Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 25.05.1983, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 25. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 fr David Bowie til Islands: Tölum við manninn Aldursforseti Sambands ísienskra hippafríka telur David Bowie vera heilt skáld, á tóna, á orð, á flutning, og hvetur til að reist sé bráða- birgðasvið í Laugardalshöll svo Davíð fáist hingað á Listahátíð. RUV © 7.00 Veöurtregnir. Fréttir. Bæn Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: Sigurbjörg Jónsdóttir talar 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Laxa- börn“, eftir R.N. Stewart Þýöandi: Ey- jólfur Eyjólfsson. Guðrún Birna Hannes- dóttir les (3). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 10.35 Sjávarutvegurog siglingarUmsjón: Guðmundur Hallvarðsson. 10.50 Bréf frá Birnu“ smásaga eftir Val- borgu Bentsdóttur Höfundurinn les. 11.05 Létt tónlist Lecia og Lucienne, Stok- stad/Jensen, Earl Klugh og Vicky Leand- ros syngja og leika. 11.45 Úr byggðum Umsjónarmaður: Rafn Jónsson 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. í fullu fjöri Jón Gröndal kynnir létta tónlist. 14.30 „Gott land“ eftir Pearl S. Buck Magnús Ásgeirsson og Magnús Magnús- son þýddu. Kristin Anna Þórarinsdóttir les (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Hector Berlioz 15.40Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: Sögur frá æskuárum frægra manna eftir Ada Hensel og P. Falk Rönne „Andinn í fjöllunum", saga um William Tell Ást- ráður Sigursteindórsson les þýðingu sína (16). 16.40 Litli barnatíminn Stjómendur: Sess- elja Hauksdóttir og Selma Dóra Þor- steinsdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harð- ardóttir. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Gísla og Arnþórs Helgasona. 18.05Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.45Tilkynningar. Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur þáttinn. Tónleikar. 20.00 Kórsöngur: Danski útvarpskórinn syngur. Svend S. Schulz stj. 20.25 Frá norrænum tónleikum í Stokk- hólmi s.l. haust. Sinfónfuhljómsveit sænska útvarpsins leikur, Göran Nilsson stj. Einsöngvari: Jaakko Tyhánen. a. Óperuaríur eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Giuseppe Verdi. b. Sinfónía nr. 1 i D-dúr op. 4 eftir Johann Svendsen. (Hljóðritun frá sænska útvarpinu). 21.40 Útvarpssagan: Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar Þorsteinn Hannesson les (19). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins 22.35 iþróttaþáttur Umsjón: Samuel örn Erlingsson. 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok RUV 17.45 Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spyrnu Úrslitaleikur Itölsku meistararn- ir Juventus frá Torino og vestur-þýsku meistararnir Hamburger Sportverein leika til úrslita um Evrópubikarinn á Ólympíuleikvangnum í Aþenu. Bein út- sending hefst kl. 18.00 20.15 Fréttir og veður 20.45 Auglýsingar og dagskrá 20.55 Myndir úr jarðfræði Islands 3. Eld- stöðvar Fræðslumyndaflokkur í tíu þáttum. Umsjónarmenn: Ari Trausti Guðmundsson og Halldór Kjartansson. Upptöku stjórnaði Sigurður Grimsson. 21.20 Dallas Bandarískur framhaldsflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Úr safni sjónvarpsins 4. Til um- hugsunar í óbyggðum Nú fer í hönd tími mikilla ferðalaga um byggðir og óbyggðir landsins. I ferð sjónvarps- manna með Guðmundi Jónassyni í Þórs- mörk og Landmannalaugar er bent á mörg víti sem varast ber í öræfaferðum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Áöur á dagskrá Sjónvarpsins 1980. 22.45 Dagskrárlok Sjónvarp kl. 17.45 Fótbolti Nú verður gaman fyrir fótboltafrík I dag. Klukkan 17.45 verður nefnilega bein útsending í sjónvarpinu frá úr- slitaleik um Evrópubikarinn. Pað eru ítölsku meistararnir Ju- ventus frá Torino á Ítalíu og vestur- þýsku meistararnir Hamburger Sportverein, sem leika á Ólympíu- leikvangnum í Aþenu. Beina útsend- ingin hefst klukkan 18.00 en ætli Bjarni Felixson segi ekki nokkur orð áður. Herra ritstjóri. Með því nú er til umræðu hvað dægur-, sem kallað er, -tónlistar skuli á listahátíð reynist ég mér að óvörum skyldugur til að leggja orð í belg. Mér skilst að sá möguleiki kunni að vera fyrir hendi að Dav- íð Bowie þægi boð hingað. Ef svo er væri fáránlegt annað en bjóða honum. Munandi tíma sirka tvenna komma sjö, og hafandi í gegnum þá hlustað með aldrei færri eyr- um en öðru eftir hverju því er hljómi vel, getur mér ekki þótt annað í dag en að hr. Bowie standi ásamt örfáu listafólki öðru eins og klettur upp úr þeim drullupolli meðalmennsku og andleysis sem á ströndum norður Atlantshafs gengur af óskiljan- legum ástæðum undir nöfnum er vitna í bæði tóna og list. Að vísu er ég skömm skár sátt- ur við það sem heyrist