Þjóðviljinn - 04.06.1983, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 04.06.1983, Qupperneq 23
Helgin 4. - 5. júní 1983.ÞJÓÐVILJ1NN - SÍÐA 23 Úlfar Þormóðsson útgefandi Spegilsins útlistar efni „Samvisku þjóðarinnar“. - Ljósm. - eik. Spegillinn 2. tbl. endurútgefinn með viðbótum ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur Bæjarmálaróðsfundur Bæjarmálaráð ABH er boðað til fundar mánudaginn 6. júm i Skálanum Strandgötu 41 kl. 20.30. Á fundinum verður rædd kosning í nefndir bæjarins. Allir nefndarmenn ABH eru eindregið beðnir um að mæta á fundinn. Jafnframt eru fólagsmenn minntir á að bæjarmálaráðsfundir eru opnir öllum félagsmönnum. Stjórn bæjarmólaráðs. Alþýðubandalagið Akureyri - bæjarmálaráð Fundur veröur haldinn mánudaginn 6. júní n.k. kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Munið að bæjarmálaráðið er opið öllum félögum. Þjóðviljann vantar umboðsmann á Hellu Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins í síma 81333. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Munið okkar hagstæðu greiðs/uskiímála Opið: Mánud. —miðvd. kl. 9- Fimmtudaga kl. 9—20. Föstudaga kl. 9—22. Laugardaga kl. 9—12. 18. JIS Jón Loftsson hf. HRINGBRAUT121 Lóðaúthlutun í Reykjavík: 400 lóðir afgangs? Óvcnju lítil eftirspurn er eftir lóðum í Reykjavík ef marka má þann fjölda umsókna sem inn voru komnar kl. 16 í gær þegar skrif- stofu borgarinnar var lokað. Þá höfðu borist um 600 umsóknir um þær tæplega 1000 lóðir sem auglýstar voru í Grafarvogi (800 lóðir), Selási og Ártúnsholti. Trú- lega bætast þó nokkrar umsóknir við í pósti eftir helgi. 458 lóðir verða byggingahæfar í Reykjavík á þessu ári en jafnframt voru auglýstar 260 lóðir í Grafarv- ogi sem ekki verða byggingarhæfar fyrr en 1984 og aðrar 260 sem verða byggingahæfar 1985. Enn er ekki ljóst hvernig umsóknirnar skiptast á þau hverfi og þau ár sem í boði eru, en ætlun Sjálfstæðisflokksins var að lóðarhafar 1984 og 1985 greiddu hluta af gatnagerðargjöld- um sínum á þessu ári og áttu þær fjárhæðir að renna í gatnagerð og annað þess háttar í Grafarvogs- landi. Þær framkvæmdir eru mjög dýrar enda engar lagnir fyrir á svæðinu og óttast menn að það muni bitna á öðrum framkvæmd- um borgarinnar ef þetta lánsfé frá væntanlegum húsbyggjendum 1984 og 1985 fæst ekki inn. - ÁI Verður Jjinjí kvatt saman? Sjálfstæðismenn funda á mánudag Boðaður hefúr verið þingflokks- fúndur þjá SjáHstæðisflokknum á mánudag og er eina dagskrármahð af- staða þingflokksins til þess hvort og þá hvenær þing verði kallað saman á næstunni. Hefur fundinum verið flýtt um nokkra daga, en áður var hann áætiaður þann 9. júm. „Samviska þjóðarinnar” kom út í 2 þús. eintökum ÚTBOÐ Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í Ártúnshöfða, iðnaðar- hverfi, 4. áfanga fyrir gatnamálastjórann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 1.500,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. júní 1983 kl. 14.00 e.h. Er það til marks um þá hreyfingu sem er meðal ýmissa þingmanna Sjálf- stæðisflokksins sem vilja kalla þing saman. Á fundinum verður tekin af- staða til þess hvort rætt skuli við stjómarandstöðuna um þetta mál, en hún hefur einum rómi krafist þing- halds strax. Er talið að úrslit þessa máls ráðist á mánudag á fundi Sjálfstæðismanna. „Fyrr má nú vera! Loksins þegar kom arminilegt blað reif löggan út allt upplagið. Og ekkert eftir handa okkur óbreyttum. Þó mun hægt að fá blað þetta, Spegilinn, á svörtum en það er ekki fyrir hvíta menn að standa í þeim andskota. Leyniblaðasalar og blaðaleigur græða á hæl og hnakka. Neðanjarðarhagkerfið þrútnar, bólgnar og belgist út. Þetta er óþolandi." Þetta eru inngangsorð að „Sam- visku þjóðarinnar“ nýju blaði sem Úlfar Þormóðsson lét dreifa um gervalla Reykjavíkurborg í gær. Uppistaðan í blaðinu er endur- prentun úr hinu margumtalaða 2.tbl. Spegilsins sem ríkissaksókn- ari gerði upptækt fyrr í vikunni. Úlfar gerði grein fyrir tilurð hins nýja blaðs á fundi með frétta- mönnum í gær og sagði að þá er laganna verðir gengu í að gera upp- lagið upptækt með prentmótum og öðr'u hafi láðst að taka traustataki uplímingar blaðsins. Með útkomu „Samvisku þjóöarinnar" vill Úlfar gefa almenningi kost á að meta innihaldið, en að viðbættu því efni sem 2. tbl. Spegilsins hefur að geyma er að finna útlistun á gangi mála í Spegilsmálinu. í opnu gera höfundar sér far um að spila saman þeim ærumeiðingum sem ríkissak- sóknari kvað mega finna í blaðinu og þeim „ærumeiðingum" sem er að finna í hinum hversdagslegri blöðum hér á landi. Jafnframt eru lesendur beðnir afsökunar á van- kunnáttu aðstandenda í ærumeið- ingum. Að loknum fundi með frétta- mönnum hélt Úlfar tölu yfir veg- farendum á Lækjartorgi og greindi m.a frá því að hið nýja blað væri gefið út í 2 þúsund eintökum. Fast- lega var búist við að lögreglan kæmi á vettvang til að hirða upplag „Samvisku þjóðarinnar". Að loknum fundi var „Samvisku þjóðarinnar“ dreift til vegfarenda á Lækjartorgi. 20-30 sölumenn önn- uðust verkið sem gekk greiðlega. Var blaðið hreinlega rifið út. Þó leið ekki á löngu þangað til lög- regla mætti á staðinn, handtók sölumenn og flutti í aðalstöðvar lögreglunnar. Þar var það sem af- gangs var af upplaginu gert upp- tækt, en sölumönnum sleppt við svo búið. - hól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.