Þjóðviljinn - 24.06.1983, Page 3
Föstudagur 24. júiií' 15>83 ÞJÓÐVILjlNN - SIÐA 3,
Nýbygging
Listasafns
íslands:
Gjafa-
féð að
verða
búið
40 miljónir kr.
kostar að Ijúka
byggingunni.
Framkvæmdir við nýbygg-
ingu Listasafns íslands við
Fríkirkjuveg hafa gengið
ágætlega á undanförnum
árum og nýlega var boðin út
vinna við anddyri safnsins,
glugga og hurðir. Er húsið þá
uppsteypt og lokað og stendur
það á endum, - þá er gjafafé
safnsins sem byggt hefur verið
fyrir á þrotum.
Þetta skemmtilega þakrými verður hluti af Listasafni íslands í fram tíðinni. Út í gegnum hvolfþakið má sjá Kvennaskólann gamla og hvíti
veggurinn til vinstri er útveggur gamla íshússins eða Glaumbæjar eins og húsið var síðast kallað. Ljósm. -eik.
Guðmundur G. Þórarinsson
formaður bygginganefndar Lista-
safns íslands sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að á þessu ári
yrði unnið fyrir 3,5-4 miljónir
króna við utanhússfráganginn.
Þá er eftir að ljúka húsinu og er
áætlað að það muni kosta 41,6
miljónir króna á verðlagi ársins
1984. Framkvæmdirnar og
kaupin á gamla Glaumbæ hafa
verið kostaðar af gjafafé: Lista-
saihinu voru gefnar tvær húseignir
í Austurstræti á sínum tíma og
svo 25% af verslunarhúsnæðinu í
Glæsibæ. Ríkið hefur því enn
ekki þurft að leggja neitt til bygg-
ingarinnar og sagðist Guðmund-
ur vona að fjárveitinganefnd
myndi sjá fyrir framhaldinu strax
á næsta ári.
-ÁI
íslendingar mótmœla síldveiðum
Norðmanna í sumar:
Veiðarnar taka
til Jan Mayen
samningsins
„Norðmenn hafa tilkynnt okkur að þeir muni hefja veiðar á um
20 þús. tonnum af síld í ágústmánuði og því höfum við mótmælt.
Við teljum að þessar síldveiðar Norðmanna taki til Jan Mayen-
samkomulagsins og teljum eðlilegt að við séum með í ráðum enda
gengur þessi síld á okkar mið“, sagði Jón Arnalds ráðuneytisstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu þegar Þjóðviljinn hafði samband við
hann í gær. Hann er formaður norsk-íslensku fiskveiðinefndarinn-
ar sem fundað hefur í Reykjavík að undanförnu.
Á fundinum náðist samkomulag
um að engin loðna skuli veidd úr
norsk-íslenska stofninum í sumar.
Þetta þýðir að Norðmenn, Færey-
ingar og önnur EBE-lönd munu
ekki veiða neina loðnu í sumar og
veiðar þessara munu ekki hefjast
fyrr en rannsóknir liggja fyrir í
haust, en að þeim rannsóknum
loknum kemur norsk-íslenska fisk-
veiðinefndin aftur saman til
fundar.
„Það er auðvitað stórt hagsmuna-
mál okkar íslendinga að þetta
samkomulag skuli hata tekist",
sagði Jón. „Það þýðir að loðnan
verður gengin í okkar lögsögu og sé
einhverri loðnu tii að dreifa þá
verðum við fyrstir til að veiða. Að
öðrum kosti yrði ekkert afgangs
handa okkur þegar loðnuveiðar
hefjast í haust eins og áætlað er“,
sagði Jón.
-hól.
390 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík:
Vaxandi atvinnuleysi
hjá verslunarmönnum
390 manns voru skráðir atvinnu-
lausir hjá Ráðningaskrifstofu
Reykjavíkur í gær. Á sama tíma í
fyrra voru 157 einstaklingar
skráðir atvinnulausir. Af þeim sem
nú eru skráðir atvinnulausir eru
209 karla og 181 kona. Að sögn
Gunnars Helgasonar forstöðu-
manns Ráðningaskrifstofu Reykja-
víkurborgar er stærsti hluti þess
fólks sem atvinnulaust er úr stétt
verslunarmanna.
