Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1983. Föstudagur 3. juní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 „Kúlan", vinnustofa Ásmundar í byggingu. Það er Asmundur sem er efst uppi á hvelfingunni. Ékki er vitað hver tók þessa mynd. Steypuvélin sem framleiddi efniviðinn í Kúluhúsið var knúin áfram af þessari stórmerkilegu vindmyilu sem Ásmundur hannaði sjálfur. Listamaðurinn virðir fyrir sér verkið. Vindmyll- an var ekki eina „uppgötvun" Ásmundar. Hann hannaði þúfnasláttuvél og sótti um styrk til Alþingis til að fit að fullgera vélina en fékk synjun. Byggingarframkvæmdirnar á fullu. Það er Asmundur sem er í stiganum, en seinni kona hans, Ingrid Sveinsson, horfir í átt til Ijósmyndarans. „Ásmundur vann þetta hús eins og öll sín listaverk; hann hnoðaði það í höndunum," sagði Gunnar Kvaran. „Pýramídarnir" svokölluðu í byggingu. Myndin sennilega tekin um miðjan fimmta ára- tuginn. Gunnar B. Kvaran listfræðingur: ÞESSIR DIGRU FÆTUR, 99 PESSÍ MASSIVILIKAMI" „Það mun hafa veriö í ársbyrjun 1977 sem Reykjavíkurborg fékk þá tilkynningu frá þekktasta myndhöggvara landsins, Ásmundi Sveinssyni, að eftir hans dag væri saf n hans með öllum verkum eign borgarinnar. Gjöf þessi innifól hús þau sem hannhafðireistvið Kringlumýrarblett 10 við Sigtún og alla innastokksmuni. Þessari gjöf fylgdu eftirfarandi skilyrði: 1. Reykjavíkurborg annaðist allar nauðsynlegar viðgerðir á húseignum, bæði á myndverkum svo og á húsum. 2. Höfundarrétturvegna myndanna yrði eins og íslensk lög gera ráð fyrir, hjá eftirlifandi afkomendum. 3. Safninu yrði kjörin sérstök stjórn þar sem sæti ættu a.m.k. einn fulltrúi afkomenda Ásmundar með fullum tillögurétti og atkvæðisrétti er varða saf nið. 4. Sett skyldi reglugerð um starfsemina sem samþykkt yrði af borgarstjórn og safnstjórn. 5. Frummyndir í safninu yrðu varðveittar en safnstjórn fengi leyfi til að lána einstakar myndir út úr safninu ítakmarkaðan tíma Asmundarsafn opnar sem borgar- safn á 90 ára afmæli listamannsins til sýninga annarsstaðar. 6. Saf ninu skyldi haldið opnu fyrir Reykvíkinga og aðra þá er heimsæktu Reykjavík". Þannig mæltist Gunnari B. Kvaran list- fræðingi og nýráðnum safnverði Ásmund- arsafns. Um hvítasunnuna var safnið opnað í fyrsta sinn sem borgarsafn en þá var um hálft ár frá því að Ásmundur lést og 90 ár frá fæðingu listamannsins. Gunnar er nýráðinn safnvörður og er jafnframt eini starfsmaður safnsins. Opið er á hverjum degi frá kl. 14 til 17 nema mánudaga en þá er safninu lok- að. Þessi tilhögun gerbreytir hlutverki Ásmundarsafns því síðustu árin hefur það aðeins verið opið endrum og eins enda lá Ásmundur veikur síðustu æyiárin. Hús- vörður var ráðinn til að gæta safnsins en óskir um að fá að skoða það voru afgreiddar af Ásdísi dóttur listamannsins. Gunnar Kvaran er fæddur 1955 og að loknu stúd- entsprófi frá MR lá leið hans tii Frakklands þar sem hann stundaði nám í listfræði við Aix-en-Provance háskólann í Frakklandi, en þar stundaði hann jafnframt nám í forn- leifafræði og lauk BA-prófi í þeirri grein. MA-prófi í listfræði lauk hann 1981. Loka- ritgerð hans frá skólanum um listsköpun Guðmundar Guðmundssonar, Errós. Síð- an hann kom heim hefur hann stundað kennslu í listfræðum með því sem hann hef- ur skrifað myndlistargagnrýni í DV. Fyrir Reykjavíkurborg tók hann saman heimildir um listferil Ásmundar, flokkaði verk hans niður þannig að nú þegar liggir fyrir allítar- leg skrá yfir verk Ásmundar, þó enn sé margt ókannað. „Það vakti eigi alllitla athygli þegar Ás- mundur tók að reisa húsin sín í Sigtúni. Á þeim tíma lágu þau úr alfaraleið, voru eigin- lega lengst uppi í sveit", sagði