Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Guðrún S. Fríðbjörnsdóttir skrifar_ Konur og þ j óðf élagsþróun í nýafstöðnum alþingiskosning- um fengu kvennaframboðin öðru sinni hljómgrunn með þjóðinni. Konur þrefölduðu þingstyrk sinn. Það er auðvitað mikilsverður ir- angur og vonandi til frambúðar. Þó er enn mikilsverðari hin þunga undiralda póitískrar vakningar, sem greina má að baki kvenna- framboðunum og ná langt út fyrir raðir þeirrar sem kusu þau. Það er kunnara en frá þurfi að segja að á því sem af er þessari öld hefur íslenska þjóðfélagið breyst úr kyrrstæðu bænda- og fiski- mannasamfélagi í nútímalegt iðnaðarsamfélag. En það eru aðeins hugmyndir karlmanna sem kunnar eru um þessar þjóðfélags- breytingar, hugmyndir sem eru mótaðar af lffsskoðun karlmanna, bókmenntum þeirra, sagnfræði, þjóðfélagsvísindum og fjölmiðlun. Þessar hugmyndir hafa konur tekið sem hárréttar og hinar einu mögu- legu. Þessi grein fjallar um völd kvenna og til einföldunar verður hér horft fram hjá stéttaeðli þjóðfélagsins og einblínt á hliðstæðu stéttaþjóðfélagsins, hið kynskipta þjóðfélag. Reynt verður að draga upp útlínur þeirra breyt- inga sem orðið hafa eins og þær eru séðar af konu og snerta konur og rætt um félagslega stöðu og framtíð þess hóps fólks, sem við innreið iðnvæðingar og æ síðan, stundaði ólaunuð þjónustustörf en hún er að mörgu leyti önnur og verri en launþega. Tekið skal fram að hug- leiðingar þessar byggja ekki á sagn- fræðilegum rannsóknum heldur á tilfinningu minni fyrir þjóðfélags- þróun aldarinnar. Bændasamfélagið í mjög grófum dráttum lítur bændasamfélagið gamla þannig út í augum nútímamanns: Karlmenn, þ.e. bændur og karlkyns hjú þeirra sjá um öflun hráefnis, en konur, bændakonur og kvenkyns hjú þeirra sjá um fullvinnslu þess. Á búunum unnu karlmenn gróf og til- tölulega fábreytt störf en störf kvennanna voru flóknari og fín- gerðari. Karlmenn réru til fiskjar og stóðu fyrir flestum störfum utan húss, öfluðu heyfanga, gættu fjár, byggðu hús og stunduðu smíðar. Konur mjólkuðu og unnu smjör, skyr og osta úr mjólkinni, bjuggu til slátur og stóðu fyrir allri matar- gerð, unnu allar ullarvörur og allan fatnað, tóku á móti börnunum og ólu þau upp og kenndu þeim verk- mennt og sáu þannig um að við- halda samfélagsforminu frá kyni til kyns, konur hjúkruðu sjúkum og öldruðum. Með tæknivæðingunni er farið að flytja mjólkina í mjólkurbú og vinna hana þar af mjólkurfræðing- um sem eru karlmenn, seinna koma til sögunnar mjaltavélar á búunum og nú mjólka konur ekki lengur. Karlmenn stjórna nú allri matarframleiðslu í verksmiðjum, bakaríum og meiriháttar mötu- neytum og eldhúsum en hafa konur sér til aðstoðar, ullin er flutt í ullar- verksmiðjur og unnin þar og karl- menn stjórna þeim verkum, barns- burður verður nú vísindagrein karlmanna, sem fara með yfir- stjórn fæðingarheimila og karl- menn skipuleggja og stjórna upp- fræðslu barnanna í samræmi við ört breytilegar kröfur vinnumarkaðar- ins, karlkyns læknar stjórna hjúkr- un sjúkra og aldraðra og hafa við hlið sér kvenkyns aðstoðarfólk. Allt frumkvæði hefur verið tekið úr höndum kvennanna. Vakning 1970 Þannig var í stórum dráttum á- standið um miðja bessa öld og lengur, allt fram undir 1970 en þá verður fyrst vakning meðal kvenna svo um munar. Á þessu tímabili háðu konur þó harðvítuga baráttu fyrir lagalegu jafnrétti og fengu það. Við getum í stórum dráttum sagt: Konur áunnu sér lagalegt jafnrétti en þær glötuðu áhrifum sínum á uppfræðslu og mótun barna sinna og þær glötuðu tækni- þekkingu sinni og hlut sínum í stjórnunar- og framleiðslustörfum en sneru sér að ólaunuðum þjón- ustustörfum, sem