Þjóðviljinn - 07.07.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 07.07.1983, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. júlí 1983 NOWIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Afleitur málstaður • Bandaríkin fæddust fyrir röskum tvö hundruð árum í þversögninni miðri ef svo mætti segja: lands- feðurnir, sem höfðu gert uppreisn gegn voldugasta stórveldi þess tíma, settu saman róttækustu frelsis- skrá sem menn þá þekktu. En þessir sömu róttæku landsfeður amrískrar byltingar voru sjálfir þræla- haldarar og fannst ekkert sjálfsagðara. • Margt breytist á tveim öldum, en samt fylgir þessi þversögn bandarískum veruleika í nýrri mynd. Bandaríkin hafa lagt frelsisbaráttu þjóða dýrmætan liðsauka eins og til að mynda í síðustu heimsstyrjöld. En þau hafa líka í krafti efnahagslegra ítaka og hervalds tekið þátt í að koma til valda, ekki síst í Mið- og Suður-Ameríku, ýmsum þeim einræðisstjórnum sem spilltastar hafa verið og grimmastar, lengt líf slíkra stjórna með margháttaðri aðstoð, séð þeim fyrir vopnum og sérþekkingu til að bæla niður frelsis- hreyfingar, þau hafa einnig tekið þátt í að steypa stjórnum sem þeim þóttu vinstrisinnaðar og þar með skaðlegar bandarískum hagsmunum, pólitískum og viðskiptalegum. • Af þessari íhlutun er til löng saga og herfileg - það mætti minna á bandaríska aðild að því að lýðræðið var ráðið af dögum í Guatemala 1954 og hafa lengst af síðan ráðið fyrir því landi blóðugar harðstjórnir, það má minna á valdarán hersins í Chile fyrir tíu árum og margháttaðan stuðning og fyrirgreiðslu stóra bróður í norðri við valdaræningjana þar. Og þessi saga er enn að gerast eins og vaxandi stuðning- ur Reaganstjórnarinnar við ógnarstjórnina í E1 Salv- ador sýnir, sem og það tilræði sem nú er gert við vinstristjórnina í Nicaragua... • Við vitum ekki á þessari stundu hvað George Bush varaforseti Bandaríkjanna ræðir um við ís- lenska ráðamenn meðan hann gistir landið - fyrir utan það peningastreymi til framkvæmda fyrir her- inn sem boðað hefur verið. En það má ráða af Norðurlandablöðum, að Bush er einn af mörgum sendimönnum sem Reaganstjórnin gerir út til Evr- ópu til að útskýra og reyna að réttlæta þá stefnu sína gagnvart löndum Rómönsku Ameríku sem brýst um þessar mundir fram með herfilegustum hætti í E1 Salvador. Og það er þá alveg sérstök ástæða fyrir því, að hver sem vettlingi fær valdið láti þennan ábyrgðarmann stórveldis heyra afstöðu til þessara mála. Því að það er einmitt Reaganstjórnin sem hef- ur gengið lengra en fyrri stjórnir bandarískar í því að réttlæta stuðning sinn við afturhald og mannréttinda- brot í Rómönsku Ameríku með því að rekja alla pólitíska ókyrrð þar í álfu til utanaðkomandi undir- róðurs. Og ýta þar eftir til hliðar skilningi á því að uppreisnir fátækra og kúgaðra þar í álfu hefjast ekki vegna tilmæla frá Kúbu eða Moskvu, heldur rísa þær af gífurlegu þjóðfélagslegu óréttlæti, sem bandarísk- ir auðhringir og herskólar hafa tekið þátt í að móta og styrkja. • Boðskapur Reaganstjórnarinnar um að „hefð- bundnar einræðisstjórnir“ geti verið þolanlegur kostur hefur ekki átt