Atvinnuástand meðal skólafólks
er með svipuðum hætti og verið
hefur undanfarin ár. 1500 ung-
menni sóttu um vinnu hjá
Ráðningaskrifstofunni og af þeim
hópi eru 75 atvinnulausir. Yngsta
fólkið hefur átt erfiðast með að fá
vinnu og verulega erfitt getur
reynst fyrir unglinga yngri en 16 ára
að fá vinnu.
150 á skrá hjá atvinnu-
miðlun stúdenta
Hjá atvinnumiðlun stúdenta
hafa nú 500 látið skrá sig, en á sama
tíma í fyrra höfðu 700 einstaklingar
beðið atvinnumiðlun stúdenta um
að grennslast fyrir vinnu. Þóra
Björk Hjartardóttir hjá atvinnu-
miðluninni, ræddi við Þjv. í gær.
Þóra sagði að atvinnumiðlunin
væri í stakk búin til að útvega um
helming þess fólks sem til hennar
leitaði um vinnu. Hún sagði að at-
vinnumiðlunin hefði enn ekki get-
að útvegað um 150 manns vinnu,
en líkur væru á þvíað stór hluti þess
fólks hefði fengið vinnu eftir öðr-
um leiðum.
„Hvað varðar atvinnuástand
skólafólks hér í Kópavogi þá er það
frekur ánægjulegt. Upphaflega
skráðu um 300 unglingar sig hjá
okkur og við höfum getað útvegað
þeim flestum vinnu. Ég geri ráð
fyrir að um 10 hafi enn ekki fengið
vinnu, en við stefnum að því að svo
verði mjög bráðlega", sagði Hrafn
Sæmundsson atvinnumálafulltrúi í
Kópavogi er Þjv. hafði samband
við hann í gær.
Hrafn sagði að gott samstarf
hefði tekist með bænum og ein-
stökum fyrirtækjum og því væri
ástandið með betra móti. Þeir ung-
lingar sem eru innan við 16 ára eiga
rétt á atvinnu í vinnuskólanum,
sem tæki við öllum er til hans
leituðu. _|1()|,
Sumarþingið:
s
Agreiningur í
ríkisstjórninni
Vil ekkert um málið segja
er svar utanríkisráðherra.
Ágreiningur virðist hafa ver-
ið í ríkisstjórninni um það hvort
kalia ætti saman sumarþing. Er
það í mótsögn við yfirlýsingar
Steingríms Hermannssonar,
forsætisráðherra, um að algjör
einhugur hafi verið í ríkis-
stjórninni um að kalla ekki
saman þing fyrr en í haust.
í Morgunblaðinu í gær er því
haldið fram að Matthías Á.
Mathiesen, viðskiptaráðherra og
Albert Guðmundsson, fjármála-
ráðherra hafi báðir lýst því yfir í
ríkisstjórninni að þeir teldu að þing
ætti að koma saman hið fyrsta.
Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð-
herra hafði viðrað svipuð viðhorf á
opinberum vettvangi.
Til að fá úr því skorið hvor fer
með rétt mál, forsætisráðherra eða
Morgunblaðið hafði Þjóðviljinn
samband við Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra og formann
Sjálfstæðisflokksins, en hann vildi
ekkert um málið segja: „Ég vil ekk-
ert segja um umræður á ríkis-
stjórnarfundi“, var það eina sem
hann vildi láta eftir sér hafa um
málið.
Ólíklegt verður þó að teljast, að
Morgunblaðið, flokksblað þeirra
ráðherra sem þarna um ræðir, hafi
sagt frá ágreiningnum án þess að
hann sé til staðar.
Matthías
staðfestir
„Ég tel það hefði verið réttara
að kalla saman alþingi til að af-
greiða þessi mál. Ég tel að það
hafi verið möguleiki til að kalla
þingið saman og ná samstöðu um
að afgreiða þessi mál á 2-3 vik-
um“, sagði Matthías Á. Mathie-
sen viðskiptaráðherra aðspurður
um afstöðu sína til samkomu
þings þegar ríkisstjórnin tók mál-
ið til afgreiðslu á dögunum.
eng/lg.
Skrifstofustarf
Staöa aðalbókara hjá Vegagerö ríkisins í
Reykjavík er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknum meö upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf þar aö skila fyrir 6. júlí
n.k.
Vegagerð ríkisins,
Borgartúni 7,
105 Reykjavík