Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 16
m'imim Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Föstudagur 3. júní 1983. Hin mikla verðhækkun á mjólkurvörum Etur upp kauphækkunina 1. júní Venjuleg verkamannafjöl- skylda, hjón með þrjú börn, fékk í sinn hlut 1. júní rúmar 800 krónur í launahækkun. Það er aukningin sem ríkisstjórnin afhendir henni til þess að mæta á heilum mánuði hækkunum á lífsnauðsynjum og heimilisútgjöldum. Verðhækkun á mjólkurvörum varð 1. júní 25 til 30% og samtals má reikna með að útgjaldaaukning áðurnefndrar fjölskyldu sé 810 krónur á mánuði vegna mjólkurafurðanna einna. Það jafngildir allri þeirri 8% hækk- un sem varð á venjulegum mán- aðartekjum daglaunamannsins í Dagsbrún, Iðju, Einingu og öðrum félögum verkafólks á íslandi. Hækkunin á kaupinu um mánaða- mótin er í bókstaflegri merkingu ét- m upp af verðhækkun mjólkuraf- urðanna einna. Og þá er allt hitt eftir. Þetta kemur fram í grein sem Ólafur Ragnar Grímsson skrifar í Þjóðviljann í dag. -ekh Er vonandi tímabundið! sagði Albert þegar hann kvaddi borgarstjórn. „Ég mun sakna borgarstjórnar og vonandi verður aðskilnaðurinn aðeins tímabundinn, þó ekki sé ég að óska eftir skammiífi þessarar ríkisstjórnar", sagði Albert Guð- mundsson m.a. í borgarstjórn í gær. Hann lét þá af störfum forseta borgarstjórnar og var ieystur undan störfum borgarfulltrúa meðan hann gegnir embætti tjár- málaráðherra. Albert var kvaddur með virktum og þakkað samstarfið af fulltrúum meirihluta og minni- luta en hann hefur setið í borgar- stjórn síðan 1970 og sjaldan vantað á fundi þar eða í nefndum borgar- innar. Davíð Oddsson óskaði Albert velfarnaðar í erfiðu starfi fjármál- arráðherra og sagði að kveðju- stundinni fylgdu nokkrar væntingar um góð samskipti ríkis og borgar. Þá sagði hann að samstarfið við Al- bert hefði farið fram úr sínum björtustu vonum; þar hefði aldrei borið skugga á. Adda Bára Sigfúsdóttir sagðist heldur vilja hafa Albert hjá sér í borgarstjórn en í embætti fjármál- aráðherra. En ég er ekki svo bjart- sýn að halda að við fáum hann aftur hingað alveg strax, sagði hún. Adda þakkaði Albert sérstaklega einurð og dugnað við uppbyggingu á húsnaíði fyrir aldraða í Reykja- vík. Það gnæfir upp úr öðru sem Albert hefur lagt hönd á hér, sagði hún, og verður seint fullþakkað. Það var gott að eignast slíkan sam- herja í því máli árið 1970, sagði hún. Kristján Benediktsson sagðist ekki óska þess að Albert kæmi strax aftur í borgarstjórn. Það væri mjög nauðsynlegt að hann gegndi því starfi sem hann hefði nú tekið að sér út kjörtímabilið, eða í 4 ár. Sigurður E. Guðmundsson og Magdaiena Schram þökkuðu Al- bert einnig samstarfið og óskuðu honum heilla. Albert þakkaði hól- ið og góðar óskir. Eiít af því sem ég mun sakna hvað mest er einmitt samstarfið við þig, Adda mín, sagði hann og kvaddi síðan mann- skapinn. - ÁI Ingibjörg Rafnar fékk 4 atkvæði í forsetakjöri íhaldið valdi Markús Markús Örn Antonsson var í gær kjörinn forseti borgarstjórnar, en Albert Guðmundsson gegndi því starfi síðasta ár. Markús fékk 12 atkvæði Sjálfstæðismanna, Ingi- björg Rafnar sem var 1. varaforseti fékk 4 atkvæði og 5 seðlar voru auðir. Páll Gíslason var kjörinn 1. varaforseti og Magnús L. Sveinsson 2. varaforseti. Atkvæðin fjögur vöktu nokkra athygli