miklum vinsældum að fagna í Evrópu. Það hefur til dæmis gerst í sambandi við E1 Salvador, að flestir flokkar sósíaldemókrata hafa tekið þátt í að fordæma framgöngu Bandaríkjanna þar í landi. Þetta hefur farið mjög í taugarnar á Reaganstjórninni - einkum vegna þess að mótmælin eru þá komin langt út fyrir þau öfl, sem reynandi væri að stimpla sem „kommúnísk“ eða „andamerísk“. Þessvegna eru réttlætingarmeistarar gerðir út af örk- inni hver af öðrum - nú síðast Bush varaforseti, og eiga að tala um fyrir mönnum. Við skulum vona að hann hafi ekki erindi sem erfiði. -ÁB. Bandaríski herinn fær sam- kvæmt samkomulaginu afnot af flugstöðinni í svokölluðum neyðartilvikum. Hver á að meta þau tiivik? Hallgrímssyni vafðist tunga um tönn þegar hann var spurður um það atriði. Allir vit". líka, að það er ekki íslendinga að meta þau tilvik, heldur verða Bandaríkjamenn einir um það. í hverju einasta húsfélagi í landinu er kveðið á um það í samningi hversu sameignin skuli skiptast og afnotaréttur af henni nákvæm- leg tíundaður. En í þessu fyrir- tæki sem kostar á annan miljarð íslenskra króna segir aðeins að Bandaríkjamenn fái afnot af flug- stöðinni - í neyðartilvikum. Stíflur og œðahnútar íslenska ríkisstjórnin hefur vandað tímasetningu klukkutímafundarins hjá utan- ríkisnefnd óvenju vel. Daginn sem varaforseti Bandaríkjanna kemur í opinbera heimsókn til ís- lands. Eftir hádegi var þegar hó- að í blaðamenn og samkomulagið undirritað: sendiherra Banda- ríkjastjórnar og utanríkisráð- herra Islands - og aðmírállinn á Keflavíkurherstöðinni hrósaði sigri. Gleðibros færðist yfir andlit valdsmannanna. Eitt stykki flugstöð Utanríkisnefnd alþingis var kölluð saman til skyndifundar á þriðjudaginn. Varaformaður nefndarinnar Kjartan Jóhanns- son kallaði nefndina saman, en hún var kosin á síðasta kjörtíma- bili. Formaður nefndarinnar Geir Hallgrímsson hafði skipt um hlutverk og mætti á fundinn sem utanríkisráðherra hinnar ís- lensku ríkisstjórnar. Fundarefnið var einfalt; af- greiðsla löggjafarvaldsins á flug- stöð, sem talin er kosta á annan miljarð íslenskra króna. Nánar vita menn ekki um það mál, því engar kostnaðaráætlanir liggja fyrir um þessa flugstöð. Það er heldur ekki vitað um stærð henn- ar eða framkvæmdahraða. Engar teikningar eða nánari uplýsingar lágu fyrir á fundi utanríkis- nefndar. íslenskir alþingismenn í utanríkisnefnd lögðu því blessun sína yfir fyrirtækið að óséðu. Þeir vissu ekki annað en það að þeir voru að afgreiða eitt stykki flug- stöð. / neyðartilvikum Ragnar Arnalds þingflokks- formaður Alþýðubandalagsins mætti á þennan fund fyrir hönd bandalagsins og mótmælti sam- komulagi Bandaríkjastjórnar og þeirrar íslensku. Flugstöðin stóra krefðist erlendra lána og væri alltof dýr. „Jafnframt er þessu mannvirki, sem auðvitað ætti ein- göngu að vera íslenskt sam- göngumannvirki, flækt inn í hernaðarnet Bandaríkjamanna sem fá full afnot af byggingunni þegar þeim hentar - á svoköll- uðum neyðartímum“, sagði Ragnar í viðtali við Þjóðviljann í gær. Ragnar Arnalds fór fram á frestun afgreiðslu þessa máls þar til frekari upplýsingar lægju fyrir