í hinu al- menna útvarpi en við hitt sem heyrist ekki. Mér hefur þótt mín- Reiður lesandi skrifar: Það er margt rætt og ritað um svokallaða stéttskiptingu hér á landi og sýnist sitt hverjum. „Hér hafa það allir svo gott,“ segja sumir og strjúka sólbrúna vel- megunarístruna af velþóknun, en ir fuglar fagrir. Á dögum Cream og Hendrix var sem annar hver jarðarbúi syngi svo þróttmikilli röddu sem þeir. í dag er leitun að fólki utan kiassískrar hefðast sem ekki virðist fyrirlíta eigin verk. Ekki að sú leitun þurfi endilega að vera löng. Pönkið, eins og það kýs að kalla sig - tja - sumir bestu vinir mínir eru pönkarar - en það er jú eins og ekki alveg útsprung- ið blóm. Og ef út í það er farið, má segja að tónlist umrædds Bowies sé ein megin þeirra æða er tengja pönkið við aðra tónlist fyrr og síðar. En sú er ekki frágangssökin, heldur hin sem einfaldari er: að Bowie er heilt skáld, á tóna, á orð, á flutning, og hann er mátt- ugt skáld. Önnur sem mér vitan- lega koma til álita hafa hvorki til að bera heillyndi né verulegan mátt. Að vísu hefur mér skilist að fyrir hendi sé fræðilegur mögu- leiki á því að tónleikar hr. Bowie geti orsakað heróínneyslu, eins sjá ekki eða vilja ekki sjá lífskjaramuninn sem hér er. Og það er kannski ekki von að velmegunarfólkið sjái flísina í augum landsins, því fólk á einka- bflum sér aldrei neitt. Ef það tæki t.d. einhvern tíma strætó sæi það, og kvikmyndin Wir Kindern Des Bahnhofs Tiergarten bar svo eftirminnilegt vitni um. Þó er þetta ekki sannað, og sumir alls áreiðanlegir vísindamenn telja nokkuð víst að engin tengsl séu í raun. En þó væru, eða séu, er held ég hverfandi hætta á smiti hér á skerinu. Ég get sjálfur borið um það, hve fíkniefnalögreglan okkar er starfi sínu vaxin. Semsé mjög vei. Eða mátulega er kann- ski rétta orðið. Allavega þurfum við tæpiega að óttast. Þó sumum bara á klæðaburði fólks, að hér búa margar stéttir. Einu merki stéttaskiptingar langar mig til að koma á framfæri - og jafnvel fá einhver svör við hjá bæjaryfirvöldum ef þau nenna þá að svara. Það mál varðar sorphreinsunardeild borg- arinnar. Þannig er, að ég hef sem leigjandi þurft að flytja æði oft undanfarin ár og hef þá búið í mismunandi hverfum borgarinn- ar, fínum sem ófínum. Og það hefur vakið athygli mína, að sorphreinsunarbflar borgarinnar koma á mjög mismunandi tfmum í hin ýmsu hverfi. Þannig koma bflarnir í Breiðholtshverfin um áttaleytið á morgnana. í miðbæinn, þar sem ég bjó um skeið, komu þeir upp- úr sjö. En í fínni hverfum eins og Hlíðunum og á Högunum komu náttúrulega finnist mest gaman að óttast. Allt um það. Það mun vera hængur að sviðið í Laugardals- höll er lítið. Er eitthvert mál að reisa bráðabirgðasvið stærra? Ég meina tölum við manninn. Það á ekki að sleppa svona sjensum. Virðingarfyllst, f.h. sambands íslenskra hippafríka, Sigurður Jóhannsson aldursforseti. þeir ekki fyrr en uppúr klukkan níu eða síðar. Fína fólkið býr ekki á miðbæj- arsvæðinu né heldur í blokkunum í Breiðholtinu. Ófínna fólkið býr ekki í Hlíðunum eða á Högunum. Nú er það svo, að þessum sorp- hreinsunaraðgerðum fylgir ansi mikill skarkali og því hætt við að fólk hrökkvi af værum blundi þegar hreinsunarmenn eru á ferð (því má vel bæta við, að hávaðinn frá þeim er oft skelfilegur og ár- eiðanlega meiri en nauðsyn þyrfti að vera).. Mér segir svo hugur' um, að hér sé á ferðinni dæmi um skipulagningu að ofan, þ.e.a.s. raskið ekki ró góðborgaranna fyrr en þeir hafa silast á sínar breiðu fætur sjálfir. Látið almúg- ann hafa það. Eða er þetta bara tiiviljun? Ég held hreint ekki, en myndi fagna svari frá viðkomandi yfirvöldum. Leti Sigurður var einbirni, foreldrar hans voru ríkir, hann hafði því margt gott sem börn verða oft að vera án. Foreldrar hans gjörðu honum allt til yndis, þau vonuðu að hann mundi launa ástfóstrið með ástundun og framförum. En Sigurður hugsaði ekki um það, hann var sólginn í skemmtanir, en nennti ekki að læra og ekki að vinna. Foreldrar hans á- minntu hann oft, en hann afsakaði sig með ýmsu og lofaði þá stundum að bæta ráð sitt. En hann efndi það ekki, hann kunni aldrei það sem hann átti að læra og gjörði aldrei neitt til gagns, hann aðeins lék sér. Foreldrar hans urðu loksins gramir við hann. Hann varð fullorðinn og kunni ekkert og nennti ekki að gjöra neitt, honum leiddist allt. Hann iðraðist eftir hvað hann hefði verið latur, en það var of seint. Foreldrar hans dóu, hann eyddi á stuttum tíma því sem hann erfði eftir þá, því hann vann sér ekkert inn. Ættingjar hans voru fátækir og gátu ekkert styrkt hann, aðrir vildu það ekki. Hann lifði og dó í eymd, af því hann nennti ekki að læra neitt. Um sorphreinsun borgarinnar: Er fólki mismunað eftir hverfum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.