Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1983.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
.Pökkup; Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttjr
Utkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Tuðið í
Tímanum
• Þegar ritstjórum Tímans gefst tóm til þess frá hávaðarifrildi við
hitt stjórnarmálgagnið, Morgunblaðið, er því skotið inn í leiðara
blaðsins að samkvæmt tillögum Alþýðubandalagsins hefði ekki átt
að koma nein kauphækkun 1. júní. En það er sama hvernig Þórar-
inn Þórarinsson tuðar í Tímanum til þess að blekkja lesendur og
bera blak af Framsóknarflokknum með rangfærðum samanburði.
Alþýðubandalagið hefur birt allar þær tillögur sem það gerði í
viðræðum um stjórnarmyndun og verður metið af því en ekki
tuðinu í Tímanum.
• Til upprifj unar er vert að minna á tillögur Alþýðubandalagsins í
kaupgjaldsmálunum. 20. maí lagði Svavar Gestsson fram
viðræðugrundvöll í tilraun sinni til myndunar stjórnar allra flokka
nema Sjálfstæðisflokksins. Þar segir m.a.:
„Greiðslu verðbóta svo og öllum hækkunum verðlags um næstu
mánaðamót verði frestað til 1. júlí svo að tími gefíst til samninga-
viðræðna við samtök Iaunafólks um hvernig dregið verður úr þeim
miklu víxlhækkunum kauplags og verðlags sem framundan eru.
Hafnir verði samningar verkalýðshreyfíngarinnar og atvinnu-
rekenda um launastefnu til tveggja ára sem hafí þessa viðmiðun:
1. Að verðbólga magnist ekki frekar en orðið er og verði komin í
55-60% um næstu áramót og verði ekki hærri en um 35% í lok
ársins 1984.
2. Að kaupmáttur meðallauna og Iægri launa verði ekki að meðal-
tali á neinu þriggja mánaða tímabili lægri en nemur falli þjóðar-
tekna frá árinu 1981 til 1983 og að kaupmáttur launa aukist
strax með hækkandi þjóðartekjum.
3. Að tryggð verði full atvinna.
4. Að viðskipti við útlönd komist í jafnvægi.
Ef samkomulag næst um lækkun verðbóta á Iaun komi á móti
lækkun verslunaráiagningar, lækkun vaxta, verulega minni lækk-
un á gengi krónunnar en ella hefði orðið og takmarkaðar hækkanir
innlends verðlags þám búvöruverðs og fískverðs.
Gerðar verði ráðstafanir til þess að koma til móts við láglauna-
fólk með sérstökum félagslegum aðgerðum til þess að jafna lífs-
kjörin í landinu.
Verðbótakerfíð verði endurskoðað og tekinn upp nýr vísitölu-
grundvöllur. Sett verði þak á vísitölubætur á hæstu Iaun.“
• Þessar tillögur Alþýðubandalagsins sýna svo ekki er um að
villast að það var reiðubúið til þess að taka áf festu á víxlhækkun-
um verðlags og kaupgjalds en þó með fullri hliðsjón af þróun
þjóðartekna og nauðsynlegu tilliti til jöfnunar lífskjara. Það er
regindjúp staðfest milli þessara tillagna og aðgerða ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar sem rýja munu launafólk inn að
skinni.
-ekh
Stjórnarandstaðan
mótmœlir
• Það eru merk tíðindi þegar stjórnarandstaðan nær saman strax í
fyrstu viku eftir stjórnarskipti og gerir sameiginlega ályktun til
þess að mótmæla aðför stjórnarinnar að samningsrétti launafólks
til þess að krefjast að Alþingi verði kvatt saman hið fyrsta. Ýmsir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa tekið undir kröfu stjórnarand-
stöðunnar um að þing verði kvatt saman í fullkominni andstöðu
við forsætisráðherra, sem vill fá að vera í friði fyrir þinginu og
halda áfram að sýna því vanvirðu. í bréfi stjórnarandstöðunnar,
Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Bandalags jafnaðarmanna og
Samtaka um kvennalista, til forsætisráðherra er minnt á að þing-
flokkur Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafi
lýst þeim vilja sínum að þing ætti að koma saman fljótlega eftir
kosningar, m.a. vegna kjördæmamálsins. Bent er á að komi Al-
þingi ekki saman fyrr en 10. október hafi landið þá verið án þings í
tæpa sjö mánuði, og eðlilegt sé að Alþingi starfi að minnsta kosti
venjulegan starfstíma á þessu ári. Einnig hljóti að teljast eðlilegt
að stjórnarandstaðan fái hið fyrsta tækifæri til þess að hafa áhrif á
hin umdeildu bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar. Um þau segir
stjórnarandstaðan að þær ráðstafanir sem stjórnin hafi gripið til
snerti nær eingöngu kjör launafólks. Stjórnarandstaðan mótmælir
því harðlega að samningsrétturinn skuli hafa verið afnuminn með
lögum og segir að með þessum einhliða aðgerðum hafi ríkisstjórn-
in tekið þá áhættu að stofna vinnufriði í landinu í hættu. Hinar
harkalegu árásir stjórnarinnar á lífskjör almennings hafa knúið
stjórnarandstöðuna til sameiginlegra andsvara og þó að skoðanir
séu skiptar innan hennar eins og Ragnar Arnalds formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins áréttar í samtali við Þjóðviljann, þá
ber stjórnarandstæðingum skylda til þess að leita samstöðu gegn
þeirri stórsókn íhaldsaflanna sem bersýnilega er hafin.
