Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJOÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1983. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar mánudaginn 6. júní í Skálanum Strandgötu 41 kl. 20.30. Á fundinum verður rædd kosning í nefndir bæjarins. Allir nefndarmenn ABH eru eindregið beðnir um að mæta á fundinn. Jafnframt eru félagsmenn minntir á að bæjarmálaráðsfundir eru opnir öllum félagsmönnum. Stjórn bæjarmálaráðs. Alþýðubandalagið Akureyri - bæjarmálaráð Fundur veröur haldinn mánudaginn 6. júní n.k. kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Munið aö bæjarmálaráöiö er opið öllum félögum. IÐNSKOLINN I REYKJAVIK Innritun fer fram í lönskólanum í Reykjavík á Skólavöröuholti 3. júní kl. 9.00 -18.00 og 6. júní kl. 13.00- 18.00. Póstlagöar umsóknir sendist í síöasta lagi 1. júní. Umsóknum fylgi staðfest afrit af próf- skírteini. 1. Samningsbundið iðnnám. Nemendur sýni námssamning eða sendi staðfest afrit af honum. 2. Verknámsdeildir.Framhaldsdeildir. Bókiðnadeild Fataiðnadeild Hársnyrtideild Málmiðnadeild Bifvélavirkjun Offsetiðnir Prentiðnir Bókband Kjólasaumur Klæðskurður Hárgreiðsla Hárskurður Bifreiðasmíði Rennismíði Vélvirkjun Rafiðnadeild Rafvélavirkjun Rafvirkjun Rafeindavirkjun (útv.virkjun,skriftvélav.) Tréiðnadeild Húsasmíði Húsgagnasmíði 3. Tækniteiknun. 4. Meistaranám byggingarmanna. Húsasmíð, múrun og pípulögn. 5. Fornám. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK FRA BÆNDASKÓLANUM Á HVANNEYRI Auglýsing um innritun nemenda: BÆNDADEILD: Tveggja ára námsbraut (4 annir) aö búfræöiprófi. Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi og full- nægi lágmarkskröfum um einkunn til inngöngu í framhaldsskóla. -Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbúnaðarstörf og að jaf naði stundað þau eigi skemur en eitt ár, bæði sumar og vetur. Skrifleg beröni um inngöngu ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 1. ágúst n.k. BÚVÍSINDADEILD: Þriggja ára námsbraut aö kandi- datsprófi (BS-). Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið búfræðiprófi með 1. ein- kunn. -Umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi á raun- greinasviði eða öðru framhaldsnámi sem deild- arstjórn telur jafngilt og mælir með. Umsóknir ásamt prófskírteinum skulu hafa borist fyrir 30. júní n.k. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri - sími 93-7000. Skólatjóri Kveðjuorð Jóhannes Ásgeirsson „Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt þá hríðarbylur geisar, það liggur gleymt og fennt" Þessar alkunnu ljóðlínur úr kvæði Guðmundar Friðjónssonar, Ekkjan við ána, komu fram í huga minn er ég frétti andlát vinar míns Jóhannesar Ásgeirssonar, sem lést 27. maí s.l. Sjúkdóma- og þrautarganga hans var orðin löng. Síðustu árin næsta ömurleg. Mun hann hafa orðið feginn hvfldinni. Kynni okkar Jóhannesar voru orðin löng. Við hittumst fyrst árið 1929. Þetta eru því meir en hálfrar aldar kynni. Jóhannes fæddist að Stóra Vatnshorni 26. júlí 1896. Foreldrar hans voru Ásgeir Árna- son og bústýra hans Magðalena Sigurðardóttir. Faðir Jóhannesar dó skömmu eftir að hann fæddist. Móðir hans stóð þá ein uppi með þrjá unga syni, vitanlega blásnauð. Um síðustu aldamót var ekki bjart fram undan hjá fólki