Þjóðviljinn - 24.06.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Síða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 24. júní 1983 Starri í Garði skrifar: Húrra fyrír Jarúzelski Oft hefur gengiö fram af manni sú árátta Islendinga að reyna að apa sem flest eftir öðrum þjóðum og stærri, á sem flestum sviðum, og það án tillits til ólíkra staðhátta á marga vegu. Sú minnimáttarkennd sem birtist iðulega i þessari eftiröpun, og á sjálfsagt rætur að rekja til þess tíma er við lifðum við örbirgð undir dönsku valdi en þykjumst nú aldeilis vera orðnir menn með mönnum, er oft hörmuleg upp á að horfa og veldur margoft jpmældumskaða. Þetta á auðvitað ekkert skylt við það að hafa augun opin fyrir ýmis- konar framþróun úti í heimi, sem okkar þjóð mætti að gagni koma. Sjaldan eða aldrei frá stofnun lýðveldisins hefur þessi kvilli lands- feðranna verið jafn augljós og átakanlegur sem nú á fyrstu dögum hinnar nýju ríkisstjórnar Stein- gríms og Geirs. Allir vita upp á hvað þeirra stjórnarsáttmáli hljóðar, allir vita hverjar voru þeirra fyrstu stjórnar- athafnir um leið og þeir létu rass- ana síga ofan í ráðherrastólana. Engum ætti að dyljast hvaðan utan úr heimi eftiröpunin er feng- in. Svo oft og dyggilega höfum við í málgögnum þessara ráðherra, svo og í útvarpi þeirra og sjónvarpi, verið frædd á því hvernig Jarúzel- ski og kumpánar í Póllandi stjórna, að þetta ætti að liggja í augum uppi. Þaðan er fyrirmyndin. Jarúzelski sagði: - Þjóðarfram- leiðsla hefur dregist saman,landið er að sökkva í skuldafen við aðrar þjóðir, við verðum að herða sultar- ólina, verkalýður landsins getur ekki fengið neinar kjarabætur, má þakka fyrir að fá eitthvað að éta, þið verkamenn verðið að erfiða meira, framleiða meira. Hinsvegar er nauðugur einn kostur að hækka í verði allar ykkar nauðsynjar, mat- væli og hvað eina. Hver sem mögl- ar og æsir til mótmæla, verður sctt- ur á bak við lás og slá. Það eru neyðartímar, ég set á herlög og læt her okkar og lögreglu gæta þess að mínum fyrirskipunum sé hlýtt. Dugi það ekki til er óvígur her vin- arþjóðar við landamærin, reiðubú- inn til hjálpar mér ef ég bið hann,— Pví viljum við kunnugt gera Framkvæmd þessa glæsta boð- skapar vitum við í höfuðdráttum, í gegnum þau málgögn núverandi vaidhafaá íslandi, sem fyrr er um getið. Og svo bætist við þetta tii- koma Solidarnos og hverjar við- tökur þau samtök fengu hjá Jarúz- elski og co. En flokkar og málgögn þeirra sem eru ráðherrar á íslandi í dag, svo og íslensk verkalýðs- hreyfing og hennar flokkar hafa aldrei þreyst á því að lýsa yfir stuðningi við Solidarnos. Jaruzel- ski bætir því auðvitað við, að hin eina sanna verkalýðshreyfing í Pól- landi sé sú sem viðurkennd sé og skipulögð af honum og hans flokki, enda sé það ábyrg verkalýðsforysta sem skilji og samþykki hans tilskip- Útboð - örtölvur Reiknistofnun Háskóla íslands óskar eftir til- boðum í örtölvur til afgreiðslu fyrir næsta haust. Útboðs lýsingar má vitja á skrifstofu stofnunarinnar að Hjarðarhaga 2, Reykjavík. Frestur til að skila tilboðum er til 13. júlí. Upplýsingar í síma 25088. Reiknistofnun Háskóla íslands PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN Tilkynning til símnotenda Á blaðsíðu 458 í símaskrá 1983 hefur mis- prentast svæðisnúmer símstöðvarinnar Vogar Vatnsleysustrandarhreppi. Svæðisnúmerið er 92 ekki 99. Vinsamlegast skrifið inná blaðsíðu 458 svæðisnúmer 92 í stað 99. Póst- og símamálastofnunin. Vegna jarðarfarar Valgeirs Björnssonar, fyrrverandi hafnarstjóra, verður hafnarskrif- stofan lokuð eftir hádegi föstudaginn 24. júní 1983. Hafnarstjórinn í Reykjavík Starri í Garði. En lítum nú á hvernig hinum nýju valdhöfum á íslandi fer þessi eftiröpun úr hendi: Þeir segja: - Þjóðarframleiðsla hefur dregist saman, markaðir ýmist hrunið eða orðið okkur óhagstæðari, verð- bólgan