svartnættið er framundan, þá eykst áfengisneysla verulega, fórnarlömbin verða fleiri. Með því að koma í veg fyrir atvinnuleysi erum við því líka að koma í veg fyrir félagsleg vandamál af stærðargráðu sem við hér sem betur fer þekkjum ekki nema af afspurn. Það einnig merkilegt í þessu sambandi að neyslan er iðulega í samræmi við þjóðartekjur. Þannig að þegar þjóðarbúið verður fyrir snöggu áfalli, þá dregur úr áfeng- isneyslu. Um þetta eru nokkur dæmi úr íslandssögunni einsog þegar síldin snarhætti að sjást 1967- 1968. Þá dró úr neyslu á mann úr 2.38 lítrum 1967 í 2.11 lítra 1968. fengisverslunarinnar er minni of- neysla. Það er því mikið alvörumál þegar ákveðið er að opna útsölur á ýmsum stöðum úti á landi. Þeir hjá Áfengisvarnaráði eru mjög óá- nægðir með framkvæmd kosninga um þetta í bæjarfélögum. Svo „Banni áfengislaga viö áfengisauglýsing- um veröi framfylgt og reglugerö sett með hliðsjón af 14. gr. þeirra laga. Þar veröi skýrt kveöiö á um hvaö teljist áfengisauglýsing. Taki banniö glögglegayfir hvers konar kynningará áfengi.“ 4 . (Tillögur Áfengisvarnaráðs) virðist sem bæjarstjórnir geti á- kveðið að láta kjósa um þetta jafn- vel eftir að kærufrestur er runninn út, einsog á Selfossi við sl. kosning- ar. Það gefur auga leið,að umræða hefur verið takmörkuð með þessu háttalagi - en hún hlýtur þó að vera nauðsynleg til að fólk geti almennt gert sé grein fyrir því um hvað er að tefla. Munurinn á sjúkdómstíðni er allt að fimmfaldur milli þéttbýlis og dreifbýlis. Alltaf afleiðingar Við Islendingar erum alltaf að fást við afleiðingarnar af áfengis- neyslu. Það eru reistar meðferðar- stofnanir, bankar settir á laggirnar. Við þróum áfram sjúkrahús- kerfið, slysadeildir, og nýlega er búið'að setja á laggirnar kvennaat- hvarf. Auðvitað eru flestar kon- urnar fórnarlömb áfengissýki og æðis maka sinna. Og ótalin eru þau dauðsföll og sjúkdómar sem óbeint má rekja til áfengisneyslu. í áður- nefndri tilvitnun frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni er t.d. greint frá því að 50% af dauðsföll- um í umferðarslysum í Bandaríkj- unum megi rekja beint til áfengis- notkunar. Þá eykur áfengisdrykkja líkurnar á því að aðrir sjúkdómar leggi fólk að velli ellegar til lang- legu á sjúkrahúsum. Það er í þessu þjóðhagslega og manneskjulega samhengi sem stjórnmálamenn og almenningur verða að líta á þetta mál. Stefnt er að því á vegum WHO, heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, að keppa eigi að því að allir geti orðið heilbrigðir árið 2000. Stofnunin hefur gefið út þá yfirlýsingu að þessu marki verði aldrei náð nema algjör viðhorfs- breyting verði til áfengisins. Stofn- unin lítur á það sem mikilvægasta atriði, s að ríkisstjórnir þjóða heimsins líti á áfengi út frá sams konar þjóðarheill og þær líta á neyslu annarra fíkniefna. Það þarf að draga úr framboði og eftirspurn á efninu sjálfu. Komið að fyrirbyggjandi starfi Það er því ljóst að fyrir löngu er komið að fyrirbyggjandi starfi í þessu efni. Viðhorfsbreyting verð- ur að koma til. Þess vegna er áður- nefnd ráðstefna í Reykjavík fyrst og fremst helguð fyrirbyggjandi starfi. Og það leiðir einnig hugann að rótum vandans. Það leiðri