sem þannig stóð á fyrir. Jóhannes var heppnari en margir aðrir, sem engan áttu að, hann var tekinn í fóstur af þeim heiðurs- hjónum Gísla Jóhannssyni og konu hans Ólínu Guðjónsdóttur. Jó- hannes dvaldi lengst af í Laxárdal í Dalasýslu. Gísli fósturfaðir hans bjó lengi í Pálsseli, heiðarbýli, sem löngu er komið í eyði. Þar kynntist ég Jóhannesi fyrst. Ég heyrði strax og ég kom í dalinn, að Jóhannes þótti meira gefinn fyrir bókina en búskapinn. Eg tók strax eftir því er ég kom inn í Pálsseli að við fóta- gaflinn á rúmi Jóhannesar stóð bókaskápur. Þetta var óvenjulegt á þeim tíma og mig furðaði á því hvað hann átti margar bækur. All- ar voru bækurnar í bandi og sá ekki á þeim frekar en þegar þær komu út úr búðinni. Ég kom ekki oft í Pálssel að Jóhannes væri ekki með bók í hendi. Hann greip hverja stund er gafst til lesturs. Hann handlék og bækur með öðrum hætti en ég hafði vanist. Það var eins og hann hefði hvítvoðung milli handanna. Ég hef fáa menn séð handleika bækur af jafn dúpstæðri virðingu. Jóhannes las vandlega og krufði efni þeirra bóka sem hann las til .mergjar, svo hann yrði fróðari og færari að rýna inn í þau torráðnu viðfangsefni, sem bíða hugsandi manna við hvert fótmál. Fátt var Jóhannesi kærara um- F. 26. júli 1896 — D. 27. maí 1983 ræðuefni en bækur. Marga stund dvaldi ég hjá honum við slíkar um- ræður. Ég hygg að það hafi verið það sem dró okkur saman. Ekki er mér grunlaust að þessi nýkomni patti í sveitina hafi fengið að skyggnast dýpra inn í hug þessa bókelska fjallabúa en margir aðrir, sem voru honum kunnugri. Jóhannes naut engrar skóla- göngu. Hann var einn af þessum sjálfmenntuðu mönnum, með ódrepandi fróðleiksþrá. Hann hafði afburða fallega rithönd, og skrifaði svo rétt að þar hefðu marg- ir háskólagengnir menn ekki gert betur. Dönsku lærðu hann tilsagn- arlaust, svo hann las það mál auðveldlega. Hann átti fágætt og fallegt bókasafn. Við það undi hann löngum meðan heilsan leyfði. Hann sagði stundum við mig: „Það ömurlegasta sem fyrir mig gæti komið væri ef ég missti sjónina og gæti ekkert lesið." Það ömur- lega hlutskipti beið hans þó að verða blindur um nokkurra ára skeið. Hann kvartaði ekki, það var ekki eðli hans. Ég held að honum hafi fundist að öllu væri lokið er hann missti sjónina. Jóhannes giftist er hann var kóminn á efri ár, Þorvöru Guðjónsdóttur. Hún sýndi honum frábæra umhyggju í veikindum hans. Ég votta henni samúð mína. Ég þakka vini mínum Jóhannesi löng og góð kynni og óska honum fararheilla yfir á landið ókunna. Agúst Vigfússon Jóhannes Ásgeirsson, inn- heimtumaður, að Hagamel 41, andaðist aðfaranótt síðastliðins föstudags 27. maí. Hann var fædd- ur 26. júlí 1896 að Stóra- Vatnshorni í Haukadalshreppi í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Ás- geir Árnason og Magðalena Sig- urðardóttir. Jóhannes ólst upp frá barnæsku hjá Gísla Jóhannssyni í Pálsseli og vann þar lengi að búi, eftir að hann varð fulltíða. Hann var bóndi í Þrándarkoti 1943-52. Eftir það vann hann við inn- heimtustörf í Reykjavík. Þjóðvilj- inn var blað hans alla tíð, bið ég blað hans fyrir þessi kveðjuorð. Ég kynntist Jóhannesi á síðustu prestsþjónustuárum mínum í Reykjavík. Ég hafði af þeim kynn- um mikla ánægju. Allt þjóðlegt ís- lenskt og gott hafði