Þjóðviljinn - 24.06.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.06.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. júní 1983 Fœreyingar kaupa 3.800 lesta verksmiðju- togara Það er ekki ofsögum sagt af dugnaði Færeyinga á sjónum. í s.l. maímánuði keyptu nokkrir fjáraflamenn í Fær- eyjum verksmiðjutogara frá Ítalíu. Þetta er sagt nýlegt skip, 3.800 rúmlestir að stærð. Skipið liggur nú í Þórshöfn og er verið að úthúa það á kol- munnaveiðar til manneldis. Þá hafa færeyskir útgerðar- menn nýlega gert samning við norsku skipasmíðastöðina Langstein Slipp og Baatbygg- eri A.S. í Tomrefjord um smíði á fjórum togurum. Tvö skipanna eru til veiða í ís og er lengd þeirra 46 metr- ar, en hin tvö eru frystitogarar og er lengd þeirra 70 metrar. Samanlagt verð þessara skipa er n.kr. 220 miljónir. Enn aukið við nórskt fiskeldi Norska sjávarútvegsráðu- neytið tilkynnti nýlega að í undirbúningi væru breyttar reglur um eldi á laxi og regn- bogasilungi, með það fyrir augum að stækka þennan atvinnuveg. Eldisbúum verð- ur fjölgað og þau verða stækk- uð, úr 3 þúsundutn rúmmetr- um í H þúsund rúmmetra. Þessari breytingu á að vera lokiö á miöju ári 1984. Sovétmenn byggja nýjar eldistöðvar Viö vatnið Urjum á Kul- andsgresjunni í Suövestur-' Síberíu er nú verið að byggja risavaxna eldistöð fyrir vatn- afiska. Þarna á að framleiða 100 miljónir fiskseiða árlega, sem síðan verða sett í eldi. Áhugi á fiskeldi í vatni og sjó, sem skipulagðri búgrein, fernú vaxandi með hverju ári. íslenskur prófessor í sjávar- útvegsfræði Nú í júnímánuði var ís- lendingurinn Rögnvaldur Hannesson .skipaður prófess- or í sjávarútvegsfræði við Norges Handelshöyskole. Rögnvaldur er fæddur hér á landi 1943 en hefur verið norskur ríkisborgari frá 1978. Hann var útskrifaður frá Háskólanum í Lundi í Svfþjóð 1970 sem kandidat með hag- fræði sem aðalnámsgrein. Síðan tók hann doktorspróf í hagfræði víð sama skóla 1975. Á árunum frá 1970-1975 vann Rögnvaldur við rannsóknirog kennslu við Háskólann í Tromsö í Noregi. Frá árinu 1976 hefur hann verið fyrsti lektor í hagfræði við Há- skólann í Bergen. Sumarloðnuveiðar Norðmanna Leyft að veiða 777.000 tonn Það hefur verið ákveðið að sumarloðnuveiðar Norðmanna hefjist þann 15. ágúst og að síðasta skip verði komið á miðin fyrir 19. september. Heildaraflamagn sem leyft verður að veiða er 777.000 tonn. Þessu aflamagni verður skipt á milli þeirra skipa sem fá leyfi og þar tekiö tillit til stærðar skipanna og eins hvort þau nota snurpunót eða togvörpu. Jóhann E. Kúld skrifar um fiskimál Framfarir í nýtingu loðnunnar Miklar framfarir hafa orðið í nýt- ingu á loðnu hjá Norðmönnum síð- ustu árin. Fyrir utan frystingu á loðnuhrygnu og loðnuhrognum fyrir japanskan markað sem hefur aukist sökum stöðvunar á þessum veiðum hér, þá er nú fryst mikið af loðnu um borð í veiðiskipum á miðunum sem loðdýra- og fiski- fóður. Þá hófst framleiðsla á loðnumeltu um borð í flotanum fyrir hálfu öðru ári, og hefur hún reynst góð í laxeldisfóður. Meltan er í landi blönduð með fiskimjöli úr nýju hráefni og fleiri bindiefnum en síðan köggluð í þar til gerðri vél. Þá eykst á hverju ári framleiðsla norskra fiskimjölsverksmiðja á sérstöku fiskimjöli sem notað er í loðdýra- og fiskeldisfóður. Hráefn- ið í þetta mjöl verður að vera glæ- nýtt og ekki má nota neitt rotvarnarefni. Þetta mjöl verður að gufuþurrkast. Nú framleiða Norðmenn þrjár tegundir af slíku mjöli sem bera heitin „Nor Sea Mink“, „Nors Abel“ og „Nor Sea Mink L.T.