klippt
Alþingi komi
þegar saman
Þegar ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen stóð fyrir setningu
bráðabirgðalaga í fyrra og boðun
efnahagsráðstafana (sem voru þó
ekkert í líkingu við harðvítugar
ráðstafanir ríkisstjórnar Fram-
sóknar og Sjálfstæðisflokks nú),
kom þegar fram sú krafa þáver-
andi stjórnarandstöðu Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks, að
þing yrði þegar kallað saman. Al-
þýðubandalagið gerð einnig
kröfu um þetta, strax eftir að
ráðstafanirnar höfðu verið
kynntar og formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins benti á, að
það væri verkefni forsætisráð-
herra að ganga úr skugga um það
hvort ráðstafanir af þeim toga
hefðu meirihluta eða ekki. Sam-
starfsaðilar Alþýðubándalagsins
féllust ekki á þessa kröfu - og
þingið var ekki kallað saman fyrr
en um haustið illu heilli.
Um þetta leyti létu þáverandi
talsmenn stjórnarandstöðu til sín
heyra um að alþingi yrði kallað
saman. Geir Hallgrímsson var
manna skeleggastur í þessari
kröfugerð - og sagði að jafnvel
minnsti vafi um meirihluta rétt-v
lætti að þingið yxði kallað saman.
Meirihluti
fylgjandi?
Nú hafa talsmenn allrar stjórn-
arandstöðunnar gert kröfu um að
þingið verði kallað saman, enda
fáheyrðar jafn harkalegar
aðgerðir gagnvart launafólki í
landinu og þær sem ríkisstjórnin
stendur fyrir; meira að segja af-
nám samningsréttar í veigamikl-
um atriðum. Slíkar grundvallar-
breytingar hljóta að krefjast
þingræðislegrar umfjöllunar.
Forsætisráðherrann nýi svar-
aði í fyrstu umferð einsog líkindi
voru til. Hann sagði að ríkis-
stjórnin hefði sterkan meirihluta
áð baki. Nú hefur hins vegar það
gerst að fram eru komnar rök-
studdar efasemdir um þennan
meirihluta alveg einsog í fyrra.
Morgunblaðið skýrir frá því á
baksíðu' í gær, að innan beggja
stjórnarflokkanna, Sjálfstæðis-
og Framsóknarflokks, séu raddir
uppi um að þing verði kallað
saman.
Morgunblaðið segir: „Þeir
þingmenn stjórnarflokkanna,
s.em vilja að Alþingi komi saman
fljótlega, vilja að þar verði um að
ræða reglulegt þinghald, sem
standi í 2-3 vikur, en verði síðan
frestað til hausts“. Þar kemur og
fram að þingflokkar stjórnar-
flokkanna hafi ekki tekið endan-
lega afstöðu til þessa máls.
Það er engin ástæða til að efast
um sanngildi þessara fregna í
Morgunblaðinu, sem er stjórnar-
málgagn. Þetta þýðir einnig að
vafi leikur á hvort hinar harðvít-
ugu efnahagsaðgerðir ríkisstjórn-
arinnar njóta meirihlutafylgis á
alþingi. Umfram allt er þó komin
frekari réttlæting á þeirri kröfu-
gerð stjórnarandstöðunnar að al-
þingi verði kallað saman og fjalli
um þau mál sem það er til kosið.
Landinu verður ekki stjórnað
með tilskipunum, að ekki sé
minnst á lagaboð um afnám kjar-
asamninga. Forsætisráðherrann
nýi getur ekki skorast undan
þessari kröfu, nema taka sér al-
ræðisvald.
Ætla þeir að
þegja á þingi?
Nú þegar þorri almennings og
nær allt launafólk á að axla
byrðar af kreppu fjármagnsins
hlýtur að brenna á talsmönnum
samtaka launafólks. Allt starf
launamannasamtakanna er undir
því komið, að samningar þeirra
samtaka séu virtir og það sé með
reglubundnum hætti hægt að
segja upp samningum og endur-
nýja þá.