hann í háveg- um. Hann var vel lesinn í íslensk- um bókmenntum og var fjölfróður í þeim efnum. En íslensk ljóð voru þó^-í þeim efnum höfuðeftirlæti hans. Þegar við sátum saman var umræðuefni okkar ætíð hið sama: kveðskapur fyrr og nú og þjóðleg fræði. Fáa hefi ég þekkt, sem kunnu meira af lausavísum gömlum og nýjum. Sjálfur var hann ágætlega hagmæltur. Hann var maður skyldu- rækinn, vakandi og trúr, reglu- fastur í lífi og háttum. Kröftum og heilsu hélt hann til síðustu ára og náði háum aldri. Guðs náð og handleiðsla sé með þér vinur, nú í þessum flutningi héðan og í nýjum heimkynnum. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlif- andi konu hans, Þórvöru Guðjóns- dóttur, innilegar samúðarkveðjur. Jón Thorarensen. Ég get ekki látið hjá líða, nú á útfarardegi vinar míns, Jóhannesar Ásgeirssonar, að minnast hans með fáeinum orðum. Svo vel reyndist hann mér á allan hátt í lífinu og stend ég í mikilli þakkar- skuld við hann. Hann var tilbúinn, hvenær sem var, að gera öðrum greiða. Ég hitti Jóhannes síðast í vetur; enn fann ég fyrir sama kjarkinn þótt hann væri orðinn blindur. Það er mikils virði. Hann var svo heppinn á efri árum að eignast lífsförunaut seni var honum allf síðustu ár ævinnar. Ég votta henni mína dýpstu samúð og þakka Jóhannesi langa samferð. Páll Helgason. Leiðrétting í frétt um að meirihluti útvarps- ráðs hefði hafnað fræðsluerindi Guðmundar Georgssonar læknis óséðu varð slæm misritun þar sem minnst var á samtalsþætti Páls Heiðars Jónssonar. Haft var eftir Tryggva Þór Aðalsteinssyni full- trúa Alþýðubandalagsins í útvarps- ráði „að hinsvegar væru samtals 9 þættir allt annað en fræðsluerindi". Rétt var málsgreinin svona: „Á fundi útvarpsráðs var sam- þykkt að í júlímánuði hæfist fastur umræðuþáttur í umsjá Páls Heiðars Jónssonar, þar sem fjallað yrði um tiltekið efni hverju sinni. Rætt var um að til greina kæmi að fjalla þar um friðarhreyfingar og kjarnorkuvopnalaus svæði með til- liti til vígbúnaðarþróunar, sérstak- lega í Evrópu. Tryggvi Þór sagðist í samtali við blaðið treysta því að í slíkum viðræðuþætti kæmu fram ólík en ekki einhliða viðhorf. Hins- vegar væru samtalsþættir allt ann- að en fræðsluerindi þar sem skipu- lögð grein væri gerð fyrir tilteknum málum. Tryggvi Þór kvaðst ekki geta litið öðruvísi á þessa niður- stöðu en þannig, að meirihluti út- varpsráðs þ.e. fulltrúar Framsókn- arflokks, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks, óttaðist umræðu af þessu tagi í formi erindis, og vildi koma í veg fyrir hana". -ekh ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð Norðfjarðarvegar við Neskaupstað. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Lengd 1,2 km Fylling 7.000 rúmmetrar Burðarlag 8.500 rúmmetrar Skering v 8.000 rúmmetrar Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. sept. 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vega- gerðar ríkisins, Reyðarfirði, frá og með mánudeginum 6. júní n.k. gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 13. júní. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Reyðarfirði, fyrir kl. 14.00 hinn 16. júní 1983 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík, í júní 1983 . Vegamálastjóri,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.