og fleiri gætu fjallað um málið. Þar talaði hann fyrir daufum eyr- um. í því sambandi er hlutur A1 - þýðuflokksmanna sérdeilis eftir- tektarverður. Þeir eiga það til að vilja betra upplýsingastreymi frá stjórnvöldum og lýðræðislegri vinnubrögð. En nú um stundir klappa þeir stríðast þá steina sem hin þjóðrækna ríkisstjórn Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks hefur hlaðið í kringum sig. Þannig velja þeir þögnina fram yfir upplýsing- ar og lýðræði þegar flugstöðin er annars vegar sem og í Alusuis- semálinu á dögunum. Hitt er með miklum eindæm- um: upplýsingar um téða flugstöð eru af mjög skornum skammti. í grautargerð ríkisstjórnarinnar með nefndaskipan alþingis og skiptingu löggjafar- og fram- kvæmdavalds er boðaður fundur í nefnd sem kosin var af löggjaf- arsamkomu sem hefur ekki lengur umboð kjósenda. Tveir nýkosnir þingflokkar eru útilok- aðir frá upplýsingum og á- kvarðanatöku um þetta mál, þ.e. fulltrúar Kvennalista og Banda- lags Jafnaðarmanna. Verið er að leggja í fjárfestingu sem þýðir er- lend lán frá 600 miljónum til 900 miljóna - og ekkert vitað nánar um það. Engar teikningar eða áætlanir liggja fyrir. Alþýðu- flokkurinn hleypur í björgin enn einu sinni og þingræðið fótum troðið (framhaldssaga ríkis- stjórnar Geirs Hallgrímssonar og Steingríms Hermannssonar). Hvaða stjórnarfyrirkomulag er í þessu landi? -óg George Bush og grœnar baunir Málgagn forsætisráðherra, Tíminn, segir í myndatexta í gær: „í gærkvöldi hélt George Bush varaforseti Bandaríkjanna hóf á Hótel Sögu.“ Að vísu er það rangt, því það var Steingrímur sem hélt þetta hóf. En textinn leiðir hugann að því hvort Tíminn hafi talið að flugstöð væri ekki nóg, hvort varaforseti Bandaríkj- anna hefði einnig átt að borga grænu baunirnar ofan í Steingrím og hitt tignarfólkið? Réttið upp hendi... Þegar mótmælendur gengu sem leið lá að bandaríska sendi- ráðinu frá útifundinum vel heppnaða á Lækjartorgi mætti hann fríðri sveit lögreglumanna og fjölmennri. Þá hrópaði einn göngumanna að lögregluhópn- um: „Réttið upp hendi sem eruð í Víkingasvcitinni!!“ Enginn lög- reglumaður gaf sig fram, en sumir urðu rauðir í framan. Bush ánægður Það er mikill fögnuður ríkjandi hjá Framsóknarflokki og Sjálf- stæðisflokki þessa dagana. Geir Hallgrímsson þakkaði sérstak- lega framlag Ólafs Jóhannes- sonar í flugstöðvarmálinu og kvað sig aðeins hafa lokið við verkið. Ólafur á stærstan heiður skilinn. Ríkisstjórnin gerir allt sem hugsast getur til að þóknast Bandaríkjastjórn og tignarmann- inum. Hún má meir að segja eiga von á offiseranafnbótum og verðleikaorðum. DV segir enda í fyrirsögn í gær: Bush ánægður með nýju stjórn- ina. Þóþaðnúværieftiralltþetta. Ekki Jesús Kristur Svarthöfði skrifar í gær um Bush og þá veislu sem gjöra skal. Svarthöfði kemst að þeirri mann- fræðilegu niðurstöðu: „Hann er ekki Jesús Kristur fremur en aðrir Bandaríkjamenn“ þrátt fyrir það er hann góður gestur, segir Svarthöfði og Bandaríkja- menn „hafa lagt fram fé og mann- afla frá stríðslokum til að halda Vestur-Evrópu frá kommún- isma“, - óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.