er að ríða öllu til helvítis, þjóðin að sökkva í erlendar skuldir, við höfum lifað um efni fram (þá er auðvitað aðeins átt við erfiðisfólk og skapendur verðmæt- a). Þettageturekkigengiðsvona lengur. Þjóðarskútan er að fara á hliðina í brimgarði verðbólgu og eyðslu almennings, er að brotna í spón. Því viljum við kunnugt gera: Umsamdar verðbætur á laun sem áttu að mæta stórfelldum fram- færslukostnaði 1. júní skulu skornar niður um tvo þriðju, eða svo. Engar hækkanir á kaupi al- mennings næstu tvö árin. Hinsveg- ar erum við tilneyddir að hækka stórlega allar vörur og lífs- nauðsynjar og þjónustu.- Og þeim orðum fylgja athafnir. Olíu skvettu ráðherrarnir á verð- bólgubálið samdægurs, yfir 14% gengisfelling, hækkanir á verði vöru og þjónustu tilkynntar dag- lega. Hver sem reynir að óhlýðnast þessum tilskipunum, t.d. forysta launafólks með fólkið á bak við sig, eða bændur og sjómenn, eru að brjóta landslög (bráðabirgðalög- in). Við slíkum lýð standa tugthús- dyr galopnar. Og ráðherrarnir hugsa sem svo: Hvað geta þau samtök launafólks á fslandi, ASÍ og BSRB gert, sem við, borgarafl- okkarnir og auðvaldið á Islandi höfum sett leikreglur og tekið inn í okkar valdakerfi sem virðulegar stofnanir? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Varla fara þessar virðulegu stofnanir að brjóta landslög, ganga inn fyrir tugthúsdyrnar. O ekkí. Auðvitað samþykkja þeir mót- mæli. Það er samkvæmt leikreglun- um. Skítt með það. Stofna launþegar Soli- darnos? Þá er aðeins eftir einn þáttur í pólskri eftiröpun. Solidarnos. Hvað gerir launafólk á íslandi í dag, þegar snara hinna nýju vald- hafa fer alvarlega að þrengja að hálsi manna? Stofnar það hið ís- lenska Solidarnos, sem á íslensku hvað þýða Samstöðu, til að berjast fyrir rétti sínum? Ef svo færi, sem sýnist hinn eini kostur sem okkur, almenningi í þessu landi er eftirskilinn, hvað gerir hin nýja ríkisstjórn auðmagnsins á íslandi þá? Skyldi hún ekki einnig gefa það í skyn, að ef slíkt ekki dugar til þá sé velbúið herlið vinaþjóðar á Miðnesheiði reiðubúið að hlaupa undir bagga ef til er kallað. Hvað væri slíkt nema sjálfsagður greiði milli vina! Þá fengi orðið Varnarlið loks raunhæft gildi. Það tæki að sér að verja tíu ráðherra og þeirra þing- mannahyski fyrir þjóðinni. Skítt með allar fyrri yfirýsingar um sam- stöðu með Pólsku Samstöðu. Andstaða gegn íslenskri Samstöðu skal vega þyngra. Húrra fyrir Jaruzelski! Starri í Garði erlendar bækur Cicero og Ovid Marcus Tullius Cicero: Epistulae. Leben und Politik in Briefen. Deutscher Taschenbuch Verlag 1980. - Cato Maior de Senectute. Cato Der Altere Úber Das Alter. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. Publius Ovidius Naso: Metamorphoses. Verwandlungen. Deutscher Taschenbuch Verlag 1982. Ovid: The Erotic Poems. The Amores - The Art of Love - Cures for Love - On Facial Treatment for Ladies. Translated with an Introduction and Notes by Peter Green. Penguin Books 1982 De Senectute mun hafa komið út á íslensku fyrir síðustu jól. Það hafa margir þýtt þá bók á skóla- bekk, hún var lesin af ófáum kyn- slóðum í lærðum skólum hérlendis meðan það var talin lágmarkskrafa að menn gætu eitthvað staglað í lat- ínu og helst lesið hana og skrifað, til þess að nálgast heima Minervu og þar með nálgast það sem heitir menning, þetta sem aðgreinir mennina frá nautpeningi og drátt- aruxum. Bók þessi og aðrar bækur Ciceros voru grundvallarrit evr- ópskra fræða og menningar. dtv, útgáfan gefur hér út sýnishorn bréfa hans og „Um ellina" á latínu og þýsku. Franz Peter Waiblinger hefur séð um útgáfu bréfasýnis- hornanna og Max Faltner hefur þýtt „De Senectute““ og skrifað inngang og skýringar. Cicero er tal- inn hafa skrifað fegurstu latínu á sínum tíma; þessvegna var hann gjarnan lesinn í skólum Evrópu. Hermann Breitenbach