Þjóðviljinn - 04.06.1983, Qupperneq 17
Helgin 4. - 5. júní 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Borgir, bæir og þorp hafa sál
eins og fólk. Þessi sál hefur þróast
með erli og amstri fólksins sem
skóp bæina og er enn að skapa
þá. Hvert bæjarfélag er eins og
vél, flókin vél með atvinnutækj-
um, húsum, götum, stígum og
görðum. í allt þetta hafa menn-
irnir lagt sál sína, kannski í marg-
ar aldir. Og úr verður ein sál, sál
bæjarfélagsins.
Og eins og fólkið er marg-
breytilegt eru bæirnir líka marg-
breytilegir. Sumir eru þroskaðir,
aðrir ómótaðir. Einu sinni fór ég
til Hollands og sá tvær borgir á
sama degi, tvær gamlar borgir.
Önnur heitir Amsterdam en hin
Rotterdam. Sú síðarnefnda var
lögð í rúst í stríðinu, hin ekki. Að
stríði loknu var jafnað yfir rúst-
irnar í Rotterdam og ný, glæst
borg reist, borg úr stáli og gleri.
Þessi borg er köld og ópersónu-
leg. Fortíð hertnar var þurrkuð út
í einu vetfangi og hún hefur ekki
enn náð sér. Sál hennar er grunn,
bein og köld eins og reglustrika.
Allt öðru máli gegnir um Amster-
dam. Hún andar af lífi kynslóða
langt aftur í aldir. Þar eru marg-
breytileg hús, há og lág, sum
skökk, önnur bein. Þar eru gaml-
ar brýr yfir síki og öngstræti.
Hver maður verður að eiga sér
sína fortíð og hún liggur í honum
sjálfum og forfeðrum hans. Ann-
ars er hann ekkert. Sama máli
gegnir um bæi og borgir.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér í
vikunni þegar ég átti leið suður í
3 / || ' n
m í 1 ■ \ 1 : n fl
111 ■ Jll
Sál Hafnarfjaröar
Hafnarfjörð. Mikið er notalegt
að ganga þar um götur. Þar viidi
ég gjarnan eiga heima. Hafnar-
fjörður er bær með auðuga og
gamalreynda sál. Að ganga þar
um hlykkjóttar göturnar í gamla
bænum, og virða fyrir sér gömul
og ný hús sem standa upp í brekk-
um, innan um hraundranga, ofan
í hraunbollum, meðfram læk og
strönd er unaðslegt. Bærinn var
Jcominn í hátíðarbúning vegna
stórafmælis. Hvarvetna voru
unglingar og fullorðnir að snyrta
bæinn og fánar blöktu við hún. í
Hellisgerði voru konur að bogra
yfir blómum og við höfnina var
verið að skipa upp.
Miðbærinn í Hafnarfirði var
iðandi af götulífi, þröngur og vin-
alegur, kjarni sálarinnar. Tveir
gamlir bæir á íslandi, sem ég
þekki, hafa mér ávallt þótt sísona
notalegir, þrungnir af einhverju
óútskýranlegu. Það eru Hafnar-
fjörður og ísafjörður. Þetta staf-
ar m.a. af því að báðir hafa gamla
og gróna miðbæjarkjarna. Hver
bær verður að hafa góðan miðbæ,
þröngan og samanþjappaðan,
ekki dreifðan og berangurslegan.
Þess vegna finnst mér það hafa
verið mikil þröngsýni t.d. í Bol-
ungarvík að þar hafa nær öll
gömlu húsin verið rifin og eftir
standa steinsteypukassar á víð og
dreif í kjarna staðarins.