“. Á nýafstöðnum stjórnarfundi hjá Feitsildfiskernes Salgslag sagði Hans A. Nordheim forstjóri að Norðmenn þyrftu að framleiða 100.000 tonn af slíku mjöli á ári. Árið 1981 sagði fors- tjórinn að 15% af hráefninu hefði farið í framleiðslu á slíku mjöli og 1982 22%. Síldveiðar og síldarmarkaðir Meö þeim miklu síldveiöum sem nú hafa verið leyföar í Norðursjó, er sú hætta fyrir hendiaö markaöurfyrirokkar Suðurlandssíld þrengist. Samkvæmt nýjustu fregnum, hafa t.d. Norömenn fengið leyfi til að veiöa á þremur tilteknum svæöum í Norðursjó samtals 38.000 tonn og 4.000 tonn í Skagerak eöa alls 42.000 tonn. Þessu til viðbótar veiddu Norðmenn 3.000 tonn af stórsíld viö norsku ströndina í maí-mánuði og stóö sú veiði yfir aöeins í einn sólarhring. Þessi veiði vartekin fyrir sunnan 62. breiddargráöu og var fita sumarsíldarinnar frá 21 - 25%. Þessi síldvarmeðmikilli átu og var sett í lása til að losna viðátuna. Þá hefur verið leyft að veiða á komandi hausti 205.000 hektólítra (20.500 tonn) af norskri vorgotsíld, þeim stofni sem áður gekk á miðin hér fyrir Norðurlandi. Þá er búist við að leyft veröi einnig að veiða í haust 10.000 tonn af síld af Þránd- heimsfjarðarstofni. Útgerðarmenn ogsjómenn vildu fá að veiða 20.000 tonn af þessum stofni. Ef þetta gengur eftir sem nú hefur verið ák- veðið um síldveiði Norðmanna í ár, þá yrði samanlögð síldveiði þeirra 75.500 tonn, í það minnsta. Norski fiskimálastjórinn hefur gefið út reglugerð þar sem norskum skipum er aðeins heimilt að veiða síldina til manneldis en ekki í bræðslu og fram tekið að veiðar verði stöðvaðar sé markaður ekki nægjanlegur. Komi síld að landi sem ekki telst hæf til manneldis að dómi norska síldarmatsins, þá má selja hana til mjöl- og lýsisvinnslu. Síldveiði Norðmanna í Skagerak er þegar hafin. Gert er ráð fyrir að eitthvað af norskri nýrri síld verði selt í Danmörku til vinnslu þar og líka til rússneskra verksmiðjuskipa á Norðursjó. Af fyrstu 7.000 tonn- unum sem Norðmönnum var úth- lutað fékk útgerðin leyfi til að selja 3.000 tonn um borð í verksmiðju- skip. Skosk veiðiskip munu einnig selja nýja síld til þessara skipa. Annars er gert ráð fyrir að meiri- hluti norsks síldarafla úr Norðursjó verði lagður á land í norskum höfum. Þaó á sjáanlega að vanda verkunina á vorgotsíldinni Það er eftirtektarvert að ekkert skip sem er stærra en 110 fet fær að veiða vorgotsíldina á komandi hausti, með nót. En með nót verð- ur leyft að veiða 125.000 hektó- lítra. Þá hef ég fregnir af því, að dælur verði ekki notaðar við losun úr nót, heldur háfar. Með þessu móti fæst mikið