Þjóðviljinn - 24.06.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Qupperneq 5
Föstudagur 24. júní 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Sumarferö ABR 1983: ALLIR MEÐ í VIÐEY! Það er á morgun, laugardaginn 25. júní, sem ákveðið hefur verið að fara í sumarferð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og er förinni heitið í Viðey. Eftir rigningarnar undanfarna daga er þó rétt að hafa varann á, - ef veðurútlit á morgun er slæmt og spáin fyrir sunnudag góð, verður ferðinni frestað til sunnudags á sama tíma og sama stað. Frestun verður þá tilkynnt í auglýsingatíma útvarpsins fyrir og eftir kvöldfréttir í kvöld, föstudag. Miðar eru seldir á skrifstofu Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, Hverfisgötu 105 og kosta þeir 150 krónur en fyrir börn, 12 ára og yngri er ókeypis. Miðar verða seld- ir fram til kl. 19 í kvöld föstudag og einnig úr bíl í Sundahöfn kl. 9.30 til 10.15 á laugardagsmorgun. Brottför er frá austurhluta Sundahafnar (Eimskip) kl. 10 og 10.30 árdegis. Aðstaða til að kom- ast í og úr bátnum er góð. Haf- steinn Sveinsson ferjar mann- skapinn og tekur siglingin aðeins 5-6 mínútur. í bátnum verður dreift korti af Viðey, söngtextum og dagskráin kynnt. Fatnaður: Verið vel búin í hlýrri ullarpeysu, góðum gönguskóm og fatnaði sem þolir setu í grasi. Ef regnstakkurinn gleymist fer’ann örugglega að rigna! Nesti verður að vera ríflegt, bæði matur og drykkur. Nauðsynlegt er að hafa bæði með sér smurt brauð og svo eitthvað til að leggja á grill- ið, pylsur handa krökkunum kjötmeti. Gleymið ekki uj haldskryddinu! Félagið leggu: kol og kveikivökva og sérsmí grillið bíður tilbúið á balanum i an við Heljarkinn. Gott skap er alveg bráðnauð: legt í sumarferð ABR, söngbæl gítarar og boltar eru líka ág ferðafélagar. Heimferð verður frá sama : og lagt var að sunnan Viðe> stofu kl. 16, 17 og 18 eða kl. 2< 21. I glugga Viðeyjarstofu lá dauður steindepill og hafði hann gefíð upp öndina í gömlum sauðskinnsskó. Ljósm. ÁI Músanes séð frá Sjónarhól. Sagan segir að Þorlákur biskup helgi hafí með kynngi sinni rekið músafaraldurinn út af þessu nesi en músagangur í eynni var svo mikill að „korn og akrar spilltust". Ljósm. ÁI Fjórir hrafnsungar í hreiðri sínu hátt í berginu. (Ljósm. Sig. Sv.) Dagskrá Jónsmessuhátíðar Kl. 10.00 og 10.30 Hafsteinn Sveinsson ferjar fólkið frá athafnasvæði Eimskipafélagsins í austur- hluta Sundahafnar út í Viðey. Kl. 11.30 Safnast saman við Sjónarhól. Björn Th. Björnsson listfræðingur segir frá Viðey og sögu hennar. Kl. 12.00 Genglð að Viðeyjarstofu og kirkjunni. Hjör- leifur Stefánsson arkitekt lýsir byggingunum og síðan gefst fólki tækifæri til að skoða þær og kirkjugarðinn. Kl. 13.00 Langeldur (útigrill) og skemmtan undir Helj- arkinn. Fjöldasöngur undir stjórn Gunnars Guttormssonar. Nafnlausa trióið (Guðmund- ur Hallvarðsson, Kolbeinn Bjarnason og Kristín Ólafsdóttir) skemmtir. Matur Harmonika: Elías Daviðsson. Leikir, söngur og reiptog (menntamannaklík- an og verkalýðsarmurinn takast á) Kl. 15.00 Gönguferð austur að Sundbakka. Þar segir Guðjón Friðriksson blaðamaður frá Miljónar- félaginu, Kárafélaginu, Stöðinni og þorpinu á Sundbakka. Kl. 17.00 Náttúruskoðun, gönguferðir og önnur skemmtun eða heimferð eftir vali. Kl. 21.00 Síðasta ferð í land! Björn Th. Björnsson Hjörlelfur Guðjón Guðmundur Gunnar Guðrún Kristfn Kolbelnn Elfas

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.