Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1 Fráskilda“ sagði Gerður og mundaði straujárnið. Bakvið hana eru Áslaug, Anna og Sigrún. Ertu lagin(n) íhöndunum? Fáðu þér þá bás I Básum Lítil flík eftir Önnu. Uppi álofti ílitlu, gömlu timburhúsi viö Laugaveginn er verið að lagakaffi. Ilmurinn teymir okkur upp á loft. Á stóru skilti stendur „Básar“ og við spyrjum konuna með kaffikönnuna hvað hér sé á ferð: „Jú, hér á að leigja út bása í framtíðinni fyrir fólk sem vill selja einhvern heimaiðnað. Ég sel hér ýmiss konar fatnað sem ég hef hannað, smávörur, brauð og múslí sem ég hef ristað sjálf“ segir þessi myndarkona, og kveðst heita Anna Björnsdóttir. Það er Gerður Pálmadóttir í Flónni sem hefur þetta húsnæði á leigu og ætlaði upphaflega að reka þarna kaffihús. „En lofthæðin var ekki nægileg til að leyfilegt væri að pissa hér í klósettið. Fallhæðin of lítíl,—skil- urðu,“ segir Gerður þegar við hittum hana í einum básanna. „Þá datt mér í hug að það væri sniðugt að nýta þetta fallega hús- næði fyrir fólk sem langar til að búa eitthvað til og selja. Ekki bara fyrir konur, heldur ekki síð- ur fyrir karlmenn. Menn eru að dunda ýmislegt heima hjá sér og nú er tækifærið og koma því í dagsljósið. Leðurvörur, skart- gripir, myndlist af ýmsu tagi, allt kemur tií greina, - og hér getur fólk haft aðstöðu til að vinna. Við ætlum að koma hér upp sauma- aðstöðu. Og svo pressum við fyrir fráskilda.“ segir Gerður og sýnir okkur forláta straujárn frá fyrri hluta aldarinnar. „Égvarsvo heppin aðrekast á tvær slyngar stúlkur, Áslaugu og Sigrúnu og þær hafa tekið þennan rekstur að sér. Við höfum þegar fengið hingað vörur sem unnar eru af nemendum í Iðnskólanum, auk barnafatnaðar og ýmiss kon- ar vöru sem þær Sigrún og Áslaug hafa unnið. Hér verður ódýrt að fá bás á leigu og hér rignir aldrei,“ sagði Gerður að lokum. „Básar“ eru nánar tiltekið á Laugavegi 21 og verður opið til að byrja með frá 1-6, síminn er 31941 (á kvöldin). þs Anna I eldhúsinu. Músli í krukkum fremst á myndinni. Ljósm. — Leifur. Básinn hjá Iðnskólanemum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.