Nú hefur það hins vegar gerst
að ríkisstjórn ríka fólksins hefur
ráðist á helgustu réttindi verka-
lýðshreyfingarinnar og numið úr
gildi samninga að hluta og bann-
að samninga næstu tvö ár. Engin
samtök launafólks geta unað við
slíkar ráðstafanir - og öllum má
ljóst vera að hér er verið að efna
til stríðs við launafólk.
Það er m.a. af þeirri ástæðu
sem sú spurning hlýtur að vakna
hvað þeir menn innan þingflokks
Sjálfstæðisflokksins hyggjast
gera sem hafa valist til trúnaðar-
starfa innan samtaka launafólks -
og gegna jafnvel slíkum störfum
enn. Mun Gunnar Schram for-
maður BHM sætta sig við að
samningsréttur sé afnuminn?
Mun hann þegja á þinginu sem
forsætisráðherra verður að kalla
saman á næstu vikum?
Ætlar Pétur Sigurðsson trún-
aðarmaður sjómannasamtak-
anna að sitja þegjandi undir því
að 30% séu tekin af sjómönnum
umfram almennar kjaraskerðing-
ar uppá þriðjung sem allir nema
hinir ríku eiga að bera samkvæmt
ósk ríkisstjórnar burgeisanna?
Ætlar Halldór Blöndal fulltrúi
á ASÍ þingum að þegja á löggjaf-
arsamkomunni í sumar?
Innan Sjálfstæðisflokksins er
til svokallað verkalýðsmálaráð,
sem getur ekki frekar en þorri
almennings horft aðgerðarlaust
uppá þau ósköp sem þessi ríkis-
stjórn er að boða til.
Ætlar Sigurður Óskarsson for-
maður verkalýðsmálaráðs Sjálf-
stæðisflokksins að horfa í gaupnir
sér undir þessum árásum ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins?
Eða ætlar Björn Þórhallsson
varaforseti ASÍ að sætta sig við
að helgustu réttindi samtaka
launafólks séu afnumin? -óg
Vísitala
lyginnar
Undarleg er sú árátta borgara-
legra fjölmiðla að klifa á ósann-
indum og búa til almenningsvið-
horf gagnvart pólitískum and-
stæðingum sínum. Það er von að
margur lesandinn láti blekkjast af
slíkum málflutningi, en það er oft
grátbroslegt þegar slíkir fjölmiðl-
ar fara að trúa bullinu úr sjálfum
sér.
Meðal þeirra ósanninda um
Alþýðubandalagið, sem lítið lát
er á jafnvel eftir kosningar, eru
síendurteknar fullyrðingar um að
Alþýðubandalagið hafi ekki vilj-
að og vilji ekki breyta vísitölu-
grundvellinum.
Alþýðubandalagið hefur fylgt
stefnu hliðstæðri stefnu Verka-
mannasambandsins í vísitölumál-
um. Svavar Gessson formaður
Alþýðubandalagsins lagði og ríka
áherslu á það t.d. í stjórnarmynd-
unarviðræðum að ef skerða ætti
vísitölubætur að einhverju, yrðu
kjör annarra stétta einnig skert.
Það eru stéttirnar og milliliðirnir
sem besti vinur stórkaupmann-
anna Geir Hallgrímsson lætur
einsog séu ekki til þegar hann
ræðir efnahagsmál.
Þak á
vísitöluna
Sú vísitala lyginnar sem kemur
fram í greinum og ritstjórnar-
skrifum í hægri pressunni í gær,
Tímanum og Mogganum, - og
Alþýðublaðinu í fyrradag segir
meir um þessi málgögn heldur en
stefna Alþýðubandalagsins í vísi-
tölumálum.
Til að þessi dagblöð þurfi ekki
að ljúga neinu á morgun um þetta
atriði er rétt að birta hér tillögur
Alþýðubandalagsins sem síðast
komu fram fyrir hálfum mánuði í
stj órnarmyndunarviðræðum
undir forystu formanns Alþýðu-
bandalagsins:
• Ef samkomulag næst um lækk-
un verðbóta á laun komi á móti
lækkun verslunarálagningar,
lækkun vaxta, verulega minni
lækkun á gengi krónunnar en ella
hefði orðið og takmarkaðar
hækkanir innlends verðlags,
þ.á.m. búvöruverðs og fiskverðs.
• Verðbótakerfið verði endur-
skoðað og tekinn upp nýr vísi-
tölugrundvöllur. Sett verði þak á
vísitölubætur á hæstu laun.
• Gerðar verði ráðstafanir til
þess að koma til móts við lág-
launafólk með sérstökum félags-
legum aðgerðum til þess að jafna
lífskjörin í landinu.
-óg
-ekh