voru nauðsynleg til að velferðarþjóðfélagið sem var í mótun gæti risið undir nafni. í bíéndasamfélaginu höfðu karl- menn séð um að versla með fram- leiðsluvöru kvennanna. Peningar urðu æ algengari gjaldmiðill og í upphafi iðnvæðingarinnar réðu karlmenn fjármagninu. Þeir höfðu einfaldlega peninga handa á milli til að afla sér hinnar nýju tækni- þekkingar. Karlmennirnir höfðu fjárráðin samkvæmt hefð og tækni- þekkingin skapaði fjármagn og gaf peninga í aðra hönd. Þess vegna yfirtóku þeir tækniþekkinguna. Þeir héldu einnig verslun og stjórn- sýslu. Eftir sátu konurnar, rúnar allri kunnáttu og menntun sem telst peninga virði á nútímavísu og veifuðu af og til lagabókstafnum fína um jafnrétti til menntunar, embætta og launa. Áratug eftir áratug gerður þær kröm sína að sinni dyggð og snérust öndverðar gegn allri tækni. Enn þann dag í dag má heyra konur andmæla tækni. Mér er það minnisstætt að ég heyrði konu eina, borgarstjórn- arfulltrúa í Reykjavík, lýsa því yfir með þjósti síðastliðinn vetur að hún hefði ekki vit á vél sem malar malbik, rétt eins og þessi tiltölu- lega einfalda vél væri undirrót alls siðleysis í heiminum. Ut á vinnumarkaðinn Alla þessa öld höfðu konur giftar sem ógiftar stundað vinnu utan heimilanna og gengið að félags- störfum við hlið karimannanna og nægir að minna á verkakonurnar og hlut þeirra í verkalýðsbarátt- unni. En upp úr miðri öldinni fóru konur að streyma örar út á vinnum- arkaðinn. Þær yfirgáfu hina vernd- uðu tilveru sína á heimilinum og voru nú ofurseldar hinum ópersón- legu öflum samkeppnisþjóðfélags- ins þar sem hnefarétturinn birtist þeim í gervi siðgæðishugmynda, þar sem launum þeirra var haldið niðri með tilvísun til framfærslu- hlutverks karlmannsins. Þetta yfir- bragð sem kynjamismunurinn hafði af erfðavenjunni um náttúr- lega verkaskiptingu varð til þess að konur leituðu sjaldan réttar síns þegar á þær var ráðist. Þó þekktist það, en leið þeirra til réttlætis gat orðið lagnsótt. Við fyrirtæki eitt í Reykjavík hafði kona starfað um árabil við bréfaskriftir og þýðingar úr er- lendum málum. Nú réðst sendill að fyrirtækinu, karlmaður, og fékk hann unsvifalaust hærri laun en konan. Konan reyndi að rétta hlut sinn en tókst ekki, en hún hafði samvinnuskólapróf og nú tók hún stúdentspróf og lauk námi í lög- fræði og starfaði eftir það lengi sem lögfræðingur í Reykjavík. Konurnar tíndust út á vinnu- markaðinn ein og ein og unnu þar störf sín undir tvöföldu vinnuálagi. Lífi þeirra stjórnuðu andstæð öfl, til þeirra voru gerðar andstæðar kröfur. Þær kröfur sem vinnu- markaðurinn gerði voru mjög ólík- ar þeim kröfum sem fjölskyldan gerði til þeirra og sem þær sjálfar gerðu til sín sem mæðra. Þær unnu störf sín í skugga siðvenja sem voru svo sterkar og samgrónar lífi kyn- slóðanna að erfitt var að skilgreina þær. Þessi andstæðu öfl, þessar óskilgreinanlegu siðvenjur drógu úr þeim kjarkinn og fylltu þær sekt- arkennd sem gerði þær illa til sam- keppni fallnar. Þær flökuðu fisk og pökkuðu í frystihúsunum en karl- menn brýndu hnífa þeirra, því að það er ekki kvenlegt að brýna hnífa. Þær hraðsaumuðu fatnað á saumastofum, unnu í matvæla iðnaði, stunduðu afgreiðslustörf í verslunum, vélrituðu, unnu við framreiðslustörf, skúruðu, gættu barna á barnaheimilum og voru hjálparfólk á spítölum. Verkkunn- átta þeirra var arfur kynslóðanna en ekki skólamenntun og störf þeirra áttu það sameiginlegt að þau voru illa launuð. Þegar konur kvörtuðu var því svarað til að svona hefði þetta alltaf verið og að náttúran hefði ætlað kynjunum mismunandi hlutverk. Lærdómur síðustu áratuga Við konur verðum að grann- skoða þjóðfélagsþróun síðustu