þýðir og skrifar formála af sýnishorni úr „Metamorphosis". dvt útgáfan er tveggja mála eins og Cicero útgáf- an. „Umbreytingarnar" voru lykil- rit í Evrópu, eftir að menn tóku að stunda latnesk fræði. Þetta var nokkurskonar alfræðibók um goðafræði og sögu fornaldar og upphaf veraldar. Þetta var eftir- lætis lesning listamanna og skálda (og nemenda) í tvö þúsund ár. Á sínum tíma var Ágústus keisari ekki sérlega hrifinn af kveð- skap Ovidíusar, einkum ekki af ástarljóðunum, sem hér koma út í nýrri þýðingu ágæts fræðimanns í klassík, Peters Greens. Hann seg- ist hafa unnið mjög lengi að þýðingunni og meðan á henni stóð, hófst Ovid úr hálfgerðri lægð til þess að verða á ný dáður og lof- aður, sem stórkostlegasta skáld og sköpuður. Á síðustu tuttugu árum hafa struktúralistar, symbolistar og skáld sótt í hinn ótæmandi brunn „Umbreytinganna" efni til eigin verka. Ástarkvæði Ovidíusar urðu hon- um ekki til neinnar blessunar, hann varð að hírast á eyðilegum stað við Svartahafið samkvæmt skipun Ág- ústusar keisara. Ástæðan voru ást- arkvæði og auk þess atburður sem ekki er mönnum fullkomlega ljós. Áður en kom til útlegðarinnar kall- aði keisarinn Ovidíus fyrir sig og húðskammaði hann. Ars amandi var bönnuð og tekin úr hinum þremur opinberu bókasöfnum í Róm, en slíkar aðfarir voru þá mjög óvenjulegar ef ekki eins- dæmi. Þessi rit voru mjög mikið lesin fyrrum, eftirsótt og endurrituð hvað eftir annað fyrir daga prent- listarinnar og töldust til þeirra lyk- ilrita sem lesa varð. Þýðingin er mjög lipurleg og lifandi. Þýðand- inn hefur skrifað fjölda bóka um efni varðandi gríska og rómverska fornöld. Minning Ólafur R. Einarsson Góður drengur er fallinn í hinni eilífu baráttu lífs og dauða, en Ólafur R. Einarsson sagnfræðing- ur lést þann 11. júní sl. Ólafur var sögukennari okkar í Menntaskólanum við Sund, vet- urna 1980-81 og 1981-82 og einnig umsjónarkennari bekkjarins seinni veturinn. Það er sárt að sjá á bak svo fjölhæfum og atorkusömum manni svona snemma, en aldrei, þrátt fyrir alvarleg veikindi, lét Ólafur nokkurn bilbug á sér finna. Hann var sérstakur að því leyti að hann var ekki rígbundinn við bókina, heldur reifaði málin vítt og breitt. Hann kenndi okkur að gagnrýna og meta sjálf, en ekki taka námsefnið gott og gilt eins og það stóð í bókunum og þó sérstak- lega að sjá málin frá öllum hliðum. Það var ekki eingöngu saga kónga og keisara sem hann sagði okkur, heldur saga verkalýðs og almúga og mikil áhersla lögð á þann þátt. Oft og iðulega benti hann okkur á bækur um viðkomandi námsefni sem við gætum lesið, ef við vildum vita meira og sýndi það að starf hans var ekki eingöngu fólgið í því að sitja í 40 mínútur og þylja við púltið. Hann var ákaflega þolinmóður kennari og virtist taka öllu með stöku jafnaðargeði, hvað svo sem á gekk og hvernig svo sem hann var fyrirkallaður. Þessi bekkur var án efa ekki sá auðveldasti né áhuga- samasti á köflum sem hann hefur glímt við, en aldrei lét hann nokkra óánægju í ljósi. Tveir vetur eru stuttur tími af heilli mannsævi, sem varð þó ekki löng, en þeir verða okkur mikils virði á lífsbrautinni. Það er ekki auðvelt að setja til- finningar sínar á blað, en af heilum hug þökkum við Ólafi fyrir þennan tíma um leið og við vottum honum virðingu okkar. Fjölskyldu hans og vinum vott- um við okkar dýpstu samúð. Nemendur 4. bekkjar C Menntaskólanum v/Sund 1982. (Grein þessi barst Þjóðviljanum það seint að hún náði ekki að birt- ast á útfarardegi Ólafs þann 22. júní.) íbúð óskast Á ekki einhver 2ja-3ja herb. íbúð sem hann vill leigja pari utan af landi. Erum með eitt barn og annað okkar er í námi. Helst þurfum við íbúð til 2ja ára frá 1. sept. Getum borgað sanngjarna leigu. Velunnarar hringi í síma 39342 og fái upplýsingar hjá Maríu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.