máske hvað af öðru; þjóðfélagslegt mis- rétti, kúgun og útskúfun leiðir til áfengisdrykkju, fleiri sölustaðir og búlur leiða til meiri drykkju. Mikil drykkja leiðir til ofneyslu sem kost- ar þjóðarbúið ómælt fé. Er ekki skynsamlegra að grípa fyrr inn í þessa hringrás? Er ekki rétt að skrúfa fyrir kranann? Stórverkefni framundan Þeir talsmenn áfengisvarna segja mikið verkefni framundan. Margir vísa til þess að á íslandi hafi engin hreyfing risið hátt nema hún hefði reglusemi að hugsjón. Vísa menn þá til ungmennafélagshreyfingar- innar - og síðar til verkalýðs- hreyfingarinnar. Bæði innan verkalýðshreyfing- arinnar og í hreyfingu sósíalista var reglusemin gerð að forsendu meira starfs og betri árangurs í barátt- unni. En það hefur margt áhlaupið verið gert á vetrarhöllina í Péturs- borg yfir glasi af víni. Eiginlega ætlaði ég að ljúka þessari frásögn á salómonskan hátt, umburðarlyndur á réttan máta. Segjandi að hóflega drukkið vín gæti svosem glatt mannsins hjarta. En hvurt er þetta hóf? Og hver á að segja til um hvað sé hóf- legt í þessum efnum? Víst er að í þeirri háleitu húgsjon og mikilvæga markmiði að manneskjan, ég og þú, fái ráðið sínu eigin lífi, er áfengi iðulega fótakefli. Þá hlekki þurfa allir að slíta af sér. - Allsgáðir skulum vér ganga í blíðu og stríðu, sagði kallinn þegar hann greip geir- inn í hönd. -óg í stuttu máli Tímaritið Táp og fjör komið út Út er komið í fyrsta sinn tímaritið Táp & fjör, en það er tímarit um heilsurækt og líkamsþjálfun. Tilgangur þess er að fræða landsmenn um ágæti heilsuræktar, hvetja fólk til þess að stunda líkamsæfingar, halda líkama sínum við með réttu mataræði o.s.frv. Ritið er fyrst og fremst ætlað almenningi enda þótt íþróttafólk gæti haft talsvert gagn af því. Aðalfundur Póstmannafélagsins Aðalfundur PFÍ var haldinn að Grettisgötu 89, fimmtudaginn 14. apríl 1983. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Formaður félagsins, Björn Björnsson flutti skýrslu stjómar og gjaldkeri þess, Gunnlaugur Guðmundsson gerði grein fyrir reikningum. Fundurinn var mjög vel sóttur af félagsmönnum. Eftirfarandi ályktun, sem send hefur verið til stjórnar BSRB, var samþykkt áfundinum: „Aðalfundur PFÍ, haldinn 14. apríl 1983, mótmælir þeirri hefð, sem virðist komin á, að hin stærri félög í BSRB taki alla tíð upp eitt eða tvö sæti í stjórn samtakanna, en mörg önnur félög fá aldrei kjörinn mann í stjórn. Einnig mótmælir fundurinn því, hvað ólýðræðislega uppstillinganefnd starfar. Hún virðist í raun verkfæri í höndum fárra manna“. Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins Vorhappdrætti Krabbameinsfélagsins býður að þessu sinni upp á tíu vinninga, samtals að verðmæti á tólfta hundrað þúsund krónur. Fyrsti vinningur er Audi 100 sem kjörinn hefur verið bíll ársins 1983. Þessum glæsilega bfl hefur nú verið komið fyrir í Austurstræti og lausasala happdrættismiða úr honum hafin. Annar viríningur er Nissan Sunny Coupé GL. Báðirþessi bílareru framhjóladrifnir. Þriðji vinningur er bíll að eigin vali fyrir 200 þúsund krónur. Auk þess eru sjö 30þúsund króna ferðavinningar. Dregið verður 17. júní. Ágóði af happdrættinu rennur allur til Krabbameinsfélags fslands