ára- tuga og rita um hana á okkar máli og með okkar rökum. Það er hægt að draga af henni einfalda lær- dóma. Til þess að breyta valdahlut- föllum þjóðfélagsins þurfa konur að stunda atvinnurekstur. Þær þurfa að hagnýta sér hina sérstöku vöruþekkingu sína sem byggð er á kvenlegri reynslu þeírra og leggja stund á verslun. Þær þurfa að stunda tækni og vísindi og kapp- kosta að sétja sitt kvenlega svipmót Ýmsar konur telja að hin þver- pólitíska reynsla þeirra nægitil stofnunar stjórn- mála- flokks. Vissulega hefur það alltaf veriðtalin prýði hverrar konu að vera vel menntuð. Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir: konur hafa nú reynt mátt sam- stöðunnar og séð að það er fleira sem sameinar þær en það sem sundrar þeim. á tækniþróunina. Og þær verða að stunda stjórnsýslu. Upphaflega var það auðvitað fjármagnsleysi kvennanna að kenna að þær lögðu ekki út í atvinnurekstur. Og svo var það hefðin. Kynslóð fram af kynslóð hafði það verið hlutverk karlanna að afla en kvennanna að spara. Bú- ið var að ræna konur frumkvæðinu og það var erfitt að ná því aftur. Síðast en ekki síst var það umhugs- unin um hina sjúku og öldruðu. í velferðarsamfélaginu varð það hlutskipti kvennanna að vera tengiliður milli hinna sterku þjóð- félagshópa sem sköpuðu auðinn og hinna veiku sem þurftu á umhyggju að halda og voru þiggjendur. En með bættum fjárhag almenn- ings og aukinni þjónustu samfé- lagsins ættu möguleikar kvenna til þjóðfélagslegra áhrifa að aukast. Víst grípa konttr ekki upp mikið fjármagn í einum svip. En hægt er að hugsa sér að samvinnuformið sé það sem hentar konum einmitt nú og að tímabært sé að virkja sér- þekkingu kvenna með því að stofna sérstaka samvinnuhreyfingu þeirra. Sem dæmi um sérþekkingu húsmæðra má nefna þekkingu þeirra á matvælum. Það ætti að liggja beint við að húsmæður sæju sjálfar um innflutning og dreifingu á þessum vörutegundum, svo og iðnað. í bændasamfélaginu var tækni- þekkingin svo að segja eingöngu fóigin í varðveislu vinnubragða. Þetta tók vitaskuld jafnt til karla sem kvenna. En nútíma tækni- þekking gerði kröfu til nýsköpunar sem aftur krefst sjálfstæðis, frum- leika og dirfsku. Þessa eiginleika gerðu karlmenn að persónuein- kennum sínum en hafi konur reynt að ávinna sér þá hafa þær verið taldar frekar og framhleypnar og mátt eiga von á harkalegum árá- sum umhverfisins. Konur hafa jafnan hörfað fyrir þessari hættu á félagslegri útskúfun og skortur á umræddum eiginleikum hefur komið í veg fyrir að þær næðu ár- angri í sjálfstæðum vísindarann- sóknum til jafns við karlmenn. Fyrst á síðustu 10-15 árum hafa konur, að einhverju marki boðið félagslegu mótlæti byrginn og helg- að sig heils hugar vísindalegum, listrænum og pólitískum viðfang- sefnum. Vissulega hefur það alltaf verið talin prýði hverrar konu að vera vel menntuð. En menntunin átti aðeins að vera prýði hennar og hugsanlega launaflokkur hennar og aukageta á allra síðustu tímum. Þess var aldrei vænst af konum að þær beindu skapandi orku sinni að samfélagslegum viðfangsefnum í krafti menntunar sinnar. Þeim var og er enn beint og óbeint refsað fyrir slíka framhleypni. En um 1970 verður mikil vakn- ing með konum. Það mun órann- sakað hverjar hinar raunverulegu orsakir voru, víst bárust nýir straumar utanlands frá en þeir gripu sterkar um sig nú en áður. Við getum sagt sem svo að fjöldi hinna félagslega óvirku einstak- linga á vinnumarkaðinum hafi nú verið kominn yfir eitthvert ákveðið mark. Það valdajafnvægi sem verið hafði til staðar raskaðist, rót komst á hugi kvennanna, hið kvenlega sjálf breyttist eins og á einni nóttu og konurnar tóku hver af anarri að skilgreina