Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Vélakaupin í kísilmálmverksmiðjuna Anægjuleg tíðindi segir Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi iðnaðarráðherra „Það er ánægjuefni að stjórn Kísilmálmvinnslunnar hf hefur nú gengið frá samningum kaup á véla- búnaðinum fyrir verksmiðjuna og ekki síður um hversu hagstæða samninga þar er um að ræða“, sagði Hjörleifur Guttormsson al- þingismaður og fyrrverandi iðnaðarráðherra í samtali við Þjóð- viljann í gær, en eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá hefur verið gengið frá samningum um kaup á tækjum í fyrirhugaða kísilmálmvinnslu á Reyðarflrði. „Þótt enn vanti heimild alþingis til að hefja framkvæmdir við verk- Hjörieifur Guttormsson. smiðjuna tel ég að þessi ákvörðun stjórnar fyrirtækisins festi málið í sessi og sá bati sem orðið hefur á verði kísilmálms undanfarna mán- uði ætti einnig að auka mönnum bjartsýni", sagði Hjörleifur enn- fremur. „Fulltrúar ofanseljenda, Mann- esmann Demang í V-Þýskalandi komu á minn fund degi fyrir stjórn- arskipti er samningar voru á lokas- tigi. Það var ánægjulegt að fylgjast með þeirri hörðu samkeppni sem var á milli Demang og Elkem AS í Noregi um tilboð í vélabúnaðinn og að stórfelld lækkun fékkst fram frá fyrstu tölum og tilboðum þess- ara aðila. Þetta hefur sjálfsagt mikla þýðingu fyrir afkomu fyrir- tækisins þar eð hér er um verulegan hluta af stofnkostnaði verk- smiðjunnar að ræða“, sagði Hjör- leifur Guttormsson alþingismaður að lokum. Úlfar Þormóðsson á Spegilinum Saksóknari ekki lesið Spegilinn Filmur, pappírar og önnur gögn gerð upptæk án úrskurðar. - Ríkissaksóknari gat ekki sagt mér hvaða atriði væru tilefni þess- ara aðgerða, sagði Úlfar Þormóðs- son útgefandi Spegilsins er Þjóð- viljinn leitaði fregna í gær um hvernig Spegilsmálið stæði. Ríkis- saksóknari sagðist ekki hafa lesið blaðið og gæti ekki bent á neitt sér- stakt, en ég ætlaði að þurrka það út sem færi fyrir brjóstið á embættis- mönnum og gefa Spegilinn þannig út, sagði Úlfar. Á mánudagsmorgun fóru lög- reglumenn og tóku allar plötur og filmur af Speglinum í prentsmiðju Odda, - og einnig þau eintök sem ætluð eru til prentskila á Lands- bókasafnið. Þetta var gert án þess að þeir hefðu beðið um leyfi eða gefið út úrskurð. - Þessir menn fóru einnig heim til dreifingarstjóra tímaritsins og tóku þar afgreiðslunótur án þess að sýna heimild og þó ég hefði farið fram á úrskurð um þetta atriði. - Saksóknari sagði mér að hann væri að bíða eftir skýrslum utan að landi um hvernig gengi að gera upplag Spegilsins upptækt. Og það væri fyrst eftir að þær skýrslur hefðu borist, að hann tæki til við að meta hvort hann legði fram kæru eða ekki. Svona er nú undarlegur gangur í réttarkerfinu í þessu lýðræðisþjóðfélagi, sagði Úlfar Þormóðsson, útgáfustjóri Spegils- ins að lokum. - óg Úlfar Þormóðsson. Þarf ekki heimild! segir ríkissaksóknari „Meginreglan er sú að húsleitar- heimildar er þörf ef lögreglan fer inn í t.d. híbýli manna og leggur þar hald á gögn sem tengjast rann- sókn mála. Hins vegar er heimild í lögum sem segir að ef lögreglan telji að bið eftir útgáfu slíkrar húsleitar- heimildar geti tafíð rannsókn máls- ins eða spillt því með einhverju móti, þá megi hún leggja hald á muni án þessarar útgefnu hús- Ieitarheimildar“, sagði Þórður Björnsson ríkissaksóknari í gær. William Möller hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík sagði allar aðgerðir lögreglunnar vera gerðar í samvinnu og með leyfi Úlfars Þormóðsonar útgefanda Spegils- ins. Hefði engu valdi verið beitt við þessar aðgerðir. Lögreglunni hefði einungis verið gert að annast tiltek- inn hluta sem tengdist rannsókn málsins en stðan væri það ríkissak- sóknara að taka við. Kvaðst Wil- liam búast við að málið færi úr höndum lögreglunnar til ríkissak- sóknara fyrir helgi. Aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar:_ Formaður fXJF ráðínn Finnur Ingólfsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra, Halldórs Asgríms- sonar. Landsvirkjun: 19% hækkun á rafmagni nota raforku sem aflgjafa. í frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að niðurgreiðslur til íbúðarhúsahitun- ar verði auknar til mótvægis við þessa hækkun. Ríkisstjórnin lagði blessun sína á þessar hækkanir á fundi sínum í gær. - hól. í gær heimilaði iðnaðarráð- herra, Sverrir Hermannsson, hækkun á heildsölugjaldskrá fyrir- tækisins frá og með deginum í dag um 19%. Jafnframt heimilaði iðnaðarráð- herra 9,5% hækkun á gjaldskrám rafveitna og þeirra hitaveitna sem Finnur er fæddur 1954 í Vík í Mýrdal, lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum 1978 og hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands frá 1979. Hann hefur starfað sem framkvæmda- stjóri Prjónastofunnar Kötlu hf. í VÍk frá 1975 til 1976, og sem fram- kvæmdastjóri Prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöðum frá 1977 til 1978. Finnur var formaður Stú- dentaráðs Háskóla íslands 1981 til 1982. Hann er núverandi formaður Sambands ungra Framsóknar- manna. Frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Tómatatíðinhafin Tómatar lækkuðu í verði hjá Sölufélagi garðyrkjumanna sl. mánudag og selur félagið nú kQóið á krónur 70 í stað 100 áður. Hámarksálagning á grænmeti er 3 prósent, þannig að hámarksverð úr verslunum er krónur 96,60 Agúrkurnar hafa einnig lækkað frá því þær komu fyrst á markað og kostar kílóið nú frá Sölufélagi garðyrkjumanna krónur 35, hámarksverð úr verslun krónur 48,30. Annað íslenskt grænmeti, sem Sölufélagið héfur á boðstólum er salat og kostar stykkið frá þeim krónur 14, paprika á 108 krónur kílóið og steinselja sem kostar 9 krónur búntið. ast Tjaldstæðin á Laugarvatni verða opnuð laugardaginn 4. júní með afgreiðslu í tjaldmiðstöðinni, er hefur til sölu fjöl- breytt vöruúrval. Svart og sykurlaust - leikhús Stöður leikara eru lausar. Laun samkvæmt kjarasamningum Hjálparsveitar skáta, 3ja þrep (barnsburðardeild). Lysthafendur mæti að Hringbraut 119, sunn- udaginn 5. júní kl. 16. Vegna flutnings er til sölu kojur (fulloröinsstærð) vel með farnar kr. 4.900 (nýjar kr, 7.900. Club-stólar kr. 400n stykkið (nýir kr. 860) o.fl. Sími 23277 til kl. 16.00. - Sif. VMSI Skrifstofur VERKAMANNA SAMBANDS ÍSLANDS verða lokaðar 6.-9. júní n.k. vegna flutninga. Opnað verður aftur föstudaginn 10. júní aö Suðurlandsbraut 30 sími 8 64 10. Verkamannasamband íslands Skóli fatlaðra Ákveðið hefur verið að kanna áhuga fatlaðra á skólavist veturinn 1983-1984. Fyrirhugað er að byrja á nýjum áfanga í tölvu- og bók- haldsnámi 5. september. Upplýsingar veitir Hólmfríður Gísladóttir, á skrifstofu Rauða kross íslands í síma 91- 26722 og tekið á móti umsóknum til 20. júní. Rauði kross íslands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.