á fundinum en þar sem at- kvæðagreiðslan var leynileg verða þau seint rakin. Fjölmiðlar höfðu gert því skóna að In^ibjörg yrði sjálfkrafa kjörin forseti borgar- stjómar og bent á fordæmið, þegar Auður Auðuns gegndi því emb- ætti. Töldu menn víst að konur úr minnihlutanum hafi viljað sýna henni stuðning sinn með at- kvæðunum en þær voru 5 á fundin- um. Ingibjörg Rafnar var hins vegar kjörin í borgarráð í stað Alberts. Þá tók Kristján Benediktsson við sæti miðflökkabandalagsins í borg- arráði af Guðrúnu Jónsdóttur. -ÁI Stóra Ferðahappdrættið. Dregiö eftir 3 cflaga lEflum Alþýðubandalagið í stjórnarandstöðu. Stemmum af kosningasjóðinn. Cecilia Smits við Holtabakka í gær. Skipið heldur utan með um þúsund tonna farm af skreið og hcrtum þorskhausum. - Ljósm.: - Atli. Skreiðarfarmur til Nígeríu Cecilia Smits, flutningaskip það sem Sambandið hefur tekið á leigu til skreiðarflutninga til Nígeríu, kom á sinn síðasta lestunarstað áður en það heldur til Nígeríu í gær. Það lagðist þá að bryggju að Holtabakka rétt við Sundahöfn og tók farm. Cecilia Smits heldur til Nígeríu um helgina og hefur þegar lestað á Húsavík, Dalvík, Ólafsfirði, Kefla- vík og nú síðast í Reykjavík. Farm- ur sem fer til Nígeríu samanstendur af 14.300 pökkum af hertum þorsk- hausum og 1100 pökkum af skreið. Þorskpakkarnir eru 30 kg. að þyngd hver, en skreiðarpakkarnir 45 kg. Farmur er því alls tæplega eitt þúsund tonn. Talið er að skipið verði 17 daga á siglingu áður en það landar í Port Harcourt í Nígeríu. Þetta er í fyrsta sinn um langt skeið að skreið fer til Nígeríu, en samdráttur í efnahagslífi landsins hefur orðið til þess að þessi mikil- Aðalfundur Blaðamannafélags íslands verður haldinn í húsakynn- um félagsins, Síðumúla 23, á morg- un laugardag. Hefst fundurinn kl. vægasti skreiðarmarkaður okkar hefur verið nær lokaður í eitt ár. Miklar skreiðarbirgðir eru til í landinu, eitthvað um 210 þúsund pakkar af skreið og 115 þúsund pakar af hertum þorskhausum. Skreiðarframleiðsla hefur hins vegar verið sáralítil frá því að Níg- eríumarkaðurinn lokaðist. Annað skip heldur utan til Níg- eríu seinna í mánuðinum, en í gær héldu fulltrúar frá skreiðarfram- leiðendum utan til áframhaldandi samninga við Nígeríumenn. - hól. 14.00. Á dagskránni eru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem andinn blæs fundarmönnum í brjóst. Blaðamannafélag íslands Aðalfundur á laugardag Blaðberahappdrætti Þjóðviljans 1983 Fjórar utanlands- ferðir voru dregnar út í gær Fjórir blaðberar Þjóðviljans munu um miðjan júní eiga þess kost að fara til Kaupmannahafnar í skemmti- ferð. Dregið var í blaðberahappdrætti Þjóðviljans í gær og komu upp þessi númer: Nr. 87 - 111 - 898 - 911. Vinningshafar eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við Baldur Jónasson afgreiðslustjóra í Síðumúla 6. Allir þeir sem sjá um að bera Þjóðviljann í hús hafa fengið miða í happdrættinu og þeir flesta sem haldið hafa út öll vetrarveðrin. Vinningshafarnir munu ferðast til Kaupmannahafnar á vegum Ferðaskrifstofunnar Sögu og er stefnt að því að leggja upp um miðjan þennan mánuð. Fararstjóri verður afgreiðslustjóri Þjóðviljans. -ekh Ut'>Þ) I-Rqik 1983 Maiía Birna Arnardóttir dró út vinningana í Blaðberahappdrætt- inu í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.