betra hráefni í alla vinnslu, þar sem síldin losnar við mar, sem algengt er að komi við dælingu. Með netinu verður leyft að veiða 80.000 hekto- lítra. Til viðbótar þessum kvóta af vorgotsíldinni er mönnum leyft að veiða síld til eigin heimilisnota í eitt lagnet sem er allt að 30 metrum á lengd. Norskur bátur vekur athygli Þetta er hinn litli norski vélbátur, sem vakið hefur mikla athygli. Á undanförnum árum hafa verið smíðaðar þúsundir af litlum vélbátum úr plasti í Noregi og eru framleiðendur slíkra báta mjög margir víðsvegar í landinu. Siíkir bátar hafa verið ýmist framleiddir til fiskveiða við ströndinaeðatil skemmtiferða ogsumirtil hvorutveggja. Nú á þessu vori var einn slíkur lítill fiskibáturkynnturí sjávarplássum frá Kristianssundiá Norðurmæri suðurtil Bergen. Báturinn er framleiddur í Kristi- anssundi af framleiðanda þar sem löngu er orðinn landskunnur og hafa bátar þessa framleiðanda gengið undir nafninu Mörebas. Þessi bátur sem nú hefur vakið sérstaka athygli hefur hlotið nafnið „New Deal“ og gæti ég hugsáð mér að nafnið sé miðað við kynningu á erlendum mörkuðum. Þessi um- ræddi litli plastvélbátur sem nú hef- ur vakið sérstaka athygli í Noregi, er 32 fet á lengd, með 40 hestafla vél og með járnkjöl sem vegur 1700 kg. Þrátt fyrir þetta lirla vélarafl er ganghraði bátsins þegar hann ér tómur 8.5 mílur. Með 1.5 tonna lest gengur hann 8,2 mílur og notar þá 8.23 lítra af díselolíu á klst. Sé ferð bátsins minnkuð í 7,35 mílur þá lækkar olíunotkun í 4,83 lítra á klst. Sé báturinn með lest sem veg- ur 5 tonn og ganghraði stilltur á 6,1 mílur þá lækkar olíunotkun niður í 2,59 lítra á klst. Þessi litla olíunot- kun bátsins hefur vakið sérstaka at- hygli nú þegar olía er dýr. En galdurinn við þetta er sá, að lagið á sjálfum bátsskrokknum er þannig að mótstaðan í sjónum verður mjög lítil. Báturinn er hannaður af hinum þekkta sænska seglbátahönnuði Peter Norlin en hann hefur tekið upp hið gamla straumlínulag á bátsbotninn sem var einkenni bestu seglskipanna, sem liðu áfram og mættu lítilli mót- stöðu í sjónum. Þá vekur það at- hygli, að báturinn hefur óvenju- stóra skrúfu sem er undir hekki bátsins og er hægt að komast að henni ofan frá gegnum lúgu ef svo vill til að eitthvað fer í skrúfuna úti á hafi. Vinnuþilfar bátsins er 12 fer- metrar sem verður að teljast gott á svo litlum bát. I bátnum er svefn- pláss fyrir 4 menn, en annars eru oft 2 menn við fiskveiðar á svona litlum bátum í Noregi. Bátur sá sem hér um ræðir, var smíðaður fyrir Per Farmo skipstjóra og af- hentur honum í nóvember á s.l. hausti. Síðan hefur báturinn verið í notkun og skipstjórinn búið um borð í bátnum helming af tíma- unum sem Norðmönnum var út- hlutað fékk útgerðin leyfi til að selja opið haf og lenti i allskonar veörum þegar ýmsir stærri bátar lentu í erf- iðleikum. Per Farmo segir að þetta sé afburðabátur, enda sé hann hannaður samkvæmt skrokklagi bestu seglskipanna sem fékkst í gegnum langa þróun þar sem byggt var á reynslu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.