Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
„Svínarí“, var orðið sem Hans
Jiirgen Wischnewski sérlegur
sendimaður Wiliy Brandts for-
manns Alþjóðasambands jafnaðr-
manna, hafði yfír pólitfk Banda-
ríkjastjórnar gagnvart Nicaragua,
en þar var Wishnewski á ferð á dög-
unum.
Alþjóðasamband jafnaðar-
manna, sem hélt ráðstefnu í Port-
úgal nýverið, fordæmdi harðlega
stefnu Bandaríkjastjórnar í mál-
efnum Suður-Ameríku. Hans
Júrgen Wischnewski hefur longum
verið í mikilvægum erindum fyrir
þýska sósíaldemókrata á erlendum
vettvangi - og varð heimsþekktur í
slíkum erindum fyrir vestur-þýsku
ríkisstjórnina í stjórnartíð sósíald-
emókrata.
{ frásögn af ferðalagi þessu í
Spiegel er sagt, að nú sjáist sú
breyting glögglega á stjórnmála-
mönnum vestur-þýskum úr röðum
sósíaldemókrata, að þeir kunni
betur að meta tilveruna í stjórnar-
andstöðu, - njóta þess frelsis að
tala á opinskáan hátt.
f höfuðborginni Managua sagði
Wischnewski á meðan heimsókn-
M
m
±l :
' "3. *y~TTYHHi ■iTf
Jafnaðarmenn í Evrópu mótmæla stefnu Bandaríkjastjórnar í Nicaragua
Ófögur orö um
Banaarík j ast j órn
gegni um efnahagsástandið. Eng-
inn efast um að nýlega tilkynnt
bann við útflutningi á sykri til Nic-
aragua frá Bandaríkjunum, sé
aðeins upphafið á mörgum og
harkalegum þrýstingsaðgerðum
Bandaríkjastjórnar í viðskipta-
stríði gegn Nicaragua. „Við kom-
um til með að þurfa að svelta“,
sagði Borge innanríkisráðherra við
Wischnewski.
Daniel Ortega fullvissaði gest
sinn um að þrátt fyrir erfiðar að-
stæður í landinu, muni kosningar
fara fram á áætluðum tíma, 1985.
Stjórnvöld séu staðráðin í að við-
halda fjölflokka-, þáttakerfi (plur-
alisma) í landinu. En hvort að það
geti verið til frambúðar veldur á því
hvort stuðningur á alþjóðavett-
vangi verði áfram frá allra flokka
mönnum og þjóðum eður ei. Ann-
ars verðum við að framkvæma bylt-
inguna, með öðrum hætti, segir
Ortega.
Wischnewski sagði að þessar
skýringar væru alveg ljósar og lof-
aði að tala máli Nicaragua og biðja
um frekari aðstoð við stjórnvöld
þar hjá Kohl kanslara Vestur-
Þýskalands, Evrópuþinginu og
„hjá vinum okkar í bandaríska
þinginu". Enn fremur lýsti hann
yfir þeim vilja sínum, að tækist að
leysa vandamálin eftir pólitískum
leiðum, án þess að íhlutun erlendis
frá kæmi til.
Frá því Wischnewski talsmaður
vestur-þýskra Sósíaldemókrata
kom úr ferð sinni til Nicaragua hafa
sífellt borist ítarlegri fregnir af
gegndarlausum stuðningi CIA og
Bandaríkjastjórnar við upp-
reisnarmenn í Hondúras, sem að
stofni til eru úr hersveitum ógnar-
stjórnar Somoza einræðisherra.
(Byggt á Spiegel) -óg
inni stóð um markmið Bandaríkja-
stjórnar: „Með viðskiptalegum
þrýstingi og hernaðarafskiptum
ætlar stjórnin að koma sínu fram:
hruni í Nigaragua". Þess vegna sé
engin ástæða lengur fyrir þýska
sósíaldemókrataflokkinn (SPD),
„að reyna yfirleitt að tala við Reag-
an stjórnina um málefni Nicar-
agua“.
Wischnewski var tekið einsog
þjóðhöfðingja í Nicaragua og
menn einsog bræðurnir Daniel Or-
tega og Humberto Ortega,
forsætis- og varnarmálaráðherra,
áttu drjúgar viðræður við þennan
áhrifamikla talsmann utanríkis-
stefnu þýskra sósíaldemókrata.
Sandinistarnir brugðust einnig
vel við gagnrýni gestsins, sem ásak-
aði þá um hörku og óbilgirni;
stjórnarandstaðan njóti ekki fullra
réttinda, fjölmiðlar séu ritskoðaðir
og herlög væru í gildi. Þá var spurt
um fjóra kristilega demókrata sem
sætu í fangelsi vegna „andbylting-
arsinnaðs athæfis". í ljós kom að
tveir þessara manna gátu þegar um
frjálst höfuð strokið, en innanríkis-
ráðherrann Borge lofaði að láta
mál hinna tveggja til sín taka.