og Krabbameinsfélags Reykjavíkur og stendur undir verulegum hluta kostnaðar við reksturLeitarstöðvar, fræðslustarf og aðra starfsemi félaganna. Stefnt er að því að auka þessa starfsemi þegar flutt verður í nýbyggingu félaganna við Reykjanesbraut. Verður að treysta á áframhaldandi öflugan stuðning landsmanna svoaðþaðmegitakast. Ný deild innan SÍBS Samtök gegn astma og ofnæmi sem er sj álfstæð deild innan 5. Í.B.S. hefurnýlegabyrjaðsitt 10. starfsár. í samtökunumeru um 650 félagar og fer þeim fjölgandi. Helstu verkefni félagsins eru fræðslu- fj áröflunar- og skemmtistarfsemi, ásamt útgáfu Fréttabréfs. Foreldraráð samtakanna gekkst fyrir þjálfunarnámskeiðum að Reykjalundi fyrir astma- og ofnæmisveik börn, einnig var skipulögð og farin ferð, s.l. sumar, til Benidorm, til heilsubótar. Helstu ný framtíðarverkefni samtakanna eru m.a.: - Baráttan við reykingar, sérstaklega á vinnustöðum og í almennum samgöngutækjum en samtökin hafa nú nýlega lagst á sveif með öðrum norrænum astma- og ofnæmissamtökum um að skora á öll norrænu flugfélögin að leyfaekki reykingar íflugvélum sínum t.d. á innanlandsflugi eða í flugferðum sem vara skemur en 1.5-2 klukkustundir. Aðalfundur Garðyrkjufélags íslands Garðyrkjufélag fslands hélt nýlega aðalfund sinn. Félögum fjölgar stöðugt og voru þeir 6215 um síðustu áramót. Markmið félagsins er að auka ræktunarmenningu og áhuga landsmanna. Felst starfið einkum í bókaútgáfu, fræðslufundum, lauka- og frædreifingu. Garðyrkjuritið kemur út árlega og auk þess er gefið útfréttabréf a.m.k. 4sinnumáári. 12deildirinnanG. í. störfuðu víðs vegar um landið. Félagið er í eigin húsnæði að Amtmannsstíg 6, Reykjavík, og er hagur þess góður. Sigrún tók við af Helgu ^ Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga var haldinn 14. maí s.l. íNorræna húsinu. ÍBandalaginuerunú81 leikfélag,6nýfélög gerðust aðilar á þessum fundi. Gróska er í starfi leikfélaganna, 59 sýningar voru í gangi hjá félögunum síðast liðinn vetur. Á hverjum vetri starfa 1300-1500 manns á einn eða annan hátt að leiklist hjá félögunum út um allt land. Það er því augljóst að leiklistin er snar þáttur í frístundastarfi landsmanna, og leiklistaráhugi fólks mikill. Lauslega áætlað hafa 35 þúsund manns séð þessar 59 sýningar. Leikfélag Hornafjarðar verður fulltrúi íslands á áhugaleiklistarhátíð í Osló í sumar, og sýnir leikritið Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson í leikstjórn Jóns Sigurbjörnssonar. Aðalfundur Norræna áhugaleiklistarráðsins verður haldinn á Húsa vík í byrj un j úní n. k. Þá verður einnig ráðstefna sem fj allar um á hvern hátt nýta megi norræna goðafræði sem hugmyndabanka fyrir leikhúsið í dag. Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá Bandalaginu fyrir skömmu, Helga Hjörvar nýskipaður skólastjóri Leiklistarskóla íslands, lét af störfum og við tók Sigrún Valbergsdóttir áður leikhússtjóri hjá Alþýðuleikhú§inu. Formaður Bandalags íslenskra leikfélaga er Einar Njálsson frá Húsavík, aðrir í stjórn eru Halla Sigurðardóttir ísafirði, Kristrún Jónsdóttir Egilsstöðum, Guðbjörg Árnadóttir Akranesi og Sigurður Grétar Guðmundsson Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.