stöðu sína sem þjóðfé- lagsþegna. Á þeim liðlega 10 árum sem liðin eru síðan þetta gerðist hefur andrúmsloftið á Islandi vissulega breyst á ævintýranlegan hátt í augum utanaðkomandi. Hin stöðnuðu sjónarmið um náttúrlega verkaskiptingu og réttmæti kynja- mismunar og forsendur framfærsl- uskyldu eiga þar engan tilverurétt lengur. Samt sem áður er ástandið þannig á vinnumarkaðnum í upp- hafi níunda áratugarins að aðeins 3% kvennanámeðallaunum. Kon- ur eiga mikið starf óunnið í stéttarf- élögum. Það er algjör réttlætis- krafa kvenna að störf þeirra séu metin að nýju og tekið tillit til hins kvenlega reynsluheims þeirra og að gengið verði út frá sömu meðal- launum karla og kvenna. Hin nýja kvennahreyfing Á fyrstu dögum og vikum hinnar nýju kvennahreyfingar komu fram hugmyndir um sérframboð kvenna en var hafnað sem óraunhæfum. En áratug seinna verða þær að veruleika. Ýmsar konur telja að hin þverpólitíska reynsla þeirra nægi til stofnunar stjórnmálaflokks enda séu hinir hefðbundnu flokkar óárennilegir og ekki byggðir upp í samræmi við óskir þeirra. Hér verður ekki farið út í að reifa upp- byggingu stjórnmálaflokka en aðeins 20-35% meðlima þeirra munu nú vera konur. Það er ekki nægilega hátt hlutfall til að þær geti haft veruleg áhrif á starf flokk- anna. Hafa ber í huga að ef hefðin hindrar konur í að ganga í flokkana og vinna þar að málum sínum þá hindrar hún ekki síður karlmenn í að setja sig inn í sjónarmið kvenna. Geta konur raunverulega búist við að karlmenn geri það fyrir þær sem ~þær fá sig með engu móti til að gera sjálfar? Er það jafnréttið? Er hið viðtekna svipmót kvenleikans, hlé- drægnin, feimnin, skoðanaleysið - afleiðingin af aldagamalli undirok- un - raunverulega svo þungt á metunum í samskiptum kynjanna að það hindri konur í að starfa með karlmönnum á jafnréttisgrund- velli? Mér hefur fundist andrúms- loftið breytt. Hugarfar karla ekki síður en kvenna breyttist til muna með jafnréttisvakningunni um 1970. Eins og áður er sagt þarf fram- sókn kvenna að verða á öllum svið- um til að valdajafnvægi samfélags- ins breytist. Draga verður í efa að kosning pólitískra fulltrúa úr röðum kvenna ráði úrslitum þar um. Við núverandi ástand eru þeir aðeins fulltrúar hinna valdalausu í þjóðfélagi þar sem karlmenn hafa völdin. Máttur samstöðunnar Samt skal ekki gert lítið úr því að konur reyni mátt samstöðunnar og vissulega er hollt að við hugleiðum það af og til að það er fleira sem sameinar okkur en það sem sundr- ar okkur. En afleiðingar undirok- unarinnar mega með engu móti verða pólitísk yfirlýsing okkar. Og við ættum ekki að láta okkur nægja að skipta um sæti við karlmennina og yfirtaka valdastólana með nú- verandi undirstöðum þeirra. Kon- ur hljóta að leita að nýjum grund- velli fyrir völdum og hann geta þær því aðeins fundið að þær geri reynslu sína virka á öllum sviðum þjóðlífsins. Konan sjálf þarf að breytast. Hún þarf að vilja gera það sjálf sem hún ætlast til af karl- mönnum. Völdin innan fjölskyld- unnar þurfa að breytast, því að þau móta hugmyndir okkar um vald- svið kynjanna. Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar verða að breytast. Völdin þurfa að taka mið af reynsluheimi bæði kvenna og karla sem nú verður sameiginlegur reynsluheimur þeirra. Konur hafa nú reynt mátt sam- stöðunnar og séð að það er fleira sem sameinar þær en það sem sundrar þeim. Tímarnir eru breyttir. Ekkert lýðræðisþjóðfélag fær nú lengur risið undir nafni nema það opni sig fyrir kröfum þegnanna um jafnrétti. Nú þurfa konur aðeins að fá að reyna að það eru fleiri með þeim en þeir sem eru á móti þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.