Wischnewski gerði ýmsar aðrar
athugasemdir. Hann vildi halda
markaðskerfi og marxisma að-
skildum, sagði hann, þegar hann sá
bókaskáp hjá bankastjóra lands-
bankans troðfullan af bæklingum
og bókum eftir Lenin. „Þið verðið
að átta ykkur á því að þangað kem-
ur fólk sem Nicaragua þyrfti að fá
lánað hjá“. „Hafðu engar áhyggj-
ur, það les þetta hvort eð er ekki
nokkur maður“, svaraði Daniel
Ortega.
Eftir tæplega fjögur ár frá því að
einræðisherranum Somoza var
steypt af stóli, eru Sandinistarnir
komnir uppvið vegg. Tilraun
þeirra til að hafa blandað hagkerfi
með ríkis- og einkarekstri, með
fjölflokkakerfi og reka utanríkisp-
ólitík óháð stórveldunum, gæti far-
ið útum þúfur. Harðsvíraðir and-
kommúnistar einsog Ronald Reag-
an sætta sig ámóta lítt við vinstri
sinnað land á áhrifasvæði sínu - og
það hentar bókstafstrúar Kreml-
verjum illa að sætta sig við
lýðræðislegar tilhneigingar á áhrif-
asvæði sínu.
Allt er gert til að einfalda og af-
baka stefnu Nicaragua. Leiti Sand-
inistarnir aðstoðar til Austur-
Evrópu, þarsem aðstoðin frá Vest-
urlöndum annað hvort nægir ekki
eða er meinuð, þá er sagt að Nicar-
agua bíði sömu örlög og Kúbu,
meiraaðsegj a sé hætt við að þar eigi
Hans Jiirger Wichnewski
að koma upp sovéskum eld-
flaugum. Um þetta segir Borge
innanríkisráðherra: „Fj arstæða,
við höfum ekki frelsað okkur frá
bandarískri heimsvaldastefnu til
þess að fela okkur í hendur hins
stórveldisins".
Þegar samvinnufélög yfirtaka
fyrrverandi einkafyritæki kemur
ásökun þegar um að nú sé verið að^
ganga á loforðið um blandað hag-
kerfi. Staðreyndin er hins vegar sú
að eigendur fyrirtækja yfirgefa
eftir sem áður íandið, þarsem ný
félagspólitík kemur í veg fyrir að
þeir græði jafn mikið á fyrirtækja-
rekstri og áður. Einna helst eiga
ásakanir um skort á fjölflokka- og
fjölþáttakerfi í landinu við rök að
styðjast. En það er nokkuð sem á
við flest ef ekki öll lönd í Suður-
Ameríku.
Wischnewski talaði við lands-
menn sína sem vinna að þróunar-
hjálp í Nicaragua og spurði þá um
árangur Sandinista: „ótrúlegur ár-
angur“, „það er ekki hægt að
ímynda sér betri árangur". Á þenn-
an veg hljóðuðu dómar þeirra um
það sem byltingarstjórnin hefur
verið að gera fyrir þann meirihluta
þjóðarinnar, sem fram að valda-
töku Sandinista hafði búið við sár-
ustu örbirgð í öllum efnum. Enginn
þessara manna vill fara frá Nicar-
agua, þó svo einn þjóðverji hafi
nýlega verið myrtur. Það var lækn-
ir sem andstæðingar stjórnarinnar
myrtu nýverið.
Allt bendir til þess að tvísýnni
tímar fari í hönd. Talið er að um
6000 málaliðar séu nú á landamær-
um Honduras og Bandaríkjastjórn
styður dyggilega. Ráðamenn í
Managua segjast hafa í fullu tré við
þessar hersveitir en öðru máli
Frí og frjáls á Mallorka
Serstakur 50%
afsláttur fyrir börnin.
Glœsilegir gististaðir-íbúðir og
lúxusvillur- í
SANTA PONSA og PUERTO DE
ANDRAITX
FERÐASKRIFSTOFAN
fyrir ungt fólk á öllum aldri, sem
vill njóta lífsins í sól og sumaryl
við leik, glaðvœrð og afslöppun.
Verið velkominn á skrif-
stofu okkar og sjáið alla
aðstöðu af myndbandi.
--------->
Mallorka
þar sem mannlífið er
fjörugast og fjölbreytast
3. vikna ferð
með SÖGU
15.júní
K
LAUGAVEGI 66 SIMI 28633