Já, það var gaman í Hafnafirði
á þriðjudag. Hellisgerði er perla
bæjarins, þangað fór ég oft í hjól-
reiðatúr þegar ég var lítill. í
ævintýralandið. Reykjavík á eng-
an slíkan sambærilegan garð,
enda varla von því að hér er ekk-
ert hraunið. Klambratún, sem
vitlausir menn hafa farið að kalla
Miklatún í seinni tíð, er t.d. ekk-
ert sambærilegt. Það er eiginlega
of skipulagt. Það sem er hlykkj-
ótt og dálítið flókið er miklu
skemmtilegra en það sem er
þráðbeint og slétt. - Guðjón
Ráðstöfunarfé
aldraðra
Áfanga-
hækkun
Fyrs'ta áfangahækkun á ráðstöf-
unarfé vistmanna á dvalarstofnun-
um fyrir aldraða kom til fram-
kvæmda hinn 1. júní skv. reglu-
gerð, sem Svavar Gestsson, fyrr-
um félagsmálaráðherra, setti hinn
14. apríl sl. Ráðstöfunarfé þeirra,
sem dvelja á hjúkrunarheimilum
eða hjúkrunardeildum fyrir aldr-
aða verður eftir þessa áfangahækk-
un og 8 prósent hækkunina á bót-
um lífeyristrygginga krónur 1.202
á mánuði og bætur þeirra, sem
, dvelja á dvalarheimilum fyrir aldr-
aða verða krónur 1.432.
■ í lögum um málefni aldraðra,
sem tóku gildi hinn 1. j anúar sl., er
kveðið á um setningu reglugerðar
vegna ráðstöfunarfjár til handa því
aldraða fólki, sem þarf að greiða
allan sinn ellilífeyri í kostnað á
dvalarheimilum aldraðra. Slík
reglugerð tók gildi 14. apríl síðast-
liðinn og er þar kveðið á um, að
áfangahækkanir skuli verða á
þessu ráðstöfunarfé, þar til það
nær upphæðinni 1.350 fyrir þá sem
dveija á hjúkrunarheimilum og
hærra fyrir hina. Ennfremur segir
þar, að upphæðin skuli breytast
eftir sömu ákvæðum og lífeyris-
tiyggingar. Hækkunin, sem tók
gildi hinn 1. júní er hugsuð sem
fyrsta áfangahækkunin og er það á
valdi viðkomandi ráðherra að setja
reglugerðir um aðrar áfangahækk-
anir.
ast
sunnudagskrossga«an
Nr. 374
1 z 3 T~ 5" (p 7 52 8 Tf— )0 u 12 t O 13
17 /s 52 2, )á> 17- 12 Id 52 )8 52 ) z % 52
Zr )2 2t 52 P 7 17 22 22 / 23 8 52 27
52 )7 T~ 21 2 52 }fo )(e 18 52 8 1 2S
2ST 22 52 2 /sr Ue 52 8 12 z 13 18 52 z 13
zv 52 )7 & > z 8 Z(p 52 20 Z /3 ir 20 52
)7 £ 52 20 27 7 Z 20 9 28 (p 27 21 i(p 3
/<5 20 17- /8 /S Z RP )2 8 Z 52 8 2g 12
2G s? 2 2o /s~ 52 )& 29 8 20 27 52 20 23 )3
1 2£- 20 t€ 52 /8 20 52 1Z T~ 27 7- 52
30 20 f /é> S )<? V z 27 J 3 52 2o 1$ (p
/5“ 3í Ur 2 )<> >8 52 (r 27 20 10 52 T~ H
10 1# )b 52 20 13 /3 Up 2 H /s 18 (p /<7
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá íslenskt
bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgátan nr. 374“. Skila-
frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
21 3! 2C> 2:? 20 3 2V- 25 20 n
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt. .!
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því
með því eru gefnir stafir í allmörgumorðum.Það eru því eðlilegustu
vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem
tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari
krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og
breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt.
\t • GUNNAR ÞÓRÐARSON
v eroiaunin palmi gunnarsson
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
370 hlaut Magnús Sörensen,
Laugarásvegi 5, Rvík. Þau eru
Dauðamenn eftir Njörð P.
Njarðvfk. Lausnar orðið var
Veðramót.
Verðlaunin að þessu sinni er
nýútkomin plata með þeim
Gunnari Þórðarsyni og Pálma
Gunnarssyni.