Gunnar. „Ás- mundur byggði þessi hús aleinn. Hann teiknaði þau, smíðaði inn í þau o.s.frv'.. Þetta er auðvitað stórmerkilegt framtak, sérstaklega þegar haft er í huga að Ás- mundur var á þessum árum félítill og setti það mark sitt á bygginguna. Efniviðurinn var því í ódýrara lagi, en á hinn bóginn var byggingarlagið með þeim hætti að menn hreinlega rak í rogastans. Ásmundur flutti inn í byrjun 5ta áratug- arins og bjó þar æ síðan. Húsin í Sigtúni samanstanda af sýningarsal og kúluhúsinu, en uppi í kúlunni var Vinnustofa Ásmundar en niðri bjó hann syo". Fór til náms 28 ára gamall „Árið 1919 þegar Ásmundur var 28 ára gamall fór hann til náms til Kaupmanna- hafnar. Hans veganesti sem myndhöggvara var ekki ýkja merkilegt þegar grannt er skoðað, því engin listhefð var til í landinu, engin skírskotun til verka annarra. í raun- inni má líta á Ásmund sem sveitamann, hann kom til Hafnar uppfullur af þjóð- legum sögualdarviðburðum og kemur inn í einhverjar stórkostlegustu hræringar í list- um í Evrópu. Kúbisminn hefur þarna kveðið sér hljóðs, abstrakt málverkið og ótal aðrir straumar. Eftir ár í Höfn hélt Ásmundur til Svíþjóðar þar sem hann var undir handleiðslu Karls Milles, virts lista- manns og frábærs kennara. Síðan lá ieiðin til Parísar og þegar Ásmundur kom heim til íslands var hann búinn að vera við nám í 10 ár, hámenntaður listamaður sem þó átti lífsstarf sitt framundan". Kúlan „í Kúlunni í Ásmundarsafni sem var vinnustofa Ásmundar getur að líta nokkur verk sem segja meir en mörg orð um þróun listsköpunar Ásmundar. Það er ljóst þegar maður virðir þessi verk fyrir sér að mikið umrót hefur átt sér stað í sálarlífi lista- mannsins. Alls kyns stefnur setja svip sinn á verk hans frá námsárunum. Forngrísku áh- rifin koma að öllum líkindum frá Milles kennara hans, en einnig má greina áhrif kúbismans á nokkur verk hans s.s. einsog þegar Sæmundur á selnum er skoðaður. Natúralisminn gægist fram hreinn og klár í Negranum, sérstæðu og fallegu verki Ás- mundar frá 1926. Þegar grannt er skoðað þá kemur hann fram í öllum þessum verkum. Þessi sterka línuáhersla, digrir fótleggir og sterkir sem einkenna mörg hans frægustu verk. Þessi stíleinkenni koma æ meir í Ijós eftir því sem líður á listferil Ásmundar, þó svo hann sé í raun alltaf að prófa sig áfram og þróa sig sem listamann. Það má líka benda á að Ásmundur var mikill áhugam- aður um ljósmyndun og^nótív hans á því sviði má finna í hans bestu höggmyndum", sagði Gunnar. Gunnar Kvaran er eini starfsmaður Ás- mundarsafns en í stjórn safnsins hafa verið skipaðir menn samkvæmt ákvæðum gjafa- bréfsins. Einar Hákonarson er formaður, en að auki eiga sæti Ásdís Ásmundardóttir, dóttir Ásmundar, Hafliði Jónsson garð- yrkjustjóri, góðvinur Ásmundar og hjálp- arhella, Hulda Valtýsdóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Þóra Kristjánsdóttir. -hól. Sýningarskálinn í smíðum. Hann var byggður nokkru eftir að kúluhúsið var fullgert eða í kringum 1950. "*^\íj^^íijjfcí Vinnuteikning af Voltaire. Teikningin er gerð á fyrstu námsárum Ásmundar í Danmörku og Svíþjóð f kringum 1920. Kennir þar forngrískra áhrifa. Heybandið. Vinnuteikning. Styttan var fullgerð árið 1935. GunnarB. Kvaranlistfræðingurognýráðinnforstöðumaður Asmundarsafnsígarðinumfyrir framan safnið. - Ljósm.: - Atli. Sæmundur á selnum (t.v.) eða „Selgrímur" eins og Halldór Laxness kallaði höggmyndina. Verkið tók miklum stakkaskiptum f tímans rás. „Margir þykjast greina afrísk áhrif f verkinu", sagði Gunnar. Tvö önnur verk Ásmundar eru með á myndmni, Kreppan frá 1934 og Vfkíngur frá 1928.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.