Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNJ Föstudagur 3. júní 1983. Bridge Það er ansi neyðarlegt í tvímenning, stundum, aö spiia andstæðingana upp úr skónum og stela „heim" óhugnanlegum samning, og uppgötva síöan að skorblaðið hefur sína skoðun á hlutunum. Frá spilak- völdi hjá Bridgefólagi Breiðholts. N gefur, A-V á hættu: Norður S43 H 10864 TA63 LG1086 Vestur SG962 HKD32 T1074 LD4 Austur S A108 HAG7 TKG9 LA752 Suður SKD75 H95 TD852 LK93 N-S voru spilarar til alls vísír, en þetta kvöld hafði gengið treglega. Norðri fannst þvf orðið tími til að „gera eitthvað" (..eins og oft áður). Hann ákvað að vekja á 1- grandi, með 5 punktana. - „Eins og í Prec- ision, eða svoleiðis," sagð'ann. Austur passaði, hlakkandi (það sást svosem...) og Suður 2-lauf. Það var passað út, þött Austri þætti það sárt. Suður sat hugsi. Nú, útspilið var hjarta og litnum var spil- að í þrígang. Suður trompaði. Spilaði tígli á as og tígli sem Austur vann með kóng. Það virtist tilvalið að royna smáspaða. Kóngur. Nú tók sagnhafi á tigul dömu og hélt síðan áfram með 13. tígulinn. Vestur kastaði spaða, ...en sagnhafi trompaði í borði með áttu. Auslur mátti missa einn spaða., Hjarta-10 þá og þótt Austri liði nú sjáanlega illa, trompaði hann og S trompaði betur. Lítill spaði og A var inni á ás. Næst kom tromp undan ásnum (..ef fé- lagi á domu..) og stakur kóngur átti slaginn. Spaði trompaður i blindum og nú varð Austri að orði: Sama hvað ég geri, og að svo mæltu undirtrompaði hann i 12. slagl Vægast sagt, furðulegt alit saman. Austur virðist hafa sannfærst um að sagn- hafi ætti tromp-drottninguna, úr því hann „sleppti" svíningunni! Nú, 90 hlaut að vera dágóð tala, og alveg áreiðanlega úr því N-S áttu hana. Skorblaðið hélt nú ekki. Súlu af 300-200 og 100 í N-S sýndi það. Það má því segja sem svo, að þjóf naöur- inn hafi heppnast vel, en ránið komist upp. Skák Karpov að tafli - 147 abcdefgh Ljubojevic - Karpov Hver er besti leikur svarts? Staðan kom upp í 3. umferð alþjóðlega mótsins í Manila og á þessu augnabliki var Karpov með '/2 vinning úr 2 skákum. I þessari stöðu hitti hann á bráðsnjalla leið: 31. ..exf3l 32. Rxf3 (Svartur gat ekki leikið 32. Dxc5 vegna 32. - Hxe1 + 33. Hxe1 (ef 33. Dg1 þá 33. - fxg2+ 34. Kh2 Bd6 mát!) fxg2+ 34. Kh2 Bxc5 og svartur vinnur.) 32. ..Dxc2 33. Dxa6 Bxf3 34. gxf3Hxe1 + 35. Hxe1 Rh5! (Með hótununum 36. - Rg3+ og 37. - Bc5+.) 36. He8 Df2l 37. Hxf8+ (Eini varnarmöguleikinn, en hann dugar þó skammt.) 37. ..Kxf8 38. Da3+ Ke8 39. Da4+ Ke7 40. OM+ Kf6 41. Dd6+ Kg5 42. De5+ Kh6 - og Ljubojevic gafst upp. Ekki vann Karp- ov fleiri skákir í móti þessu. Hann gerði jafntefli í þeim þrom skákum sem eftir voru. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Torre 4% v. 2. Karpov 3 v. 3. Ljubojevic 2V2 v. 4. Browne 2 v. Grace Jones hér Grace Jones veitti Ijósmyndaran- um góðfúslega leyfi til að smella af nokkrum myndum í flýti fyrir utan flugstöðina í Keflavík í gráum og heldur svölum sumar- morgni. Myndir SG. Það var aldeilis fótaferðin á okkur Sævari Guðbjörnssyni út- litsteiknara, en að þessu sinni ljósmyndara, ígærmorgun, þegar við lögðum í'ann til Keflavíkur til að reyna að ná mynd af hinni sér- stæðu söngkonu Grace Jones, sem væntanleg var með flugi frá henni Ameríku kl. 5.45. fyrir há- degi. En það var óguðlegur fótaf- erðartími hjá fleirum þennan morgun, og jafnvel enginn hátta- tími í skynsamlegri fjarlægð þar á undan hjá sumum. Grýlurnar voru á förum til Danmerkur og áttu að mæta ki. 6.00 (líka fyrir hádegi) á Keflavíkurflugvelli og fékk því helmingur þeirra að fijóta með Þjóðviljapakkinu, ásamt ósköpunum öllum af drasli sem Grýlur hafa með sér í Skand- inavíuferð til þriggja vikna. Eins gott að þær gerðu ekki ráð fyrir lengri dvöl, því að allir fóru hrey- fingarlausir til Kefiavíkur nema bflstjórinn, sem gat hreyft aðra höndina og allir sauðirnir voru svo heppnir að bensínfóturinn lenti á milli bensíngjafarinnar og gítartöskunnar...og komst liðíð því rétt í tæka tíð á áf angastað þar sem baksætisbílstjóranum tókst að smokra hnakkanum upp á bremsuna. Verandi á síðustu stundu, „smeygði" Sævar sér út úr bifr- eiðinni með myndavél á magan- um, en skildi eftir sig marbletti á sumu af innihaldi bílsins og hvarf. ...Hrúgan úr bflnum sorteraðist í Grýlur og þeirra hafurtask með erfiðismunum ærnum, og allir búnir að gleyma Grace þarna í suddalegu morgunsárinu...nema Sævar, sem rétt náði í skottið á henni áður en hún lagði af stað til Reykjavíkur. Þar skemmtir hún í kvöld í Sigtúni, en annað kvöld, laugardag, í Safarí. Miðar eru seldir í hljómplötuverslunum Fálkans og svo við innganginn, ef einhverjir miðar verða þá eftir. Við getum hinsvegar sagt af reynslu gærdagsins að það er þægilegra og árangursríkara að vera ekki á síðustu stundu. Góða skemmtun. A Grýlur okkar þar Grýlurnar í Flughöfninni í Kefla- vfk í gærmorgun, eldsnemma og eldhressar (...svefngalsi, sagSi einhver): Ragnhildur, Linda, Inga Rún, Herdis. Þær voru að leggja af stað í hljómieikaferð um Skandinavíu og áttu að spila strax iim kvöldið í Kaupmannahöfn. Ljósm.SG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.